Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi HelgasonÁrnason fæddist í Reykjavík 24. febr- úar 1911. Hann lést á Vífilsstöðum að- faranótt 17. mars síðastliðins. For- eldrar Helga voru Anna Jacobine Helgason, skírð Pedersen, f. í Kaup- mannahöfn 15. febr- úar 1889, og Árni Helgason skipa- smiður, síðast bú- settur á Akranesi, f. í Reykjavík 21. des- ember 1888, d. 19. nóvember 1968. Alsystkini Helga voru þrjú: Ellen Maria Schou Carlsen, f. 1912, d. 1992, og Anna Margrethe Winslov Jensen, f. 1918, d. 2002, báðar búsettar í Danmörku, og Börge Helgason, f. 1920, búsettur á Íslandi. Systur Helga, samfeðra, eru tvíburasysturnar Guðrún, bú- sett í Reykjavík, og Jónína, búsett á Fáskrúðsfirði, f. 1933. Helgi kvæntist Ingunni Láru Jónsdóttur í Reykjavík 21. maí 1938. Hún var fædd í Reykjavík 24. september 1914 en lést 30. janúar 1998. Börn Helga og Ingu lands ásamt föður sínum og bjó þar síðan í Reykjavík. Helgi lærði húsgagnasmíði í Reykjavík og starfaði við þá iðn um tíma. Síðar hóf hann störf hjá Ríkisútvarpinu og vann þar við viðgerðir og ýmis störf um skeið. Um 1950 hóf Helgi störf hjá Nýju blikksmiðj- unni í Reykjavík og starfaði þar í nær þrjá áratugi við blikksmíðar. Helgi hafði með höndum verk- stjórn fyrir Nýju blikksmiðjuna við byggingu Borgarsjúkrahúss- ins í Fossvogi, og að byggingu þess lokinni gerðist hann sjálf- stæður verktaki við sjúkrahúsið og hafði þar með höndum ýmiss konar viðhald á þökum, loftræsti- kerfum og annarri blikksmíða- vinnu. Helgi og Inga byggðu sér hús á Hraunteigi 5 og bjuggu þar í nær 50 ár. Þar var Helgi með verkstæði og rak margs konar framleiðslustarfsemi í áratugi samhliða daglegri vinnu. Einnig var hann þar með sölu á skraut- fiskum og búrfuglum í áratugi, en hann var brautryðjandi á því sviði á Íslandi. Helgi og Inga bjuggu á Hraunteigi 5 fram til ársins 1995 að þau fluttu í þjón- ustuíbúð fyrir aldraða á Dalbraut 21, þar sem þau bjuggu æ síðan. Síðasta árið dvaldi Helgi á sjúkradeild fyrir aldraða á Vífils- stöðum. Útför Helga verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. eru fjögur. 1) Anna Sigríður, f. 9. nóvem- ber 1943. Hennar maki var Halldór Hjaltested og eiga þau þrjú börn, Sigríði Ingunni, Elísabetu Jónu og Helga Björn. 2) Jóna Hulda, f. 25. september 1949. Mað- ur hennar er Pálmi Þór Vilbergs og börn þeirra eru Reynir Örn, Viðar Þór og María. 3) Árni Helgi, f. 26. janúar 1952. Fóstursonur hans og Carole Ann Scheving Thorsteins- son er Brjánn. Börn Árna og Guð- nýjar Guðbjartsdóttur eru Árni Helgi og Anna Lára. 4) Gylfi Þór, f. 13. desember 1954. Hans maki er Jóna Pálína Brynjólfsdóttir og börn þeirra eru Brynjólfur Þór, Ingi Rafn, Helgi Örn og Lilja Dröfn. Áður átti Gylfi dóttur, Að- alheiði Björk; móðir Kristín Sam- úelsdóttir. Helgi ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs er fjölskyldan flutt- ist búferlum til Korsör í Dan- mörku. Þar bjó Helgi til ársins 1930 að hann fluttist aftur til Ís- Með örfáum orðum langar mig að kveðja föður minn Helga Helgason, sem lést á Vífilsstöðum 17. mars síð- astliðinn á 95. aldursári. Þegar leiðir skiljast og við kveðj- um ástvini okkar leitar hugurinn ósjálfrátt