Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 26
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.472 -0,49% Fjöldi viðskipta: 375 Velta: 2.226 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis % ... Alfesca 4,71 -2,28% ... Atlantic Petroleum 595,00 +1,88% ... Atorka 6,48 -0,31% ... Avion 32,80 +1,55% ... Bakkavör 58,60 -0,68% ... Dagsbrún 5,01 -0,60% ... FL Group 23,70 +0,42% ... Glitnir 22,50 +0,90% ... Kaupþing 873,00 -0,57% ... Landsbankinn 27,50 -1,08% ... Marel 80,50 -1,23% ... Mosaic Fashions 16,60 -1,19% ... Straumur-Burðarás 17,20 -1,71% ... Össur 125,00 +0,40% MESTA HÆKKUN Atlantic Petroleum +1,88% Avion +1,55% Glitnir +0,90% MESTA LÆKKUN Alfesca -2,28% Straumur-Burðarás -1,71% Icelandic Group -1,24% Fjárfestingarfélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í fyrradag. Grettir hefur verið duglegur að kaupa í félaginu því, frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Reikna má með að bréfin hafi verið keypt á genginu 29,5-32 krónur á hlut en hluturinn stóð í 32,6 krónum í gær. Heildarhlutur Grettis í Avion Group er metinn á 6,7 milljarða króna. Eigendur Grettis eru Sund (49%), Landsbankinn (35%) og Ópera félag í eigu Björgólfsfeðga (16%). - eþa Grettir bætir við sig bréfum í Avion BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Meðal hluthafa í Gretti sem hefur verið að auka við hlut sinn í Avion Group. Hæfilega bjartsýnn á Bloomberg Árni Mathiesen fjármálaráðherra sat fyrir svörum í sjónvarpsviðtali hjá viðskiptafréttaveitunni Bloom- berg í gær. Þar sagði hann mun bjartari horfur í efnahagslífinu sem stefndi í aukið jafnvægi auk þess sem bankarnir væru núna í betri stöðu en í upphafi árs þegar neikvæð umræða um efnahags- lífið fór í gang. „Við erum hæfilega bjartsýn varð- andi næsta ár,“ sagði hann og taldi ljóst að draga myndi úr viðskipta- hallanum. Hann áréttaði spár ráðuneytis síns um að hallinn fari í 11 prósent á næsta ári. Árni tók þó jafnframt fram að í spá um aukið jafn- vægi í efnahagslífinu væru ekki tekin inn í myndina áform um frekari stórframkvæmdir. „Og við vitum vissulega af álverkefnum sem eru á teikniborðinu.“ Stóra skiptimyntin Stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar fer fram á næstu dögum þegar Kaupþing greiðir út nítján milljarða aukaarð í formi hlutabréfa í Exista. Þetta kemur til viðbótar við 6,6 milljarða arðgreiðslu fyrr á árinu. Stærsti hluthafinn í Kaupþingi er Exista sem fær þar með fullt af bréfum í sjálfu sér eða tvö prósent hlutafjár. Vaknar nú upp sú spurning hvað félagið hyggst gera við arðinn. Hvorki er talið sennilegt að hlutafé Exista verði fært niður né bréfin seld á markaði né greidd út sem arður. Líkegast er talið að stjórnendur félagsins líti á bréfin sem skiptimynt í viðskiptum sem kunna að koma upp síðar, enda yfirlýst stefna þess að vaxa á Evrópumarkaði. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTAR...Samkvæmt niðurstöðum úr vinnumark- aðsrannsókn Hagstofu var atvinnu- þátttaka á 3. fjórðungi ársins ríflega 84 prósent og það sem af er ári hlutfallið 83,5 prósent. Meðal OECD-landa hefur aðeins Sviss hærra hlutfall atvinnuþátt- töku af mannafla. Verð á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku. Laxverðið hefur lækkað hratt undanfarnar vikur en meðalverðið í síðustu viku stóð hins vegar í stað frá vikunni á undan. Í gær tilkynnti nýr útgefandi jökla- bréfa, bankinn Eurofima sem er í eigu evrópskra járnbrautafélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, um útgáfu fyrir þrjá milljarða með tíu prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. ANZA hefur keypt rekst- ur fyrirtækja í Svíþjóð, Noregi og Danmörku af TietoEnator, stærsta upplýsingatæknifyrir- tæki Norðurlanda. „Við lítum á Skandinavíu alla sem okkar heimamark- að,“ segir Hreinn Jakobs- son, framkvæmdastjóri ANZA. ANZA hf. hefur keypt þann hluta af starfsemi finnsk/sænska