Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.07.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. júlí 1974. TÍMINN 7 Útgefaudi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. Furðuleg vinnubrögð Geirs Hallgrímssonar Þess munu engin dæmi, að maður, sem forsetinn hefur falið að hafa forustu um myndun meirihluta- stjórnar, hafi farið likt að og Geir Hallgrimsson. Fjórtán dagar eru nú liðnir siðan forsetinn fól Geir að gera stjórnmyndunartilraunina, en þó hefur Geir ekki enn snúið sér til neins flokks varðandi það, hvort hann vilji taka þátt i myndun stjórnar undir forustu hans. Ekkert bólar heldur á þvi, að Geir ætli sér að gera það á næstunni. I stað þess hefur hann boðið fulltrúum frá öllum þingflokk- unum upp á eins konar hringborðsumræður til að ræða niðurstöður bráðabirgðaskýrslu um efna- hagsástandið, sem hagrannsóknadeild Fram- kvæmdastofnunarinnar og Seðlabankinn hafa tekið saman. Hvergi kemur fram i þvi bréfi, sem Geir hefur ritað þingflokkunum um þetta, að þessar viðræður eigi að vera tengdar stjórnar- myndun. Þótt hér sé um óvenjuleg og furðuleg vinnubrögð að ræða, hefðu þau þó litið öðru visi og betur út, ef Geir hefði jafnhliða borið fram ákveðnar tillögur um lausn efnahagsvandans, og þvi verið strax hægt að taka afstöðu til þeirra. En þvi er siður en svo að heilsa, að Geir beri fram nokkrar slikar til- lögur. Þvert á móti tekur hann fram, að hann telji ,,ekki rétt að svo stöddu að bera fram sérstakar tillögur i þeim efnum”. Það geti spillt fyrir sam- komulagi! En hver á þá að bera tillögurnar fram? Ekki verður annað séð en að Geir ætli það öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist enn jafn stefnulaus og flöktandi i þessum málum og hann var fyrir kosningarnar. Það er að visu ekki nema eðlilegt, að flokkarnir ræðist við um efnahagsmálin, en slikar viðræður munu engan árangur bera fyrr en komin er rikis- stjórn, sem tekur að sér forustuna. Þess vegna er það nú aðalmálið, til þess að hægt sé að fást við efnahagsvandann, að unninn sé bráður bugur að myndun nýrrar stjórnar. Nokkur biðtimi eða athugunartimi gat verið eðlilegur i þeim efnum, eða þangað til Alþingi kæmi saman. En eftir að Alþingi er komið saman, verður að hefjast handa af fullu kappi. Geir Hallgrimsson verður þvi strax að snúa sér að þvi vafningalaust, hvort hann veldur þvi verkefni, sem forsetinn hefur falið honum, þ.e. að mynda meirihlutastjórn. Til þess á hann ekki að þurfa langan tima úr þessu, eftir þau óformlegu viðtöl, sem hafa farið fram milli flokk- anna um þau efni. En i stað þess að snúa sér að stjórnmyndunarmálinu, virðist hann ætla að hefja almennar hringborðsumræður um efnahagsmálin, án þess að leggja sjálfur fram nokkrar ákveðnar tillögur. Þetta verður ekki skilið öðru visi en svo, aðætlun hans sé að draga málin á langinn með gagnslitlu pexi, og tefja þannig fyrir raunveru- legum tilraunum til stjórnarmyndunar. Þetta eru óhæf vinnubrögð. Geir Hallgrimssor getur ekki lengur dregið að ganga hreint til verks og fá sem fyrst úr þvi skorið, hvort hann veldur verkefninu. Nauðsynlegt er að fá meirihlutastjórn. sem fyrst, en það gerist ekki með slikum vinnu brögðum. Eric Bourne. The Christian Science AAonitor: Búlgarir semja við vestræn fyrirtæki Tengslin við Sovétríkin haldast þó óbreytt \ Zivkov forseti Búlgaria er þaö riki Aust- ur-Evrópu, sem nánast er tengtSovétrikjunum. Nýlega höföu blöö þaö eftir mesta valdamanni iandsins, Zhiv- kov, aö hann gæti vel hugsaö sér, aö Búlgaria yröi eitt af lýöveldunum I Sovétrikjun- um. Þetta mun þó ekki hafa veriö sagt I alvöru, heldur til aö lýsa trú á Sovétrikjunum. Þrátt fyrir þetta sækist stjórn Búlgariu nú mjög eftir samvinnu viö ýmis vestræn stórfyrirtæki, eins og nánar er lýst I eftirfarandi grein. Vestræn stórfyrirtæki virö- ast nú líka sækjast verulega eftir þvi aö fjárfesta I Aust- ur-Evrópu, m.a. vegna lægra og stöðugra kaupgjalds og litillar eöa engrar verkfalls- hættu. Hefst svo greinin eftir Eric Bourne, en hann heim- sótti Búlgariu nýlega á veg- um The Christian Science Monitor: OPINBER stefna kommún- istaflokks Búlgariu er „alls- herjar samvinna við Sovétrfk- in”. Þetta er engum efa blandið. Hugsjónaleg samstaða með Rússum hefur óskoraðan for- gang i öllum lifsháttum Búl- gara. Þetta liggur jafnan ljóst fyrir, ef búlgörsku blaði er flett, hvaða dag sem er. En þrátt fyrir hin hugsjóna- legu bönd og þá staðreynd að auki, að fjórir fimmtu