Tíminn - 25.06.1977, Side 3

Tíminn - 25.06.1977, Side 3
Laugardagur 25. júnl 1977 3 ATH-Reykjavlk. — Það er verið að byrja á fullum krafti á heilsugæzlustöð og eliiheimili, sagöi Pétur M. Jónsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, er Timinn ræddi við hann I gær. — Gert er ráð fyrir að verja til fram- kvæmdanna um 60 milljonum króna I ár, og það er Tréverk h/f sem sér um verkiö. Sföari bygg- ingin, elliheimiliöjhefur veriö I blgerð I langan tima, en nú er- um við sem sagt að byrja á framkvæmdum.1 Ólafsfirðingar hafa verið að steypa aðalgötu þorpsins, og sagði Pétur að kaflinn yrði um eins kilómetra langur þegar honum væri lokið Þetta er hins- vegar ekki fyrsta framkvæmdin af þessu tagi á Ólafsfiröi, en hluti aðalgötunnar var steyptur fyrir nokkrum árum . Þá stend- ur til að leggja varanlegt slitlag fyrir framan fiskverkunarhús staðarins. Ekki er talið unnt að malbika eöa oliubera götur, vegna snjómoksturs á vetrum. Daginn áður en rætt var við Pétur kom ólafur bekkur inn með um 135 tonn og von var á togbát með 40 til 50 tonn daginn eftir. Næg atvinna hefur verið aö undanförnu við verkun sjávaraflans, og væntanlga hef- ur verið unniö alla helgina, þvi von var á öðrum togara á mánu- dag með um 200 tonn. Grá- sleppuveiði hefur veriö treg i vor, eins og vföar á landinu. Hafin bygging elliheimilis og heil sugæzlu- stöðvar á Ólafsfirði Fyrir skömmu var opnaö til- boö i leigulbúöir, sem byggöar verða á vegum bæjarins. Þarna er um að ræða sjö Ibúðir, og kvað Pétur að veriö hefði brýn þörf fyrir þær, enda væri um mikinn húsnæöisskort að ræða á Ólafsfirði. Einstaklingar byggja minna núna en oft áður, sagöi Pétur, enda erfitt að fá lán hjá bönkum, og einnig getur bæjar- félagið tekið nokkuð af sökinni á sig, þvi aö ekki hefur verið til nægjanlega mikið af tilbúnum byggingarlóðum. Nokkuð hefur boriö á vatns- skorti á ólafsfirði á vetrum, og hafa heimamenn i hyggju að bæta úr þvi meö 5ð hætta að taka vatniö úr Brimnesdal og flytja aöalveituna i Burstadal. — Mannífið er annars gott hérá ólafsfirði, sagði Pétur, en þú mátt koma þvl á framfæri, aö okkur vantar kennara hingað næsta vetur, — og tannlækni sem fyrst. Loks hillir undir það, að aldraða fólkið á ólafsfirði eignist sameiginlegt athvarf. Blómlegt atvinnulíf á Hvammstanga KEJ-Reykjavik — Hér er at- vinnullfið I miklum blóma, hjólin hafa að vlsu snúist hægar út af yfirvinnubanni, en nú fer það allt að koma sig, sagði Brynjólfur Sveinbergsson oddviti og mjólkurbússtjóri á Hvammstanga 1 viðtali viö Tim- ann. Hann bætti þvl við að þar væri gróður á fullu og búið að vera ákaflega milt veður I hálfan mánuð. A Hvammstanga var verið að verka úthafsrækju þegar Timinn talaöi þangað, sagði Brynjólfur að það lifgaöi upp á atvinnulifið og kven fólk fengi vinnu. A saumastofunni var verið að vinna upp I 50 milj. kr. samning viö Hildu hf. Þar er um að ræða ullar- vörur sem fara sfðan til Banda- rikjanna og hafa 20 manns at- vinnu af þessu. Ibúar á Hvammstanga eru nú um 450 manns og tjáði Brynjólfur okkur að aukning á siðasta ári hafi verið um 10% og útlit fyrir fjölgun aftur á þessu ári. Fram- kvæmdir á vegum sveitafélagsins eru gifurlegar i sambandi við ör- ar Ibúðarhúsabyggingar og al- menna uppbyggingu. Einnig er verið að reisa hús þar sem verður sameiginleg búningsaðstaöa fyrir sundlaug og væntanlegt Iþrótta- hús. Reiknað er meö aö sundlaug- in komi upp á næsta ári en ekki er ennbúiö að timasetja byggingu á iþróttahúsi. 