Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. júli 1974. TÍMINN 3 21 nýtt hús tekið í notkun í Munaðarnesi Morgunbloðið og olían — um næstu mánaðarmót FB-Reykjavik. 1 ágústbyrjun næstkomandi er stefnt aö þvf, aö hægt veröi aö taka I notkun 21 nýtt hús i svökölluöu Stekkjarhóis- hverfi I Munaöarnesi, en þetta er fjórða árið i röö, sem 23 ein- staklingshús eru I notkun þar á sumardvalarstað BSRB. Asókn er mjög mikil I aö komast I þessi hús, og má nefna sem dæmi, aö hjá einu bandalagsfélaginu sóttu 400 manns um aö fá úthlutaö sumarhúsi, en aðeins var hægt aö úthluta 60 manns húsum yfir sumartíma hjá félaginu, sem haföi þó yfir aö ráöa 4 húsum, sagöi Haraldur Steinþórsson ritari BSRB I viötali viö Timann. Tvö ný hverfi eru nú I uppbyggingu i Munaðarnesi. Annars vegar er Stekkjarhóls- hverfið, sem áður var nefnt og I eru 21 hús, en hins vegar Eyrar- hliðarhverfið, sem er komið mun styttra á veg, og i verða 24 hús. Bæði eru þessi hverfi i landi Stóru Grafar, og var byrjað á byggingu þeirra i fyrrahaust. Húsin sjálf eru keypt tilbúin frá Noregi. í Eyrarhliðarhverfinu er búið að reisa 16 hús af 24 og tilbúnir eru grunnar fyrir 4 hús, en eftir er að ganga frá grunnum fyrir önnur fjögur, og auk þess er ógengið frá öllum lögnum að og frá húsunum. — Þegar þessi hús hafa öll verið fullgerð eru aðeins félög með samtals 200 félaga innan sinna vébanda innan BSRB, sem ekki eiga hús i Munaðarnesi, en sum aðildarfélögin eru með 10 til 11 hús. Það eru að sjálfsögðu mjög fjölmenn félög, sem þurfa á svo mörgum húsum að halda. Haraldur Steinþórsson ritari BSRB tjáði okkur, að fólk væri alltaf jafnánægt með sumar- dvölina i Munaðarnesi. Nýtingin væri mjög góð og með þvi lengsta, sejn gerðist með orlofsheimili hérlendis. Segja mætti að hverfið væri fullnýtt frá þvi um mánaða- mótin mai-júni og langt fram i september og i sumum húsunum væri fólk allt fram að september- lokum. Þá sagði Haraldur, að stöðugt færðist i vöx, að fólk dveldist um helgar i húsunum yfir veturinn, auk þess sem haldnir væru fundir og ráðstefnur og jafnvel nám- skeið i Munaðarnesi að vetrinum, bæði á vegum BSRB og annarra aðila, sem leigðu húsin. Væri það mjög hentugt, þvi að þarna er 80- 90 manna salur, sem er veitinga og ráðstefnusalur. Hvað sumar- dvölina snertir er Munaðarnes mjög vel I sveit sett eins og allir vita, bæði til gönguferða og skemmri ökuferða um um- hverfið. Leiga fyrir hús i Munaðarnesi er 5000 krónur á viku nema yfir hásumartímann. um 6 vikna skeið, sem leigan er 6000 krónur. Innifalið I þessari leigu er leiga á Morgunblaðiö heldur áfram aö klifa á þvi, aö veröbólgan sé heima tilbúinn vandi og þekktist yfirleitt hvergi nema á íslandi. Til dæmis um þaö, sem Mbl. kallar heimatilbúinn vanda, er þaö, að oliuinn- flutningur I ár mun alltaf kosta rúmar 5000 millj. króna, en kostaöi I fyrra um 1900 milljónir króna. Nær öll þessi hækkun stafar af verðhækkun á olíunni, þvl aö magn innflutningsins mun veröa litið meira I ár en I fyrra. Hversu gifurlegt áfall olluveröhækkunin er fyrir þjóöarbúiö má ráöa af þvi, aö vel getur svo fariö, aö gjald- eyrir sá, sem fæst fyrir loönuaflann á vertlöinni, geri ekki betur en að mæta auknum gjaldeyrisútgjöldum þjóöarbúsins vegna oliu- verðhækkunarinnar, Þaö heföi áreiöanlega ekki veriö taliö lltiö áfall, ef loönuvertiöin I vetur heföi aö mestu eða öllu leyti mis- heppnazt. Það mun áætlaö, aö meöalverö innfluttra vara hafi veriö 24% hærra áriö 1973 en 1972 en I ár verði meöalverö innfluttra vara 36% hærra en I fyrra. Þaö munu allir geta séö, nema ritstjórar Morgun- blaösins, að þetta hefur haft gifurleg áhrif á veröbólguna. Og rit- stjórar Mbl. munu lika vera einir um aö kalla þetta heimatilbúinn vanda. Vaxtahækkunin Vegna fyrirspurna, sem blaðinu hafa borizt, þykir rétt aö upplýsa það, aö vaxtahækkunin var samþykkt af öllum bankastjórum Seöla- bankans og öllum bandaráösmönnum, nema Jóni Skaptasyni, sem mætti sem varamaöur og sat þvi hjá viö atkvæðagreiðsluna. Þ.