Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 9
9SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 FASTEIGNASALAR „Við viljum um- fram allt girða fyrir að svona lag- að komi upp þar sem næstum al- eiga fólks er undir,“ segir Magnús Einars- son, fram- kvæmdastjóri Félags fast- eignasala, um þá stöðu sem við- skiptavinir fasteignasala lenda í þegar um er að ræða fjársvik. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem fasteignasöl- ur eru ýmist grunaðar um fjár- svik eða hafa orðið uppvísar að slíku. Í þeim tilvikum hafa við- skiptavinir verið berskjaldaðir og þá gjarnan tapað hátt í aleigunni vegna skúrka í stétt fasteignasala. Hæst ber þar fjársvik fasteigna- sölunnar Holts í Kópavogi þar sem viðskiptavinir voru hlunn- farnir um langt á annað hundrað milljónir. Nýtt frumvarp um ábyrgð fast- eignasala er í smíðum en þar eru engin ákvæði um það að fast- eignasalar eigi að leggja fram tryggingar gegn fjársvikum. Magnús gagnrýnir að næstum hver sem er geti stofnað til fast- eignasölu án þess að leggja fram neinar tryggingar. „Við viljum að menn sem stunda fasteignasölu leggi fram verulegar tryggingar í formi bankaábyrgðar. Þannig verður eitthvað í húfi fyrir byrjendur og það lendir á þeim sjálfum ef þeir svíkja viðskiptavini sína. Þá getur ekki hver sem er komið inn af göt- unni og stofnað fasteignasölu í skjóli einhvers sem hefur löggild- ingu sem fasteignasali en skiptir sér ekkert af rekstrinum,“ segir Magnús. Hann segir að félagið vilji ganga enn lengra en frumvarpið í að krefjast meiri menntunar og starfsreynslu löggiltra fasteigna- sala. rt@frettabladid.is Vilja tryggja aleigu fólks gegn svikum Félag fasteignasala vill herða lög um fasteignasala. Félagið vill að þeir sem stofna til fasteignasölu leggi fram milljónatryggingar til að mæta hugsanlegum svikum. HOLT Fasteignasalinn var staðinn að því að svíkja langt á annað hundrað milljónir út úr viðskiptavinum. Þingkona gagnrýnd: Skilur sjálfs- morðsárásir LUNDÚNIR, AP Þingkona frjálslyndra demókrata hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja að hún myndi hugsanlega íhuga að gera sjálfsmorðsárás ef hún byggi á h e r n u m d u m svæðum Palest- ínu. Jenny Tonge segist geta skilið hvers vegna P a l e s t í n u m e n n grípi til slíkra ör- þrifaráða þar sem það fylgi því óbærileg þjáning að lifa undir stjórn Ísraela. Þingmenn annarra flokka hafa krafist þess að Tonge taki ummæli sín til baka en hún stendur fast á sínu. „Ég sagði ekki að ég gæti fyrirgefið þeim sem gera sjálfs- morðsárásir. Enginn getur fyrir- gefið þeim. En ég skil hvers vegna fólkið sem býr þarna gerir sjálfs- morðsárásir,“ sagði Tonge. ■ NEYTENDUR Mikill verðmunur reyndist vera milli tannlækna á þeim gjaldskrárliðum sem Sam- keppnisstofnun kannaði. Munur- inn á lægsta og hæsta verði reyndist vera frá 100% og upp í 650% eftir einstökum gjaldskrár- liðum. Þannig var 100% verðmun- ur á lægsta og hæsta verði á heilgómasetti af fölskum tönnum. Lægsta verð var 100.000 krónur en hæsta verð 200.000. Þá kostaði frá 2.000 krónum upp í 15.000 krónur að setja plastfyllingu í tvo fleti í jaxl, sem svarar 650% verð- mun á lægsta og hæsta verði. Samkeppnisstofnun hefur nú í haust kannað verð á nokkrum gjaldliðum hjá starfandi tann- læknum á Íslandi. Eyðublöð voru send út til 251 tannlæknis og svör bárust frá 86% þeirra. Könnunin náði til sex gjaldliða fyrir