Tíminn - 18.07.1974, Page 9

Tíminn - 18.07.1974, Page 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 18. júli 1974. Fimmtudagur 18. jdli 1974._________________________________________TÍMINN Gönguferöir eru mikiö stundaöar I Þórsmerkurferöum, og hér eru nokkrir göngugarpar á leiö úr Húsa- dal I Langadal. (Jtsýni er stórfenglegt í Þórsmörk, en þarna blasir viö Réttarfell. Karl Sæmundsson skálavöröur I skála Feröafélagsins f Langadal, ásamt dótturdóttur sinni. Skáli Feröafélags islands I Langadal eins og hann litur út nú eftir stækkunina sem lokiö var viö i vor. Til vinstri er söluskáli þar sem selt er flest sem feröalanga vanhagar um. Aðstaða fyrir ferðafólk GB-Rvik. — Feröafélag Islands fór I fjölmenna ferð i Þörsmörk helgina 5.-7. júli, um 100 manns var i förinni. Ferðalangar fengu mjög gott veður i Þórsmörk, og hlupu upp um fjöll og dali i eintómri ánægju yfir að vera úti i náttúrunni. En í allt mun hafa verið hátt i þúsund manns i Þórs- mörk þessa helgi, auk hóps Feröafélagsins voru þarna ýmsir starfshópar og svo fjölskyldur með börn sin. Skáli Ferðafélags Islands i Langadal, er hinn vist- legasti, en nýlokið er nú við stækkun hans og rúmar hann 50- 60 manns I kojur, en svefnpoka- pláss er mikið og sagði Karl Guðmundsson skálavörður okkur, að flest heföi veriö tvö hundruð manns i skálanum i einu. Þar eru tvö eldhús og innrétting öllhin skemmtilegasta. Nýbúið er aö leggja vatnsleiðslur i skálann, áður þurfti aö bera allt vatn til hans. Férðafélagið er nú aö leggja siðustu hönd á frágang nýs skála, þar sem er fullkominn snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn og þar á meðal steypiböð, en vatnið er hitað með kósangasi. Steypiböðin eru að visu ekki komin i notkun enn, en verða tilbúin fyrir Verzlunarmanna- helgina. öll aðstaða hefur stórbatnaö fyrir feröafólk i Langadal og er þar t.d. litill söluskáli, sem selur allt þaö sem venjulegast gleymist heima, eða flest það sem feröa- langinn vanhagar um. Karl Sæmundsson sagði, að umgengni væri mjög til fyrirmyndar i Langadal og Húsadal, en á þess- um tveim stöðum er mest um að fólk tjaldi, ef það ekki býr i skála Ferðafélagsins. Sagði Karl, að þar færi ekkert á milli mála að unga fólkið, sem sumir kalla „skrilinn’ væru þeir sem bezta framkomu og umgengni sýndu, jafnvel þó þau hefðu vin um hönd, þá hefði hann aldrei lent I vand- ræöum með unglingana, frekar væri það fullorðið fólk sem skapar vandræði. Um siðustu Verzlunarmannahelgi voru fleiri hundruð manns i Mörkinni, en lögreglan hafði ekkert að gera, tók aðeins einn fulloröinn mann I sina vörzlu. Karl sagði að þetta væri án efa árangur þeirrar her- feröar um umhverfismál sem geisað hefur um landiö þvert og endilangt. Hann sagðist hafa gengið um Langadalinn eftir að um tvö hundruð unglingarhef u verið þár i tjöldum eina helgi i sumar, og sagðist hvorki hafa fundiö sigarettustubb né eldspýtu á öllu svæðinu. Þetta er sjötta sumar Karls, sem hann vinnur i Þórsmörk, en með honum i ár er tengdasonur hans, Karl Dyrving, en þeir eru þarna með fjölskyldur sinar. Fyrstur skálavarða i Þórs- mörk, var skáldið Jóhannes úr Kötlum, en hann var þar i átta