Tíminn - 25.06.1977, Qupperneq 21

Tíminn - 25.06.1977, Qupperneq 21
Laugardagur 25. júnl 1977 21 Við höfum efni á því að reyna nýja menn Erfiðara að komast úr landsliðinu í knattspyrnu, heldur en að vinna sér sæti í þvi Það er greinilegt að það er erfiðara að komast út úr landsliðinu í knattspyrnu, heldur en að vinna sér sæti í landsliðið. Þetta hefur Tony Knapp og félagar hans í landsliðsnefndinni undirstrikað með því að kalla þá Matthías Hallgrimsson og Teit Þórðarson heim frá Svíþjóð til að leika með íslenzka landsliðinu gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 30. júlí. bessi ákvör&un hefur komiö eins og þruma úr heiðskiru lofti, og er þessi ráðstöfun með öllu ó- skiljanleg, þar sem hér heima eru leikmenn, sem eru fremri en þeir félagar. Breiddin er sem betur fer svo mikil i islenzkri knattspyrnu að við eigum ekki alltaf að þurfa að vera að kalla á 5-6 leikmenn sem leika meö er- lendum liðum, til að leika með landsliðinu. Það ætti aö nægja að kalla á 2-3 lykilmenn. Menn ráðnir í landsliðið Tony Knapp er greinilega bú- inn að ráða menn i landsliöið, þvi að það hefur sýnt sig i gegn- um árin að menn veröa að veikjast, til þess að aðrir leik- menn fái tækifæri til að spreyta sig. Með þvi að kalla á þá Teit og Matthias heim, hefur Knapp lýst vantrausti á þá sóknarleik- menn sem leika hér heima — og það kann ekki góðri lukku aö stýra, að viðhafa slik vinnu- brögð, þvi að með þeim vinnur hann ekki traust knattspyrnu- manna okkar. I mótsögn við sjálfan sig Knapp var yfir sig hrifinn eft- ir leik landsliðsins gegn Stjörnuliöi Bobby Charlton á dögunum, en þá léku eingöngu menn, sem leika hér heima. Knapp sagði þá eftir leikinn I viðtali að það væri erfitt að breyta þessu landsliði, og hann sagði þá þetta: ,,— Ég er mjög ánægöur meö liðiö i þessum leik og þaö verður svo sannarlega ekki auðvelt aö setja nokkra leikmenn út úr hópnum fyrir næsta leik. — Við notuðum alla okkar menn i þessum leik og skiiaöi hver ein- asti sinu hiutverki vel. En víst er aö einhverjir verða að vikja, a.m.k. einn eöa tveir, og verður það óskemmtilegt verk aö benda á þá menn. Strákarnir unnu stórkostlega.” Svo mörg voru þau orð Knapps i sigurvimunni eftir leikinn gegn Bobby Charlton og félögum. Nú hefur Knapp i al- gjörri mótsögn við þessi orð, kallað þá Matthias og Teit heim, og þar með „lýst frati á” leik- mennhér heima, eins og Kristin Björnsson, Akranesi, Siguriás Þorleifsson, Vestmannaeyjum, Ólaf Danivalsson.FH, Atla Eð- vaidsson, Val, Tómas Pálsson, Vestmannaeyjum, Sumarliöa Guðbjárt sson.Fram Karl Þórð- arson, Akranesi og Albert Guð- mundsson.Val, svo að einhverj- ir leikmenn séu nefndir. Furðuleg vinnubrögð Þetta eru furðuleg vinnubrögð landsliðsnefndarinnar sem verður að gera sér grein fyrir og skilja að þaö er ekki hægt að ráöa leikmenn i landsliöið. — þessir tveir Skagamenn, sem leika með sænskum 2. deildarliöum, þurfa ekkert aö óttast landsliös- sæti sin. Þeir hafa verið valdir i landsliöið, sem leikur gegn Norömönnum, án þess að þurfa að sýna og sanna, að þeir eigi rétt á landsliðssætum sínum áfram. Landsliðsmenn okkar veröa að sýna það og sanna, að þeir séu verðugir þess aö vera landsliös- menn. Það ætti ekki endalaust að vera hægt að lifa á fornri frægð. Við höfum vel efni á þvi að reyna nýja leikmenn og það i vináttulandsleikjum. Það er ekki langt i land þar til viö þurf- um eingöngu að treysta á leik- menn okkar hér heima, þvi að næsta stórverkefni landsliðsins er undankeppni Olympiuleik- anna — keppni, þar sem ekki er hægt að treysta eingöngu á leik- menn sem leika erlendis sem atvinnumenn. Þeir veröa þá ekki gjaldgengir i landsliöið. — SOS — Strákarnir hafa góða mögu- leika á að tryggja sér farseöilinn til Grikklands/sagði ólafur Unn- steinsson,annar þjálfari Isienzka frjálslþróttalandsliðsins sem tek- ur þátt I undankeppni Evrópu- keppni landsliða i Kaupmanna- höfn um helgina. Ólafur sagði, aö karlalandsliöið væri mjög sterkt, og ef liöinu tækist vel upp, þá gæti það náð einu af þremur efstu sæt- unum og þannig tryggt sér rétt til að komast I undanúrslitariðil sem fer fram I Aþenu I Grikklandi I júll. Karlalandsliðið er I riöli með Dönum, Portúgöium, Luxem- borgarmönnum og Irum, en kvennalandsliðið keppir I riðli með Norðmönnum, Portúgölum og Grikkjum. Tvær efstu þjóöirn- ar i kvennakeppninni komast á- fram I undanúrslitin. Karlalandsliöið er sterkt — sér- staklega i kastgreinunum, einnig er spretthlauparinnn sterki, Vil- mundur Vilhjálmsson til alls lik- legur og Friðrik Þór Óskarsson langstökkvari hefur náö mjög góðum árangri að undanförnu. Tveir keppendur hafa mjög góöa sigurmöguleika I Kaupmanna- höfn en þaö eru þeir Hreinn Hall- dórsson i kúluvarpi og Erlendur Valdimarsson i kringlukasti. Það verður gaman aö fylgjast meö islenzka karlaliöinu. Danir veröa aö ölium likindum sigur- vegarar I riölinum, en keppnin um annaö og þriöja sætiö veröur gifurlega hörð á milli tslands, Portúgals og Irlands. ÓSKAR JAKOBSSON... hefur æft spjótkast mjög vel aö undanförnu og á hann aö geta tryggt íslandi dýrmætstig Istigakeppninni.ef honum tekst velupp. Frá Kaupmanna höfn til rikklands? Islenzka karlalandsliðið í frjálsum iþróttum verður í sviðsljósinu I Evrópukeppninni í dag i Kaupmannahöfn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.