Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 41
HANDBOLTI Það er að duga eða drepast fyrir íslenska hand- boltalandsliðið í dag er það mætir Tékkum í lokaleik sínum í C-riðli EM. Sigur tryggir liðinu farseðil í milliriðil sem fram fer í Ljubljana en tap þýðir flugmiði heim á mánudag. Það er því mikið undir og einnig hjá Tékkum því þeir eru einnig taplausir og þurfa því nauðsynlega sigur eins og Íslend- ingar. Tékkar eru með mjög ungt og óreynt lið en leikjahæsti leikmað- ur liðsins er hornamaðurinn Jan Filip, sem spilar með Nordhorn í Þýskalandi, sem hefur leikið 86 landsleiki. Flestir leikmenn eru tiltölulega nýskriðnir yfir tvítugt og hafa litla sem enga reynslu af leikjum á stórmótum. Filip er þeirra þekktasti leik- maður en hann klárar ekki leiki upp á eigin spýtur í horninu. Helsta skytta Tékka er aftur á móti Daniel Kubes, 25 ára strákur sem er tæpir tveir metrar á hæð. Hann leikur með sænska liðinu Drott og er mjög ógnandi ef hann nær sér á strik. Einnig þarf að hafa góðar gætur á Filip Jicha, sem er óhræddur við að skjóta á markið sem og Alexandr Radcen- ko. Besti leikmaður liðsins er þó tvímælalaust markvörðurinn Martin Galia. Hann hefur verið að fara á kostum með liðinu og er gríðarlega öflugur, sérstaklega í dauðafærunum, sem eru nú ekki jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið. Hann lifir sig þar að auki mikið inn í leikinn og hann má ekki skjóta í stuð. Þá er fjandinn laus. Varnarleikur liðsins er mjög skrautlegur en þeir spila agress- íva 3-2-1 vörn langt úti á vellinum. Leikmenn liðsins vinna gríðarlega vel fyrir hvern annann og virðast hafa mikið úthald. Íslenska liðið verður því að sýna mikla skyn- semi í sínum sóknarleik því ef það tapar boltanum eru Tékkar fljótir að refsa með hraðaupphlaupi, nokkuð sem þeir hafa gert tölu- vert af í Slóveníu. Sóknarleikur- inn er á löngum köflum mjög til- viljanakenndur og þeir fá venju- lega á sig mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Það þarf að nýta sér enda hefur það oft verið sterkasta hlið íslenska liðsins. Á móti kemur að liðið er afar baráttuglatt og hættir ekki fyrr en lokaflautið glymur. Þeir eru drifnir áfram af þjálfara sínum, Rastislav Trtik, sem er mjög lif- andi þjálfari og einnig vekur útlit- ið hjá honum áhuga en hann er ekki mikið fyrir að skerða hár sitt og skegg. Er nokkurs konar nú- tímaútgáfa af Róbinson Krúsó. Tékkar hafa sýnt á sér tvær hlið- ar á þessu móti. Þeir voru afar slakir gegn Ungverjum en voru virkilega beittir gegn heima- mönnum og hefðu hæglega getað farið með sigur af hólmi í þeim leik. Íslenska liðið ætti að öllu jöfnu að leggja þetta lið að velli með sínum venjulega leik enda erum við með sterkari menn í nánast öllum stöðum og höfum þar að auki þá reynslu sem Tékkana skortir. Sigur er krafa sem við hljótum að gera til strákanna í leiknum og ég veit að þeir gera sömu kröfu til sjálfs síns. ■ 41SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 Celje, Slóveníu HENRY BIRGIR GUNNARSSON ■ skrifar um EM í handbolta. Að duga eða drepast Íslenska landsliðið mætir Tékkum í dag í úrslitaleik um sæti í milliriðli. FILIP JICHA Á FLEYGIFERÐ Tékkneska skyttan Filip Jicha reynir hér að brjótast framhjá Slóvenanum Ales Pajovic í leik þjóðanna á föstudagskvöldið. Hörkuspenna í leik Dana og