Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 69
Kómedíuleikhúsið sýnir ein- leikinn um Gísli Súrsson sunnan heiða nú um helgina. Höfundur verksins og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem nú ferðast í þriðja leikárið í röð með þennan fræga kappa í farteskinu. Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og annað þriggja sem starfrækt er utan höfuðborgarsvæðisins. Leikhúsið var stofnað árið 1997 af Elfari Loga Hannessyni og Róberti Snorrasyni. Meðal leik- verka sem leikhúsið hefur sýnt eru Tröllið sem prjónaði, Töfra- taskan og Kómedía ópus eitt. Síðan árið 2001 hefur Kómedíu- leikhúsið einbeitt sér að einleikj- um og meðal annars staðið fyrir útgáfu á leiktextum einleikja og fyrir einleikjahátíðinni ACT Alone. Örlagasaga Gísla Súrssonar var frumsýnd í febrúar árið 2005. Nú verður verkið sýnt í leikhús- inu Völundi í Hveragerði kl. 20.30 annað kvöld en svo hyggst Elfar gera strandhögg í Möguleikhús- inu við Hlemm. Elvar er víðförull en hann er nýkominn frá Hannover í Banda- ríkjunum þar sem einleikurinn um Gísla vann til verðlauna fyrir besta handrit á leiklistarhátíð þar í borg. Sýningin um Gísla Súrsson hefur hlotið afbragðsgóða dóma jafnt gagnrýnenda sem áhorf- enda og hefur leikurinn sérstak- lega lagst vel í unga fólkið enda er sagan sett fram á aðgengileg- an hátt og textinn fluttur á nútímamáli. Gísli Súrsson byggir á einni af þekktustu Íslendingasögunu en sagan hefur verið kennd í grunnskólum landsins um ára- bil. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem tekur land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og verða karl- menn ættarinnar hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger. Aðeins þrjár sýningar verða á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni, á laugardag og sunnudag kl. 20 og síðan föstudaginn 26. október en uppselt er á þá sýn- ingu. Jón St. Kristjánsson leikstýrir verkinu en þeir félagar unnu leikgerð sögunnar í sameiningu. Leikmynd er jafnframt eftir Jón Stefán en leikmuni gerði Marsi- bil G. Kristjánsdóttir og bún- ingahöfundur er Alda Sigurðar- dóttir. Upplýsingar um miðasölu má finna á heimasíðu Möguleik- hússins, www.moguleikhusid.is - pbb FIMMTUDAGUR 19. október 2006 45 Ari Kaurismaki, finnski leikstjórinn góðkunni, hefur lagt blátt bann við að kvikmynd hans Ljós í svartamyrkri fari í forval til Óskars- verðlauna fyrir Finn- lands hönd. Það þýðir að engin kvikmynd verður lögð fram af hálfu Finna til Óskars- verðlauna eftir ára- mótin. Tók finnska kvikmyndastofnunin af skarið með það að því er Ritzau-fréttastofan hefur greint frá. Árið 2003 afþakkaði Kaurismaki boð á Óskarshátíðina þar sem Maður án fortíðar hafði verið valin í keppnina um titilinn besta erlenda leikna myndin. Þá var það innrásin í Írak sem varð til þess að Ari var víðs fjarri. Ari er þekktur fyrir sínar dökku og spar- legu kvikmyndir af löndum sínum en nýtur mikils álits. Börn eftir Ragnar Bragason var valin til keppninnar fyrir Íslands hönd. Mót- mæli Kaurismakis gætu dregið dilk á eftir sér fari fleiri að fordæmi hans, en andstaða við Íraksstríðið fer nú vaxandi víða um lönd meðal listamanna. - pbb Kaurismaki bannar mynd sína í Óskar Gísli Súrsson sunnan heiða AKI KAURISMAKI ELFAR LOGI HANNESSON Vígalegur í hlut- verki Gísla Súrssonar. �������������� ���������������� ����������������������� ������������������������������������������ �������������������������������������������� �������������������������������������� Fös. 20. okt. kl.20- Nokkur sæti laus Lau. 21. okt. kl.20- Laus sæti Fös. 27. okt. kl.20 Lau. 28. okt. kl.20 “Sýningin er galdur” M.E. Rás 2 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� ������������������������������������������������� �������������� ��������������������������������� ����������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ��������������������� �������������������������� ����������������������������������������� ��������������� ���������� ���������������������� ���������� ������������� ���������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Ungir lestrarhestar kannast án efa við Benedikt búálf íbúa í Álf- heimum en nú er komin út sjö- unda bókin um þennan glaðlynda pilt og ber hún titilinn Svarta Nornin. Sem fyrr lendir Benedikt í svaðalegum ævintýrum þegar hann rekst á pinkil í pósti Dídíar vinkonu sinnar og opnar hann með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Það sem leynist í pakkanum reynist hættulegra en nokkurn álf hefði grunað, það lamar ekki aðeins búálfinn knáa heldur hefur áhrif á allt líf í Álfheimum. Þeir einu sem geta bjargað Álfheimum eru kapparnir Ari eldþurs og Raggi dreki. En þeim líst alls ekki á blikuna. Geta þeir, tveir litlir pjakkar, ráðið við svörtu nornina og bölvun hennar? Höfundur sögunnar um Bene- dikt búálf er Ólaf Gunnar Guð- laugsson en forlagið Mál og menn- ing gefur bókina út. Hjá sama forlagi er ennfremur komin út bókin Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helms- dal. Sagan er framhald verðlauna- bókarinnar Nei! sagði litla skrímslið sem kom út árið 2004 hlaut frábærar viðtökur á Íslandi og í Svíþjóð og Færeyjum en fyrir hana hlaut Áslaug Jónsdóttir meðal annars íslensku mynd- skreytiverðlaunin Dimmalimm. Álfar og skrímsli ÆVINTÝRI BÚÁLFSINS Sjöunda bókin um Benedikt búálf er komin út. ALLIR VITA AÐ SKRÍMSLI GRÁTA EKKI Stóra skrímslið verður voðalega sorg- mætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.