yfir farinn veg og minn- ingarnar sækja á. Æskuheimili mitt á Hraunteigi 5 í Reykjavík skipar stóran sess í minningunni. Þar ól- umst við systkinin upp og áttum þar trygga höfn þar til við uxum úr grasi og stofnuðum eigin heimili. Þar var einnig öruggt athvarf fyrir barnabörnin, sem sóttu þangað mik- ið í hlýjuna hjá afa og ömmu. Foreldrar mínir gengu í hjóna- band í maí 1938. Fyrst bjuggu þau í Skerjafirðinum, en byggðu sér fljót- lega hús á Hraunteigi 5 í Reykjavík, og þar bjuggu þau í meira en 50 ár eða fram til ársins 1995 að þau flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Dal- braut 21 í Reykjavík. Pabbi var húsgagnasmiður að mennt, en starfaði lengst af við blikksmíðar hjá Nýju blikksmiðj- unni í Reykjavík. Fór það orð af honum að hann væri laginn og út- sjónarsamur verkmaður og jafnvíg- ur á tré sem járn. Heima á Hraun- teigi hafði pabbi byggt sér gott verkstæði og búið það vel vélum og tækjum og eyddi hann flestum laus- um stundum sínum þar. Var þar alltaf fjölbreytt starfsemi í gangi og stundum voru fjórir til fimm karlar í vinnu með pabba við smíðar eða framleiðslu á hinum ólíklegustu hlutum, sem gjarnan voru hafðir til sölu í verslunum í Reykjavík, en á þessum árum voru í gildi innflutn- ingshöft á Íslandi og ekki jafn mikið um innfluttan varning í landinu og nú þekkist. Frá því að ég var smáp- jakkur man ég eftir mér að sniglast í kringum verkstæðið hjá pabba og eftir því sem okkur systkinunum óx ásmegin aðstoðuðum við eftir föng- um og fengum þá laun fyrir, sem var ágætur vasapeningur fyrir okkur. Ég ólst því upp við og lærði marg- víslega verklega vinnu heima á Hraunteigi og hef búið að því síðan. Ég hugsa oft til þess með þakklæti að hafa fengið þetta tækifæri, því þótt ekki hafi átt fyrir mér að liggja að starfa við smíðar eða handverk, þá er þessi þekking úr föðurhúsum mér bæði dýrmæt og gagnleg. Pabbi ólst upp í Danmörku og tvær systur hans bjuggu alla tíð í Danmörku, og í dag eigum við þar enn sterkan fjölskyldumeið. Löngu áður en ferðalög urðu almenn eins og nú þekkist ferðaðist pabbi reglu- lega til Danmerkur og víðar, ýmist til að heimsækja fjölskylduna eða sinna viðskiptum. Danmörk átti allt- af stóran hlut í honum og margir Danir, sem búsettir voru á Íslandi, voru kunningjar hans og vinir. Var hann meðal annars einn af stofn- endum og fyrsti formaður SBR eða Skandinavisk Boldklub, og er sá fé- lagsskapur enn við lýði og starfandi í Reykjavík. Þegar skemmtigarðurinn Tívolí var starfræktur í Norðurmýrinni í Reykjavík á sjötta áratugnum komu margir Danir þar við sögu enda fyr- irmyndin sótt í hið fræga Tívolí í Kaupmannhöfn. Pabbi var þar einn- ig framarlega í flokki og var til dæmis dýragarðurinn, sem þar var starfræktur, á hans vegum. Frá þeim tímum er apinn Simba lifandi minning frá Hraunteignum en hann var heima hjá okkur um tíma eftir að hafa verið til sýnis í Tívolí, og hélt heimilinu í hers höndum. Ýmsar skemmtilegar minningar eru frá þessum tíma, enda margt brallað. Áhugi pabba á dýrum og aðkoma hans að dýragarðinum í Tívoli leiddi til þess að hann hóf að flytja inn skrautfiska og búrfugla til sölu á Ís- landi frá Danmörku. Var hann frumkvöðull