Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 30
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Vín 2004, vínsýning Vín-þjónasamtakanna, verður opin í dag frá kl. 14.00 til 18.00 í Þingsölum Hótel Loftleiða. Þrír fyrirlestrar verða í boði fyrir gesti. Kl. 14.30 stígur á stokk Einar Thoroddsen og fjallar um víngerð í Bordeaux. Á eftir honum kemur Frakk- inn Stéphane Oudar frá vín- fyrirtækinu Bouchard Ainé & Fils og mun hann segja frá fyr- irtækinu og víngerð í Búrg- undarhéraðinu. Síðasta lestur- inn flytur Þorri Hringsson en hann ætlar að líta á nýjungar í spænskri víngerð, sem hann telur verða næsta stóra dæmið í vínheiminum. Þorri er jafn- framt kynnir á sýningunni, sem haldin er í samvinnu við alla helstu innflytjendur vína og er mikil áhersla lögð á sam- spil víns og matar. Miðaverð er 1.000 kr. og Riedel-glas fylgir með á meðan birgðir endast. Vínþjónasamtökin leggja áherslu á ábyrga með- ferð áfengis og er aldurstak- mark 20 ár. ■ Gestir á vínsýningunni á Hótel Loftleiðum ídag geta fengið að smakka rauðvínið Frontera Cabernet Sauvignon og hvítvínið Frontera Chardonnay ásamt fleiri tegundum frá Concha y Toro. Frontera er rúbínrautt að lit með fjólurauðum jaðri. Ilmar af brómberj- um, melónum, þurrkuðum plómum og vanillu. Langvinnt berjabragð með góðum endi. Pass- ar vel með ostum, pasta og rauðu kjöti. Concha y Toro er stærsti vínframleiðandi í Chile og framleiðir meðal annars Sunrise sem er eitt vinsælasta rauðvínið í flösku á Íslandi og Casillero del Diablo sem þýðir „Kjallari djöfulsins“! Frontera í flöskum er fáanlegt í Vínbúðum Kringlunnar og Heiðrúnu á 950 kr. Frontera er einnig fáanlegt í 3 lítra kössum á 3.490 kr. í öllum helstum Vínbúðum. ■ Fleira gleður bóndann enþorramatur, þótt góður sé. Eitt af því er safarík nautasteik á diskinn. En hvernig eigum við að velja hana og elda? Kjötiðn- aðarmennirnir Helgi Víkingsson og Halldór Jónsson í Kjöthöll- inni litu upp frá vinnu sinni til að gefa okkur ráð um hvað beri að gera – og hvað að varast. „Sumir leita að rauðri kjöt- sneið og halda að hún verði mjúk við steikingu en það er misskiln- ingur. Í það kjöt vantar algerlega fitu þannig að steikin verður seig, nema hún sé barin fyrir eldun,“ segja þeir og til saman- burðar sýna þeir framhryggjar- sneið úr nauti sem þeir segja uppáhaldssteik karlanna, prime ribs! Hún er með hvítum ögnum sem fljótt á litið virðast vera sin- ar en þeir segja fína fitu. „Fitan leysist upp og verður að safa og maður þarf ekki einu sinni olíu eða smjörlíki á pönnuna. Bónd- inn á mesta heiðurinn af gæðum þessa kjöts. Hann elur nautið á káli og lætur það ekki hreyfa sig um of. En svo þarf kjötið líka að hanga í tvær vikur til að meyr- na.“ Þeir félagar segja kjöt í frauð- plastbökkum sjaldnast meira en vikugamalt. „Kjöt rýrnar þegar það hangir. Þess vegna er því oft vakúmpakkað sem nýjustu, þá vegur það meira,“ segja þeir til skýringar. Þá er það steikingin. „Það er fljótlegt að elda nautasteik í sneiðum. Pannan þarf að vera glóandi heit og svo fer það eftir því hvernig fólk vill hafa steik- ina hversu oft henni er snúið en svona kjöt á að steikja sem minnst. Þeir sem eru hræddir við rauða litinn eiga bara að hafa sneiðarnar þynnri. Nauta- kjöt má ekki steikja lengi, það getur orðið grjóthart. Ef um heila vöðva er að ræða eru þeir hins vegar steiktir við lágan hita. 160-180 gráður er æskilegur hiti á roast beef í þriggja tíma steikingu. Það má líka vera á 80 gráðum í álpappír í 12 tíma. Svo þarf það að hvíla aðeins eftir steikingu. Þá fær maður súperkjöt.