Tíminn - 08.04.1979, Síða 3

Tíminn - 08.04.1979, Síða 3
Sunnudagur 8. april 1979 3 Frímerkjasafnarinn Ogilding frímerkja Segja má að ógilding fri- merkja fari fram á margan hátt. Ein er þó sú algengasta og jafnframt sú eölilegasta, en þaö er notkun stimpilsins á hverju pósthúsi. í reglugerö fyrir Póst og sima heitir þetta notkun dag- stimpils og fellur undir liö 15.4., en sá liöur hljóöar þannig: 15.4. Notkun dagstimpils. 15.4.1. Allar póstsendingar, aö undanskildum innrituöum blöö- um og timaritum og fjöldasend- ingum, skal stimpla á viötöku- pxiststöö meödagstimpli, er sýni nafn póststöövar og viötökudag sendingarinnar. Sendingar, fri- merktar með frimerkingarvél, þarf þó ekki aö dagstimpla nema hin áprentaða dagsetning sé röng. 15.4.2. Stimpla skal meö dag- stimpli öll islensk frimerki, sem á sendingunni kunna aö vera, nema ógild séu, hvort sem til þess þarf eina stimplun eða fleiri. Stimpillinn þarf ekki aö þekja nema um þriöja hluta hvers frimerkis. 15.4.3. Eftirtaldar aðkomnar póstsendingar skal dagstimpla á bakhliö (póstkort á framhliö hægra megin): Sendingar skakkt sendar og sendar áfram, óskilasendingar, hraöboöasend- ingar, poste restante sendingar, ábyrgöarsendingar og verö- sendingar. Auk þess skal stimpla póstkröfu viö komu i viðeigandi reit. (Komu- stimpill). 15.4.4. Gæta skal þess aö stimpl- ar séu hreinir og sýni réttan dag. 15.4.5. Skipsbréf, þ.e. bréf, sem póstlögö hafa verið um borö i skipi á rúmsjó, skal dagstimpla á þvipósthúsi, sem bréfin fær til áframflutnings. Jafnframt skal letra eða stimpla á bréfin oröiö „paquebot”. Eins og áöur segir er þetta hin almenna og algengasta aðferö viö ógildingu frimerkja. Þaö kemur þó oft fyrir að póstsend- ingar koma frá viötökupósthúsi og til ákvörðunarpósthúss, óstimplaðar. Þegar um inn- lendar sendingar er aö ræöa, er þessu máli oftast bjargaö meö þvi að stimpla sendingarnar meö dagstimpli ákvöröunar- pósthúss, þ.e.a.s. frimerkin. Þetta var þó ekki hægt i yfiir- vinnuverkfalli póstmanna fyrir jólin 1966. Var þeim þá fyrir- skipaö aö krossa meö bleki eöa blýanti öll óstimpluö frimerki og hefir þaö veriö hin almenna regla. Samkvæmt Alþjóðapóst- samningi, ber ákvörðunarpóst- húsi i öðru landi, er meötekur póstsendingar með óstimpluö- um frimerkjum, aö draga yfir þau meö bleki eöa litkrit þrjár linur ogstimpla jafnframt send- inguna meö dagstimpli ákvörö- unarpósthússins, svo að sjá megi hvar blekógildingin fór fram. Þarna kemur svo póstsagan inn í. Þvi aö nú má án nokkurs I Herra Siguríur H. Porsteinsson Kirkjuveg 8 IS-'&Q- Hvammstangi Iceland iri co*.soy*non 15' —— 151 JfiWA WROUn COWSOVATIONCÍSA wiuxm cON«»«noN vafa ákvarða hversu lengi póst- sendingin hefir verið á milli staða. Meö þessari grein er svo mynd af einu sliku umslagi, er gerir ljóst þaö sem hér hefir verið reynt aö lýsa. Sigurður H. Þorsteinsson GlaBsileg ferðatilboð Júgóslavía Spánn Portoroz - hinn heillandi ferðamanna- staður við Adríahafið. Einungis 1. flokks hótel með sundlaugum, snyrtistofum, kaffistofum, verslunum, veitingastofum o.fl. Einkabaðströnd fylgir hótelunum. Heilsuræktarstöðin í Portoroz í Júgó- slavíu verður til afnota fyrir farþega Sam- vinnuferða-Landsýnar. Dr. Medved bíður þar íslenskra viðskiptavina sinna og hefur þegar sannað tvímælalausa hæfni sína. Leitið upplýsinga á skrifstofunni - verðið er ótrúlega hagstætt og árangur undan- farinna ára langt framar vonum bjart- sýnustu manna. Costa del Sol - vinsælasti ferðamanna- staður fslendinga. Glæsileg íbúðarhótel, sundlaugar, baðstrendur, veitingasalir, næturklúbbar og dansstaðir; - Allt í seilingarfjarlægð. írland Sérstæðar, óvenjulegar ferðir í ósvikna írska sveitasælu og stórborgarlíf í sama vetfanginu. Kynnumst frændum okkar frum og hinu ómengaða þjóðlífi þeirra. Samvinnu- ferðir- Landsvn %/ kynna sumar- ferðaáætlun með fjöl- breyttara sniði en nokkru sinni fyrr. Rútuferðir um Rínarlönd Ekið um hin óviðjafnanlejja fójfru héruð Rínarlandanna ogkomið viðá fjölmcirgum frægum og nafntoguðum stöðum. Við kynnumst þjóðlífi og menningu margra landa í þessum bróðskemmtileguogþraut- skipulögðu ferðum um Rínarlönd. Um allan heim Kanada, Norðurlönd, Eondon, Róm og Rivieran, Innsbruck, Munchen, Zurich, Eeneyjar, Leningrad og ótal fleiri staðir á dagskrá í hinni glæsilcgu ferðaáa-tlun okkar. Malta WmmWT ; . > fj WKf: 1 Tveggja vikna ferð til Möltu ogsíðan viku dvöl í Kaupmannahöfn í glæsilegum sumarhúsum. Upplögö ferö fyrir fjöl- skyldur. Jamaica Nýr möguleiki fyrir íslenska feröalanga. Heillandi eyríki með suðrænni stemningu og nútíma þægindum sem hvergi gerast hetri fyrir erlenda ferðamenn. Hafið samband við skrifstofuna og aflið upplýsinga. * #• Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - sími 27077 *

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.