sumur. Jóhannes kom þeim skemmtilega sið á að halda kvöldvökur, og er honum enn vel við haldið, en að meðaltali eru haldnar 2 kvöldvökur i viku, þá er sungiö, sagðar sögur, lesiö upp og fleira. í Þórsmörk hefur stórbatnað Þetta er hið nýja hús sem nýlokið er við, en þar er fullkomin snyrtiaðstaöa fyrir ferðafólk. Gangið hina leiðina stendur á skilti sem er staðsett á leið upp á Valahnjúk, en hver nennir aðsnúaviðog fara „hina leiðina?” lllllllllllllllll ii. ■■ \\ < m r 11 ........... iiiik.i .............................. Ingólfur Davíðsson: FOGUR ERTU BALDURSBRÁ! „Og eitt er gras svo hvitt að jafnað er til baldursbrár. Það er allra grasa hvitast”. Svo er ritað i Snorra-Eddu. Baldur var fegurstur allra ása, og falleg er baldursbráin sannarlega. Einstök, alblómguð baldursbrá eða stórar hvitar breiður af henni, eru hið mesta skraut. Það ber mest á hvita litnum, en gular eru þó körfurnar i miðj- ur.ni. Hið hvita i jaðrinum eru flöt kvenblóm, sterkur litur þeirra dregur skordýr aö. Hið gula i miðjunni eru litil pipulaga blóm tvlkynjuð, þ.e. hafa bæði fræfla og fræfur og sjá aðallega um fjölgunina. Reynið að telja blómin i einni baldursbrár- körfu! En hvi er þessi jurt kennd við brá? Jú, brár okkar eru oft á hreyfingu, og brár baldursbráarinnar hreyfast einnig! Hvítu, flötu jaðarblómin eru brárnar og þær siga niður á kvöldin og i dimmviöri, en lyftast aftur á morgnana, þegar sólin skin. Með aldrinum hanga þær jafnan. Ungar körfur baldursbrár eru flatar, en smám saman verður hið gula, þ.e. blómstæðið, hvelft og likist kúlu. Gizka sumir á að nafn jurtarinnar hafi upprunalega veriö „bollurbrá”, þ.e. hnatt- brá, vegna lögunarinnar. (Bollur, Bolla, balli o.s.frv.) Baldursbrá vex viða bæði við hús og bæi. Torfveggir og þök voru sums staðar alvaxin baldursbrá, og þannig voru lika gammar (kofar) Lappanna i Finnmörk. Baldursbrá vex lika i varpengjum og fuglabjörgum, einnig ofan við flæðarmálið i fjörum. Hún er ákaflega fljót að breiðastút, þar sem rótað er við jarðveginum og er afar frjósöm. Geta fræin skipt þúsundum. Blöðin eru fagurgræn og fin- gerð, skipt i örmjóa flipa eða beðla. Eru hinir grænu „blað- brúskar” og blöð einkar snotur. Baldursbrá er mjög breytileg að stærð eftir skilyrðum. t ræktarjörð getur hún orðið 30-70 sm há. Stöngull er oft uppréttur og greinóttur, en blaðsprotar sumir flatir eða uppsveigðir. Sumir stofnar að mestu flatir. Körfurnar eru stórar, ein eöa fleiri á stöngli, geta orðiö margar. Nú i júlibyrjun er hvarvetna hvitt af baldursbrá. Aldin hennar eru móleit, aflöng, þverrákótt að utanverðu. Berast með umferð, varningi t.d. grasfræi, og með vindi, og e.t.v. eta fuglar þau lika og dreifa þeim. Ýmis afbrigði eru til af baldursbrá og bera sum þeirra lítiö af fræjum og eru garðskrautjurtir. Hinir útlendu stofnar baldursbráar, sem oft berast með fræi, einkum gras- fræi, eru flestir hávaxnir og beinvaxnir 50-90 sm á hæð með fjölda blómkarfa. Þessar útlendu jurtir lifa sjaldan meira en eitt sumar, en hinar islenzku eru oftast fjölærar, lægri og þéttvaxnari. Baldursbrár með flata stöngla og flatar körfur, hafa alltaf fundizt bæði hér og erlendis. Sérlega mikið virtist