Þ. TöOV- MlfeÁVÍnJ ^ /-A- Ua£_ IÖÓrÍ^. Eyrarhliöarhverfi, en I þvi eru 24 hús, og ekki veröur hægt aö taka þau Inotkun á þessu ári. öllum útbúnaöi, sem nauðsynleg- ur er i slikum húsum, búsáhöld- um og öðru sliku og auk þess sængurfatnaður fyrir 6-8 manns. Fólk ræður auk þess sjálft, hversu margir eru i húsunum, ef það t.d. vill liggja i svefnpokum og liggja þröngt. Verzlun er starfrækt i Munaðarnesi og er hún opin á hverjum degi. Þar getur fólk fengið allar sinar nauðsynjar og eru þetta vörur frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Auk þess er svo veitingahúsið starfræktbæði fyrir dvalargestina sjálfa og fyrir utanaðkomandi ferðamenn. Haraldur sagöi, að veitinga- salan væri svipuð þarna og á öðrum veitingastöðum. Þarna væri yfirleitt mjög margt um manninn um helgar, en minna i miðri viku. Stekkjarhólshverfi. í þvi er 21 hús, og þaö hverfi veröur tekiö i notkun um næstu mánaðamót. Þjóðhátíð að Búðum — 20. og 21. júlí A.E. Grundarfirði. — Þjóöhátiö Snæfellinga og Hnappdæla veröur haldin aö Búöum á Snæfellsnesi, laugardag og sunnudag, 20. og 21. júli n.k. Verið er að leggja siðustu hönd á undirbúning allan og er búizt við að gestir verði einhvers staðar á bilinu 1500-3000. Sam- band ungmennafélaga og kven- félaga i sýslunni sjá um allar veitingar og hafa aðalaðstöðu sina i Hótel Búðum, ásamt lög- reglu, lækni og öðru starfsliði. Veitingar verða ekki seldar i hóteiinu, heldur i skúrum á hátiðarsvæðinu. Dagskráin hefstá laugardaginn klukkan 16, en þá setur formaður þjóðhátiðarnefndar, Arni Emils- son, hátiðina. Skemmtiatriöi verða fjölþætt á laugardaginn og lýkur þeim með dansleik, sem fram fer undir berum himni, á þar til gerðum danspalli. A sunnudag hefst hátiðin klukkan 14 með guðsþjónustu, séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað predikar. Kirkjukórar úr sýslunni syngja við messuna. Þjóðhátiðarnefndin væntir þess, að gestir á hátiðinni fari með allri aðgát um staðinn og öll meðferð áfengis er bönnuð. Framkvæmdastjóri hátiðar- innar er Orn Forberg, skólastjóri. Andapollur í Seðlabanka- grunn inum Framkvæmdir I Seðlabanka- grunninum viö Arnarhól hafa legið niöri um langt skeiö, enda mun ekki endan- lega afráöiö, hvaö tii bragös verður tekiö i sambandi viö húsbygginguna, þótt fram hafi komiö tillögur um aö lækka húsiö um eina hæö og færa þaö fjær hólnum eins og Timinn hefur raunar skýrt frá fyrir alllöngu. Dálitill pollur hefur myndazt i grunninum og öndin hér á myndinni ályktabi réttilega, aö hún fengi óviöa betra næöi, til þess aö kenna ung- unum sinum sundtökin, en i skjóli giröingarinnar, sem umlykur grunninn. Timamynd Róbert. Vítavert góleysi skip- stjórnar- manna Sögu BE-Bolungarvik. Kl. 17.30 sl. þriðjudag munaði minnstu að illa færi, er vélbáturinn Svalan frá Bolungarvik, sem er átta lesta bátur var að draga llnuna um þrjár sjómílur undan Deild. Flutningaskipið Saga kom þá keyrandi austan að og stefndi beint I átt að Svölu. Skipstjórinn á Svölu gaf þá fulla ferð áfram og gat með naumindum forðað árekstri. Tveir bræður voru á bátnum, Hálfdán og Oddur örnólfssynir. Telur Hálfdán, skipstjóriá Svölu að þarna hafi verið um vitavert gáleysi að ræða hjá skipstjórnar- mönnum Sögu, sem tæpast sé hægt að láta liggja i þagnargildi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.