Tíminn - 08.04.1979, Síða 19

Tíminn - 08.04.1979, Síða 19
Sunnudagur 8. apríl 1979 19 Lán til hús bygginga burfa að vera 70-80% til langs tima — sameina þarf lifeyrissjóðina og ná þessu marki sem fyrst með fleiri samhæfðum aðgerðum Húsnæðismál eru og þurfa að vera ofarlega á baugi á Islandi og þó er þaö svo, að óvíða stendur eins margt til bóta sem einmitt á þeim vettvangi og er þar raunar við ramman reip að draga. Á ráð- stefnu S.U.F. var mikið um þetta fjallað og reynt að skilgreina vandamálið. Sigurður Sigurðsson, tækni- fræðingur hjá HUsnæðismála- stofnun Reykjavikur, nefndi dæmi um fjármögnun ibúðar- bygginga og kvaö það ekki fjarri lagi að húsbyggjendur fengju um 28% ibúðarverðsins að láni frá Húsnæðismálasjóöi, en 72% upp- hæðarinnar mætti hann verða sér út um sjálfur. Auk lifeyrissjóöa yrði mönnum þá fyrir að leita til bankanna, sem væru á tslandi skömmtunarstofnanir, að hluta til með gjafafé þar sem vextir I landinu væru ekki raunvextir. Menn voru sammála um aö þetta væri mjög óeðlilegt ástand og ekki sfst til komiö vegna verð- bólgunnar.Eðlilegasthlyti það að vera að menn gætu fengið stærst- an hluta andvirðis húsnæöis aö láni til nokkurra áratuga og endurgreiddu það i jafn verð- miklum krónum og fengnar voru að láni. Fjármagnsskortur Þráinn Valdimarsson benti á, að hér hlytu raunar allir að vera sammála, en spurningin væri fremur um leiðir en markmið. Vandinn væri og ekki aðeins hér heldur væri hvarvetna skortur á lánsfé. Spurningin er svo hvert ættiaösækja f jármagnið og hvort þaö yröi yfirleitt sótt eitthvert. Jóhann H. Jónsson sagði að pólitiskan kjark meöal ráða- manna skortí i þessum efnum. Ef aöeins kjarkurinn væri fyrir hendi mætti til dæmis byrja á þvf að taka lifeyrissjóðina úr höndum fjölmargra smákónga, sem einu sinni á ári eða svo færu f banka- stjóraleik. Þessa sjóöi ætti að sameina og þeir gætu siðan tekið viðhlutverki Húsnæðismálasjóðs, en þar y rði þá samankomið gifur- legt fjármagn. Gerði Jóhann þó þann fyrirvara, að sama vitleys- an mætti ekki gerast með sameinuðu lifeyrissjóðina og Húsnæðismálasjóð fyrrum, að hann verslaði með gjafafé að hluta, heldur yröi að tryggja gegnumstreymi, þ.e. að sjóöurinn fengi endurgreiddar jafn verð- miklar krónur og hann lánaði út. — Sameining lifeyrissjóðanna er raunar rótgróið baráttumál Framsóknarflokksinsogmætti að ósekju herða baráttuna i þeim efnum. Eirikur Tómasson geröi þá athugasemd að meö nýjustu út- lánareglum Húsnæðismálasjóðs væri raunar tryggt gegnum- streymi það sem um væri rætt, og reiknaðist mönnum svo til að miðað við verðbólgu undanfar- inna ára ættu 105 krónur að koma inn fyrir hverjar 100 sem út væru lánaðar og væru þetta jafnverð- miklar krónur. Vextir (raunvext- ir) af lánunum væru eftir þessu orðnir um 5%. Verðbólguhvati Undirritaður benti á, aö jafnvel þó erfitt væri um vik að ná þvi marki að geta lánað til húsbygg- inga 70-90% af andvirðinu til 30 ára eöa lengur, væri það kannski meira áriöandi en almennt væri talið, ogþáekkisist ef menn vildu ná verðbólgunni niöur. Ekki væri aðeins mannskemmandi að standa i ibúðarbyggingum- og kaupum á íslandi miðaö við nú- verandi aöstæður heldur væri hér um aö ræða „bisness” sem nán- ast allir þyrftu að standa i og þessir „allir” teldu réttilega eða ranglega að þeir græddu á verð- bólgunni. A meðan svo sterkur þrýstíhópur i lancjinu vildi raun- verulega viðhalda verðbólgu og þættist geta grætt á henni i „bfssnessnum” sinum þá væri lit- il von til þess að auðið yrði aö losna við hana. Þaö væri þvi mik- ils átaks virði að gera útbætur I þessu máli. Varð niðurstaöa þessarar um- ræðu einhugur um markmiðiö