bera á þessu óeðli á timabilinu um 1950 og fram um 1960, og það á ýmsum stöðum, t.d. i Reykja- vik og Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi, Laugarvatni og isa- fjarðarkaupstað. Mikið var af flötum baldursbrám i Orfirisey árum saman. Sumariö 1952 mældi ég i Reykjavik flata baldursbrá 65 sm háa, með 7 sm breiðan og 2 mm þykkan stöngul. Körfur flatar, aflangar, jafnvel bugðóttar, likt og ormur. Tvær körfur sums staðar vaxnar saman. Fáeinar litlar, eðlilegar körfur voru neðan við flötu körfurnar. Hinar flötu mjög misstórar, t.d. fjórar stórar efst á sumum eintökum, en á öðrum skiptust á misstórar körfur, efst á stönglinum. Sumir stönglar lágu hálfflatir og blöð aðeins á efra borði þeirra, en blaðra ein að neðan. Svipaðar baldursbrár fundust á Akranesi. Um miðjan júli 1962 fundu börn i Kópavogi nokkrar slikar. Mældist sú stærsta 41 sm á hæð og breidd hins flata stönguls 8 sm, en þykktin aðeins 3 mm. Baldurs- brá send vestan úr Isafjarðar- kaupstað sumarið 1962 reyndist 70 sm há, með flata 7 sm breiða stöngla og margar körfur, flestar flatar. Haustið 1957 fannst einkenni- legur fagurfifill (bellis) i garði. Upp úr körfu hans uxu nokkrir stönglar, sem báru litlar körfur i toppinn. Frá Húsavik barst chrysanthemum sem svipaö var ástatt um, og á Hofi I Vatnsdal tóku njólablöð upp á þvi að vaxa saman, svo aðeins endarnir voru lausir! Talsvert bar á flötum stönglum á sólberjum og ribsi. Allt kemur þetta fyrir öðru hvoru, en hvernig stendur á þvi, Einkennileg baldursbrá örfirisey 12. júli 1957. að óvenju mikið var um slikt óeðli á fyrrnefndu timabili? Getur geislavirkt ryk frá kjarn- orkutilraunum stórveldanna hafa haft einhver áhrif? A stöku stað gætu og illgresis- eyðingarlyf átt hlut að máli. Elzta dæmið hérlendis, sem ég veit um fárániega baldursbrá, er frá Vallanesi i Héraði 1918. Sú baldursbrá var meö margar körfur samrunnar i eina stóra, sporbaugótta, á enda mjög gilds stönguls, sem virtist samvaxinn úr mörgum leggjum. Snemma I júni i sumar fannst i Reykjavik fifill með flatan stöngul og tvær samrunnar flatar körfur. Væri fróðlegt að frétta af þvilikum fyrirbrigðum. Sjölaufasmári hefur fundizt, býður nokkur betur? Baldursbrá viö Arnarhól 7. júli. Fá Tálknfirðingar flugvöll í haust? SJ-Reykjavik. 1 vor og I fyrra var unnið að byrjunarframkvæmdum við sjúkraflugvöll við Sellátur I Tálknafirði, og er nú að heita má lokiö við að ýta upp jarðvegi I völlinn. Hlé er nú á fram- kvæmdum vegna sumarleyfa, en ef ámoksturstæki fæst frá Vega- gerðinni verður völlurinn væntanlega gerður flugfær I haust að sögn Daviðs Daviðssonar odd- vita. Ofaniburður fæst þarna i grenndinni, sem ekki var gert ráð fyrir. Tálknfirðingar hafa einkum haft not af flugvellinum i Patreksfirði, en völlur heima fyrir verður til mikilla úrbóta, þvi að fyrir tvo firði og yfir eina heiði, Mikladal, er að fara til flug- vallarins við Sauðlauksdal I Patreksfirði. Tvöfalt þríhyrningskerfi Þó að annað hemlakerfi Volvo bili skyndilega, er um það bil 80% af hemlunargetu virk eftir sem áður. Sérstakt viðvörunarljós í mælaborði segir til um hemlabilun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.