Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 70
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR46 AF HVÍTA TJALDINU Þórarinn Þórarinsson Leikstjórinn Martin Scorsese er í toppformi í sinni nýjustu mynd The Departed og gagnrýnendur halda vart vatni af hrifningu. Handrit myndarinnar er byggt á Hong Kong myndinni Infernal Affairs en sagan er færð með miklum ágætum til Boston þar sem löggur og bófar takast á með miklum bægslagangi. Það er því óhætt að segja að Scorsese sé kominn aftur á kunnugleg- ar slóðir en hann er, eins og dæmin sanna, áberandi bestur þegar hann fæst við glæpahyski og durta. The Departed ber öll helstu höfundar- einkenni leikstjórans sem nær ótrúlega miklu út úr vöskum leikhópn- um. Myndin kemst næstum því með tærnar þar sem Scorsese hafði hælana í Goodfellas og Casino og sem fyrr hefur hann einstakt lag á að útfæra ofbeldi á ónotalega smekklegan hátt. Scorsese gerði Casino árið 1995 og síðan þá hefur hann látið mafíósa eiga sig og gert ágætis myndir á borð við Gangs of New York og Aviator en það verður að segjast eins og er að það fer manninum langbest að blanda sér í skipulagða glæpastarfsemi. Robert De Niro hefur iðulega borið bestu myndir Scorsese uppi en hann hefur nú skipt sínum manni út fyrir Jack Nicholson sem kemur inn af fullum krafti og er mun ferskari en De Niro hefur verið síðustu ár. Samstarf þessa tveggja risa í amerískri kvikmyndagerð er því bæði heppilegt og löngu tímabært. De Niro hefur staðnað og getur vart leikið nokkuð annað en sjálfan sig. Scorsese er hins vegar enn ferskur og eins og góður þjálfari verður hann að skipta markakóngi sínum út þegar hann hættir að skora en þá er ekki ónýtt að vera með hamhleypu eins og Nicholson á kantinum. Scorsese á heimavelli bio@frettabladid.is Eftirlætis kvikmynd: Planes, trains and automobiles með Steve Martin og John Candy. Ef t i rminni legasta atriðið: Skólaballið hennar Carrie í samnefndri mynd eftir De Palma, fær svína- blóð í hausinn. Uppáhaldsleikstjóri: Brian De Palma sem gerði bæði Scarface og Untouchables Mesta kvikmyndastjarna allra tíma: Grínistinn Jack Black Mesta hetja hvíta tjaldsins: Tom Cruise fær þann titil, án nokkurs vafa. Mesti skúrkurinn: Ralph Fiennes sem nasistinn í Schind- ler´s list, illmenni af verstu gerð. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? Erfitt að velja á milli Mels Gibson og Wills Smith. Ef þú fengir að velja þér kvikmynd til að leika í, hvernig væri sögu- þráðurinn, hver væri leikstjóri og hver myndi leika á móti þér? Ég lék einu sinni í helvíti fínni mynd um Geirfinnsmálið sem aldrei var kláruð. Þar var leikstjóri Viðar Víkings- son og á móti mér léku ekki ómerkari menn en Sigmundur Ernir Rúnars- son, Ævar Örn Jósepsson og Gulli Helga. Ég lék gríðarlega ábúðarfullan rannsóknalögreglumann. Þessa mynd myndi ég vilja sjá kláraða takk fyrir. KVIKMYNDANJÖRÐURINN SIGURJÓN KJARTANSSON, GRÍNARI Vill klára Geirfinnsmyndina JACK BLACK SIGURJÓN KJARTANSSON GOTT GLÁP The Da Vinci Code: Tom Hanks er kannski ekki sá besti í hlutverki Roberts Langdon en fyrir þá sem hafa ekki lesið bókina er myndin prýðileg skemmtun. X - Men: Last Stand: Síðasta myndin um X-Man flokk Charles Xavier stendur forverum sínum ekki langt að baki, tilvalin í tækið á föstudagskvöldi. Poseidon: Kvikmynd fyrir þá sem hafa gaman af hetjudáðum og stórslysa- myndum. Ekki skemmir nærvera Kurts Russell. Goodfellas: Fínt að hita aðeins upp fyrir nýjustu kvikmynd Martin Scorsese en The Departed stendur þessari mynd víst ekki langt að baki. Íslenska sakamálamyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Mynd- in byggir, eins og alþjóð sjálfsagt veit, á samnefndri skáldsögu Arnaldar Ind- riðasonar um rannsóknar- lögreglumanninn Erlend. Þórarinn Þórarinsson ræddi við Ingvar E. Sig- urðsson sem