Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 22
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll Heimild: Hagstofa Íslands 1980 73 5. 06 4 1. 45 5. 70 5 1. 63 7. 02 9 39 6 .2 46 1990 2000 2004 Rannís er ríkisstofnun sem meðal annars veitir íslenskum vísindamönnum styrki til ýmissa rannsókna. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um aukið samstarf á milli Rannís og bandarísku vísindastofnunarinnar. Páll Vilhjálmsson er sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs Rannís. Hvað felst í þessari viljayfirlýsingu? Hún er mikil viðurkenning fyrir íslenskt vísinda- og tæknisamfélag. Mögulegt samstarf væru til dæmis rannsóknir á breytingu loftslags í heiminum. Breyting loftslags er gífurlegt hagsmunamál fyrir báða aðila og að því samstarfi gætu komið t.d. Veðurstofan og Orkustofnun. Hverjir fleiri geta notið góðs af? Doktorsnemar og háskólakennarar gera oftast verkefnin sem Rannís styrkir. Styrkveitingar eru háðar vísindalegri færni einstaklinganna og aðstöðunni sem þeir hafa til afnota. Þrír til sex aðilar koma oft að fjármögnun svona verkefnis og okkar mat er ákveðinn gæðastimpill því þá er komið jafningjamat sem aðrar stofnanir virða. SPURT OG SVARAÐ SAMNINGUR NSF OG RANNÍS Mikil viðurkenning PÁLL VILHJÁLMSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI RANNÍS Ótti stjórnarandstöðunnar við að Ríkisútvarpið verði selt er grundvöllur and- stöðu hennar við breytingu RÚV í hlutafélag. Yfir- lýsingar stjórnarliða um að ekki eigi að selja duga skammt. Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisút- varpið lauk í fyrrakvöld, stuttu áður en Orð kvöldsins hófst á Rás 1. Umræðan hafði þá staðið með hléum í tólf klukkustundir en hún hófst síðdegis á mánudag með ræðu Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur. Frumvarp um Ríkisútvarpið er nú komið fram þriðja sinni. Í fyrsta frumvarpinu átti Ríkisút- varpið að verða sf. í öðru frum- varpinu átti það að verða hf. en nú á það að verða ohf. O fyrir framan stendur fyrir opinbert - ohf. þýðir sumsé opinbert hlutafélag. Sem fyrr hafa stjórnarandstæð- ingar haldið uppi harðri gagnrýni á tillögur menntamálaráðherra um breytingar Ríkisútvarpsins og byggir hún á grunni ótta um að í kjölfar formbreytinga verði fyrir- tækið selt. Þrátt fyrir að mennta- málaráðherra og aðrir stjórnarlið- ar hafi margsinnis lýst yfir að sala sé ekki á dagskrá hefur það engu breytt. Stjórnarandstaðan treystir ekki stjórnarflokkunum – og þá helst Sjálfstæðisflokknum. Er bent á að svipuð fyrirheit hafi verið gefin þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag. Síminn sé nú í einkaeigu. Ekki sátt um málið Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni á mánudag að breyta þyrfti rekstrarformi Ríkisútvarpsins til nútímahorfs svo það gæti staðið undir kröfum sem gerðar væru til þess sem útvarps í almannaþágu. Taldi hún það almenna skoðun í landinu að rétt væri að breyta rekstrarumhverfi RÚV svo unnt væri að styrkja rekstur þess og ¿efla hið mikilvæga menningar-, almannaþjónustu- og lýðræðishlut- verk sem stofnunin gegnir í þjóð- félaginu¿. Kvað ráðherra breyting- ar sem gerðar voru á frumvarpinu í sumar koma til móts við athuga- semdir stjórnarandstöðunnar og síðar sagðist hún telja að með frumvarpinu mætti ná markmið- um fjölmiðlanefndarinnar sem þverpólitísk sátt ríkti um. Hvað sem líður orðum og mati Þorgerðar Katrínar er ekki sátt um frumvarpið á