Tíminn - 25.06.1977, Side 11

Tíminn - 25.06.1977, Side 11
Laugardagur 25. júnf 1977 11 tUgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arf ulitrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöalstræti 7, sími 26500 —afgreiösiusimi 12323 —auglýsingasfmi 19523. Verö ílausasölukr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Hagur allra Mjög merkileg timamót hafa orðið i byggða- málum á timabili þeirra tveggja rikisstjórna sem Framsóknarmenn hafa átt aðild að á siðustu árum. Áratugalangri öfugþróun hefur verið snúið við með þeirri miklu atvinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað viða um land. Nú gætir mikils áhuga hjá ungu fólki i þéttbýli höfuðborgarsvæð- isins á þvi að setjast að úti á landi. Reyndar er hér um að ræða áhuga sem vaknað hefur viða um hinn iðnvædda heim á siðustu árum, að ungt fólk vill hverfa að einfaldari lifsháttum og nánara sambandi við land og náttúru i samræmi við nýtt lifsgæðamat sem er andstætt þvi kapphlaupi um efnaleg gæði og þeirri tækni- og vélvæðingu sem einkennt hefur undanfarna áratugi. Þessi áhugi tengist þeim umræðum sem orðið hafa um umhverfismál, náttúruvernd og mengun á siðustu árum. Skynsamleg landnýting er i raun- inni aðeins annað orð yfir eðlilega landsbyggð, og landvernd verður þvi aðeins tryggð að fólkið búi um allt hið byggilega land og vaki yfir þvi. Með þessum hætti tengist byggðastefnan i atvinnu- málum þeim nýju viðhorfum sem fram hafa komið i landverndarmálum. En til þess að fólk geti raunverulega valið sér búsetu eftir áhuga sinum þarf ýmislegt það að vera fyrir hendi sem lengi hefur skort allviða. Eftir uppbygginguna sem átt hefur sér stað siðan forvigismenn byggðastefnunnar komu til valda er að visu mjög breytt ástand frá þvi sem verið hafði viða um land. En framsóknin i átt til fjöl- breyttara atvinnulifs þarf að halda áfram, og stjórnvöld hafa á þvi sviði mjög mikilvægu hlut- verki að gegna. Auk atvinnuuppbyggingarinnar er nauðsynlegt að halda áfram framkvæmdum i samgöngumál- um, enda eru samgöngurnar lifæðar atvinnulifs- ins. Enn eru miklir áfangar fram undan i fræðslu- og heilbrigðismálum, og svo mætti lengi telja. Ýmsir hafa andæft framlögum til þessara mála, en sannleikurinn er sá að fjárhæðirnar sem til þeirra renna munu skila sér margfaldaðar i blómlegu þjóðlifi. Það sem ekki sizt skortir viða á landsbyggðinni er ibúðarhúsnæði. Lengi hafði landsbyggðin dregizt aftur úr i byggðamálum, en nú á siðustu árum hefur orðið mjög ánægjuleg breyting i þeim efnum. Einkum skortir enn leiguhúsnæði fyrir fólk að búa i meðan það er að gera upp hug sinn og skjóta rótum i nýju umhverfi. Nýleg löggjöf um leiguhúsnæði úti um land boðar straumhvörf i þessu efni. Til eru þeir menn sem i blindni halda þvi fram að þessi stefna sé á einhvem hátt andstæð þétt- býlinu eða hagsmunum ibúa höfuðborgarsvæðis- ins. Það er alrangt að framfarir úti um land standi höfuðborgarsvæðinu fyrir þrifum á nokk- urn hátt. íslenzka þjóðfélagið er órofa heild, þar sem hver þátturinn styður annan. Það sem um er að ræða er eðlilegt samræmi og samhengi i