Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 16
rGÍon fyrir góimn nmt $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS v—.. ■■■■.. < MAKARIOS ER KOM- INN TIL LONDON — viðræður hafnar milli hans og brezkra ráðamanna NTB-Lx)ndon. Makari- os erkibiskup og forseti Kýpur kom i gær til London með brezkri herflugvél frá Möltu. Flugvélin lenti á her- flugvellinum Lyneham, sem er um 100 km vestur af London. Á flugvellin- um tók á móti honum David Ennals, einn af helztu sérfræðingum brezku stjórnarinnar um málefni Mið-Austur- landa. flaugum. Devonshire haföi legiö i höfn á Gibraltar, er skipun kom um aö lagt skyldi úr höfn. Tyrknesk stjórnvöld hafa hlotið ámæli fyrir aö styðja hina nýju valdhafa á Kýpur, en forsætisráð- herra Tyrklands lét þess getið i dag, aö st jórn hans geröi allt, sem I hennar valdi stæöi, til þess að hægt yrði að leysa Kýpurmáliö á friösamlegan hátt. Forsætisráð- herrann tyrkneski er farinn til London til þess aö ræöa þar við valdamenn um Kýpurmálið. Tyrknesk blöð hafa haldið þvi fram, að gripa þurfi til aðgerða nú þegar. Þá má geta þess, að tyrkneski herinn, en I honum eru 540 þúsund fastahermenn, hefur fengiö skipun um að vera við öllu viðbúinn. Ástandið á Kýpur er enn alvar- legt, að þvi er segir i tilkynningu frá yfirmanni finnsku Sþ-sveitanna á eyjunni. Allt bendir til þess, að þjóðvaröliöið á eyjunni hafi völd- in i sinum höndum, og hafnar eru húsrannsóknir. i þeim tilgangi að finna vopn. Almenningur hefur verið hvattur til þess aö afhenda vopn sin og hótað lifláti, ef ekki er I öllu fylgt skipunum. Finnska Sþ- sveitin telur, að 30 manns hafi falliö, en um eitt hundrað séu særðir. t aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna og i Washington fylgjast menn af athygli með þvi, sem er að gerast á Kýpur. Þá hefur stjórn Bandarikjanna varað að- ildarrikin I NATO, Grikkland og Tyrkland við þvi að gera ekkert það sem geti haft alvarlegar af- leiðingar i þessu máli. SPRENGJA SPRINGUR NTB-London. Fjörutiu manns urðu fyrir meiðslum er sprengja sprakk i hinni frægu byggingu Tower i London i gær. Tiu af þeim meiddust alvarlega. Sprengjan sprakk i bygging- unni, enþarvar mikili fjöldi ferðamanna, en þessi sögufræga bygging er meðal þeirra staða, sem ferðamenn i London heimsækja tiðum. Talsmaður St. Bartholomeus-s júkrahússins, sem tók á móti 33 af þeim, sem særðust við sprengjuna, skýrði frá þvi að þar af hefði að minnsta kosti helmingur veriö börn. Sprengjan sprakk i kjallara hins svo kallaðaHvita turns, en rétt I þvi hún sprakk stóðu um 1000 manns fyrir utan bygginguna og biðu eftir þvi að komast inn. Ekki hafði bor- izt nein aðvörun um þetta sprengjutilræði, en það átti sér stað nákvæmlega einum mánuði eftir að IRA sprengdi sprengju I Westminster, þar sem 11 manns særðust. Taliö er fullvist að irskir öfgamenn standi að baki þessu sprengjutilræði. Lögreglan leitar nú að tveimur ungum manneskjum, sem sáust hlaupa i burtu frá byggingunni rétt áður en sprengjan sprakk. Ekki urðu skemmdir á byggingunni af völdum sprengingarinnar, en hinir sterkú og þykku múrveggir ollu þvi, að þrýstingurinn varö mjög mikill er sprengjan sprakk. Aðeins þremur stundum eftir komu sina til London var Makari- os kominn til fundar við Wilson forsætisráðherra Breta i Down- ingstreet 10, en þar fyrir utan tóku á móti Kýpurforseta all- margir griskir Kýpurbúar. Brezka stjórnin viðurkennir enn Makarios sem forseta Kýpur. Taliö er fullvist að i dag haldi Makarios til New York, þar sem hann mun ávarpa öryggisráö Sameinuðu þjóðanna og skýra Kýpur-málið. A þriðjudagskvöld voru tvö brezk herskip á leið til Kýpur, að þvi er talið var. Voru þetta her- skipin Hermes og Devonshire, en þau eru búin fjarstýrðum eld- Leitað að konu í gær: Fannst látin í Hengla- Gsal-Rvik. — Siðari hluta þriðju- dags hvarf 63 ára gömul kona frá elliheimilinu Asi i Hveragerði. Mjög viðtæk leit var gerð að kon- unni I gærmorgun og fannst hún látin um hádegisbilið. Björgunarsveitir úr nær- liggjandi héruðum, hjálparsveitir skáta og sporhundur, auk þyrlu Slysavarnarfélagsins og Land- helgisgæzlunnar tóku þátt I leitinni að konunni. Fannst konan i svokallaðri Hengladalaá fyrir austan Kamba um hádegisbilið I gær og var þá látin. Ekki er unnt að birta nafn hennar, að svo stöddu, þar sem ekki er vitað hvort náðst hefur I alla að- standendur konunnar i gærkvöldi. Konan var 63ja ára og var úr Hafnarfirði. Stangveiði hafin í Rangónum PE-Hvolsvelli. Stangveiði hófst i Rangánum síöast liðinn laugar- dag. Alls veiddist 31 fiskuná þess um fyrsta degi, þar af fjórir fallegir laxar. Stangveiðifélag Rangæinga er ungt félag og hóf að rækta upp árnar fyrir aöeins tveimur árum, en þegar þykir sýnt, að allgóöur árangur hafi náðst. Veiöileyfi fást i Söluskáiunum að Hvolsvelli og að Hellu. ..gerir brún-brúnt brún-brúnt hörund án sólbruna. Sólin ein er ekki nægileg, því að hún getur brennt hörund yðar hvort sem er með útfjólubláu geislunum A eða B. En geislar þessir hafa einnig góða eiginleika og til þess að nýta þá sem bezt inniheldur Nivea sérstæða efnið BF2, sem gerir hörund yðar brúnt á tvennan hátt: 1. Varanlega gegnumbrúnt með því að nýta útfjólubláu B-geislana. Með BF2 gerir Nivea hörundið varanlega gegnumbrúnt, og býr það þannig undir að verða 2. Yfirborðsbrúnt — hinn fagra gullbrúna blæ sem verður fyrir atbeina útfjólubláu geislanna. Með BF2 síar Nivea þá i réttu magni svo að hörund yðar verður fagurbrúnt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.