hlutar af efnahagslifi Búlgara velta á viðskiptum við austurveldin, hugsar þessi fámenna þjóð hátt i sambandi við aukin tengsl við vesturveldin, og að ýmsu leyti með öðrum hætti en til greina gat komið fyrir fáeinum árum. FERÐAMANNAÞJÓNUST- AN hefur verið iðkuð lengi og með góðum ábata. Nú eru Búl- garir að liðka til á ýmsum öðrum sviðum i von um aukin samskipti, ekki einungis við Vestur-Evrópu, heldur einnig við Bandarikin. Meðal erlendra manna á ferð i Búigariu undangengna- mánuði má meðal annarra nefna Frederick B. Dent, verzlunarmálaráðherra Bandarikjanna, utanrikisráð- herra Vestur-Þýzkalands og Italiu, nokkra brezka ráð- herra og hátt setta embættis- menn aðra. Þá má heita, að legið hafi þangað látlaus straumur bandariskra þing- manna, bankastjóra, fulltrúa verzlunarráðsins bandariska og nokkurra stærstu hluta- félaga i Bandarikjunum. Ekki hefur verið unnt að komast hjá að veita þvi at- hygli, hve þessum gestum hefur verið vel tekið. Hitt er þó enn athyglisverðara, að gest- irnir hafa horfið heim hrifnir af búlgörskum áhuga og möguleikum á blómstrandi viðskiptum og hvers konar rekstri þar i landi. DENT, verzlunarmálaráð herra Bandarikjanna, lét þess getiö, er hann hafði átt tal vii Todor Zhivkov, forseta rikis ráðsins, og ráðherra hans viðskipta- og efnahagsmálum að miklir möguleikar virtust é samvinnu i oliuefnaiðnaði vélsmiði, skipasmiði og raf eindaiðnaði. Fyrsta skrefiö ei stofnun búlgarsk-bandarisks efnahagsráðs. Búlgaría var frumstætl landbúnaðarland fyrir einum til tveimur áratugum, en er nú ört vaxandi iðnaðarriki. Frek ari framfarir krefjast betr: tækni og búnaöar, og viður kennt er opinskátt, að aðstoð ar i þeim efnum sé ekki af vænta annars staðar en á Vesturlöndum, og þó sér i lagi i Bandarikjunum. Bætt sam- búð austurveldanna og vestur- veldanna er hinn ákjósanleg- asti grundvöllur, og einkum þf viðleitni Sovétmanna til auk- innar samvinnu við Banda- rikjamenn. ÞA er uppi mjög ákveðin^ viðleitni til bættra lifskjara almennings, en fyrsti árangur i þvi efni er hækkun raun- launa, en hún nemur fast aí einum fimmta á liðnu ári. Eins má nefna bættar almannatryggingar og aukið úrval og gæði neyzluvara. Búlgarir hafa fyrir skömmu hafið viðræður viö ýmis vest- ræn stórfyrirtæki um sameig- inlegan rekstur. Má i þvi sam- bandi nefna bandariska fyrir- tækið Kaiser Steel Corpora- tion (með málmiðnað fyrir augum) og Exxon (borun eftir oliu úti fyrir ströndum Svarta- hafsins). Fulltrúar Kaisers hafa einn- ig athugað gaumgæfilega búlgarskar áætlanir um nýja höfn við Svartahafið, ásamt skipasmiðastöð, og endurbæt- ur og tæknivæðingu Kremikovtsi-stálversins, sem reist var með rússneskum búnaði upp úr 1960. FOOD Machinery Corpora- tion i Chicago er þegar aðili að umfangsmikilli samvinnu á sviði landbúnaðar i Ungverja- landi og Júgóslaviu. Fyrirtæk- ið er nú að hefjast handa um ræktun á 25 þúsund ekrum lands við Plovdiv i Búlgariu, en þar á að rækta grænmeti og fullvinna með sjálfvirkum vélum að mestu. Þessar fyrir- ætlanir um ræktun og vinnslu frá „fræi til niðursuðudósar” eru táknrænar um áhuga Búlgara á bandariskri land- búnaðartækni til aðstoðar við innlenda hæfni. Og þeir eru fúsir að leggja fram fé til þess að koma þessu i kring. En hvernig ætla Búlgarir að afla fjár til framkvæmdanna? Viðskiptajöfnuður við öll vest- ræn riki önnur en ítaliu er óhagstæöur. Erlend fjárfest- ing er bannorð, og valdamenn landsins hafna umsvifalaust öllum tillögum um breytingar á lagaákvæðum á þann veg að heimila hana. BÚLGARIR óska eftir einföldum viðskiptum með ábyrgð þjóðbankans á erlendum lánum og eftirlits- og tillögurétti vestrænna aðila i sameiginlegum fyrirtækjum. Bandariskir bankastjórar á ferð i Búlgariu lýstu þvi fyrir skömmu, að þeir teldu Búl- gara fyllilega verða láns- traust. „Við munum gera allt, sem i okkar valdi stendur, til þess aö greiða fyrir samvinnu, — nen.a heimila framlag erlends höfuðstóls,” sögðu starfsmenn viðskiptaráðu- neytisins. „Ef samningar tak- ast um beztu kjör, gætu við- skiptin við Bandaríkin numiö 100 milljónum dollara eftir nokkur ár”. Nú nema þessi viðskipti ekki nema 13 mill- jónum dollara. Þetta er óneitanlega mikil bjartsýni, en Búlgörum viröist takast að sannfæra viðskipta- gesti sina frá Bandarikjunum um, að þeir hafi upp á ýmis tækifæri að bjóða. Og engum efa er blandið, hvert við- skiptavonir landsmanna stefna einkum. Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.