á þessu sviði hér á landi og stundaði þessa starfsemi um ára- bil í kjallaranum heima. Eru þeir líklega ófáir Íslendingarnir komnir um og yfir miðjan aldur sem muna eftir því að hafa komið þangað að kaupa sér páfagauka, skrautfiska eða eitthvað sem tengdist gæludýra- haldi. Foreldrum mínum þótti gaman að ferðast og fóru utan á hverju einasta ári frá því að ég man eftir mér. Var alltaf mikil spenna í kringum þessar ferðir og við krakkarnir iðuðum í skinninu að vita hvað þau kæmu með í farteskinu. Sjálfur var ég lík- lega sjö ára þegar ég fékk fyrst að fara með og var það mikil ævintýra- ferð til Danmerkur og Englands með Gullfossi. Þótt ferðinni væri gjarnan heitið til Danmerkur þá var líka stundum farið á framandi slóðir. Síðasta ferðalagið sem foreldrar mínir fóru saman í var árið 1996, en þá lögðu land undir fót og heimsóttu mig þar sem ég bjó og starfaði í Malaví í Afr- íku. Þótti mörgum þetta óðs manns æði að gamla fólkið, pabbi 84 ára og mamma 80 ára, væri að þvælast á þessar varasömu slóðir. Þeim þótti það hinsvegar ekki og áttum við yndislegan mánuð saman þar og þvældumst víða. Komst þá pabbi í návígi við mörg af þeim dýrum, sem hann hafði verið með í dýragarð- inum í Tívolí, og nú á heimavelli þeirra og líkaði honum það vel. Í þeirri ferð skipti hann líka á neftób- aksbauknum sínum og virðulegum göngustaf við Zulu-höfðingja sem við hittum þar á ferð og þóttust báð- ir góðir. Síðustu mánuðina dvaldi pabbi á Vífilsstöðum og var hann ánægður með vistina þar. Var hann orðinn latur til gangs og gat því ekki lengur verið einn á Dalbrautinni en að öðru leyti við ágæta heilsu. Hann var allt- af hressilegur heim að sækja, tók stöðugt í nefið og réð danskar kross- gátur. Minnið var að vísu farið svíkja undir það síðasta en bernsku- minningarnar frá Korsör í Dan- mörku voru alltaf kristaltærar og var bæði fróðlegt og gaman að spjalla við hann um gamla daga. Ég átti góða stund með honum örfáum dögum áður en hann dó og talaði hann um það þá að honum þætti þetta orðið ágætt og að hann væri fullkomlega sáttur við að fá hvíldina þegar að því kæmi. Nú er stundin runnin upp og pabbi fær að hvíla við hlið mömmu eins og hann óskaði sér. Elsku mamma og pabbi, hvílið í friði. Árni Helgason. Elsku pabbi ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég vil einnig þakka starfsfólkinu á Vífilsstöðum fyrir góða umönnun. Þín dóttir Anna. Elsku besti afi minn. Aldrei hefði mig grunað það er ég hitti þig um síðustu jól að ég væri að hitta þig í síðasta skipti. Einhvern veginn fannst mér bara að þú yrðir alltaf til staðar en það er víst bara í ævintýr- unum sem við lifum að eilífu. Ég vissi að það myndi koma að þessari stundu og ég veit líka að þú ert sátt- ur núna og ánægður með að vera kominn til hennar ömmu. Það gefur mér styrk á þessari erfiðu kveðju- stund sem ég held að við séum aldr- ei tilbúin fyrir. Það er bara svo sárt að hugsa til þess að koma til Íslands án þess að geta komið í heimsókn til þín og spjallað við þig um allt og ekkert, hlustað á þig segja sögur frá því er þú varst ungur í Danmörku. Tilhugsunin um að geta ekki knúsað þig, elsku afi minn, er óbærilega erf- ið. Mér fannst þú vera alveg stór- kostlegur karakter, ein af þessum fáu perlum sem maður kynnist á lífsleiðinni. Allt frá því að ég var krakki hefur mér fundist þú vera svona maður sem getur „allt“. Þú varst einstak- lega laginn í höndunum, alltaf að bralla eitthvað í skúrnum þínum á Hraunteignum. Og spekuleraðir í veraldlegustu hlutum. