Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 2
 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú færð fréttir i dag, sennilega frá fjarlægum stað, og það er aldrei að vita, nema þær hafi i för með sér breytingar á högum þinum. Þú átt einhver verkefni óleyst i sambandi við fjöl- skylduna. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þér er eitthvað á móti skapi, og þú ættir að nota daginn til þess að hreinsa andrúmsloftið, og sé um að ræða vafasöm viðskipti eða félagsskap, ættirðu að losa þig við hann. Breyttu út af venju i kvöld. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þessi dagur er talsvert kominn undir veðrinu, hvað skapsmuni þina snertir. Þú skalt ekki Ieggja upp i ferðalag, nema veðurútlitið sé séríega gott á þeim slóðum, sem þú ætlar til. Athugaðu þetta vandlega. Nautið: (20. april-20. mai) Þú þarft nú ekki alltaf að vera að hugsa og spekúlera. Slappaðu af og njóttu þess, hve tilveran er fögur og full að möguleikum allt I kringum þig. Hugarvil á ekki við, allra sizt I dag. Tviburamerkið: (21. maí-20. júni) Þú átt að fara eftir þvi, sem þér sjálfum finnst heppilegast, og i dag áttu að gera það, sem þú sjálfur villt helzt. Þú mátt alls ekki taka það nærri þér, þó að einhver sé að reyna að hafa neikvæð áhrif á þig. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þetta er ekkert sérstakur dagur, nema hvað fjölskyldumál og dægurmál gætu tvinnast saman á svolitið furðulegan hátt. Þú skalt þó gæta eins og það er það að vera ekki að leggja á þig erfiði að óþörfu. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Hvað er nú? Hefurðu verið að gefa þig á vald skýjaborgum og draumórum einu sinni enn? . Komdu þér snarlega að efninu og hættu svona vitleysu. Þú verður að gera þér grein fyrir þvi, að raunveruleikinn er það eina, sem gildir. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Fjármálin eru undir jákvæðum áhrifum i dag, en einkalifið er ekki sem allra bezt I dag, og gæti verið þar um eitthvert missætti að ræða, sem þú átt að vera manneskja til að ráða bót á. Vogin: (23. sept-22. oktj Það er þetta með vinnuna. Það er liklegt, að I dag gerist eitthvað það, sem veldur straumhvörfum. Ekki útilokað, að einhverjir möguleikar opnist á starfi, sem i raun og veru gefur eitthvað I aðra hönd. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú skalt vera gætinn i sambandi við heilsufar þitt i dag. Þér er líka heppilegt að hafa það hug- fast, að þú átt að vera fljótur að átta þig á breyttum aðstæðum og laga þig eftir þeim. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þú skalt hafa það hugfast, að það er ýmislegt, sem gefur lifinu gildi, annað en skemmtanir. Þú ættir að temja þér að lita þér nær, skoða hug þinn, þegar þig langar til að sleppa fram af þér beizlinu. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Það er hætt við þvi, að ýmislegt sjáist I ööru ljósi i dag, og hætt við þvi, að þú breytir um skoðun á sumu þvi, sem þú hefur veriö að velta fyrir þér upp á siðkastið, sérstaklega i sambandi viö vissa persónu. AUSTUR- FERÐIR Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — Gullfoss Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — Gullfoss. Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSt — Slmi 2-23-00 — Ólafur Ketilsson. TÍMINN Fimmtudagur 18. júli 1974. Hvað er kirkja? Frá unglingsárum minum hef ég haldiö, að undirstaða hinnar is lenzku þjóðkirkju séu söfnuðir hennar. Sá grunur er svo við- feðma nú, að opinberlega er talið, að um 95 af hverju hundraði Is- lendinga séu viðurkenndir sem fylgjendur hennar. Sé þetta rétt hljóta söfnuðirnir að vera undir- staða alls kirkjulifs I landinu. Nú telja kjörskrár rúmar 129 þúsundir Islendinga á kjörskrám. Af þeirri tölu ættu þá að vera rúm 122 þús. atkvæðisbærir menn i söfnuðunum. Af þessu mun vera litið yfir 110 prestvigðir menn starfandi, ef þeir þá ná þeirri tölu. Ég hefi til þessa álitið að þeir séu samkvæmt vigslu og lær- dómi hvorttveggja: leiðtogar safnaðanna og þjónar þeirra. Nú eru uppi háværar raddir um að þau lög, sem fjalla um prests- kosningar, séu úrelt og illa þokk- uð — jafnvel svo, að biskup lands- ins sagði i ræðu á siðustu presta- stefnu: ,,Ég leyfi mér að stað- hæfa, að það séu ekki nokkur lög i gildi hér á landi, sem sætt hafi slikri gagnrýni og óánægju þeirra, sem við eiga að búa, sem hin hálfrar aldar gömlu prest- kosningalög”. Mun hann þar eiga við, lög um veitingu prestakalla frá 1915. Þvi má skjóta hér að, að fyrstu lagaákvæðin um þær kosningar eru nokkru eldri, eða frá 1907. Þær reglur hafa þvi gilt i aöaldráttum nokkru meira en hálfa öld. Um hið nýja frumvarp til laga um skipun prestakalla, sem biskup ræðir um I áðurnefndu er- indi, segir hann: „Frumvarpið var rækilega undirbúið I hendur ráðherra og Alþingis margsam- þykkt á Kirkjuþingi, þrátt og titt og eindregiö stutt af prestum og kirkjulegum fundum.” Þetta er rétt, svo langt sem það nær. All- margir prestar hafa hafið árás á þennan löghelgaða rétt safnað- anna og virðast þá telja sig sjálf- gefna rödd þjóðkirkjunnar. En eins og ég hefi áður bent á, dreg ég mjög i efna að rétt sé að telja aðeins þá til hennar. Safnaðar- laus prestur er ekki fyrirferðar- mikill i þjóðlifinu — sem slikur, ef ekki kemur annað til. Prestlaus söfnuður mun oftast reynast nokkru gildari. Enn má benda á það, að „kirkjulegir fundir” eru venju- lega fámennir. Þeir, sem ég þekki bezt, eru héraðsfundir, sóttir af sárafáum og standa oftast aðeins stund úr degi. Þeir eru þvi mjög óvænlegir til að sýna eða sanna almennan vilja, enda mun at- kvæðatölum þessa „rækilega undirbúnings” ekki haldið mjög á lofti. En hvað um söfnuðina? Hvenær hafa þeir óskað eftir að þessi rétt- ur sé af þeim tekinn? Ég veit þess engin dæmi og hefi þó fylgzt með öllum prestskosningum I þeim prestaköllum, sem ég hefi dvalið i frá 1914, og þó að þvi ári með- töldu, enda komið dálitið við sögu þeirra flestra. En ég hygg þetta ekkert sérstætt fyrir þá söfnuði, sem ég hefi talizt til. Þetta mun vera svo um allt land. Söfnuðirnir hafa nokkuð almennt neytt þessa réttar, þegar prestaskifti hafa orðið. Hér er ekki um trúar- eða siðgæðis kenningar að ræða, heldur löggjafarákvæði. Prestarnir hafa þvi i raun réttri nákvæmlega sama atkvæðisrétt I málinu og hver óbreyttur leik- maður. Guðm. Jósafatsson, frá Brandsstöðum. 1 | Tíminn er peníngar I | Auglýsíd j í Tímanum i Þjóðhótíð Snæfellinga og Hnappdæla verður að Búðum á Snæfellsnesi dagana 20. og 21. júli Fjölbreytt skemmtiatriði- báða dagana. öll meðferð áfengis bönnuð Aðgangur 500 kr. fyrir fullorðna. Börn innan fermingaraldurs fá ókeypis aðgang. Fólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um staðinn Verið velkomin Þjóðhátiðarnefnd. Sólun SÖLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VORUBlLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum nofaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINNHF. ARMULA7 V3050I&84844 Lóð í Helgafellslandi í AAosfellssveit til sölu Viljum selja, ef hagstætt tilboð fæst, lóð við Vestur- landsveg i Mosfellssveit. lóðin er 95 metrar meðfram Vesturlandsvegi, vel staðsett alls 16.150 fermetrar. Hitaveituréttindi fylgja lóðinni Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar Laugavegi 164. ekki i sima. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.