upp- lýsingatæknifyrirtækisins Tieto- Enator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu. Um leið hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýs- ingatæknifyrirtæki sem tekur yfir starfsemina. Sirius IT verður með um 420 manns í vinnu og er áætlað að veltan á þessu ári nemi 5,4 millj- örðum króna. Keypt er starfandi fyrirtæki í Svíþjóð og stofnuð eru ný rekstrar- félög um starfsemina í Danmörku og Noregi. Lykilstjórnendur félags- ins halda allir áfram störfum og munu eiga um 10 prósent hlutafjár. Hreinn Jakobsson, fram- kvæmdastjóri ANZA, segir að með kaupunum verði ANZA eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með starfsemi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. Samanlagður starfsmanna- fjöldi fer yfir 500 manns og áætlað er að velta ANZA samstæðunnar á næsta ári verði hátt í sjö milljarðar króna. „Í þessu er ég búinn að vera að vinna allt sumar, en þetta flókin samningagerð því við kaupum þarna ákveðna starfsemi út úr TietoEnator í þremur löndum. Ástæðan fyrir því að þeir selja er að þeir leggja í auknum mæli áhersluna á ákveðna kjarnastarf- semi, en þessi þjónusta er ekki hluti af henni.“ Hreinn segir að þessi nýi hluti sem komi til með að heyra undir Sirius gangi mest út á sérhæfða hugbúnaðarþjónustu og ráðgjöf. „Fyrirtækið hefur þróað lausnir fyrir opinbera og hálfopin- bera aðila, því í kúnnahópnum eru líka einkafyrirtæki.“ Hreinn segir mikil tækfæri fel- ast í kaupnum fyrir ANZA, bæði við að bjóða áfram þær sérhæfðu lausnir sem þarna hafa verið þró- aðar og færa þær hingað heim. „Og eins í að flytja út rekstrartengda þekkingu héðan til að ýta undir frekari vöxt, enda lítum við núna á Skandinavíu sem okkar heima- markað.“ Hreinn segir að kaupverð fyrir- tækjanna, miðað við svokallað enterprise value, hafi verið 200 milljónir danskra króna, en það eru tæpir 2,3 milljarðar íslenskra króna. „Samanburður á verðlagn- ingu fyrirtækja úti og hér heima hefur ekki síst orðið til þess að við höfum horft meira út fyrir land- steinana eftir vaxtartækifærum,“ segir hann og bætir við að ANZA telji sig hafa fengið reksturinn á mjög sanngjörnu verði. „Við gerum þetta með lykilstjórnendum, sem okkur þykir skipta miklu máli, auk þess sem við sjáum í þessu mikla möguleika til hagræðingar. Veltan er mikil og við væntum þess að geta náð enn meiru út úr þessum rekstri.“ Kaupþing veitti ANZA ráðgjöf við kaupin og annaðist fjármögnun þeirra. ANZA hf., sem er dóttur- fyrirtæki Símans, var stofnað árið 1997 og sérhæfir sig í rekstri og uppbyggingu tölvukerfa. olikr@frettabladid.is HREINN JAKOBSSON Framkvæmdastjóri ANZA segir kaup á starfsmi á Norðurlöndum skapa fyrirtækinu fjölda tækifæra. ANZA kaupir af TietoEnator fyrir 2,3 milljarða króna www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Þ ú ve rð u r b ar a lík a… Atvinna Stýrimaður óskast á 240 tonna netabát Erling KE 140 Upplýsingar í síma 862-2291 Samanlagðar hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna gætu dregist saman um 30 milljarða milli þessa árs og næsta. Frá þessu var greint í Vegvísi Landsbankans. Íslensku viðskiptabankarnir hafa allir jákvæðan verðtrygging- arjöfnuð, Landsbankinn 135 millj- arða króna og Glitnir og Kaupþing um 115 milljarða hvor um sig. Þetta hefur skilað þeim talsverðum tekj- um á þessu ári og er áætlað að jákvæður verðtryggingarjöfnuður skili bönkunum samtals um 10 millj- arða króna hagnaði umfram það sem væri ef jafnvægisaðstæður ríktu í þjóðarbúskapnum. Útreikn- ingar sýna að háir stýrivextir sam- hliða lágri verðbólgu á næsta ári munu svo valda því að hreinar vaxtatekjur bankanna gætu orðið um 20 milljörðum króna minni en ef jafnvægi ríkti í þjóðarbúskapnum. Tekið er fram að breytingar á forsendum um þróun verðbólgu og vaxta geti haft mikil áhrif á niður- stöðuna. - hhs Viðsnúningur í vaxtatekjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.