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hend- ur, þér fór allt einstaklega vel úr hendi með óendanlegri þolinmæði, lagni og vandvirkni. Mér finnst ég vera einstaklega heppin að hafa fengið að vera eins mikið hjá ykkur ömmu og ég var. Á sumrin fór ég sko í „sveitina“ sem var á Hraunteiginn til ykkar. Og það var alveg sama hvað maður brallaði, alltaf tókuð þið amma með opnum hug vel í allar hugmyndir sem komu upp. Eitt af því skemmti- legasta þótti mér að taka umslög sem voru utan af reikningum sem þú hafðir fengið og vera í bankaleik við skrifborðið þitt og mér fannst líka svo frábært er ég fékk að nota diktafóninn þinn til að þykjast vera fréttaþula og lesa inn á hann upp úr sjónvarpsdagskránni. Það var næst- um allt leyfilegt hjá ömmu og afa! Ég man líka hvað okkur barna- börnunum þótti neftóbaksbaukurinn þinn spennandi og er amma var að strauja þá fékk ég að strauja tób- aksklútana þína sem mér fannst mikill heiður og lagði allt mitt í það. Eins fannst mér mjög mikilvægt að fá að búa til kaffi handa ykkur ömmu og útbúa kaffið þitt alveg eins og þú vildir hafa það, í þínum bolla og ég vissi upp á hár hvernig kaffið átti að vera. Það hlaðast upp enda- lausar ómetanlegar minningar um stundir sem ég átti með þér og ömmu og öll ferðalögin sem við fór- um í saman. Svo breyttust tímarnir og þið fluttuð á Dalbrautina þar sem amma náði ekki að búa lengi. Alltaf fannst mér jafn gott að skjótast til þín í heimsókn. Þau voru ófá skiptin sem við sátum á spjallinu eða horfðum saman á sjónvarpið. Það þurfti ekk- ert alltaf að vera að spjalla, nær- veran ein var bara svo afslappandi og yndisleg, manni leið alltaf vel eft- ir að hafa verið hjá þér. Það var ekkert vol og væl á þeim bænum, nei, það var einblínt á það jákvæða og gert gott úr öllu. Stundum fannst þér ég nú óttaleg skvetta, búin að gerbreyta um háralit eða í skrýtn- um fötum, en þú hafðir bara gaman af því og sagðir að þetta hlyti að vera móðins hjá unga fólkinu. Elsku afakrúttið mitt, eins og ég kallaði þig því þú varst heimsins yndislegasti maður, ég er endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þinni bjartsýni á líf- ið. Síðustu jól voru mér svo kær, er þú komst til okkar á aðfangadag. Með haf af yndislegum minning- um sem ég mun varðveita að eilífu kveð ég þig með sárum söknuði, þið amma munuð alltaf skipa stóran sess í hjarta mínu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, ég elska þig að ei- lífu. Þín María. Elsku besti afi. Nú ertu kominn til ömmu og við vitum að þér líður miklu betur. Við áttum margar góð- ar stundir saman og við systkinin eigum margar góðar minningar um þig og ömmu sem við geymum vel. