Tíminn - 08.04.1979, Síða 22

Tíminn - 08.04.1979, Síða 22
22 Sunnudagur 8. aprll 1979 issi—~ a/#7 TÍMINISf----- „Brýt aldrei hugann um fánýta hluti” segir feitabollan Meat Loaf Bandaríska feitabollan Meat Loaf hefur eins og kunnugt er sungið sig inn í hjörtu landsmanna á ör- skömmum tíma. Nýlega setti hann hér met, því að þá hafði plata hans „Bat out of Hell" selst í rúmlega 14 þúsund eintökum hérlendis og sem dæmi um það hve gífurleg salan hefur verið má geta þess að i Dan- mörku, þar sem Meat nýtur umtalsverðra vinsælda hefur sama plata selst í 30 þús. eintökum sem þykir mjög gott. Meat Loaf vinnur annars þessa dagana að gerð nýrrar plötu ásamt vini sinum Jim Steinman, sem samdi öll lög og texta á „Bat out of Hell” og er þessi nýja plata væntanleg á markað einhvern timann I sum- ar. Nýlega átti blaðamaður bandarisks timarits viðtai við kappann og i tilefni þessa glæsi- iega mets sem hann hefur ný- verið sett hérlendis ( það er a.m.k. hraðamet) birtum við hér á eftir glefsur úr þvl viötali: Óraði þig nokkurn timann fyrir þvi að frami þinn yrði eins mikili og raun ber vitni? — Það er ekki gott að svara þessari spurningu með jái eða nei. Ég hef aldrei velt vöngum yfir þvi sem ég er að gera, hvað þá að ég geri mér einhverjar griilur um framtlðina og ég veit ekki einu sinni hvort mér finnst mér gangi vel I augnabiikinu. Annars er sannleikurinn sá að ég hef ekkert breytst þó aö ég sé ef til vill orðinn rikari. Fólk hefur gjarnan spurt mig að þvi hvernig mér finnist aö vera allt i einu orðinn þekktur. Ég hef allt- af verið þekktur og fólk hefur kannast við mig hvar sem ég hef farið. Þegar ég hóf feril minn sem leikari i New York var það algengt að fólk kæmi til min og gæfi sig á tal við mig af þvl að það kannaöist við mig. Reyndar hefur þetta færst mjög i aukana eftir að platan kom út, en samt sem áður þá hef ég alltaf veriö þekktur. Nú hefur þú ekki útlit hinnar dæmigerðu rokkstjörnu. — Nei, og ég þakka guði fyrir það. Hefur þú aldrei haft áhyggjur af þvi hvernig þér verður tekið I framtiðinni eftir að þú ert orðin rokkstjarna? — Alls ekki. Það er andstætt eðli minu að vera að brjóta heilann um fánýta hluti eins og það. Ég bara framkvæmi hlut- ina og það veröur svo að koma I ljós hvort þeir falla i góðan jarð- veg eða ekki. Það er jú staðreynd að það er ekki hægt að gera öllum til geðs I einu. Þó að tónlist þin sem sllk standi vel fyrir sinu þá hefur þú einnig lagt mikla áherslu á hið leikræna. Hvert er gildi þess að þlnu mati? — Grundvöllurinn er að sjálf- sögðu lögin og á þeim er hið leikræna byggt. Ef ég syngi aðra söngva, þá liti þetta hrein- lega heimskulega út. Annars var leikurinn i kringum lögin aldrei ákveðinn fyrirfram, heldur kom þetta svona smám saman af sjálfu sér I fyllingu timans. Nú hefur þú látið hafa það eftir þér að þú kynnir að auka hlut hins leikræna? Meat Loaf ásamt laga-og textahöfundinum Jim Steinman og söngkonunni Körlu Vito. — Já, en þá.