Tíminn - 25.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.06.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. júni 1977 15 og hvað bornin sjálf velja sér einkum að lestrarefni. Auk stjórnanda koma fram: Helga Þ. Stephensen, Ás- geir Höskuldsson og Helgi Hjörvar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 VeBurfregnir og fréttir. Tilkynningar og Tónleikar. 13.30 Útvarp frá Háskólahá- tiö. Háskólarektor, GuB- laugur Þorvaldsson, flytur ræBu. Heiðursdoktorar út- nefndir og Háskólakórinn syngur. 14.40 Laugardagur til lukku. Svavar Gests sér um siö- degisþátt i tali og tónum. (Inn i hann falla iþrótta- fréttir, almennar fréttir kl. 16.00 og veöurfregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tónlist. 17.30 Rimur af Svoldarbar- daga eftir SigurB Breiö- fjörö: — III. þáttur. Hall- freöur örn Eiriksson cand. mag. kynnir. Guömundur Olafsson og Pétur Ölafsson kveða. 18.00 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Fréttaaukar. Tilkynningar. 19.35 Laugardagsgrin. Endurflutt brot úr skemmtiþáttunum „Söng og sunnudagsgrlni”, sem voru á dagskrá fyrir tiu árum i umsjá Magnúsar Ingimars- sonar. — Siðari þáttur. 20.00 Strengjakvartett nr. 9 i C-dúr op. 59 nr. 3, „Ras- úmovský-kvartettinn” eftir Beethoven. Búdapestkvart- ettinn leikur. 20.30 Vinir minir aö vestan. Jón Bjarman safnar saman og kynnir efni I tali og tón- um eftir nokkra vestur- islendinga. Lesari með honum: Helgi Skúlason. — Siðari þáttur. 21.30 Hljómskálamúsik frá útvarpinu i Köln. Guð- mundur Gilsáon kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrálok. sjonvarp Laugardagur 25.júni 18.00 iþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Læknir á ferð og flugi (L) Breskur gamanmynda- flokkur. Lokaþáttur. Allt er gott, sem endar vel. Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55Auðnir og óbyggðir Breskur fræðslumynda- flokkur. Farið um freðmýr- ar Kanada i fylgd með náttúrufræðingnum Ant- hony Smith. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannes- son. 21.25 Dr. Hook & The Medicine Show (L) Hljóm- sveitin leikur nokkur kunnustu laga sinna, þar á meðal Sylvia’s Mother og Cover of The Rolling Stone. 22.10 Angelica frænka (La prima Angelica) Spænsk biómynd. Leikstjóri Carlos Saura. Aðalhlutverk Jose Luis Lopez Vazquez Fern- ando Delgado og Lina Cana- lejas. Luis Cano er maður á fimmtugsaldri. Hann fer i heimsókn til frændfólks sins, sem hann dvaldist hjá á unga aldri á timum borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Þar hittir hann Angelicu, æskuástina sina. Atburðir taka nú að rifjast upp fyrir Luis, sem hann taldi löngu gleymda. Þýð- andi Sonja Diego. 23.55 Dagskrárlok. Éamhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LIKI OFAUKIÐ Polly Baird alltaf haft eitthvað tak á Neilson. Hann spurði: — Hafa þau sofið saman nýlega? — Hún hagaði sér þannig, svaraði Fran. — Það kemur viss eigingirnissvipur á konu, þegar hún umgengst karl- mann á þann hátt. Hann horfði á hana með eilítilli kímni í svipnum.Hún var tuttugu og þriggja ára og eftir því sem hann vissi bezt, hafði hún aldrei hugsað um annan mann en Nat, áður en hún hitti Neilson. — Hvernig kynntuzt þið? spurði hann. — Gegnum Roy Hiller, sagði hún. — Hann vildi spila djarft. Hún geiflaði munninn í fyrirlitningu. — Hann gerði það og héit áfram, þó að hann tapaði. Hann hataði ad tapa. — hefur hann alltaf tapað? — Alltaf. Hann fann að þún drósig inn i skel, þó að hún hefði sjálf átt upptökin að spurningunum. — Nat hefur aíltaf veriðsanngjarn íspiium, erþað ekki? — 'Jú, svaraði hún og bætti síðan við, æstri röddu: — Jú, alltaf og það veizt þú vel! Milan stóð uppog gekk fram í eldhúsið.— Kaffi? Hann leit á hana. — Það er ekkert að drekka hérna. Hann sá á svip hennar, að hún vissi allt um það. Þegar kaffið var til, fór hann með það inn og hellti i bolla handa henni. Hann virti hana vandlega fyrir sér, þegar hún lyfti bollanum að vörunum. Hún skalf ekki hið minnsta. Það var aðdáunarvert, en Milan kaus að telja, að hún væri svona köld og hörð. Hann ákvað að svo væri og kærði sig kollóttan um þó að hann væri ef til vill órétt- látur í dómi sínum. Hann sagði reiðilega: — Ég býst við að þú gerir þér grein fyrir í hvaða klípu þú hef ur komið Nat? Bollinn kipptist við og það skvettist úr honum í kjöltu hennar. Hún greip um hann með báðum höndum og setti hann varlega frá sér. Hún hvitnaði umhverfis varirnar. — Heldurðu aðég haf i gert það viljandi? — Hundar, hugsaði hann. — Tveir þrjózkir hundar. Báðir reyndu að hjálpa Nat Silone og börðust um það eins og kjötbein. — Viðerum fífl, sagði hann. Hún