Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 4
4 .TÍ'MINN Fimmtudagur 18. júll 1974.- Keisaralegur konsert Þessi mynd er af japönsku keisarafjölskyldunni. Hún var tekin, þegar Nori litla prinsessa „debúteraöi” sem pianóleikari. Mánuöum saman haföi hún æft sig af mikilli kostgæfni, og loksins rann stóra stundin upp. Enginn fékk að vera viðstaddur nema fjölskyldan og hiröljós- myndarinn ', sem sagöi, að sú stutta hefði staöiö sig frábær- lega vel. Það leynir sér heldur ekki, að ættingjarnir eru hinir ánægöustu meö frammistööuna. Ætlar að skilja og einbeita sér að stjórnmálum Tricia Nixon elzta dóttir Banda- rlkjaforseta er staöráðin I að skilja við eiginmann sinn, Eduard Cox, lögfræöing, en þau hafa verið gift I tæp tvö ár og ætlar frúin að helga stjórn- málum starfskrafta sína. Hún segist vera orðin leiö á húsmóöursstörfunum og að stjórnmálin eigi hug sinn allan og þaö fari ekki saman að halda heimili fyrir karl sinn og fórna sér fyrir háttvirta kjósendur. Nixon, faðir hennar, hefur eindregiö ráðlagt dóttur sinni að hætta við áform sin um stjórn- málaframa, en hún situr við sinn keip lætur sér ekki segjast. Tricia er nú 24 ára gömul. Hún valdi steppuna Nurznamal Tugembayeva er tæplega tvítug. Þegar hún lauk námi fyrir tveimur árum, kaus hún að ganga I spor föðuf sins og gerast fjárhirðir. Hann starfaði við Chuiskybúgarðinn I Kazakh I Sovétrlkjunum, og þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, tók Nurzhamal við. Hún var fjótlega gerð að yfirfjárhirði, og nú hefur hún umsjón með 750 karakúllömbum. Hún veit ekk- ert skemmtilegra en að þeysa um á góðum hesti og llta eftir lömbunum sinum, og svo vei hugsar hún um þau að yfirvöld hafa veitt henni sérstaka viður- kenningu fyrir störf I þágu land- búnaðar. Samverkamennirnir eru ekki siður ánægðir með þessa ungu og afkastamiklu stúlku Til marks um það hafa þeir sýnt henni það traust og þá virðingu að útnefna hana sem fulltrúa sinn i æðsta ráð Sovét- rlkjanna. hafa komið fyrir aðra að setja sprungna dekkið undir aftur.... — Ef við stelum frá þeim riku og gefum fátækum, verða þeir, sem voru rikir, fátækir en þeir fátæku rikir og þá verðum við að stela frá þeim aftur og gefa þcim, sem eru orðnir fátækir...Einhver verður að finna ráð til að komast út úr þessari vitleysu... DENNI DÆMALAUSI Kannski I næstu viku Margrét, ég er upptekinn i dag og á morg- un og hinn daginn lika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.