á ég ekki við það að ég komi mér upp lasergeisla- sýningu eins og svo margir hafa verið með. Það hefur verið gert milljón sinnum áður og reyndar hef ég ekki áhuga á sliku. Það sem ég á við er það að við höfum vissar hugmyndirsem við mun- um Iáta þróast áfram með okk- ur en að við segjum „gerum þetta og gerum hitt” með tveggja daga fyrirvara, það er af og frá. Nú hefur þú að undanförnu unnið að gerð nýrrar plötu. Hvernig verður hún? — Hún verður a.m.k. ekki eins og „Bat out of Hell”, þvl að við, hópurinn sem stendur að gerð þessarar plötu höfum engan ákveðinn stn sem við verðum að halda okkur við eins og t.a.m. hljómsveitir eins og Boston og Foreigners. Við breytumst dag frá degi eins og allur alheimur- inn og við munum ails ekki endurtaka okkur á næstu plötu sagði Meat Loaf að lokum, og ef að likum lætur, þá munu við fá að heyra nýja hlið á „Kjöt- hleifi” og co. á þessari nýju plötu sem eins og áður segir er væntanlega á markað i sumar. r ; Nýjar leiðir opnast Skrýplarnir láta til skarar skríða — með auknum umsvifum Steina h.f. utgáfufyrirtækiö Steinar h.f. hefur ný- lega undirritað samninga við þrjú af stærstu hljómplötu- fyrirtækjum heims, þ.e.a.s. C.B.S., W.E.A. og K-Tel og í framhaldi af þvi er nokkurra breytinga að vænta af hálfu fyrirtækisins. t samningunum felst aö Steinar h.f. hafa einkarétt á innflutningi hljómplatna frá þessum fyrirtækjum og munu i þvi sambandi leggja aukna áherslu á þjónustuhlið þessara merkja hérlendis. Sem dæmi uin það má nefna að hver ný plata frá þessum fyrirtækjum veröur meöhöndluö hér eins og um íslenska framleiðslu væri að ræöa og þvi aukin áhersla lögð á kynningu og sölu á viökomandi plötum. Samningurinn viö C.B.S. er mun vfðtækari en viö hin fyr- irtækin, þar sem um gagn- kvæml einkaumboö verður að ræða, þ.e.a.s. að C.B.S. hefur tryggt sér einkarétt á útgáfu platna frá Steinari h.f. alls staðar i heiminum fyrir utan tsland, og má segja að þarna opnist ný leiö fyrir islenska hljómlistarmenn til þess að koma verkum sinum á fram- færi erlendis. Þess má að lokum geta að fyrirtækin Steinar h.f. og Ým- ir h.f., sem er útgáfufyrirtæki Gunnars Þórðarsonar, hafa ákveðið aö hafa samvinnu likt og verið hefur undanfarið ár, og mun þvi hiö fyrrnefnda dreifa vörum hins siðarnefnda sem fyrr. Skrýplarnir hafa gefið út plötu, en hverjir eru Skrýplarn- ir. t sjálfu sér skiptir það ekki máli, eru einu upplýsingarnar sem dreifingarfyrirtækið Stein- ar h.f. lætur frá sér fara, en bendir þó á að það sem skipti máli sé að á plötunni eru fjögur lög, sem öll eiga sér þaö sam- eiginlegt að vera að góðu kunn úr sjónvarpinu. Þrjú þeirra, „Kvak Kvak”, „Mio Mao” og „Sandkassasöngurinn” eru titillög barnamyndaflokka, sem verið hafa I Stundinni Okkar i s jónvarpinu og hið fjórða „Litlu Andarungarnir” er einnig vel- þekkt barnalag. Hér er það þó leikið i útsetningu þeirri sem þjóðin fékk smjörþefinn af i myndaflokkunum „Undir sama þaki” fyrir u.þ.b. einu árislöan. Þess má og geta, að þessi plata er með þeim ósköpum gerð að hún er litil stór plata, eða stór litil piata þ.e.a.s. hún sameinar kosti stórrar plötu og litillar plötu og með þvi fást meiri hljómgæði. Galdurinn er fólginn i þvi að þessi fjögur lög eru sett á venjulega 12 tommu plötu sem siðan er spiluð á 45 snúningum og þá verður útkom- an eins og best verður á kosið. Innan fárra vikna verður þessu „skrýði”, sem nú hefur litið dagsins ljós, fylgteftir með alvöru stórri plötu, nánar tiltek- ið LP hljómplötu og um það atriöi segir í tilkynningu frá út- gáfunni að ekkert verði gefið upp um útlit né markmið Skrýplanna, nema hvað þeir séu bláir og smáir og ætli að gera 1979 að sannkölluðu Skrýplaári sem börnin muni minnast.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.