“ Að lokum benda þeir fólki á síðu Félags íslenskra kjötiðnað- armanna, www.fik.is, þar sem fólk getur lagt inn fyrirspurnir ef aðstoð vantar. gun@frettabladid.is Margrét Guðbrandsdóttir,kennari og matgæðingur í Hafnarfirði, er þekkt að því að bera á borð ljúffenga rófu- stöppu sem passar einkar vel með súrmat og sviðum. Hún rekur reyndar uppruna stöpp- unnar til annarrar ágætrar konu í Firðinum sem hún kallar Millu. „Milla er tengdamóðir systur minnar og er nákvæm- lega þrjátíu árum eldri en ég svo við eigum alltaf merkis- afmæli saman. Hún er snilldar- kokkur og ég hef fengið frá henni margar stórkostlegar uppskriftir,“ segir Margrét og lætur okkur í té þessa, sem passar í eitt meðalstórt eldfast mót: BÖKUÐ RÓFUSTAPPA 1,2 kg rófur 1 egg 1 bolli brauðrasp, helst heimagert 1 bolli mjólk 3/4 bolli sýróp múskat eftir smekk 1 msk. smjör 2 msk. brauðrasp Rófurnar eru flysjaðar og soðnar í saltvatni. Síðan eru þær stappaðar. Eftir það eru þær settar í hrærivél og hrærðar með egginu, brauðrasp- inu, sýrópinu, mjólkinni og múskat- inu. Eldfast fat er smurt og stöpp- unni hellt í það. Smjörið sett í smá- bitum ofan á og raspi dreift yfir. Bakað í ofni í tvo tíma á 150 gráðu hita, án blásturs. ■ MARGRÉT GUÐBRANDSDÓTTIR Hún tvöfaldar gjarnan uppskriftina enda eldar hún oft fyrir marga. Rófustappa í hátíðarbúningi: Passar vel með súrmat og sviðum Vín á vínsýningunni Vín á vínsýningunni HELGI OG HALLDÓR Í KJÖTHÖLLINNI „Þeir sem ekki vilja steikina rauða eiga að hafa sneiðarnar þynnri,“ segja þeir. Vínber Vínber eru aðallega ræktuð til víngerðar eneinnig til að borða fersk og þurrka í rúsín- ur. Uppruni þeirra er bæði rakinn til Kákasus og Miðjarðarhafssvæðisins. Vín er síður en svo nýtt af nálinni því vitað er um víngerð allt aftur til steinaldar en aðferðirnar hafa þó þróast mik- ið í tímans rás. Hér á landi eru fersk vínber iðu- lega höfð með ostum. Í þeim löndum sem berin gróa mun þó vera algengara að hafa vínið sem úr berjunum er gert með ostunum. ■ Nautasteik valin og elduð: Fína fitan leysist upp við steikingu Dagskrá vín- sýningarinnar í dag Frontera Cabernet Sauvignon Vin.is kynnir úrvalportvína á vínsýning- unni á Hótel Loftleiðum. Samspil portvíns, gorg- onzola, þurrkaðra ávaxta og súkkulaðis verður sérstaklega kynnt. Milli kl. 15 og 16 í dag verður áherslan á ostana og milli 16 og 17 verður Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari á staðnum og kynnir sam- spil súkkulaðis og port- víns. Þá hefur Vin.is gef- ið út sérstakt rit um portvín þar sem eigin- leikum þess er lýst ásamt upplýsingum um gerð portvína, geymslu- möguleika þeirra og fleira. Ferreira Tawny er blanda úr víni sem hefur þroskast á eik í 2-5 ár. Vínið hefur ljósan lit og ferskan ilm og undirliggjandi vott af oxun af geymslu á eikartunnum sem gefur víninu gott jafnvægi milli tanníns og sætu. Frábær drykkur fyrir eða eftir máltíð. Passar einnig vel með þurrkuðum ávöxtum, svo sem ferskjum, sem og mjúkum ostum og súkkulaði. Verð í Vínbúðum 2.190 kr. ■ Ferreira Tawny

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.