Alþingi. Margvíslegar athugasemdir Þó grunnur andstöðu stjórnar- andstöðunnar sé óttinn við einka- væðingu hafa þingmenn hennar dregið fram nokkur helstu atriði sem þeir finna að frumvarpinu. Eitt þeirra er stjórnskipulagið sem þeir telja samrýmast illa hugmyndinni um almannaútvarp og telja nauðsynlegt að stjórn Ríkisútvarpsins verði valin á breiðari grunni en frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá segja þeir hall- að á réttarstöðu starfsmanna eftir breytingu í hlutafélag, fjárhagur fyrirtækisins sé ótraustur, umsvif þess á auglýsingamarkaði of mikil auk þess sem þeir hafa gagnrýnt að fyrirtækinu skuli aflað tekna með sköttum í stað afnotagjalda. En stjórnarandstæðingar sjá bjartar hliðar líka; Mörður Árna- son Samfylkingunni fagnar alla- vega að upplýsingalög eigi að ná til Ríkisútvarpsins ofh. samkvæmt frumvarpinu. „Það er mikils virði að upplýsingalögin skuli eiga að gilda um þetta fyrirbæri ef það kemst einhvern tíma á fæturna,“ sagði Mörður. Traust og vantraust Framsóknarflokkurinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni og flokknum meðal annars brigslað um sinnaskipti í afstöðunni til Ríkisútvarpsins. Andstæðingar breytinga á RÚV í hlutafélag – svo ekki sé nú minnst á einka- væðingu – hafa á undanförnum árum lagt traust sitt við að fram- sóknarmenn stæðu gegn öllum slíkum áformum sjálfstæðis- manna. Dagný Jónsdóttir hefur útskýrt afstöðu flokksins til máls- ins á þann veg að í frumvarpinu standi skýrum stöfum að sala Ríkisútvarpsins ohf. sé óheimil. „Við erum þannig gerð að við treystum fólki,“ sagði Dagný orð- rétt. Kolbrún Halldórsdóttir VG sagðist á hinn bóginn trúa núver- andi menntamálaráðherra þegar hún segði ekki standa til að selja RÚV en það traust næði ekki lengra. „Þessi hæstvirtur mennta- málaráðherra verður ekki í ríkis- stjórn alltaf og kannski ekki bara á næsta kjörtímabili.“ Einkavæðing RÚV – þar er efinn RÍKISÚTVARPIÐ Í BLÁMA MORGUNHIMINSINS Stjórnarandstaðan á Alþingi óttast að frumvarp menntamálaráðherra um RÚV sé skref í átt til einkavæðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR DAGNÝ JÓNSDÓTTIR MÖRÐUR ÁRNASON KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR HELSTU BREYTINGAR • Ríkisútvarpið verður hlutafélag. • Stjórn verður kosin í stað útvarps- ráðs áður. • Meginhlutverk stjórnar verður að fjalla um rekstur RÚV - ekki dagskrá eins og útvarpsráð gerir. • Stjórn ræður og rekur útvarps- stjóra - ekki menntamálaráðherra eins og nú er. • Útvarpsstjóri ræður aðra starfs- menn, þar með talda fram- kvæmdastjóra. • Það hlutverk er nú á höndum menntamálaráðherra. • Afnotagjöld verða aflögð 2009 og í staðinn innheimtur sérstakur skattur. HELSTA GAGNRÝNI • Að Ríkisútvarpinu skuli breytt í hlutafélag. • Að völd útvarpsstjóra skuli aukin. • Að réttindi starfsmanna hlutafé- lagsins séu ekki tryggð. • Að breytingin auðveldi sölu á RÚV. Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út? Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins? Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrún- ina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð? Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talning- um var stofnstærð Austur-Grænlands- Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið stað- fest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári. FBL-GREINING: LANGREYÐUR Næststærsta dýr jarðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.