Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 49

Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 49
17 FASTEIGNIR Stöndum vörð um samkeppni fagleg vinnubrögð og heilbrigða viðskiptahætti Að halda því fram að sérþekking löggiltra fasteignasala á öllum stigum kaup- og söluferlis húsnæðis sé allri annarri þekkingu og menntun æðri eru hættulegir einokunartilburðir. Sérstaklega þegar litið er til þess hve veigalitlar kröfur hafa hingað til verið gerðar til náms til löggildingar fasteignasala. Úrskurður stjórnar Félags fasteignasala þess eðlis að á fasteignasölum megi engir vinna við sölu- og ráðgjafastör f aðrir en þeir sem til þess hafa hlotið löggildinar stimpil frá dómsmálaráðherra er aðför að star fsheiðri fjölda sölumanna á fast- eignasölum. Hér er verið að gera lítið úr sérþekkingu okkar, menntun og star fs- reynslu. Við, sölumenn fasteigna á hinum ýmsu fasteignasölum, þurfum nú að taka höndum saman og standa vörð um lögvarin rétt okkar til að star fa við fasteignasölu í umboði og á ábyrgð löggilts fasteignasala. Okkar þekking, reynsla og menntun er mikils virði í hinum mörgu skrefum sem felast í kaup- og söluferli fasteigna. Ótti stjórnarmanna Félags fasteignasala við heilbrigða samkeppni má ekki verða til þess að rýra val viðskiptavina okkar á hverjum þeir treysta til að sjá um sína fast- eignaumsýslu. Tökum höndum saman og stöndum vörð um samkeppni og fagleg vinnubrögð, okkur og neytendum öllum til hagsbóta. Guðmundur Andri Skúlason Hóll fasteignasala , ,Hver veit nema að löggjafinn geri þá það sama... hleypi öðrum að kjötkötlunum!... Ég ætla ekki að dylja þá skoðun mína að ég vil alla þessa réttindalausu sölumenn út úr bransanum... Við fáum seint úthlutað einkaumboðum fyrir ákveðnum húsum, götum eða hverfum. Við höfum hins vegar fengið úthlutað einkaleyfi til að selja fasteignir. Þetta eru lögvarin réttindi. Stöndum vörð um þau og þá mun okkur öllum vel farnast” Ragnar Thorarensen lögg. fasteignasali Fyrir hönd áhugahóps um stofnun Félags starfsmanna á fasteignasölum Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur að stofnun félags sem vinnur að hagsmunum starfsfólks á fasteignasölum þá hafðu samband v ið Guðmund Andra Skú lason, gandr i@hol l . i s - s ími 8 200 215. Einokunartilburðir stjórnar Félags fasteignasala eru ógnun við frjálst val til viðskipta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.