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu. Þið tókuð alltaf vel á móti okkur og ekki vant- aði kræsingarnar. Þú varst alltaf hress og glaður. Þegar maður spurði þig hvernig þú hefðir það sagðir þú alltaf að þú gætir ekki haft það betra og þú vær- ir í lagi meðan þú gætir tekið í nefið. Þú varst mjög flinkur og vandvirkur í höndunum og mörg eru listaverkin til eftir þig sem prýða heimili barna þinna. Þú varst alveg ótrúlegur afi, það eru nú ekki mörg árin síðan þú hættir að keyra. Ég man einn dag- inn þegar við komum til þín og spurðum þig hvernig þú hefðir það og hvort þú hefðir eitthvað hreyft við bílnum. Þú sagðist vera hress og sagðir okkur að þú hefðir skroppið á bílnum til Þingvalla. Ég man hvað ég var stolt af þér að hafa verið svona gamall en samt keyrt til Þing- valla. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Hvíl þú í friði, elsku afi. Þín afabörn Brynjólfur Þór Gylfason, Ingi Rafn Gylfason og Lilja Dröfn Gylfadóttir. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér og ömmu á Hraunteig. Ég minn- ist sérstaklega jólanna þegar við systurnar vorum litlar, við fengum fullt af gjöfum og þú hafðir svo gam- an af því að skreyta og glæða jólin lífi. Þú þreyttist seint á því að leyfa okkur að trekkja upp jólabjölluna. Rauði vaxlampinn, kúkú-klukkan, fiskabúrið í stofunni, stóllinn undir lampanum í stofunni þar sem þú last dönsku blöðin og leystir krossgátur, sixspensarinn og inniskórnir. Þetta voru hlutir sem voru partur af afa. Oft þurfti að sækja nýjan tóbaksklút og þá var gott að lauma sér í mola úr Mackintosh-dósinni í leiðinni. Í kjallaranum var svo gullfiskabúðin og hringdi fólk bjöllu og þá var hlaupið niður og þá var eins gott að renna ekki á rassinn í kjallaratröpp- unum. Í garðinum voru finkur og páfagaukar og blái garðbekkurinn sem hægt var að róla í. Ég man líka eftir skjaldbökunum í garðinum þegar gott var veður. En þær áttu það til að týnast og þá var spenn- andi að leita að þeim. Ristað brauð með smjöri og te var það besta hjá ömmu og afa við rauða eldhúsborð- ið. Ég man hvernig afi og Petro töl- uðu saman og svo sat hann á öxlinni á afa og fékk að éta en Petro hvæsti annars geðvonskulega á aðra. Eins flautaði hann alltaf glaðlega þegar afi kom inn. Nú er ég viss um að amma tekur vel á móti þér, afi minn, og allir aðr- ir sem á undan eru farnir. Kveðja. Elísabet Hjaltested. Jæja, afi, núna ertu farinn. Þú varst orðinn þreyttur á endasprett- inum en nú veit ég að þú ert ánægð- ur á himnum með ömmu. Ég get ekki annað en brosað þeg- ar ég hugsa til þín á himnum í hæg- indastól með ömmu hjá þér og gamla góða baukinn þinn. Það er samt skrýtið að þú sért farinn. Manni fannst eins og þú yrð- ir alltaf hérna en ég veit að þú fórst sáttur og umfram allt elskaður og hluti af þér mun alltaf vera með okkur. Takk fyrir allar góðu stundirnar, afi minn. Ég bið að heilsa ömmu. Þinn nafni og barnabarn Helgi Örn. Elsku langafi, okkur langaði að þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar og minningarnar sem þú skil- ur eftir. Við vitum að nú ertu kominn til langömmu á meðal englanna og munt horfa niður og fylgjast með okkur. Far vel, elsku langafi! Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langafabörn Arnar Freyr og Gabríel Reynir. HELGI HELGASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.