Tíminn - 08.04.1979, Qupperneq 10

Tíminn - 08.04.1979, Qupperneq 10
10 Sunnudagur 8. apríl 1979 Komið, skoðið og kynnist þessum eftirsóttasta bil austantjalds. Dragið ekki að parita bíl Station Til afgreiðslu strax Hafið samband við sölumenn okkar TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi v/Sogaveg - Símar 84510 84511 Gormar á öllum hjólum og billinn því dúnmjúkur i holum og eiginleikar bílsins i lausamöl eru frábærir. Sedan Byggður á grind með 65 ha. tvígengisvél (Gamla Saab-vélin) Látum allar nytjar njóta sanmnælis Þaö er Vilhjálmur Lúöviks- son, fra mkvæmdastjóri Rannsóknarráös rlkisins, sem hefur veriö beöinn að spjalla viö lesendur Tímans aö þessu sinni. Vilhjálmur er áhugamaöur um náttúruvernd, en hann vill lfka aö landiö sé nytjaö, — á eölileg- an og skynsamlegan hátt, og án þess aö þvl sé misboöiö. (Jtgáfustarfsemi á veg- um Landverndar Viö hófum samtaliö meö þvi aö spjalla um útgáfumál, og fyrsta spurningin var á þessa leiö: — Er þaö ekki rétt, Vilhjálm- ur, sem ég tel mig vita, aö þú hafir unniö aö útgáfu á ritum Landverndar? — Jú, ég hefi stundum tekiö þátt Iþvi. Viö stundum þessa út- gáfustarfeemi þannig, aö viö fá- um ákveöna menn, innan stjórnar Landverndar eöa utan, til þess aö taka að sér ritstjórn hverrar bókar. Þetta byggist, eins og mörg önnur félagsleg starfeemi, á þvi, aö menn skipta meö sér verkum. Þaö er núna búiö aö gefa út sex rit á vegum Landverndar. I þeim öllum eru tekin til meöferöar málefiii varöandi samskipti fólksins viö landiö, sem Landvernd hefúr hverju sinni talið brýnast að varpa ljósi á. Þaö eru haldnar ráðstefnur, þar sem gerð er ,,út- tekt” á einstökum málefnum, og svo hefur þaö efni sem safn- ast upp i tengslum viö ráöstefn- urnar, veriö gefiö út. I einstök- um tilfellum hafa verið gefin út rit um tiltekiö efni, þannig aö ákveöinn maöur er fenginn til þess aö annast samantekt efnis og sjá um útgáfu. Þannig er þessu t.d. farið meö ritiö Gróðurvernd, sem Ingvi Þor- steinsson er höfundur aö, og ritiö Votlendi. Arnþör Garöars- soner ritstjóri þeirrar bókar, og fékk marga hæfa menn til aö skrifa I hana. — Landvernd hefur lika gefið út svokallaöar lesarkir, sem hafa náð mikilli útbreiöslu og vinsældum, eftir þvi sem mér hefur skilist. — Já, þaö er rétt. Lesarkirnar eru aö jafnaöi útdráttur úr hin- um stærri ritum, eöa sérprent- anir úr þeim, en stundum eru lesarkirnar teknar saman sér- staklega og fjalla þá um af- mörkuö viðfangsefni. Lesark- irnar eru sniönar viö hæfi skóla og hafa veriö notaöar sem námsefni I framhaldsskólum, einkanlega i sambandi viö kennslu f náttúrufræöi og vist- fræöi, t.d. ritiö um hagnýtingu sjávarfangs, sem tekiö var úr bók, sem viö gáfum út um fæöubúskap á Islandi. Nýlega var einnig ritiö Gróöurvernd endurskoöaö og fært 1 búning les- arkar, sem ég vona aö komi aö góöu gagni á komandi árum. Landsnytja r og náttúruvemd — Svo ég snúi mér beint aö sjálfum þér: Hvenær fékkst þú áhuga á landverndar- og náttúruverndarmálum? — Ég fékk mikinn áhuga á þeim málum um