Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 18. júli 1974. Vestur-íslendingar í heimsókn: Pabbi vann myrkranna á milli og orti á kvöldin og nóttunni Rætt við Rósu Bened Rósa Benediktsson, dótt- ir skáldsins Stephans G. Stephanssonar, er nú í heimsókn hér á landi, á- samt bróðurdóttur sinni, Ethel Rawlinson. Rósa býr i Red Deer í Alberta-fylki í Canada, en Ethel í Idaho i Bandaríkjunum. Við hitt- um Rósu og Ethel að máli að heimili Guðmundar Halldórssonar, á Flóka- götu, þar sem þær búa meðan þær eru hér á landi. Þær komu báðar með hóp Vestur-íslendinga frá Van- couver 8. júlí síðastliðinn og munu dvelja hér til 7. ágúst. Rósa hefur komið hér tvisvar áður,| 1953 og 1964. Rósa var yngst átta syst- kina, en þau eru nú öll lát- in. Faðir hennar fluttist á- samt foreldrum sínum til Vesturheims árið 1873, eða fyrir rúmum hundrað ár- um. Hann var þá tvítugur að aldri. Móðir Rósu, Helga Sigriður Jónsdóttir, fluttist einnig með sínum foreldrum vestur sama ár, 1873. Helga og Stephan giftust í Wisconsin 28. ág- úst 1878, hún þá nítján ára, en hann 24. Þeim varð átta Kósa Benediktsson og dóttir hennar viö grafreit SGS. iktsson, dóttur Stepha barna auðið: Baldur, Guð- mundur, Jón (sem dó að- eins 3 ára), Jakob Kristinn, tvíburarnir Stefaný Guð- björg og Jóný Sigurbjörg, Gestur (sem lézt 16 ára) og Rósa. Árið 1880 fluttust Stephan og Helga til Norð- ur-Dakota og námu þar land. Voru fleiri islenzkir bændur í þeim flutningum, sendu kvenfólk sitt með járnbraut, en gengu sjálfir og ráku gripi sína. Var öll vegalengdin 850 enskar mílur (ca. 1370 km), en ferðintók fimm vikur. Enn skiptu þau um bústað árið 1889 og námu nú land í þriðja sinn, i Alberta-fylki í Kanada, skammt frá bænum Markerville. En þar bjó Stephan til dauða- dags, 10. ágúst 1927. Kona hans Helga lézt árið 1940. Við spuröum Rósu hvenær hún hefði fyrst munað eftir föður sin- um og báðum hana aö lýsa hon- um. „Ég var ekki orðin gömul, þegar ég man fyrst eftir honum. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög hlýlegur i viðmóti, yfirleitt alvarlegur á svip, en gat verið léttur og kátur i viðræðum við fólk. Sérstaklega man ég eftir augum hans, sem voru dökkblá og lágu djúpt. Hann var heldur litill maður vexti.” Margt var ætiö i heimili hjá þeim Stephanson-hjónum. Börnin byrjuðu snemma að hjálpa til viö bústörfin og heimiliö var mjög gestkvæmt. Stephan vann myrkr- anna á milli, en eftir kvöldverö á kvöldin, fór hann inn i herbergi sitt, sem hann kallaði alltaf „kompuna sina”, og vann þar við skriftir, lestur og skáldskap langt Vatnspumpan við hús Stephans. is G. Stephanssonar fram á nætur. Þvi nefndi hann ljóðabók sina „Andvökur”. Fyrsti skólinn á þessum slóð- um, var byggður i landi Stephans og nefndist Hólaskóli. Voru kenn- arar skólans i fæöi á heimili hans, en nemendur sem áttu langt að sækja, bjuggu á heimilinu. Svo nærri má geta hve mannmargt þar hefur verið. Seinna var svo nýr skóli byggður, ekki langt frá Markerville, en I þann skóla gekk Rósa. Húsið, sem fjölskyldan bjó i, var byggt um aldamótin siðustu. Rósa segir, aö húsiö sé eins I dag og þegar hún man eftir þvi 1907. íslendingafélagiö Norðurljós i Edmonton i Albertafylki, hefur nú keypt húsið og landspildu um- hverfis það. 1 ráði mun, að gefa Sagnfræðilegu Minjasafni Al- berta-fylkis húsið. Kvæðið „Kurlý”, sem er eitt fegursta kvæði Stephans skipar .. á- kveðinn sess I ljóðagerð skáldsins og sýnir, að hann heföi