Króata í B-riðli EM í gær: Heimsmeistarar með fullt hús stiga HANDBOLTI Heimsmeistarar Króata eru með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins í handknattleik eft- ir sigur á Dönum, 26-25, í hörkuleik í Ljubljana í gærkvöld. Danir höfðu frumkvæðið fram- an af leik og leiddu 12-8 þegar rúm- ar 22 mínútur voru liðnar af leikn- um. Þá tóku Króatar sig til og skor- uðu sex mörk fram að hálfleik og leiddu 14-12 í hálfleik. Þeir skoruðu síðan tvö fyrstu mörk síðari hálf- leiks og höfðu þriggja til fjögurra marka forystu allt þar til fimm mínútur voru til leiksloka. Þá skor- uðu Danir þrjú mörk í röð og jöfn- uðu metin, 25-25. Það nægði þó ekki því að Petar Metlicic skoraði sigurmark Króata þegar ellefu sek- úndur voru eftir. Blazenko Lackovic var markahæstur hjá Króötum með sex mörk, Slavko Goluza og áðurnefndur Metlicic skoruðu fjögur mörk hvor, Niksa Kaleb, Ivano Balic og Igor Vori skoruðu þrjú mörk hver og Renato Sulic, Mirza Dzomba og Tonci Valcic skoruðu eitt mark hver. Vlado Sola varði þrettán skot í marki Króata og Valter Matosevic varði eitt. Sören Stryger var markahæstur hjá Dönum með sjö mörk, Michael Knudsen skoraði fjögur mörk, Kasper Nielsen, Klavs Bruun Jörgensen, Joachim Boldsen og Lars Krogh Jeppesen skoruðu þrjú mörk hver og Lars Christiansen og Klaus Jakobsen skoruðu eitt mark hvor. Michael Bruun varði sjö skot í marki Dana og Kasper Hvidt varði sex. Króatar hafa sýnt mikla seiglu í báðum leikjum sínum en þeir hafa lent langt undir í fyrri hálfleikjunum bæði gegn Spáni á fimmtudaginn og Dönum í gær. Þeir unnu upp fimm mark forystu Spánverja, 10-5, og fimm marka forystu Dana, 11-6. Það er engin tilviljun að þetta lið er núverandi heimsmeistari en liðið er til alls líklegt á þesu Evrópumóti, hvatt áfram af fjölmörgum löndum sínum. ■ EKKERT PLÁSS Danska skyttan Lars Krogh Jeppesen reynir hér að koma boltanum framhjá Króatan- um Denis Spoljaric í leik þjóðanna á EM í handknattleik í Slóveníu í gær. HANDBOLTI Rússar unnu Úkraínu- menn 29-27 á öðrum leikdegi Evr- ópumótsins í handbolta. Sigurinn var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna því Rússarnir leiddu allan tímann, mest með átta mörkum þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Rússarnir náðu frumkvæðinu strax í byrjun leiks og leiddu 8-3 eftir þrettán mínútna leik og 14-6 þegar rúmar átta mínútur voru til leikhlés. Denis Krivoshlykov var atkvæðamestur á þessum kafla og skoraði fimm af mörkum Rússa. Úkraínumenn náðu að laga stöð- una fyrir hlé og minnkaði Andriy Vasyuk muninn í 17-12 með loka- marki fyrri hálfleiks. Úkraínumenn hófu seinni hálf- leikinn vel og minnkuðu muninn í 21-18 á fyrstu tíu mínútunum en þá var Vladimir Maximov, þjálf- ara Rússa, nóg boðið og tók leik- hlé. Reiðilesturinn virkaði og Rússar leiddu 28-23 þegar tíu mín- útur voru eftir. Úkraínumenn lög- uðu stöðuna á lokakaflanum en voru aldrei nálægt því að jafna. Alexander Tuchkin skoraði sjö mörk fyrir Rússa, úr fjórtán skot- um, Denis Krivoshlykov skoraði fimm, Vitaly Ivanov og Alexey Rastvortsev þrjú hvor, Eduard Koksharov, Pavel Bashikin, Alex- ander Gorbatikov og Alexey Kamanin tvö mörk hver og Vi- acheslav Gorpishin, Mikhail Chip- urin og Artem Gritsenko eitt hver. Alexei Kostygov varði tíu skot en Andrej Lavrov aðeins þrjú. Yuriy