Tíminn - 18.07.1974, Qupperneq 12

Tíminn - 18.07.1974, Qupperneq 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 18. júll 1974. ( r Frank Usher: w A TÆPU VAÐI <--------------------------------------------> — Þaö er nú talsvert annaö. Viö höf um svo mikla þýð- ingu hvort fyrir annað. Að minnsta kosti ert þú mér mikilsverðari en nokkuð annað. — Ég hlýt að komast við. En því hættirðu nú ekki að kvelja mig? — Ég hugsa bara um þig. Því fyrr sem við komumst úr þessu bölvaða landi, þess betra. — Við höf um þó alltaf möguleika til að fá eitthvað út úr þessu. Þú ættir að vera ánægður með það. — Mér geðjast ekki að tálvonum. — Ég er hvergi smeyk. Og ef ég verð að fara út í eitt hvað sem ekki er löglegt til þess að geta dregið f ram líf- ið, þá geri ég það. Hið sama verður þú að gera, ef þú vilt fylgjast með mér. — Ég vil fremur kalla þetta brjálæði en eitthvað ólög- legt, sagði Öskar. — Þessar manneskjur hér láta ekki við það sitja að setja þig í fangelsi. Við erum ekki í menning- arlandi, og hér geta allar handteknar manneskjur búizt við að sæta hræðilegri meðferð. Amanda hló. — Þú hefur víst lesið ævintýri. — Hvar er þessi auðvirðilega krá sem við áttum að mæta honum á? — Hann sagði, að hún væri rétt hjá kirkjunni. — Ég hélt, að þeir hefðu lagt niður allar kirkjur hér. — Alls ekki. Þú gætir alveg eins reynt að leggja niður krárnar. En þarna er nú kirkjan. Óskar hafði rétt fyrir sér hvað krána snerti. Eastvold var litill bær, skammt frá hraðbrautinni. Ekki langt frá bænum var stórt samyrkjubú. Þjónustan á kránni var lé- leg, og Amöndu fannst ekki vel hreint. Hún sagði við kráreigandann að þau vildu gjarnan borða. Þýzka var móðurmál hans, svo Amanda átti dálít- ið erf itt með að láta hann skilja sig. Hann sagði að mat- inn skyldu þau fá, en þegar hún bað um vodka hristi hann höfuðið. — Vodka afgreiðum við aðeins á kvöldin, sagði hann. — Nú er það öl og vín. Amanda pantaði vín handa sér en öl handa Öskari. Rauðvínið var sæmilegt og ölið alveg ágætt. — Ég er orðinn glorhungraður, sagði Óskar og drakk ölið stórum teygum. — Vona bara að við fáum eitthvað almennilegt. — Gæturðu ekki sótt töskurnar mínar fyrst, sagði Amanda. — Á eftir. Ég er svangur, verð að styrkja mig. Hún lagði ekkert frekar að honum. — Kannskeaðég hefði átt að rogast með þær sjálf. — Vertu ekki að neinni vitleysu. Þú þarft ekki að rog- ast neitt á meðan þú ert með mér, svaraði hann. — Það er nógur tími til að sækja töskurnar þegar við höfum borðað. Rússneski unnustinn þinn er ekki kominn ennþá. — Öll mín föt eru i þessum tveim töskum, sagði hún. — Beztu kjólarnir mínir og skórnir. Þetta er ekki vátryggt. — Töskurnar hverfa tæpast af stöðinni á meðan við borðum. — Við skulum vona það. — Fólk er heiðarlegt hér, sagði hann. — Það er fólkið neytt til að vera,því annars er það skotið. — Þú verður skotinn ef einhver hef ur stolið töskunum mínum, sagði hún. Máltíðin var soðið kindakjöt og kaftöflur. Amöndu fannst þetta ekki bragðast vel, en sagði ekkert. Máltíðin var i fullu samræmi við staðinn. — Hvenær ætlaði hann að vera hér? spurði Óskar yf ir kaff inu. — Um hádegið. — Nú, hann er orðinn á eftir tímanum, ekki satt? — Hann hlýtur að hafa tafizt. — Hve lengi eigum við að bíða? Og hvað eigum við að gera ef hann alls ekki kemur? — Við tökum lestina auðvitað. Við höfum