Morgunblaðið - 30.03.2005, Side 44

Morgunblaðið - 30.03.2005, Side 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Litli Svalur © DUPUIS VÁ!! SJÁÐU ÞETTA STÓRA, FEITA, APPELSÍNU- GULA... GRASKER EKKI MJÖG VINALEGT... SAMKVÆMT FJÁRSJÓÐS- KORTINU MÍNU ÞÁ EIGUM VIÐ AÐ BYRJA AÐ GRAFA HÉR VESKI FULLT AF PENINGUM! NÁKVÆMLEGA ÞAR SEM ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞAÐ YRÐI! PABBI Á ÞAÐ. ÉG GRÓF ÞAÐ HÉRNA Í SÍÐUSTU VIKU KRAKKAR MÍNIR, ÞAÐ ER KOMINN NÝR NEMANDI Í BEKKINN. VERIÐ GÓÐ VIÐ HANN ÞAÐ VILL SVO HEPPI...Ó...ÓHEPPILEGA TIL AÐ AUMINGJA STRÁKURINN HEFUR ALDREI HITT FÖÐUR SINN, EN HAFIÐ ENGAR ÁHYGGJUR, HANN ER FYRIR- MYNDAR NEMANDI OG ÞIÐ MUNUÐ DÁST AÐ HONUM. SESTU ÞORLÁKUR HÆ, AUMINGJAR ÉG SKAL PASSA UPP Á HANN HANN ER UNDIR ÞÍNUM VERNDARVÆNG KALLI HEYRIÐ MIG NÚ!ENGAN KJAFTAGANG HÉR! EF ÉG FINN SÖKUDÓLGINN ÞÁ SKAL HANN... EKKI LEITA LENGRA HERRA! ÞAÐ VAR HANN OG HANN OG HANN OG HANN OG HANN OG HANN OG SÉRSTAKLEGA HANN ÉG SKIL! STÆRÐFRÆÐIPRÓF STRAX! SKRIFIÐ NIÐUR SPURNINGARNAR! 6x7... 3x11... 8x9... 6x4... 9x3... VÁ HVAÐ ÞETTA ER LÉTT ÉG GENG UM OG SÆKI PRÓFIN EFTIR TVÆR MÍNÚTUR TVEIMUR MÍNÚTUM SÍÐAR... ÖLL SVÖRIN ERU EINS! EINHVERJIR HAFA SVINDLAÐ! HVERJIR VORU ÞAÐ? HANN HANN HANN HANN HANN KENNARI! HANN HANN HANN NÝKOMINN OG STRAX FARINN AÐ SVINDLA! ÞÚ SITUR EFTIR Í 4 TÍMA Dagbók Í dag er miðvikudagur 30. mars, 89. dagur ársins 2005 Víkverji hefur und-anfarið verið að fylgjast með tvítugum strákum sem fyrir nokkru stofnuðu Knattspyrnufélag Vesturbæjar – KV. Þetta eru piltar sem ákváðu að halda áfram að spila knattspyrnu þó þeir kæmust ekki í meistaraflokk og leika nú í sumar í þriðju deild. Víkverji hefur fylgst með drengj- unum þræða fyrirtæki til að leita stuðnings og getur ekki annað en tekið ofan fyrir þeim fyrirtækjum sem bregðast vel við. Til dæmis þá ákvað fyrirtækið Útivist og Sport að styrkja þá svo um munar og gaf þeim búninga, æfingagalla og annað sem þeir þurfa til knattspyrnuiðkunar í sumar og síðan hafa nokkur önnur fyrirtæki verið þeim ákaflega vin- samleg. Drengirnir hafa haft töluvert fyrir þessu barni sínu, stofnað félagið með formlegum hætti, sett upp vefsíðu, aflað stuðnings og haldið úti metn- aðarfullum æfingum og þetta fram- tak þeirra sýnir að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Stuðningur fyr- irtækjanna er þeim hvatning. Það er ágæt reynsla fyrir drengina að stofna íþróttafélag og kannski er hér lagður grunnur að íþrótta- stórveldi. x x x Víkverji er að koma sér upp verönd fyrir aftan húsið sitt en núna langar hann í harðviðarverönd. Hann hefur verið að skoða slíkan við sem er rúmlega tvöfalt dýrari en sá hefðbundni. Þeg- ar hann fór á Netið og skoðaði hvað fæst í bygginga- vöruverslunum í Bandaríkjunum sá hann að verðið er hagstætt. Nú skoð- ar Víkverji þann möguleika að kaupa efnið á Netinu og láta senda sér heim. Hann rennir líka hýru auga til annars varnings sem hann sér að kostar aðeins brotabrot af því sem það fæst á hér, gasgrill úr stáli er þar efst á lista og svo eru garðhúsgögnin ekki af verri endanum. Það versta er að maki Víkverja er ekki sannfærður og er með neikvæðar athugasemdir. Hann bendir t.d. varfærnislega á að gamla gasgrillið virki enn og gömlu garðhúsgögnin séu varla farin að láta á sjá. Það er vandlifað. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Shanghæ | Nýstárleg uppfærsla á Svanavatninu var frumsýnd í Shanghæ í Kína um páskana. Að sýningunni stendur loftfimleikaflokkur sem leitast við að sameina vestræna danslist og austurlenska loftfimleika. Ekki er vitað til þess að þetta margrómaða dansverk hafi í annan tíma verið sett á svið með þessum hætti. Á myndinni búa þessir ágætu froskar sig undir flugtak. Reuters Fljúgandi froskar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Sjálfir vitið þér, að þessar hendur unnu fyrir öllu því, er ég þurfti með og þeir, er með mér voru. (Post. 20, 34.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.