Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 10
Spjallrásir á Netinu voru einhverntíma ágætis uppspretta þjóðfé- lagsumræðna þar sem menn tókust mátulega hressilega á. Þessir þræð- ir hafa verið hálf slappir undanfarið og sjaldséðar tilraunir manna til að hefja gáfulegar og málefnalegar samræður kafna jafnan í flóðbylgju innihaldslauss bulls. Það er eins og þessir þræðir séu orðnir helsta at- hvarf illa skrifandi og nafnlausra nöldurseggja sem komast ekki að í símatímum Útvarps Sögu. Blaðamannafélag Íslands heldur úti spjallsvæði og gerir kröfu um að fólk skrifi þar undir nafni. Einhverj- ir gerðu sér vonir um að blaðamenn myndu lyfta netumræðunni á æðra plan á þessum rafræna leikvelli sín- um en það fer lítið fyrir snilldartökt- unum. Kannski vegna þess að þeir sem hafa af því atvinnu að afla frétta og koma þeim til neytenda hafa annað við tíma sinn að gera en að æfa sig í hundalógík á Netinu? Það er lýsandi fyrir ástandið að heitasta umræðan á spjallvef Press.is snýst um það hverjir megi kalla sig blaðamenn. Þessi stétt hef- ur í gegnum tíðina verið frekar illa þokkuð og alþjóðlegar kannanir benda til þess að fjölmiðlafólk sé stressaðasta starfstétt í heimi og lík- leg til að deyja fyrir aldur fram af völdum magasárs, drykkju og reyk- inga. Ekki beint eftirsóknavert hlut- skipti en nú vilja allt í einu allir kom- ast í þennan hóp. Ef til vill vegna þess að með tilkomu Netsins urðum við hvort eð er öll blaðamenn. Hrafnkell Daníelsson blandar sér í umræðuna þó hann vilji ekkert endilega fá að titla sig blaðamann enda heldur hann úti hinum mátt- lausa frétta- og spjallvef www.al- varan.com og er því hvorki meira né minna en ritstjóri og fréttaritari. „Það má eiginlega í framhaldi af því, segja með góðri samvisku að blaðamaðurinn sé dauður í þeirri merkingu orðsins, því allir sem eru í því að skrifa fréttir í blöð, á netið eða fyrir útvarp eða sjónvarp, eru ekkert annað en fréttaritarar.“ Fréttaritarinn og ritstjórinn Hrafnkell er þó svolítið volgur fyrir úrelta titlinum og ætti því að sækja um aðild að Blaðamannafélagi Ís- lands á Netinu. Hann virðist einung- is þurfa að hafa haft atvinnu af fjöl- miðlun síðustu 12 mánuði. Þá kemst hann í hóp Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, Styrmis Gunnarssonar rit- stjóra, Marðar Árnasonar alþingis- manns, Eiríks Hjálmarssonar, að- stoðarmanns borgarstjóra, Thelmu Tómasson, kynningarfulltrúa Lata- bæjar, Heimis Más Péturssonar, fjölmiðlafulltrúa Flugmálastjórnar, Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðar- manns utanríkisráðherra, Árna Johnsen, fyrrverandi alþingis- manns, Ingva Hrafns Jónssonar, meints álitsgjafa, og síðast en ekki síst Sigga Hlö og Valla Sport. Er þetta nokkuð flókið? Erum við ekki öll blaðamenn, sumir bara góðir og aðrir lélegir eða að vinna við eitthvað allt annað en að segja fréttir? ■ Smáa letrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ telur íslenska blaðamenn vera fleiri en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. 10 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ýmsir vildu Lilju kveðið hafa Hér verð ég enn innan sviga að lýsa undrun minni á þeim sjónar- miðum, sem gægjast fram í grein- um ýmissa vinstrisinnaðra and- stæðinga Davíðs, að hann eigi það sérstaklega Jóni Baldvini Hannibalssyni, þáverandi utan- ríkisráðherra, að þakka, að Ís- land varð aðili að EES. Ég var á þessum tíma formaður utanríkis- málanefndar alþingis og fylgdist náið með framvindu mála og hafði stundum á orði, að mál tengd samningsgerðinni næðust fram á þingi, þrátt fyrir fram- göngu Jóns Baldvins við af- greiðslu þeirra - að sjálfsögðu voru það við sjálfstæðismenn, sem lögðum til þann atkvæða- fjölda á þingi, sem dugði til að koma þessum samningi í höfn. Eftir á vilja ýmsir þá Lilju kveðið hafa, meðal annars sagði Ingi- björg Sólrún einhvern tíma, að hún hefði haft sömu afstöðu til EES-samningsins og ég - hún sat þó hjá, þegar ég og aðrir greiddu atkvæði með samningnum! BJÖRN BJARNASON AF VEFNUM BJORN.IS Lækjartorg drífur að