fram- förunum um land allt, eðlilegt jafnvægi i byggða- þróuninni. Þetta jafnvægi er nauðsynlegt til þess að tryggja efnahagslegt og menningarlegt sjálf- stæði þjóðarinnar. í þessum efnum á þjóðin öll sameiginlegra hagsmuna að gæta. Enn sigrar Janata- hópurinn á Indlandi Kongressflokkurinn þurkast nær út Morarji Desai, forsætisráöherra Indlands. ÞAÐ ER óhætt aö segja, aö stjórnmálaástandiö á Indlandi hafi tekiö algjörum stakka- skiptum á þessu ári. Þeir menn, sem nú sitja viö stjórn- völinn, sátu flestir hverjir I fangelsi er áriö gekk I garö. Þá rfktu herlög og stjóm Ind- iru Gandhi réöi lögum og lof- um, en I dag eru margir stuön- ingsmenn hennar flúnir úr landi og aörir biöa þess, aö mál þeirra veröi tekiö fyrir hjá dómstólunum. 1 marz, eftir aö herlögunum haföi veriö aflétt, valdi svo þjóöin aö kjósa höfuöandstæö- inga Kongressflokksins til aö fara meö völdin i landinu I al- mennum þingkosningum. Og nú i þessum mánuöi beiö flokkur Gandhis enn einn ósig- urinn, aö þessu sinni I fylkis- kosningunum. Meö þeim at- buröi lauk 30 ára sigurgöngu Kongressflokksins i indversk- um stjómmálum. INDLAND fékk sjálfstæöi 1947 og alla tiö siöan hefur Kongressflokkurinn veriö hiö ráöandi afl i landinu, en hann tapaöi þó verulegum vinsældum eftir dauöa Nehrus 1964. í siö- ustu þingkosningunum, sem Nehru tók þátt i, fékk f lokkur- inn meir en 70% sæta I þing- inu, en 5 árum siöar, 1967, haföi hann einungis rúm 50%. I índverskum stjórnmálum skipta oftmenn meira máli en máiefni, eins og reyndar af- leiöingar fráfalls Nehrus sýndu. Súþróun.sem hefur átt sér staö á Indlandi á áttunda áratugnum er mikiö tengd tveimur persónum. Til aö byrja meö voru þaö minnk- andi vinsældir Indiru Gandhi, en svo tóku viö hinar vaxandi vinsældir Morarjis Desais, nú- verandi forsætisráöherra og leiötogi Janata-hópsins, sem er samsteypa fimm óllkra stjórnmálaflokka. Saga Gandhis og Desais er aö mörgu leyti ólik. Þegar hún fæddist var hann oröinn full- tiöa maöur og farinn aö vinna fyrir sér. Hún var dóttir sjálf- stæöishetjunnar, en hann kennarasonur. Þegar hún sat i skólum i Sviss og I Oxford, sat hann i fangelsi fyrir aö taka þátt i sjálfstæöisbaráttunni. En svo hins vegar, þegar hún sat I fangelsi fyrir sömu sakir var hann oröinn ráöherra I Bombay-stjórninni. Gandhi og Desai hafa oft barizt hart. 1966 sigraöi hún hann i kosningunum um leiö- togasætiö i Kongressflokkn- um, 1969 sagöi hann sig úr flokknum og stofnaöi nýjan ásamt 96 öörum þingmönnum, en Gandhi tókst aö vinna enn einu sinni sigur á Desai i kosningunum 1971. En þar meö var sigurgöngu hennar lokiö og komiö aö Desai. Aöferöir Kongressflokksins i kosningunum 1971 þóttu allt- af eitthvaö gruggugar, en þaö var ekki fyrr en 12. júni 1975, aö dómsyfirvöldin komust aö þeirri niöurstööu, aö Gandhi heföi notfært sér spillingu I kosningabaráttunni og sam- kvæmt dómnum skyldi hún tapa þingsæti sinu. Sama dag tapaöi Kongressflokkurinn i fylkiskosningum gegn kosn- ingabandaiagi, sem var leitt af Desai. Viöbrögö Gandhi voru á þá leiö, aö lýsa yfir her- lögum aöeins hálfum mánuöi seinna og voru þegar