1 sumar veröur lokið frágangi á fjórum leiguibúöum sem byggðar eru á vegum sveitafélagsins og jafnvel verður geröur grunnur að fjórum til fimm leiguibúðum i haust. 1 undirbúningi er einnig aö reisa nýtt húsnæöi yfír nýja heilsugæslustöö. Sagði Brynjólfur aðþetta væri mjög brýnt þarsem sjúkrahúsið á staðnum væri nær alveg upptekið undir gamalt fólk og ekki að þvi hlaupið að koma sjúklingum þar inn. Hinsvegar eru tveir læknar. á staðnum og búa Hvammstangamenn vel I þvi tilliti. Brynjólfur Sveinbergsson tjáöi okkur að lokum aö laxveiðiárnar i Húnavatnssýslu væru að lifna mjög vel viö og veiðitiminn haf- inn. veiðihornið Góð veiði i Laxá i Kjós — Veiðin hefur gengið mjög vel slðan hún hófst þann 10. júni siöastliöinn og er mun betri en á sama tlma ifyrra. Einnig er eft- irtektarvert aö laxarnir sem veiðast nú, eru að meðaltaii þó nokkru stærri en i fyrra, sagði Troel Bendtsen veiðivörður viö Laxá I Kjós. Hann kvað fimmtán laxa hafa veiðzt fyrir hádegi I fyrradag, en að veiðin hafi verið nokkuð misjöfn undanfarna daga. — Það er út af þvi að mikið rigndi hér fyrir nokkrum dögum og á þriðjudag var áin kolrnórauð. Hún hefur þó a.lveg hreinsaö sig núna og þó hún sé fremur vatnsmikil enn, litur vel út með veiði, sagði Tro- els. Veitt er á 10 stangir I Laxá i Kjós og á hádegi þ. 23 höföu alls 166 laxar veiðzt I ánni. Á sama tima I fyrra voru aðeins komnir 88 laxar á land. Þyngsti laxinn sem fengizt hefur I sumar, reyndist vera tuttugu pund og veiddist á maðk rétt fyrir neðan brúna. Troel sagði að nóg væri af laxi i ánni og hann heföi veiözt allt frá neðsta hyl i ánni upp I þann efsta. Eingöngu Islendingar hafa verið við veiöi i Laxá i Kjós siö- anveiðihófst, en n.k. laugardag munu fyrstu erlendu veiði- mennirnir reyna sig I ánni og veiða þeir aðeins á flugu, en ís- lendingarnir veiða svo til ein- göngu á maðk. Góð veiði i Gljúfurá Veiðin hófst i Gljúfurá þann 20. júnl og á hádegi 23. voru komnir á land um 20-30 laxar ao sögn Sigurðar Tómassonar i Sólheimatungu. Veitt er á þrjár stangir i ánni. — Veiöin er mun betri þessa fyrstu daga en f fyrra, en samkvæmt bókum Veiðihornsins, höfðu á sama tima i fyrra aðeins fengizt 2-3 laxar úr ánni. Sigurður kvað flesta laxana vera átta til tólf pund á þyngd, Laxá i Aöaldal sem er einn fallegasti staöur viö ána. Tímamynd: ATH, Þessi mynd sýnir Æöarfossa en á miövikudag heföi farið aö verða vartvið smærri lax. Har.n sagði mikiö hafa rignt að und- anförnu og áin sé þvi vatnsmik- il, en hún var alveg tær I gær og veiðiveður hiö bezta. 200 laxar úr Laxá i Að- aldal — Það veiddust þrettán laxar á fimmtudagsmorgun fyrir neð- an fossa og einhver reytingur var af efri svæðunum, sagði Helga Halldórsdóttir ráðskona i veiðihúsinu við Laxá I Aöaldal i gær. framhald á bls.23

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.