Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 4
4 19. október 2006 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörð- um á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Jap- ansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavett- vangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veið- um,“ segir Eggert B. Guðmunds- son, forstjóri sjávarútvegsfyrir- tækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við til- finningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fisk- inn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinn- ar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benedikts- son, framkvæmdastjóri hjá fisk- sölufyrirtækinu Iceland Seafood International. gar@frettabladid.is GENGIÐ 18.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,4444 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,21 68,53 127,6 128,22 85,51 85,99 11,464 11,532 10,092 10,152 9,222 9,276 0,5743 0,5777 100,21 100,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SUBARU LEGACY SEDAN GL Nýskr. 01.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 5 þús. - Allt að 100% lán. Verð 2.290 .000. - Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir Íslendinga tapa yfir 10 milljörðum á ári vegna stækkunar hvalastofna. Sjávarútvegurinn fagnar veiðunum og óttast ekki rökræðu á alþjóðavettvangi. SÍÐASTI HVALURINN Svona var umhorfs þegar síðasti hvalurinn var dreginn á land í Hvalfirði árið 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/SVEINN ÞORMÓÐSSON Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ SJÁVARÚTVEGUR Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt á miðin vestur af landinu á þriðjudagskvöld en enginn hvalur veiddist í gær að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Skipið leitaði að hval rúmlega eitt hundrað sjómílur norð- vestur af Garðskaga. Sigurður Njálsson er skipstjóri í þessari fyrstu veiðiferð og eru alls tíu reynsluboltar í áhöfn með þeirri undantekningu að skips- hundurinn Pjakkur Kolsson er viðvaningur. Kokkurinn, sem er um fimmtugt, er yngstur en Sigurður skipstjóri spaugaði með það við brottför skipsins úr Reykjavíkurhöfn að vafi léki á hvort kalla ætti áhöfnina „lands- liðið í hvalveiðum“, eða „elliheim- ili á hvalveiðum“. - shá Hvalur 9 á miðunum: Enginn hvalur veiddist í gær SIGURÐUR NJÁLSSON SJÁVARÚTVEGUR Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnað- arstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hins vegar öll leyfi í lagi. Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra segir starfsleyfi hvalstöðvarinnar í réttum farvegi. „Við erum að hefja þessar veiðar eftir langt hlé og ekki að undra þó komi upp álitaefni. Embættismenn, sem eru til þess bærir, eru að fara yfir þessi mál.“ - shá Atvinnuhvalveiðar: Hvalstöðin án vinnsluleyfa ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ����������������� �������������� �������������� ������������� ��������������� ������������� ������������� ��������������� ������������� ������������� ��������������� ����������� ������������ ����������� ��������������� ������ �� �������������� ������� ������ ����� ������������������������ ��������� ��� ���� ���� ������� ��������� ��� ������� ������������� ���������������������� �������� ������������� � ��� ����� ��� ��������� ������ �������� ����� ��� ������ ����������� ������� ��������� ����������������� �� ������������������ �������� ����������� ��� ������������������������ ������������������� �� �������� �� ����������� �� ���� ����� �� ��������������� ��� �������� ��������������� � ����������������������������������� �������������������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � � � � � � � � � �� �� � � � � � � �� �� � � � � � �� �� � � � � � � �� DÓMSMÁL Vitnaleiðslur í máli Íslenskrar erfðagreiningar gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum hafa staðið yfir í Fíladelfíuborg undanfarnar vikur en ganga hægt. Meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn og svarað spurning- um eru Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Hákon Hákonarsson, sem sakað- ur hefur verið um iðnaðarnjósnir gegn ÍE. Samkvæmt vefriti The Scient- ists sagði Kári fyrir dómi að hann hafi vitað af því að Hákon ætlaði að fara til starfa hjá erfðarann- sóknarmiðstöð Barnaspítala Fíla- delfíuborgar en að hann hefði ekki vitað hvers eðlis starfsemi miðstöðvarinnar var fyrr en fréttatilkynning þess efnis var gefin út í júlí síðastliðnum. Það hafi komið ÍE í opna skjöldu þegar ljóst var að miðstöðin ætl- aði í samkeppni við fyrirtækið. Hákon Hákonarsson sagði að Kári hafi lengi vitað um áform hans og að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli ÍE og mið- stöðvarinnar sem meðal annars myndi fela í sér að Hákon yrði áfram starfsmaður ÍE að hluta. Þær viðræður hafi síðar siglt í strand og ÍE hafið málarekstur- inn í kjölfarið. Lögfræðingar miðstöðvarinnar segja auk þess að túlkun ÍE á starfsmannasamn- ingum mannanna sé allt of víð og til þess fallin að koma í veg fyrir að þeir starfi nokkurn tímann aftur við erfðarannsóknir. - þsj Vitnaleiðslur í máli ÍE gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum ganga hægt: Kári og Hákon báru vitni KÁRI STEFÁNS- SON Sagði fyrir dómi að eðli miðstöðvarinnar hefði komið flatt upp á sig. STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir mikilvægt að einhver mælistika verði lögð á árangur grunnskólanema; það sé vilji foreldra og eins leggi Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) áherslu á það. Hún segir hins vegar að samræmd próf eins og nú eru viðhöfð séu ekki endilega rétta leiðin og kveðst reiðubúin að ræða aðra mögu- leika. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunni hefur lagt fram frumvarp um að samræmd lokapróf grunnskólanema verði aflögð. - bþs Þorgerður K. Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa mælistiku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.