tugir þúsunda andstæöinga hennar handsamaöir, þar á meöal Desai, nær áttræöur aö aldri. STYRKLEIKI Janata-sam- steypunnar er meö ólikindum. Aöeins tveim mánuöum fyrir kosningarnar i marz sátu leiö- togar þess i fangelsi og gátu ekki haft nein afskipti af stjórnmálum, en auk þess eru i hópnum mjög óllk öfl, bæöi róttækir sósialistar og Ihalds- samir hægri menn. Þaö þótti þvi aldrei liklegt, aö Janata- hópurinn gæti haldiö samstööu sinni eftir kosningarnar i marz, en þá sameinuöust þeir aöeins gegn Gandhi. Annaö hefur þó komiö i ljós, og þá sérstaklega eftir fylkis- kosningarnar nú i júni, en þá vann Janata-hópurinn stórsig- ur. Raunverulega áttu þessar kosningar ekki aö fara fram fyrr en á næsta ári, en Desai ákvaö aö ganga til kosninga I 10 fylkjum af 22 strax, og er ástæöan sú, aö i ágúst á aö kjósa nýjan forseta Indlands. Hann er ekki kosinn beint af fólkinu heldur óbeint af þing- mönnum þjóöarþingsins og fylkisþinganna saman. Ef fylkiskosningarnar heföu ekki veriö haldnar, þá heföi Kon- gressflokkurinn haft 2/3 hluta atkvæöanna i forsetakosning- unum og þaö likaöiDesai illa. Hann hefur hins vegar veriö gagnrýndur fyrir aö flýta þeim, bæöi af andstæöingum og samherjum, en þvi svarar hann einungis meö þvl, aö skipan fulltrúa á fylkisþingun- um séekki i samræmi viö vilja fólksins. HRAKFARIR Kongress- flokksins voru ótrúlegar i þessum kosningum. Sums staöar er varla hægt aö tala um hann ööru visi en sem einn af smáflokkunum. Viöa i noröurhluta Indlands þurrkaöist flokkurinn nær út, eins og t.d. i Vestur-Bengal, en þar var hann reyndar stofnaö- ur seint á 19. öldinni. 1 Vestur- Bengal beiö Janata-hópurinn einnig ósigur og þaö voru marxistar, sem fengu þar mjög óvænt meirihluta. Viö- búiö er, aö Marxistarniri Kal- kútta eigi eftir aö reynast Jan- ata-stjórninni erfiöur ljár i þúfu. En þetta var llka eini ósigur Desais. Aö visu fengu þeir ekki mikiö fylgi i tveimur fylkjum i suöurhlutanum, en viö þvi haföi veriö búizt. Meö tilliti til forsetakosninganna kom þaö heldur ekki aö sök, þvi Kongressflokkurinn tapaöi lika, en þaö var flokkur heimamanna sem sigraöi. I öllum hinum sjö fylkjunum fékk Janata-flokkurinn milli 65%-85% atkvæöanna og hafa þeir nú nægilegt fylgi til aö ráöa kjöri forsetans, en til þess var leikurinn geröur. Einnig geta þeir nú hrint betur i framkvæmd byggöastefnu- áætlun sinni. HVE LENGI mun samstaö- an haldast innan Janata-hóps- ins? Ayfirboröinu viröastekki miklarlikurá þvi aö þaö veröi lengi. Hinar óliku skoöanir innan flokksins, afstaöan til Vestur-Bengals, klofningurinn milli noröur- og suöurhluta Indlands eru allt viökvæm málefni. En efnahagsmálin veröa þó sennilega erfiöust viöureignar. Veröbólgan er aftur aö aukast eftir aö hafa staöiö i staö meöan á her- lögunum stóö. Uppskeran gæti brugöizt og þá er Kongress- flokkurinn i aöstööu til aö koma fram á sjónarsviöiö sem flokkurinn, er kom upp vara- birgöum af mat, haföi stjórn á veröbólgunni o.s.frv. Þaö ætti þvl ekki aö gieyma Indiru Gandhi. MÓL Indira Gandhi: Hvi litur hún niöur? JS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.