túlkar Erlend á hvíta tjaldinu. Glæpasögur Arnaldar hafa notið fádæma vinsælda á Íslandi síðustu ár og það er því óhætt að fullyrða að aðlögun Mýrarinnar að kvikmynda- forminu hafi verið beðið með tals- verðri eftirvæntingu. Ingvar er meðvitaður um áhugann en lætur það ekki hræða sig þó vænn hluti þjóðarinnar hafi myndað sér skoð- un á persónunni og fjöldi lesenda sé búinn að búa sér til ákveðna mynd af lögreglumanninum. Gæti verið Erlendur „Mér fannst Erlendur vera þraut til að leysa,“ segir Ingvar. „Ég þekkti lítið til hans þegar þetta kom upp og byrjaði á því að lesa allar bækurn- ar. Ég sá alveg fyrir mér að ég gæti leikið mann sem er aðeins eldri en ég sjálfur enda er ég að verða 43 ára og Erlendur þarf ekki að vera mikið eldri en ég er. Það gengur líka alveg upp að maður á þessum aldri eigi langan feril í lögreglunni að baki og ég gæti alveg átt dóttur um tvítugt eins og Erlendur. Ég sann- færði mig því um að þetta væri ekk- ert mál og ég gæti alveg gert þetta.“ Ingvar segist hafa reynt að gefa Erlendi þá vigt sem hann á skilið og hentar honum og það hafi ekki þurft átakanlegan undirbúning til þess. „Þetta var fyrst og fremst gott verkefni.“ Stelst til að leika lifandi persónu Vinsældir bóka Arnaldar um Erlend eru slíkar að framhaldsmyndir hljóta að koma til tals og Ingvar segist vel vera tilbúinn til þess að vinna áfram með persónuna. „Ef myndin verður vinsæl og Arnaldur samþykkir fleiri myndir þá er ég tilbúinn en við sjáum bara til. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þennan möguleika,“ segir Ingvar og bætir því við að það sé að mörgu leyti sér- stakt að leika persónu sem er enn í þróun eins og Erlendur. „Bækurnar um hann eiga kannski eftir að verða fleiri, hver veit, og það er svolítið skrýtið að leika svona persónu enda er þetta eins og maður sé nánast að stelast til að leika mann sem er á lífi og býr Reykjavík.“ Fastur í London Ingvar og Baltasar hafa oft unnið saman og Ingvar lætur ákaflega vel að samstarfinu við þennan gamla félaga sinn við gerð Mýrarinnar. „Þetta var æðislega gaman og and- rúmsloftið á tökustað var mjög gott. Þetta var ekki stór hópur og við þekkjumst öll vel.“ Ingvar er staddur í London þar sem hann leikur á sviði í Hamskipt- unum eftir Kafka og hann getur því ekki verið viðstaddur frumsýningu myndarinnar. „Því miður kemst ég ekki. Ég er búinn að reyna allt þannig að það er ekki af áhugaleysi sem ég verð fjarverandi og mér finnst þetta ferlega leiðinlegt.“ Hamskiptin hafa gengið vonum framar í London en Ingvar er vænt- anlegur heim í lok mánaðarins. „Þetta hefur gengið rosalega vel og leikhússtjórinn er mjög ánægður með hvernig gengur í miðasölunni,“ segir Ingvar sem unir hag sínum vel í London þó hann geti ekki fagn- að frumsýningu Mýrarinnar með félögum sínum.“ Erlendur var þraut til að leysa ERLENDUR Rannsóknarlögreglumað- urinn hefur í nógu að snúast þegar lík finnst í Norðurmýrinni en líkfundurinn á eftir að vinda upp á sig þannig að Erlendur þarf að leysa flókna ráðgátu. Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrr- verandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verð- ur gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hol- lendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóra- verðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einn- ig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon. Líf og fjör í London FOREST WHITAKER Er einn gesta á kvik- myndahátíðinni í London og myndin The Last King of Scotland er opnunar- mynd hátíðarinnar en þar leikur hann sjálfan Idi Amin. INGVAR E. SIGURÐSSON Reyndi að gefa Erelndi þá vikt sem hann á skilið og þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að setja sig í spor þessa veðraða rannsóknarlögreglumanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.