fólk Rokrassgatið Lækjartorg er miklu nær því að geta staðið und- ir nafni sem torg, þrátt fyrir að vera ekki annað en hellulögð stétt í skugga tveggja hárra húsa. Þá sjaldan reynt er að brydda upp á einhverju áhugaverðu á Lækjar- torgi drífur að fólk. Skiptir þar engu þótt svo virðist sem Esjunni hafi verið plantað niður gagngert með það í huga að skapa vind- strekking á torginu. STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR Á MURINN.IS Vítisenglar á Íslandi hinu góða? Athygli vekur að umfjöllun fjöl- miðla hefur lítið beinst að því hvers vegna alþjóðleg glæpa- samtök eru farin að sýna Ís- landi áhuga. Ef litið er til þróun- ar undanfarinna ára virðist ástæðan liggja í augum uppi: Nektardansstaðir hafa skapað skilyrði fyrir starfsemi þeirra. Skipulögð glæpastarfsemi snýst um viðskipti með ólögleg fíkni- efni, vopnasölu, vændi, smygl og mansal. Ísland er eftirsóknar- verður staður fyrir alþjóðleg glæpasamtök til að koma sér upp bækistöð vegna legu lands- ins á milli tveggja heimsálfa. Það gefur þó auga leið að það er erfitt fyrir glæpasamtök að at- hafna sig ef þau hafa ekki að- gang að löglegri starfsemi til að hylma yfir þá ólöglegu, sem ger- ir þeim m.a. kleift að stunda peningaþvætti og afmá þannig slóð sína. Nektardansstaðir þjóna þessum tilgangi víðsvegar um heim með beinum eða óbein- um hætti. MAGNEA MARINÓSDÓTTIR SKRIFAR Á KREML.IS Menn á Mars Geimáætlun Bush felur í sér end- urkomu mannsins á tunglið og vonandi mannaðar ferðir til Mars. Flestir geta fundið eitthvað til að setja út á í áætluninni. Sárafáir virðast hins vegar fagna áætlun- inni sem skrefi í átt til búsetu á öðrum hnöttum. BERGLIND HALLGRÍMSDÓTTIR SKRIFAR Á DEIGLAN.COM ■ Af Netinu Að vera eða ekki vera – blaðamaður Sögu 90 ára sjálfstæðis kaupskipasiglinga lokið Ekkert íslenskt kaupskip siglir nú undir íslenskum fána. Síðasta kaupskipinu sem sigldi undir íslenskum fána var flaggað út á dögunum. Sífellt færri Íslendingar eru í áhöfnum kaupskipa sem sigla til og frá landinu og óttast menn að mikilvæg siglingaþekking glatist innan fárra ára. KAUPSKIPAFLOTINN „Það má segja að 90 ára sögu sjálfstæðis í siglingum kaupskipa til og frá landinu sé lok- ið, í bili að minnsta kosti. Í dag sigl- ir ekkert kaupskip undir íslenskum fána og það er áhyggjuefni, bæði vegna atvinnu þeirra sem í hlut eiga og ekki síð- ur út frá öryggis- hagsmunum Ís- lendinga. Þá glat- ast einnig smátt og smátt mikil- væg siglinga- þekking,“ segir Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Félags ís- lenskra skip- stjórnarmanna. Hvorki Sam- skip, Eimskip né Atlantsskip eru nú með kaupskip sín undir íslensk- um fána og í mörgum tilvikum eru erlendar áhafnir á kaupskipunum, að hluta til eða öllu leyti. Sjálfstæði í siglingum Íslendingar tóku kaupskipaút- gerðina í sínar hendur að einhverju marki árið 1914 með stofnun Eim- skipafélagsins og kaupum félagsins á Gullfossi og Goðafossi. Reyndar voru skipin þá undir dönskum fána. Íslendingar fengu sinn eigin fána 1. desember árið 1918 þegar Sam- bandslögin tóku gildi. Þá fóru ís- lensku kaupskipin undir íslenskan fána og hafa verið þar til nú. „Fullt sjálfstæði kaupskipasigl- inga hljótum við svo að miða við fullveldisárið 1944. Það er þá sem við tökum yfir siglingarnar. Og þetta þótti eitt mesta og mikilvæg- asta skrefið í sjálfstæðisbaráttunni, að ná siglingum til og frá landinu úr höndum útlendinga. Við fengum þá yfirráðin, meðal annars yfir útgáfu skírteina þeirra sem sigldu á skip- unum og fleira,“ segir Guðjón Pet- ersen. Láglaunamenn á kaupskipin Guðjón segir að allt fram á ní- unda áratug síðustu aldar hafi yfir- ráð kaupskipaflotans verið í hönd- um Íslendinga. Upp úr 1980 fór hins vegar að halla undan, skipafélögin fóru að flagga út eins og það er kall- að, skrá skipin undir erlendum fána. Smátt og smátt hurfu svo öll kaupskipin, en það síðasta fór í vik- unni. Þá var olíuskipinu Keili, sem er í eigu Olíudreifingar, flaggað út og siglir það nú undir færeyskum fána. Jafnframt var um það bil helmingi 11 manna áhafnar sagt