útflytjanda- leyfi^sem er undirritað af hinum mikla höfðingja í Kaltenburg. Við hvað ertu hræddur? Amda leyndi því fyrir Óskari að hún var einnig orðin dálítið óróleg innst inni. Stanislov átti að vera kominn. Ef eitthvað hafði komið fyrir hann, gat það verið mjög hættulegtfyrir þau aðdvelja lengur í landinu. Hún var farin að óska þess að hún hefði neitað því að vera með í þessari ráðagerð. Þetta var að leika sér að eldinum. Hún vissi það engu síður en Óskar. Sennilega miklu betur. — Farðu og sæktu töskurnar, Óskar. Þær vil ég ekki missa hvað sem öðru líður. — Þær eru alveg öruggar á stöðinni. Amanda skýrði fyrir kráreigandanum að þau biðu eftir vini sínum. Hann fylgdi henni þegar í stað inn í einkaherbergi. Hann var mjög vingjarnlegur og virtist kunna vel áð meta hinn auðvaldsmagnaða glæsibrag hennar. — Þér getið fengið þetta herbergi í tvær klukkustund- ir. En þá verð ég að ganga hér um. Ég mun ekki truf la yður né vini yðar fyrir þann tíma. Amanda var farin að undrast mjög um Nickolai. Hafði eitthvað komið fyrir hann? Hann var sannarlega orðinn nokkuð seinn. Á meðan þessu fór fram kom Gabelsberger til East- vold. Hann hafði strax samband við Brody. Fimmtudagur 18, júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Steinunn Jóhannes- dóttir heldur áfram að lesa „Söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna” eftir Guðrúnu Helgadóttur (2). Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Jónas Björns- son á Siglufiröi. Morgun- popp kl. 10.40 Hljómplötu- safnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Slðdegissagan: Endur- minningar Mannerheims Þýöandinn, Sveinn Ásgeirs- son, les (18). 15.00 Miðdegistónleikar Cleveland — hljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 6 i F-dúr op. 68 „Pastoral”- sinfóníuna eftir Beethoven: George Szell stj. John Ogdon leikur á píanó Tilbrigði eftir sama höfund. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Þættir úr ferðabók Dufferins lávarðar Þýðand- inn, Hersteinn Pálsson, les (5). 18.00 Tónleikar . Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 A fimmtudegi Vil- mundur Gylfason sér um þáttinn. 20.20 Einsöngur I útvarpssal: Ólafur Þ. Jónsson syngur við planóundirleik Ólafs Vignis Albertssonar. 20.45 „Dægurvísa” Þættir úr samnefndri skáldsögu eftir Jakobinu Sigurðardóttur. Höfundur bjó til leik- flutnings I útvarp ásamt Brleti Héðinsdóttur, sem er leikstjóri. Þriðji þáttur: Kvöld Persónur og leik- endur: Jón, húseigandi, GIsli Alfreðsson Svava, kona hans, Margrét Guðmundsdóttir Asa, vinnukona hjá Jóni og Svövu, Steinunn Jóhannes- dóttir, Kennslukonan, Helga Bachmann, Pilturinn, Sigurður Skúlason. Maðurinn, Þórhallur Sigurðsson Konan, Guðrún Alfreðsdóttir, Móðir Svövu, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Óli, Sigurður Karlsson, Hilmar, listmálari, Pétur Einarsson, Sögumaður, Sigriður Hagalin. 21.30 Sónata fyrir fiðlu og pianó nr. 2 I d-moll op. 121 eftir Schumann Christian Ferras og Pierre Barbizet leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Tengdasonurinn” eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum Steindór Steindórsson frá Hlöðum les (2). 23.35 Manstu eftir þessu Tón- listarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagsrárlok. Hugsum áður envið hendum m

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.