Tíminn - 25.06.1977, Page 17

Tíminn - 25.06.1977, Page 17
Laugardagur 25. júni 1977 17 Jön E. Guömundsson I góöum félagsskap Leikbrúður í heimsókn á gæzlu- vellixia Kás-Reykjavik. Jón E. Guð- mundsson leikbrúöuhönnuður og þúsundþjalasmiður, haföi sam- band við blaðið fyrir stuttu, og sagöi aö nú væri hann i samvinnu við borgarráð — aö fara af stað með leikbrúðusýningar á öllum gæzluvöllum i Reykjavik. Sagöi hann, aö til stæöi að sýna 3svar á dag, en gæzluvellirnir i borginni eru 32, og er áætlað að sýna 4 sinnum á hverjum stað. Hann sagöi leikþættina byggöa mest upp á dýrapersónum, auk tveggja krakka, og efni þeirra sniðið fyrir börn á aldrinum 2-9 ára. Hugmyndina sagði Jón vera sænska. ViII bann á sölu bruggtækj a Kás-Reykjavík. Kvenfélaga- samband Islands hélt sitt 22. landsþingdagana 11.-12. júni s.l. 1 þetta sinn var þaö haldið að Laugum i Reykjadal i boði Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga, og er þetta i fyrsta skipti sem landsþing K.l. er haldið á Norðurlandi. Lands- þingið sóttu fulltrúar allra héraössambanda K.I., en þau eru 21 talsins, og eitt kvenfélag að auki. Félagsmenn innan K.I. eru nú 24 þús. A þinginu voru flutt erindi um stöðu barnsins i nútlma sam- félagi, en auk þess samþykkti þingið fjölda ályktana og áskorana. Til að mynda skoraði landsþingiðá háttvirt Alþingi að samþykkja hið fyrsta lög um fullorðinsfræöslu, og eins frum- varp Sigurlaugar Bjarnardóttur um tónlistarfræðslu i skólum dreifbýlisins. Þá skoraði lands- þingiö á menntamálaráðuneytiö aö sjá um að lögum um heimilisfræðslu i grunnskóla verði framfylgt og ætlað meira rúm i námsskrá en nú er. Landsþingið heitir á alla félaga sambandsins aö vinna eftir megni aö landvernd og góðri umgengni utanhúss, og leggur áherzlu á ræktun skrúð- garða og matjurtagaröa, er i senn séu landvernd og heilsu- vernd. Þá varaði landsþingið viö þeirri hættu sem orlofi hús- mæðra er búin siðan rlkisfram- lag til orlofsins var fcllt niður og flutt yfir á sveitarfélög. Skorar þingiö á Alþingi að endurskoða lögin um orlof húsmæðra. Landsþingið skorar á við- skiptaráðherra að láta þegar i stað banna innflutning á brugg- tækjum þeim og tilbúnu ölefnum, sem til sölu eru i verzlunum. Telur þingið aö þessi varningur skapi misnotkun, sem sé sérstaklega hættuleg ungu fólki. Lands- þingið hvetur konur til að berjast ötullega gegn ofneyzlu áfengis og annarra vlmugjafa, og segir þörf á þátttöku almennings I baráttunni gegn þeim vágesti, auk eflingar lög- gæzlu. Landsþingið skorar á hæstvirt Alþingi að taka tillit til þeirrar gagnrýni, sem komið hefur frá mörgum kvennasamtökum á frumvarp þaö til laga um tekju- skatt og eignaskatt, sem lagt var fram á siðasta Alþingi. Sérstaka áherzlu leggur þingið á, að hver einstaklingur verði sjálfstæöur aðili og beri sem slikur alla ábyrgð á greiöslum á sköttum af sjálf- aflafé, enda njóti allir skatt- greiðendur sama persónu- afsláttar. Þá hvetur landsþingið hæst- virt Alþingi til að haga skatta- lögum þannig, að fólk sjái sér áfram hag i þvi að stofna til hjónabands. Formaöur K.I. er Sigrlöur Thorlacius, Reykjavik. „Gæti verid ammóníak” Félag eigenda sumardvalar- svæða stofnað Leggja fram tillögur að skipulagðri uppbyggingu útivistarsvæða Kás-Reykjavik. Blaðinu barst nýlega fréttatilkynning, þar sem segir frá stofnun félags eig- enda sumardvalarsvæða. — A ferðamálaráðstefnu 1975 komu nokkrir aðilar. saman, sem reka tjaldsvæði, til sér- staks fundar um sameiginleg vandamál, og var þar rætt um æskilega þróun þessara mála. Kom fram, að með auknum ferðalögum innanlands — og til að auövelda þau — þyrfti að samræma þjónustu, dvalargjöld o.fl. hér á landi á sumardvalar- svæðum ogáningarstöðum, ekki slzt meö tilliti til þess að ýmsar kröfurhafa komiö fram á þessu sviöi, t.d. með reglugerö um tjald- og hjólhýsasvæði. 