þaö leyti sem ég kom heim frá námi erlendis, en kannski ber mig þar að úr dálltið annarri átt en ýmsa aðra. Ég býst viö, aö flestir náttúruverndarmenn séu fræöimenn á þvi sviöi eöa leggi stund á þessa luti af hreinum áhuga á náttúruvernd, vegna umhyggju fyrir náttúrunni. En ég hef aftur á móti velt mjög mikið fyrir mér þvi vandamáli að samræma islenskt atvinnulif og samskipti islensku þjóöar- innarviöland sitt, sjónarmiöum náttúruverndar. Ég hef I starfi minu lagt megináherslu á aö koma þvi sjónarmiöi aö, aö þarna þurfi aö fara saman eöli- leg not á náttúrugseöum og verndun höfuðstólsins. Ég veit aö þetta er ekki uppfinning mln, þvi aö margir aörir hafa verið þessar skoðunar. Éger baráttu- maður fyrir framförum i atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar, — sem byggjast meðal anngrs á þvi aö nýta auö- lindir, — en ég veit lika aö þaö er lifsnauðsyn aö eiga land og lifsrými, sem aörar þjóöir hafa glatað. Ég vil meö öörum oröum finnaleiöir til þessaö samræma þessi tvö sjónarmiö svo sem verða má. Þaö verður aö lita á nytjar lands frá mörgum sjónarhorn- um og velja skynsamlega bær leiðir, sem f arnar eru i þvi skyni að nota landið og gæöi þess þjóðinni til bjargræðis. Gæta þar jafnt nýtingarsjónarmiða og verndar, þannig aö þetta tvennt fari saman. Viö fjölluö- um um þetta bæöi I ritinu Landnýting og í ritinu Fæöubúskapur, þar sem rætt er um nýtingu auðæfa hafs og lands. Þar er gerö grein fyrir þvi, hver sé afkastageta sjávar- ins og landsins, og hvaða að- feröir komi helst til greina viö aö nýta þessar auölindir skyn- samlega. Siöasta bók Landverndar, Útilif, er helguö þeim sérstaka þættilandsnytja —aö vera úti — sækja sér andlega og lfkamlega hreysti, gleöi og lifsfyllingu i útiveruna. Andleg og likamleg velliöan er auðvitaö ekki siöur hluti af lifskjörum okkar en t.d. það að framleiða góöar vörur og selja þær, og afla lifsviöurværis. — Þú vilt þá ekki berjast einhliöa fyrir náttúruvernd, án þess að annarra sjónarmiöa sé gætt um leiö? — Nei, en aö visu geta náttúruverndarsjónarmiö oröiö ráöandi i ýmsum tilvikum, og þá efnahagsleg sjónarmiö vikj- andi. Hins vegar hef ég lagt metnaö minn i þaö aö vinnubrögö Náttúruverndarráös yröu þann- ig aö gott samráö yröi á milli ráösins og framkvæmdaaöila, þegar t.d. um er aö ræöa mannvir kjagerö og fram- kvæmdir sem vitaö er aö muni hafa f för meö sér verulegar umbreytingar á landi. Þarna veröur aö finna leið til aö skil- greina vandamálin frá báðum hliðum og leita leiöa, sem tryggja aö fariö sé að öllu meö gát, og aö sjónarmiö náttúru- verndar séu samræmd eðlilegri þörf okkar fyrir vegi, virkjanir og hverjar aðrar framkvæmdir, sem stuöla aö betra mannlifi I landinu. Ég hefi lagt áherslu á aö verndun lands og náttúru annars vegar og mannvirkja- gerö hins vegar, séu i rauninni algerlega sambærilegir hags- munir, þar sem hvorugt sjónar- miöiðsé einhlitt, heldur verði að meta þaö i hverju einstöku tilviki, hvaöeigi aö geraog hvaö ekki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.