getað ort á við hvert „hjúfrandi ástarskáld”, sem hann talaöi um með litils- virðingu, ef hann hefði lagt stund á slikan kveðskap. Við spurðum Rósu hver hún heföi veriö þessi litla stúlka, sem faðir hennar hefði ort svo fallega um. „Faðir minn kynntist henni er hann bjó i Wisconsin, en Kurly var aðeins barn að aldri og hændist mjög að og tók ástfóstri við föður minn. Mig minnir aö ég hafi heyrt seinna um það getiö, aö Kurlý hafi dáiö mjög ung”. Rósa sagöi einnig, að faðir hennar hefði ort ástarljóö. Það orti hann til Helgu konu sinnar, áður en þau giftust. Hefði Helga geymt ljóð þessi alla tið, en nokkrum árum eftir að Stephan dó komu þau út á prenti timaritinu SAGA, sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson sá um. Er þetta I eina skiptið sem þau hafa verið prentuð, en Rósa sagðist eiga þessi kvæði heima hjá sér I Red Deer. Flest af kvæðum sinum orti Stephan I Alberta, og sagöi Rósa er við spuröum hana hvort hann hefði haft ákveðnar fyrirmyndir eða sérstök tilefni að kvæðum sin- um, að hann hefði orðiö fyrir á- hrifum frá hinum fjölmörgu feröalögum slnum, en hann ferð- aðist mikið, bæði i Vesturheimi og hér heima á Islandi. Stephan gekk aldrei i skóla', nema til spurninga, sem unglingur hér heima og smá tilsögn i ensku fékk hann áður en hann fór með for- eldrum sinum vestur. Hann var sjálfmenntaður maður. Nýlega gaf Kerry Wood, i Red Deer i Alberta út litið hefti með tveimur af fegurstu kvæðum Stephans G. Stephanssonar. Kerry Wood kynntist Stephan aldrei, en er mikill aðdáandi kvæða hans og stóð fyrir útgáfu þessara kvæða. Annað er Gestur, sem Stephan orti eftir lát hins sextán ára sonar sins, en hann varð fyrir eldingu. Páll Bjarna- son sneri kvæðinu á enska tungu. Hitt nefnist Við verkalok, en það var Jakobina Johnson, sem þýddi það úr islenzku á ensku, en hún hefur þýtt á ensku mörg kvæða Stephans. Rósa var i föðurhúsum, að und- anteknum tveim vetrum er hún var á húsmæðraskóla, þangaö til hún gifti sig, en þá var faðir hennar látinn. Hún skrifaði bréf hans siöasta æviárið, en þá var hann mjög farinn að heilsu. Móöir Stephans, Sigurlaug bjó hjá syni sinum til dauðadags, og sagði Rósa aö þau hefðu aldrei skilið lengur en i sex mánuði i einu. Stephan G. og Helga Stephansson. Rósa Benediktsson og bróðurdóttir hennar, Ethel Rawiingson. Rósa, sem býr I Red Deer i Al- bertafylki i Kanada, á eina dóttur og þrjá sonu, en einn sona hennar heitir Stefán, en hann á einnig son með sama nafni. Stefán sonur Rósu, er sá eini af börnum henn- ar, sem til íslands hafa komið, en það var fyrir þremur árum siðan. Alls á Rósa ellefu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Ethel Rawlinson, bróðurdóttir Rósu, er dóttir GuðmundarSteph- enson. Ethel er nú i fyrsta skipti hér á landi, en hún býr i Idaho i Bandarikjunum og er gift dr. Ronald Rawlinson, en dóttir þeirra hjóna, Lyn, var hér á landi stuttan tima árið 1964. Rósa og Ethel munu feröast eitthvað hér um meðan þær dvelja hér, meðal annars vilja þær sjá Gullfoss, Geysi og að sjálfsögðu fara þær til Þingvalla 28. júli. Við vonum að þær njóti ferðarinnar til íslands og geti skoðað sig sem mest hér um. Þetta er hin gamla feröaskista Stephans, og sjást ýmsar fjölskyldu- Grafreitur Stephans G. Stephanssonar i Alberta-fylki. Sagt var aö hann hafi valiö sér grafreit I þeim myndir I henni. hluta landareignar sinnar, sem næst var tslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.