Kostetskyi skoraði sex mörk fyrir Úkraínumenn, Sergiy Shelmenko fimm, Bogdan Koltsov og Oleg Kumogorodsky fjögur hvor, Yuriy Petrenko og Andriy Vasyuk þrjú hvor og Vitaliy Nat og Yuriy Mankovsky eitt hvor. Leikur Rússa og Úkraínumanna var viðureign tveggja fyrrum samherja. Vladimir Maximov, þjálfari Rússa, og Sergej Kus- hniriuk, þjálfari Úkraínumanna, léku báðir með Ólympíumeistur- um Sovétmanna árin 1976 og 1980. Eftir þennan sigur eru Rússar öruggir áfram í milliriðill ásamt Svíum en Úkraínumenn spila gegn Svisslendingum í dag um þriðja sætið í riðlinum. ■ A-riðill Evrópumótsins í handkanttleik í Velenje í Slóveníu: Öruggur sigur Rússa á Úkraínumönnum MÖRKIN HJÁ ÍSLANDI Á EM Ólafur Stefánsson 14/6 Guðjón Valur Sigurðsson 11 Jaliesky Garcia Padron 9 Snorri Steinn Guðjónsson 9 Rúnar Sigtryggsson 5 Sigfús Sigurðsson 4 Einar Örn Jónsson 4 Patrekur Jóhannesson 1 Tölfræði Íslands á EM í Slóveníu: Átta menn hafa skorað HANDBOLTI Ólafur Stefánsson hefur skorað flest mörk íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum liðsins á Evrópumótinu en hann hefur skorað samtals 14 mörk í tveimur leikjum. Guðjón Valur Sigurðsson kemur honum næstur með ellefu mörk og nýliðarnir Jaliesky Garcia og Snorri Steinn Guðjónsson hafa skorað 9 mörk hvor. Alls hafa átta leikmenn í ís- lenska liðinu komist á blað en þeir Dagur Sigurðsson, Róbert Sighvatsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru þeir einu sem hafa ekki skorað af þeim ellefu útileikmönnum sem hafa fengið að spreyta sig til þessa í Evrópukeppninn í Slóveníu. ■ LEIKTÍMI STRÁKANNA Guðjón Valur Sigurðsson 2:00:00 Einar Örn Jónsson 1:59:28 Ólafur Stefánsson 1:52:30 Snorri Steinn Guðjónsson 1:21:50 Guðmundur Hrafnkelsson 1:17:42 Sigfús Sigurðsson 1:16:08 Jaliesky Garcia Padron 0:59:40 Rúnar Sigtryggsson 0:54:57 Patrekur Jóhannesson 0:50:45 Reynir Þór Reynisson 0:42:18 Dagur Sigurðsson 0:26:29 Róbert Sighvatsson 0:17:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson 0:01:13 Ragnar Óskarsson 0:00:00 Tölfræði Íslands á EM í Slóveníu: Guðjón allan tímann inná HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðsson er eini leikmaður íslenska liðsins sem hefur spilað allan tímann en alls hefur Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari leyft þrettán mönnum að spreyta sig. Ragnar Óskarsson er sá eini sem hefur verið í hóp- num og ekki fengið að fara inn á en Róbert Gunnarsson hefur verið fyrir utan hópinn í báðum leikjunum og þeir Gylfi Gylfason og Gunnar Berg Viktorsson hafa ekki verið skráð enn til leiks. Það eru hornamennirnir sem spila mest því Einar Örn Jónsson hefur aðeins fengið að hvíla sig í 32 sekúndur. Ólafur Stefánsson er síðan þriðji leikmaður íslenska liðsins sem hefur fengið litla sem enga hvíld en Ólafur hefur aðeins hvílt í 7 mínútur og 30 sekúndur. Fyrirliðinn Dagur Sigurðsson hefur aðeins spilað í 26 mínútur og 29 sekúndur og á þeim tíma hefur hann misnotað öll 9 skotin sem hann hefur tekið. ■ FLESTAR STOÐSENDINGAR Á EVRÓPUMÓTINU Í SLÓVENÍU Renato Vugrinec, Slóveníu 23 Volker Zerbe, Þýskalandi 14 Markus Baur, Þýskalandi 14 Grzegorz Tkaczyk, Póllandi 14 Yuriy Kostetskiy, Úkraínu 14 Ólafur Stefánsson, Íslandi 12 Guilleme Gille, Frakklandi 12 Marcin Lijewski, Póllandi 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.