Tíminn - 25.06.1977, Síða 13

Tíminn - 25.06.1977, Síða 13
Laugardagur 25. júní 1977 13 Hér sést hluti af hinni merkilegu byggingu. Tekiö skal fram aö ekki er eftir aö rifa vinnupallana utan af húsinu. Engar tvær hliöar eru eins, ekki einu sinni á litinn. Ein rauögul, önnurblá og rör og ieiöslur eru máiuö i öilum regnbogans litum. Glöggt má sjá biöraöirnar fyrir framan húsiö, en svona hefur þaö veriö hvern dag, siöan húsiö var tekiö til afnota I byrjun þessa árs. ----------------------------------------------------------------------------------------------- -M hrifningu og Rut Lg á heimili Griegs tónlistarráöunautur Atli Heimir Sveinsson. Grænlezk ljóö eru flutt i þýðingum Halldóru B. Björnsson og Haralds Ólafsson- ar. Leikhúsgestir i Bergen táruö- ust þegar dró að leikslokum á sýningu tnúk hópsins. Perstorff lýsir sýningunni sem þokka- fullri og kiminni, og segist ekki geta hugsað sér efni, sem hæfi betur leikhúsi, en leikritið um lif Eskimóa á Grænlandi. „Þetta var ljóðræn, fjölbreytt og sterk sýning, einföldi sniðum, en gerð af hæfum leikurum og góöum stjórnanda, sem tjá sig á lifandi hátt með rödd og hreyfingum,” segir annar gagnrýnandi Jacob Hafnor i Bergens Arbeiderblad. t viðtali i helzta blaði Noregs, Dagbladet, segir Brynja Bene- diktsdóttir að i fyrstu hafi verið ætlunin að koma af staö hóp- vinnu um Afriku á þessum tima (1972). Hún hafi siðan komizt að þeirri niðurstöðu, aö vandamál nágranna okkar, Grænlendinga stæðu okkur nær. Þó hafi ekki einungis verið markmiðið aö búa til leik um Eskimóa og Grænland, heldur láta tslend- inga sjá sjálfa sig J spegli. ínuk fjallar lika um íslendinga „Við erum og vorum hernum- in þjóð, sem á þaö á hættu að glata menningarlegum sér- kennum sinum. Þar er um aö ræöa aðildina að Nató og banda- risku'herstööina. Eins og Græn- lendingar vorum viö lengi háöir Dönum og mér fannst viö margt geta lært af Eskimóum. Þeir hafa á allt annan hátten viö lært að lifa i sátt viö umhverfi sitt. Við höfum t.d. ekki lært að klæða okkur eins og þeir. Selur- inn sér þeim fyrir klæðum og húsum. Hér hjá okkur hefur fólk orðið úti á öllum timum. Þannig tslenzka kammertrióið var það ekki hjá Grænlending- um. Þeir björguöust á selveiö- unum einum saman. Það er full- komið á allt annan hátt en við eigum aö venjast, og það skiptir máli að viö litum ekki á menn- ingu þeirra sem frumstæöa. Hún er eiginlega mjög fáguð. Skutullinn, sem þeir drepa sel- inn með er t.d. mjög fullkomið áhald.” Brynja segirlnúk-hópinn hafa farið til Grænlands til að heyra hljóminn i röddum Eskimóa, taktinn I dönsum þeirra, læra dansa þeirra og ljóð... Hljómfallið er kjarni sýningarinnar og það sem erfið- ast var að fá rétt. Brynja og félagar hennar fóru til austurstrandarGrænlands en það var ekki fyrr en 1874 að um- heimurinn komst á snoðir um að þar lifði fólk. A elliheimilinu i Angmagsalik hittu þau æva- fornan angakokk, en svo nefnist töframaöur eða töfralæknir á máli Eskimóa. Hittgamla fólkið á heimilinu var sannfært um að hann gæti flogiö. Inúk hópurinn greip til þess ráös að dansa og syngja fyrir gamla fólkið til aö vinna traust þess. Það tókst og gömlu Eskimóarnir kenndu þeim söngva sina og dansa. tnúk var m.a. sýndur f fyrra i sirkustjáldi i Guatemala fyrir 3000 áhorfendur, en leikhúsin voru hrunin i jaröskjálftum.. Meðal áhorfenda voru fátækir tndiánar, sem aldrei höfðu komið i leikhús. Þeir komu til tslendinganna á eftir og sögðu: — Þetta skiljum viö. Svona er þetta hjá okkur. Þeir buðu svo leikurunum að koma og sjá hvernig þeir höfðu endurreist leirkofa sina eftir jaröskjálft- ana. Nú á esperantó tnúkhópnum var boðið að sýna I Club 7 i Osló, en til þess vannst ekki timi vegna sýninga Þessi myndskreyting var með umsögn eins gagnrýnandans um ínúk hér heima á Helenu fögru eftir Offenbach, sem Brynja leik- stýrir einnig. Enn er áhugi á að tnúk veröi sýndur á Grænlandi, en fé skort- ir til fararinnar. Þessa dagana er veriö aö æfa Inúk á esperantó i Þjóöleikhúsinu I þýöingu Bald- urs Ragnarssonar, en leikritiö veröur sýnt á alþjóöaþingi esperantista i Reykjavik i ágúst. Annars staðar hefur tnúk alltaf veriö fluttturá Islenzku og hefur enginn kvartaö yfir að efni leiksins kæmist ekki til skila. Svo einfalt og sterkt er mál leikhússins i þessu verki. SJ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.