Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 16
16 19. október 2006 FIMMTUDAGUR LÖGGÆSLA Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafn- aði sams konar eða minni vopna- búnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvædd- ust, en hún er búin lítilli skamm- byssu, kylfu, piparúða og raf- byssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki raf- byssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssun- um og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Græn- landi, en þar ganga allir lögreglu- menn með níu millimetra skamm- byssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislög- reglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðal- búnaður í framtíðinni. Vand ítrek- aði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af rík- issaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skot- vopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglu- stjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá sam- tökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjón- arnir sjálfir hafi ekki sýnt því sér- stakan áhuga. Rannsóknarlög- reglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skot- vopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lög- reglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuð- um átökum og eru ætíð til taks. klemens@frettabladid.is Breskar löggur vilja ekki vopn Danska, sænska og finnska lögreglan ber skamm- byssu við skyldustörf, en norska og breska ekki. Lög- reglan í Bretlandi notar ekki einu sinni piparúða. SÆNSKA LÖGREGLAN Íslenskir og norskir lögreglumenn treysta meira á notkun piparúða en aðrir starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Danska lögreglan er nú með úðann til reynslu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES BORGARSTJÓRN Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýs- ingu vegna húseignarinnar á Frí- kirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 stend- ur á tæplega 3600 fermetra lóð sem rennur saman við liðlega 4100 fer- metra lóð á Fríkirkjuvegi 13 og myndar svokallaðan Hallargarð. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir of snemmt að segja til um hversu stór hluti núverandi lóðar fylgi húsinu við söluna. „Okkur hafa enn ekki borist skrifleg fyrirmæli frá borgarstjórn og það er ekki búið að forma neinar lýsingar eða skilmála. Það hafa verið uppi margs konar raddir og sjónarmið og það verður reynt að horfa til þeirra. Menn vilja hafa einhvern aðgang að Hallargarðin- um,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hamlar deiliskipulag því ekki að væntan- legur kaupandi hússins geti búið þar kjósi viðkomandi svo. „Ég hygg að þarna geti hvoru tveggja verið atvinnustarfsemi og íbúðarhús,“ segir hann. Vænta má þess að nokkrar vikur líði þar til sölulýsing fyrir húsið verður tilbúin. „Það er töluverð vinna framund- an. Það þarf meðal annars að meta ástand hússins og ákveða hvort á að þinglýsa kvöðum um einhvers konar verndun á húsinu. Það var til dæmis gert þegar borgin seldi Heilsuverndarstöðina,“ segir Ágúst Jónsson. - gar Sölulýsing undirbúin fyrir Fríkirkjuveg 11: Óljóst hversu stór lóðin verður HALLARGARÐURINN Fríkirkjuvegur 11 stendur í norðurenda Hallargarðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNUMÁL Að meðaltali 4.600 manns voru án vinnu og í atvinnu- leit á þriðja ársfjórðungi 2006 eða 2,6 prósent vinnuaflsins. Atvinnu- leysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 3 prósent hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 5,1 prósent. Á sama tímabili í fyrra mældist atvinnuleysi 1,8 prósent. Atvinnu- leysi karla var þá 1,2 prósent og 2,4 prósent hjá konum. Atvinnu- leysi var mest í aldurshópnum 16 til 24 ára eða 3,5 prósent. - sdg Atvinnuleysi á 3. ársfjórðungi: Fleiri atvinnu- lausir en í fyrra VEIÐIVÖRUR FATNAÐUR SKÓR GRILL ÚTILEGUVÖRUR O.FL. O.FL. ELLINGSEN OG ÚTIVIST & VEIÐI ÚTSÖLUMARKAÐUR Síðumúla 11, opið 10–20 alla daga PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA vaxtaauki! 10% Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 06 -0 47 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.