upp og erlendir sjómenn ráðnir í staðinn. Þeir fá greidd laun sam- kvæmt samningum Alþjóðaflutn- ingaverkamannasambandsins en grunnlaun eru samkvæmt upplýs- ingum blaðsins 400 til 500 dollarar á mánuði, nálægt 30 þúsund krón- um. Til samanburðar eru laun sjó- manna á kaupskipum sem taka laun samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum þrisvar til fjórum sinnum hærri. Sparnaður útgerðanna verð- ur því töluverður. Öryggishagsmunum ógnað „Þetta er þó ekki eingöngu spurning um atvinnuhagsmuni okk- ar fólks heldur líka um öryggis- hagsmuni Íslands,“ segir Guðjón. Hann segir að yf- irráð yfir siglingum með afurðir á mark- að, nauðsynjar til landsins og milli staða innanlands sé forsenda viðskipta- legs sjálfstæðis þjóðarinnar. Þessi yfirráð felist bæði í nægilegum kaup- skipastóli undir ís- lenskum fána og ís- lenskum mannauði, með þá siglinga- þekkingu sem þarf til að reka og stjórna kaupskipum. Nú þegar sé sá kaupskipafloti ekki til sem annað geti flutningum til og frá landinu verði sú breyting í alþjóðamálum, t.d. vegna ófriðar á fjarlægum slóðum, að fánaríkin kalli þau kaupskip sem nú annast flutningana til þjónustu við sig eða bandamenn sína. Blóðtakan afdrifarík Þróun undanfarinna ára hefur leitt til þess að æ færri leggja fyrir sig skipstjórnarnám og nýliðun er lítil sem engin í stétt skipstjórnar- manna. Stéttin eldist því ört og er meðalaldur skipstjórnarmanna nú 48 ár. Helmingur 99 starfandi skip- stjórnarmanna er eldri en 50 ára, 52 manns. Þar af eru 8 sextugir eða eldri. Samkvæmt lauslegri athugun Félags skipstjórnarmanna myndu yfirráð Íslendinga yfir kaupskipa- flota sínum krefjast um það bil 200 starfa skipstjórnarmanna á hverj- um tíma og samtals 600 til 700 manna í áhöfn, miðað við núverandi flutningaþörf og afkastagetu skip- anna. Guðjón Petersen fullyrðir að þessu gæti þjóðin ekki annað í dag. „Þetta þýðir að nú þegar er sigl- ingaþekkingu þessarar eyþjóðar, sem á allt sitt undir sjálfstæði sínu í þessari grein, að blæða hratt út. Sú blóðtaka getur til lengri tíma lit- ið valdið því að Íslendingar missi yfirráð yfir landhelgisgæslu við landið í hendur erlends valds vegna þekkingarskorts, eins og var allt fram til fyrri hluta síðustu aldar.“ Skattaívilnanir En að mati Guðjóns er alls ekki of seint að bregðast við. Grannrík- in hafa brugðist við með því að veita útgerðum kaupskipa skatta- ívilnanir, hluti skatta áhafna kaup- skipa og jafnvel allir skattar þeirra renna beint til útgerðanna. „Norðurlöndin og flest Evrópu- lönd hafa til dæmis tekið upp svo- kallaða alþjóðaskráningu til þess að standast alþjóðasamkeppni. Kaupskipin eru þá nokkurs konar fríríki, þó þau sigli undir fána við- komandi lands. Þetta er beinn styrkur til útgerðanna og það er ekkert sem hindrar að Íslendingar taki upp sams konar fyrirkomulag. Og ég er ekki frá því að stjórnvöld séu að skoða slíka hluti hér í fullri alvöru, menn vilji skapa hér skil- yrði til að flagga skipunum inn á ný. Það er vonandi betri tíð í vænd- um í þessum efnum,“ sagði Guðjón Petersen. ■ „Þetta þýðir að nú þegar er siglinga- þekkingu þessarar ey- þjóðar, sem á allt sitt undir sjálfstæði sínu í þessari grein, að blæða hratt út. EKKI BARA SPURNING UM ATVINNU Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra skipstjórnarmanna, segir sjálfstæði í kaupskipasiglingum spurningu um annað og meira en atvinnu þeirra sjómanna sem í hlut eiga. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU Á upphafsárum Eimskipafélagsins var framtíðin björt fyrir skipstjórnarmenn. Trúlega hafa þessir ekki hugleitt að tæpri öld síðar sigldi ekkert kaupskip undir íslenskum fána eða að íslenskir skipstjórnarmenn á kaupskipum væru deyjandi stétt. Fréttaviðtal ÞRÖSTUR EMILSSON ■ ræðir við Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra skipstjórnar- manna, um tímamót í sögu kaupskipasigl- inga til og frá landinu. ALDURSSKIPTING SKIPSTJÓRNARMANNA 20 - 29 ára 5 30 - 39 ára 11 40 - 49 ára 31 50 - 59 ára 44 60+ 8 Samtals 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.