sagði: — Rick, okkur hlýtur að takast að losa Nat úr þessu. — Kannski. En hann vill gjarnan losa þig úr þvi. — Nat fyrst, sagði hún. — Og klúbburinn. Þú veizt hvað honum þykir vænt um klúbbinn. Hann vissi það. Nat Silone var listamaður. Og það sem hann hafði skapað, meistaraverk hans, var klúbburinn. Ef til vill hefði einhver brosað að þvi að maður legði líf sitt i sölurnar fyrir spilavíti, en Milan vissi hvernig Silone leið. Allt sitt líf hafði hann óskað að skapa fullkominn stað og þar sem slikur staður var í augum hans með rúllettuhjóli og skrölti í spilapeningum, var þetta mikilvægt. — Ég veit það, sagði Milan. — Og ef þú heldur áf ram að Ijúga að mér, missir hann klúbbinn. Ef hann heldur áf ram að Ijúga að mér, missir hann líka klúbbinn. Ég vil gjarnan styðja Nat, þvi hann er vinur minn, en það eru til takmörk, jafnvel hjá mér. — Ég lýg ekki, ég ... Hún þagnaði. Fyrirlitningin, köld og dimm, sást greinilega í augum hans. Hún leit niður og fitlaði við kjólinn, þar sem kaffið hafði limt hann við læri hennar. Milan ákvað að lof a henni að hugsa um þetta um stund. Ef til vill sæi hún þá að sér. Hann sagði: — Ég veit hvers vegna konan var þarna. En hvað um Hiller? — Roy er vinur Larrys, svaraði hún. — Ég þekki Hiller, sagði hann óþolinmóður. — Hann drepur tímann á þrítugsaldri. Hann hefur tvisvar orðið vellríkur og virðist nú ætla að verða það í þriðja sinn. Hann er lika þegar f arinn að eyða peningunum. — Hann á forngripasölu. Hún sagði það þannig að það hljómaði ekki eins og vörn fyrir Hiller. Milan leiddi það hjá sér. Mig langar bara að vita, hvers vegna hann var hjá Nat. Ákveðið augnaráð hans hlifði henni ekki. Hún beit á vörina, en sagði ekkert, þar til þögnin var orðin óþægi- leg. Milan teygði úr sér og beið, meðan hann saup á kaff inu. Hann var ekki þolinmóður maður, en fyrir kom að hann neyddi sjálfan sig til að sýna þolinmæði. — Hvaða mun gerir það? — Hiller var þarna, hann var vottur. Mig langar til að vita allt um hann. Milan setti kaffibollann frá sér með skelli.— Ég skal komast að því, en þú getur sparað mér fyrirhöf nina. — Það átti að vera einkamál, sagði hún og leit andar- tak þrjózkulega á hann. — Allt í lagi. Hann vinnur fyrir Nat. Milan saug upp í nefið. — Er Hiller tálbeita? Hiller kemur sem sagt með ríkisbubbana í klúbbinn svo hægt sé að ræna þá? — Það er satt, sagði hún æst. — En þeir eru ekki rændir. Nat hefur aldrei rænt neinn. Hann veit að pró- senturnar ná yf ir allt. Nat er ekki gráðugur. Nat hef ur aldrei verið gráðugur, viðurkenndi hann. — Lif ir Hiller eins og hann gerir á launum sinum sem tál- beita? — Hann hefur prósentur. Ég held líka að hann vinni fyrir Max Kane. — Hann gæti svo sem verið nógu mikil lús til að vinna fyrir Kane, sagði Milan. Hann hvolfdi í sig úr bollanum og stóð upp. — Ef hann fær prósentur af því sem fórnar- lömbin tapa þar líka, þá græðir hann mikla peninga. — Allir, sem þekkja Kane, vita að rúlletturnar hans eru stilltar á vissan hátt, sagði hún. — En samt spila allir við þær, sagði Milan með fyrir- litningu. Hann tók sloppinn sinn og smókinginn og bar það f ram í baðherbergið. Þar hafði hann f ataskipti og kom aftur. Síðan tók hann dökkan frakka og hatt og gekk til dyra. — Þegar ég kem aftur, veit ég meira en ég geri núna, sagði hann skyndilega. — Ef til vill nóg til að geta spurt þig um sannleikann. Reyndu að haf a hann tilbúinn. Fran svaraði: — En ef ég get þaðekki? — Ef þú gerir það ekki, er það þinn eigin dauðadómur. 4. kafli Milan ók yfir í klúbb Silones. Á bilastæðinu stóðu allmargir bílar, flestir stórir, nýir og dýrir. Andartak fann Milan til reiði. Hann hafði sagt Silone að hringja til lögreglunnar og opna ekki klúbbinn. En svo datt honum i hug að lögreglan hefði ef til vill lofað honum að opna, i þeirri von að komast þannig að einhverju i málinu. Hann gekk inn gegnum veitingasalinn, þar sem hljóm- sveit lék jasstónlist og nokkur pör snerust á litla dans- gólf inu. Fyrir enda salarins gekk hann inn i spilaherbergin og kinkaði kolli til Tonys, varðar Silones, og gekk þaðan inn i stóra spilasalinn. Emile Elios, sem stóð við aðra rúllettuna, leit upp svo að sá í feitt andlit hans með yfirskegginu, og kinkaði kolli. Milan svaraði í sömu mynt og nam síðan staðar hjá manni, sem náði honum tæplega í öxl. Sá var með merkissvip, mjög Ijóst hár og neðri kjálka eins og bola- bítur. — Ertu að leita að einhverju svínarrii, Pug? Pug Whiting sneri sér við og gretti sig f raman i Milan. „Hvort erklókara... aö segja hon- um frá þvi slæma sem ég geröi fyrst eöa frá þvi góöa?” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.