Tíminn - 08.04.1979, Síða 24

Tíminn - 08.04.1979, Síða 24
24 Sunnudagur 8. apríl 1979 Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri óskar að róða: 1. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRA að Geðdeild (T-deild) sjúkrahússins. 2. HJÚKRUNARFRÆÐINGA til sumar- afleysinga á ýmsar deildir sjúkrahússins. 3. Fóstru til starfa á barnaheimili sjúkra- hússins. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 91-22100. Framkvæmdastjóra- og róðunautsstarf hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða Selfossi er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist til Stefáns Guðmundssonar Túni simi: 99-1111, Selfossi, er gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 22. april. Viðskiptafræðingur - Hagfræðingur Bandalag Háskólamanna óskar að ráða viðskipta- eða hagfræðing sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast skrifstofu B.H.M. fyrir 25. april n.k. Bandalag Háskólamanna. Orkubú Vestfjarða auglýsir lausa stöðu deildarstjóra fjórmóladeildar Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Kristjáni Haraldssyni orkubústjóra Hafnarstræti 7, Isafirði. Umsóknarfrestur er til 25. april n.k. Upplýsingar gefur orkubústjóri i sima 94-3099. Orkubú Vestfjarða. Viðskipta- fræðingur / Hagfræðingur Fjármáladeild Sambandsins vill ráða við- skipta - eða hagfræðing til starfa sem fyrst. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, er gefur nánari upplýsingar fyrir 20. þ.mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Gróöur og garöar Ingólfur Davíösson: Sérkennilegar safajurtir Myndin með jurtunum þrem- ur sýnir stöngulsafaplöntur. Þeim er það sameiginlegt að hafa gilda safamikla stöngla og likjast að þvi leyti. En ekki eru þær samt skyldar, heldur teljast til þriggja ætta, þ.e. kaktus t.v. til kaktusættar, miðjurtin til svölurótarættar og sú lengst til hægri til vörtumjólkurættar. Margir mundu heíst telja þær allar kaktusa, en svo er ekki, endaerublóm þeirra næsta ólik. Flestir kaktusar bera stór og fögur blóm meö fjölmörgum bikar- og krónublöðum og fræfl- um. Þeir eru blaðlausir, en hafa flestir þyrna. 1 jurtum af svölurótarætt er oftast hvitur mjólkursafi, blóm fimmdeild. Nokkrirsafamiklir þykkblöðung ar af þessari ætt eru ræktaðir hér i stofum, t.d. vaxblóm (Hoya) og sæstjörnublóm (Stapelia). Jurtir af vörtu- mólkurætt (Euphorbia) hafa mjólkursafa eins og nafnið bendir til. Rennur hvitur safinn út ef sár koma. Oft allstór gulgræn biómskipun. Mjólkur- jurt o.fl. af ættinni eru ræktaðar hér igörðum. Sumar tegundir af þessari ætt eru safamiklar og likjast svo mjög kaktusum að erfitt er að greina þær frá nema i blómi. Safi vörtumjólkurteg- unda er varasamur, jafnvel eitraður. Nokkrar tegundir ættarinnar ræktaðar til skrauts likt og kaktusar. Fleiri ættir hafa „þykkblöðunga ” innan vébandasinna,t.d. liijuættin.en til ættkvisla hennar teljast m.a. tengdamóðurtunga og zebra- lilja, báðar ræktaðar hér i stof- um. Tengdamóðurtunga, öðru nafni Indiánafjöður, er alkunn. Auðþekktá hinum löngu, stinnu, þverrákóttu blöðum. Hún þolir flest nema kulda og ofvökvun. Zebralilja, stundum nefnd zebrakaktus (Ale variegata) er fáséðari, en á. skilið útbreiðslu vegna skemmtilegs sérkenni- leika. Hún ber þykk og hörð þristrend, oddmjó blöð, græn með ljósum þverrákum (sjá mynd). Kennd við zebradýr vegna litarins. Aðallega ræktuð vegna blaðanna, en getur borið rörlaga rauð eða gul blóm á há- um stöngli. Jurtinni er fjölgað meðfræi eða hliðarsprotum. En græðlingarnir látnir liggja 2-3 daga fyrst svo sárflöturinn þorni, én siðan gróðursettir i sand eða mjög sendna mold i smáum jurtapottum. Þegar siðar er skipt um potta er grasrótarmold blönduð sandi heppileg. Þarf góða birtu, en þolir þó illa sterkt sólskin. Var- ast skal að vatn lendi ofan i Kaktus t.v., svölurótartegund f miðju og vörtumjólk t.h Sæstj örnublóm blaðsliðrin, þvi að það getur valdið rotnun. Þarf ekki mikla vökvun. Svöl, björt vetrar- geymsla best, en jurtin getur þó þraukað veturinn inni i stofu. Heimkynnið er Suður-Afríka. Ýmsar skyldar tegundir eru einnig ræktaðar inni t.d. Aloe aboresceus. Sæstjörnublóm (Stapelia) frá Suður-Afriku eru einnig safa- jurtir og likjast oft mjög kaktus- um. Stönglarnir eru ferstrendir, oftast gróftenntir, uppréttir eða uppsveigðir og sitja þétt. Blöð engin eða litilf jörleg og falla þá snemma. í sterku sólskini roífna oft stönglarnir. Blóm stór og stjörnulaga. Þaukoma oft neðst við stönglana og hanga niður með hliðum jurtapottsins. Og hvilik blóm! Geta minnt á krossfisk að lögun en eru lit- skrúðug, gulleit eða fölgræn með dökkbrúna dila. Hringur sést i blóminu utan um fræfla og 1 frævu. Blómin verða 5-8 sm i þvermál. Þau vefjast saman að lokum, eins og sýnt er neðst til vinstri á myndinni. Flestir verða mjög undrandi er þeir lita þessa jurt i blómi, hún er þá svo sérkennileg, sumir segja fáránleg! Skyld tegund Stepelia grandifloraþrifst lika vel i stof- um og ber miklu stærri blóm dökkbrún með purpurarauðum hárum. Auðvelt er að fjölga sæstjörnublómum með græð- lingum. Má setja nokkra stöngla eða stöngulbúta saman i jurtapott, og sett á ská þvi að rætur myndast á hlið þeirra, en ekki i sárinu. Sendin laufmold heppileg. Hafið talsvert borð á pottinum þvi að jurtin vex upp á við og getur orðið örðugt að vökva er þétt safn stöngla þekur yfirborðið og vex upp úr. Þarf góða birtu en getur sviðnað i steku sólskini. Dregið úr vökv- un á haustin. Svöl, björt vetrar- geymsla best. Allar þessar safajurtir (þykkblöðungar og stöngulsafa- jurtir) þola vel miðstöðvarhit- un, og er það verulegur kostur. Þær hafa þróast i' þúsundir eða jafnvel milljónir ára til að þola þurrk og hita og eru þess vegna likar byggingarlagi stönguls og blaða, þó að blóm séu ólik og margar þeirra alls óskyldar sem fyrr var frá sagt. Indiánafjöður (tengdamóðurtunga) Zebrakaktus (Aloe variegata)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.