Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 20
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR20 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Á tali með Jóni Bald- vini „Nú þarf aðeins að finna upptökurnar, rita þær upp og gefa út. Gætu þær kallast Þjóðsögur Jóns Hannibals- sonar eða Á tali með Jóni Baldvini.“ SVEINN ANDRI SVEINSSON HÆSTA- RÉTTALÖGMAÐUR SKRIFAR UM MEINTAR HLERANIR. Morgunblaðið 18. október. Yfir fimmtugt í upp- reisn „Okkur finnst við alltaf þurfa að sanna að við séum almennilegar mæður, góðar eiginkonur, góðir starfs- kraftar, félagslega þroskaðar ... en mikið assk... er það leiðinlegt.“ SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ÞÝÐ- ANDI RAUÐHETTUKLÚBBSINS SEM VILL AÐ KONUR YFIR FIMMTUGT SLEPPI FRAM AF SÉR BEISLINU. Morgunblaðið 18. október. Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sex- tán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynn- ingu í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horf- ið aftur til heimkynna sinna í nátt- úrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. „Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenn- ing um villt dýr,“ segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. „Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var held- ur ekki hægt,“ segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra mögu- leika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar teg- undir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í við- ureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðr- un, dýralæknisskoðun, lyf, umbúð- ir og tíma til að safna kröftum. karen@frettabladid.is Bráðavakt varnarlausra villidýra VÆNGIRNIR REYNDIR AÐ NÝJU Búrið sem hér sést var fyrst byggt undir stork sem hingað hafði villst. Það hefur komið í góðar þarfir og þar reyna fuglar á ný á vængi sína. SLASAÐUR EFTIR SKOT Þessi fallegi og sjaldgæfi fálki varð fyrir skoti fálkaníðings á síðasta ári. Hann lifði árásina af en í frystikistu níðingsins fannst fjöldi annarra fálka sem ekki höfðu verið svo heppnir. FRÉTTABLAÐIÐ/FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN SIGURÖRN Í BAÐI Konungi fuglanna líkar ekki vel að láta baða sig. Það var þó nauðsynlegt í tilfelli Sigurarnar. Það var lítil stúlka frá Grundarfirði sem bjargaði Sigurerni með því að vaða eftir honum út í lón. GRÆNLANDSFÁLKI MEÐ BÓLGINN FÓT Þegar þessir fallegu fuglar villast af leið er það þrautalending þeirra að lenda á skipum. Það eru því helst sjómenn sem þeim koma til bjargar. SNÆUGLAN SNÆFINNUR VAR MJÖG ILLA SLÖSUÐ VIÐ KOMU. Uglan hafði flogið á gaddavírsgirðingu og barist þar um lengi áður en henni var komið bjargað. Sviðamessa er gömul hefð á Austurlandi. Bændur héldu upp á lok smalamennskunnar með því að snæða svið og skemmta sér. Það er alveg jafn gaman í dag enda svið mikill herramannsmat- ur. Þetta segir Gunnar Sigvalda- son, formaður Vísnavina sem sér um ýmsa skemmti- og menning- arviðburði á hinum sögufræga stað Djúpavogi. Sviðamessan er einn þeirra viðburða. Næsta messa verður haldin 28. október og segir Gunnar mikla tilhlökkun vegna hennar. Hann segir að um tíma hafi verið tekið upp á því að bjóða upp á pitsur ásamt sviðun- um. Vinsældir sviðanna hafi þó verið svo miklum mun meiri að sá siður hafi fljótlega aflagst. Í ár eru því aðeins kjammar og lappir á boðstólum auk dýrðlegra veiga og tónlistaratriða. Sviðamessa á Djúpavogi: Svið vinsælli en pitsur SVIÐAKJAMMI Herramannsmatur íbúa Djúpvogs „Ég er fullur af vonleysi þegar að þessum blessuðu heimsmálum kemur,“ játar Eiríkur Örn Norð- dahl, rithöfundur á Ísafirði. Nýjasta tromp Banda- ríkjastjórnar í hryðjuverkastríð- inu er að heimila að harkalegum yfirheyrsluaðferð- um, sem jaðra við pyntingar, sé beitt á fanga í Guantanamo. Af þessu tilefni sagði George W. Bush að stjórnvöld væru jafn einörð nú og þau voru að morgni 12. september 2001. „Það er löngu ljóst að þeir hlíta hvort sem er bara sínum eigin lögum og því spurning hverju þessar reglur breyta,“ segir Eiríkur. „Bush talar um að einurðin sé ennþá jafn mikil og rétt eftir áfallið. Ég hélt nú að skyn- samir menn leyfðu áföllum að síast inn og tilfinningunum að setjast, til þess einfaldlega að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir.“ SJÓNARHÓLL HARKALEGAR YFIRHEYRSLUR Hlýta bara sínum lögum hvort sem er EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL Rithöfundur „Það er bara sama gamla að frétta, allt gott bara“ segir Þórir Georg Jónsson tónlistarmaður, sem gengur undir listamanns/hljómsveit- arnafninu My Summer as a salvation soldier. „Það er nóg í gangi í sam- bandi við Airwaves. Ég er að spila í kvöld á Gauknum, verð með fimm manna hljómsveit. Við höfum spilað á óauglýstum tónleikum tvisvar og það var gaman. Þetta verður 50/50 nýtt efni og gamalt, en það er samt ekki von á nýrri sólóplötu frá mér fyrr en í fyrsta lagi í mars. Svo er ég líka í hljómsveitinni Gavin Portland og það er plata með okkur að koma út núna í nóvem- ber. Gavin Portland spilar á Grand rokki á föstudagskvöldið. Við náum ekki að spila mikið þessa dagana því söngvarinn býr í Englandi. Á föstudaginn kl. 17.30 ætla ég svo að spila einn með kassagítarinn á Kaffi Hljó- malind. Á þessari Airwaves-hátíð er ég einna spenntastur fyrir Svíanum Jens Lekman. Ég hef mjög gaman af honum. Einnig er ég mjög spenntur fyrir The Foghorns, það er ótrúlega skemmtilegt band. Bart Cameron, sem er aðalmaðurinn í því dæmi, er náttúrulega fluttur af landinu svo það er ekki hægt lengur að sjá bandið spila í hverri viku eins og var hægt. Annars er maður bara að vinna hérna í frístundaheimili ÍTR í Grandaskóla. Það er mikill hávaði hér og geðveiki!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞÓRIR GEORG JÓNSSON TÓNLISTARMAÐUR Mikill hávaði og geðveiki Vændi var bannað í Kóreu árið 2004. Framtakssamir aðilar hafa nú komið aðfram- komnum körlum til bjargar með því að opna gleðihús sem bjóða upp á fullkomnar latex- dúkkur. Brúðuupplifunarherbergin, eins og fyrirbærin nefnast, er hægt að leigja fyrir um 1.500 kr. á tímann, en innifalið auk dúkkunar er rúm og tölva. „Vændislögin ná ekki yfir dúkkur svo það er spurning hvort við getum nokkuð aðhafst,“ lét lögreglustjóri í Seoul hafa eftir sér nýlega. KÓREA: DÚKKUVÆNDI Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV R V 62 17 Höldum óhreinindum á mottunni Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður Á til boð i í ok tóbe r 20 06 Úti- og in nimo ttur af ým sum ger ðum og s tærð um …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.