1 framhaldi af þessum fundi var stofnaö félag eigenda sumardvalarsvæða I aprll 1977. Þar var samþykkt aö meöal framtlöarverkefna félagsins væri, að greiða fyrir ferðalögum Islendinga um land sitt, auka og bæta þjónustu, kynna dvalar- staðina og gera þá aölaöandi með náttúruverndi huga, kanna fyrirkomulag og rekstur tjald- svæða á Norðurlöndunum og vinna aö samræmingu um- gengnisreglna og dvalargjalda. Þá voru gerðar tillögur að skipulagöri uppbyggingu úti- vistarsvæða hér á landi, meö náttúruvernd og heilbrigöis- reglur i huga. Var m.a. lagt til, aö gerð yrði úttekt á öllum sumardvalarsvæöum á landinu, llkt og fariö hefur fram á hálendinu. Mikil nauðsyn var talin á að flokka tjaldsvæði i þrjá mismunandi gæðaflokka eftir búnaði þeirra, og þá höfð hliðsj ón af erlendum fyrir- myndum. Lagt var til aö unniö yrði markvisst að samræmingu á búnaði, reglum, rekstri og verölagi hinna einstöku svæða, og aö sú uppbygging væri I sam- ræmi við reglugerðir um náttúruvernd, ferðamál, o.fl. Þá var talin brýn nauösyn á uppsetningu samræmdra tákn- merkja (alþjóðamerkja) til leiðbeiningar á hverju svæði, aö ekki sé minnzt á þörfina á bæk- lingium útivistarsvæði sem gef- in yrði út að fyrirmynd annarra Norðurlanda. Járniðnaðarmenn: Hvorki efnislegar né formlegar breytingar gébé Reykjavík — — Það standa yfir óformlegar viðræð- ur þessa dagana um hvernig skuli ganga frá þessum málum, en ég á ekki von á neinum efnis- legum né formlegum breyting- um á þvi sem þegar er búið aö gera, sagði Guðjón Jónsson, for- maður Félags járniðnaðar- manna i gær, þegar hann var spurður um hvaö liði þeirra samningamálum. Eins og kunnugt er, undirrit- uöu járniðnaðarmenn ekki nýja rammasamninginn á dögunum. — Þegar við sjáum fyrir endann á þvi hvernig hægt verður aö ganga frá málunum mun undir- ritun samninganna fara fram, en hvenær það veröur get ég ekki sagt um á þessu stigi, sagði Guðjón, og vildi ekki að ööru leyti tjá sig um málin aö sinni. Gsal-Reykjavik — Eftir lyktinni að dæma gæti þetta efni veriö ammónlak eða einhvers konar sódaupplausn, en það eru þó bara ágizkanir okkar. Sjálft efnið hef- ur verið sent til rannsóknar og við vonumst eftir niðurstöðu eftir helgina, sagði Jóhann Sveinsson, heilbrigðisfulltrúi Keflavlkur I samtali við Tímann I gær, en fyrr i vikunni rakst jarðýta á tunnu með ókennilegu efni við sorp- hauga hersins á Miönesheiði. Þegar ýtutönnin risti á tunnuna gaus upp úr henni vatnsjcennt efni og leizt ýtustjóranum ekki á blik- una svo hann hætti störfum, enda kenndi hann höfuðverkjar eftir þetta. Jóhann Sveinsson sagði, að hann hefði farið á staðinn, en hvaðan tunnan væri komin, kvaðst hann ekki geta sagt til um. — Þó ekkert vatnsból sé nálægt þessum stað, veröum viö alltaf að vera vel á verði ef eitthvað þessu likt gerist, þvi að stutt mun vera niður á vatnsbólin, að minnsta kosti sums staðar, sagöi Jóhann. Vísitala bygging- arkostnaðar hækkar um 3 stig Kás-Reykjavlk. — Hagstofan hefur reiknað út vísitölu bygg- ingarkostnaðar eftir verðlagi fyrri hluta júnl 1977 og reyndist hún ver 137,84 stig, sem hækkar I 138 stig (vfsitala reiknuð I október 1975 er 100 stig). Gildir þessi vfsitala á tlmabilinu júlí-september 1977 — Þannig segir frá í fréttatilkynningu sem blaðinu hefur boriizt frá Hag- stofunni. Þar segir cnnfremur, að vlsitalan með gildistlmann april-júni 1977 hafi verið 135. Hækkunin, sem er 3 stig, stafar að mestu af verðhækkun á ýms- um efnisliðum. Þá segir að samsvarandi vfsitala miöuð við eldri grunn sé 2737 stig, og er hún til viðmiöunar við visitölur reiknaðar á eldri grunni, en hann var reiknaður 100 stig I október 1955. Að lokum segir í fréttatil- kynningunni: — Það skal tekiö fram.að launahækkanir þær, er nú hafa veriö ákveönar, hafa ekki áhrif á visitölu byggingar- kostnaðar fyrir næstu þrjá mán- uði, þar eö við ákvöðun hennar er lögum samkvæmt miðaö við laun eins og þau voru I fyrri hluta júní 1977. ■ ■ llllllllilllllllililllilllll Hllllllílliiliiiilliillliillliliflliilill Fyrir nokkru fór Hannes Jónsson, ambassador Islendinga I Moskvu, til Mongóllu, þar sem hann afhenti forseta þess lands, Y Tsedenbal, trúnaöarbréf. Mun vafasamt, að nokkur tslendingur hafi fyrr veriö þar á ferð. Hannes átti jafnframt fund með forsætisráöherra Mongólfu, J. Batmönth, I höfuðborginni Úlan-Bator, og er myndin frá þeim fundi. Forsætisráðherrann er yzt til vinstri á myndinni, og viö hliö hans Lúvsanrinchin deildarstjóri, en Khulan fulltrúi situr við hliðina á Hannesi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.