tannlækningar, veittar sjúk- lingum sem tryggðir eru sam- kvæmt almannatryggingalögum. Verðlagning tannlækna er frjáls og þeim því heimilt að verð- leggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur. Því getur verð fyrir sambærilega þjónustu verið afar misjafnt milli tann- lækna. ■ Verðkönnun hjá tannlæknum: Sjöfaldur verðmunur JENNY TONGE Þingkona frjáls- lyndra demókrata. TANNLÆKNINGAR Verðmunur hjá tannlæknum er allt að 650% samkvæmt verðkönnun. „Þannig verður eitt- hvað í húfi fyr- ir byrjendur. ÆRUMEIÐINGAR „Ég hef lagt fram kæru til lögreglunnar í Keflavík því ég tel að með þessum skrifum sé verið að gera starf mitt sem fréttamanns ótrúverðugt,“ segir Hilmar Bragi Bárðarson, frétta- stjóri Víkurfrétta. Ákveðið hefur verið að leggja niður spjallþræði á vef Víkurfrétta tímabundið í kjölfar þess að einhver óprúttinn gerði sér að leik að skrifa inn á spjallþráðinn undir nafni og net- fangi Hilmars Braga. „Ég hafði um nokkurt skeið þurft að benda fólki sem skrifaði inn á spjallþráðinn á að haga sér skikkanlega og gæta hófs í skrif- um sínum, en án árangurs. Nokkuð hafði borið á rætnum þráðum og níði í garð nafn- greindra einstaklinga og allt í skjóli nafnleyndar. Í kjölfarið birtist svo þetta bréf í mínu nafni.“ Hilmar Bragi hefur lagt fram kæru til lögreglunnar í Keflavík vegna ærumeiðingar og mis- notkunar á nafni og netfangi. Máli sínu til stuðnings afhenti hann útskriftir af spjallþráðum Víkurfrétta ásamt gögnum sem eiga að gera lögreglunni fært að rekja slóðina aftur til sendand- ans. „Ég vil að haft sé uppi á þessum aðila og hann látinn standa fyrir máli sínu. Mér finnst ótækt að menn hagi sér svona.“ ■ Víkurfréttir hafa lokað spjallþræði vegna níðskrifa: Fréttastjóri kærir til lögreglu HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Hilmar Bragi segir að til standi að opna spjallþráðinn á ný eftir að búið sé að leita annarra leiða til að halda spjallinu úti án þess að nafnleynd komi þar við sögu. 40 ÖKUMENN KÆRÐIR Fjörutíu ökumenn voru kærðir vegna ýmissa umferðarlagabrota í Hafnarfirði í síðustu viku. Sautján keyrðu of hratt, fimmt- án höfðu ekki farið með bílana sína í skoðun, sex keyrðu á móti rauðu ljósi og einn er grunaður um ölvun við akstur. Sjö um- ferðaróhöpp voru tilkynnt, en engin slys urðu á fólki. STOLIÐ ÚR LYFJAKISTU Brotist var um borð í Birtu VE þar sem báturinn lá inni í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum. Farið var í lyfjakistu bátsins og öllu stolið sem í henni var, verkjatöflum, sáraumbúðum og fleira. Talið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað í byrjun janúar og vill lögreglan í Vestmannaeyjum biðja þá sem upplýsingar geta gefið að hafa samband. ■ Lögreglufréttir Félagsmiðstöðin Vest-End: Nýr for- stöðumaður PATREKSFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð hafa ráðið nýjan yf- irmann félagsmiðstöðvarinnar Vest-End á Patreksfirði. Tvær konur sóttu um starfið og var það einróma álit Íþrótta- og æskulýðs- nefndar Vesturbyggðar að mæla með ráðningu Söndru Skarphéð- insdóttur og óskað eftir að hún hæfi störf sem fyrst. Hún tekur við af manni sem látinn var víkja eftir að alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot manns- ins gegn ungum drengjum á Pat- reksfirði voru kærð til lögreglu. Rannsókn málsins er að mestu lokið og fer til ríkissaksóknara. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.