og svo þaö að einskis mætti láta ófreistað til þess aö ná þvi. Enn- fremur var geröur góður rómur að kröfu Jóhanns um sameiningu lifeyrissjóða I landinu með þaö tviþætta hlutverk að fjármagna húsbyggingar landsmanna og 0 Frá þ'allborðsumræðunum. Ráðstefna S.U.F. um húsnæðismál Laugardaginn 17. mars siðastliðinn gekkst Samband ungra Framsóknar- manna fyrir ráðstefnu um húsnæðismál þar scm varð mjög Hfleg umræða um mdlið að iokinni framsögu nokkurra sérfróðra manna. Ráðstefnu- stjóri var ólafur St. Sveinsson. Ráðstefnuna setti Eirikur Tómasson for- maöur S.U.F. og voru siöan flutt fjögur framsöguerindi. Heigi Hjálmarsson arkitekt fjallaöi um hdsagerð I framtiðinni og skipu- I lag ibúðarhverfa. Siguröur Sigurösson, tæknifræðingur hjá Húsnæðisinálastofnun Reykjavikur, fjailaði um leiðir tii fjármögn- unar á kaupum á eigin húsnæöi eins og þær eru I dag og væntan- legar breytingar þar á. Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúi f Kópa- vogi, fjaliaði um byggingarsamvinnu- félög og uppbyggingu þeirra, einkum meö miði af Byggingar- samvinnufélagi Kópa- vogs. Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi fjallaði um leiguhúsnæði og aö- stöðu leigjenda I þjóðfélaginu. Hugmyndir og upplýsingar, scm fram komu I fram- söguerindum spunn- ust siöan inn I pall- borðsumræður er siðar fóru fram. Þátt- takendur þar voru Grimur Runólfsson frá Byggingarsam- vinnufélagi Kópavogs, Þráinn valdimarsson, varaformaður Húsnæðismálastofn- unarinnar, Guð- mundur Gunnarsson verkfræðingur, Jón frá Pálmholti, for- maður Leigjendasam- takanna og Gylfi Guðjónsson arkitekt. Umræðunum stjórn- aði Kjartan Jónasson blaðamaður. Meöfylgjandi grein er rituð með hliðsjón af þvísem fram kom á ráðstefnunni. Tilvitn- anir I ummæli þátt- takenda eru eftir mmni og stuttum nót- um og ábyrgð undir- ritaðs. hins vegar tryggja mönnum verð- bættan lifeyri á eftirlaunaaldri. Er raunar vandséð að lifeyris- sjóöirnir verði betur tryggðir gagnvart veröbólgunni en einmitt með þessu móti. V erka mannabúst aðir Þá var á ráöstefnunni sérstak- legafjallað um frumvarp að lög- um um ný lán á vegum Hús- næðismálastofnunar er ætluö yrðuefiiaminna fólki er ekki gætu byggt undir þeim kringumstæð- um sem eru á tslandi i dag. Geröi Sigurður Sigurðsson i framsögu- erindi sinu nokkra grein fyrir þessumiánumoggatþess, að þau mundu nema um 90% af verði ibúðanna tilbúnum og lánast til 30 ára visitölutryggt. Þráinn gat þess i umræöum að Seðlabankamönnum reiknaðist svo til aö þessi ián gætu staöið undir sér. Þessu mótmælti Guð- mundur Gunnarsson og kvað við það miðaö að lánin bæru enga vexti sem væri i fyllsta máta óeðlilegt. Kvaö hann mega bæta úr þessumeö þviað reikna á lánin um 2 til 21/2% vexti án þess þó aö þyngja árlega endurgreiðslu heldur lengja afborgunartimabil- iö. Arleg endurgreiðsla miðast viö 20% árslauna manna i dag- vinnu. Nokkur umræða spannst um þaö hvort byggingar verkamanna bústaða i landinu i svo miklum mæli væri að öllu leyti heppileg, ogkorn þaö sjónarmið meöal ann- ars fram aö þetta stuölaöi aö stéttaskiptingu og reynsla væri fýrir þvi að fólk fengi á sig nei- kvæöan stimpil fyrir að byggja á umræddum kjörum. Enhvaösem til væri I sliku voru menn þó sam- mála um ab kjörin á verka- mannabústöðunum væru miklu nær þvi sem hlyti að teljast eðli- legt heldur en að menn þyrftu að greiða kúfinn af andvirði hús- byggingar á örfáum árum. Gömlu hverfin Gylfi Guðjónsson arkitekt vakti athygli á þvi, að hugmyndir, sem nú væru uppi um að gera ýmsa skóla i gamla bænum að ráðhús- um og öðrum opinberum stofnun- um, væru þegar grannt væri skoðað uppgjöf fyrir þeim vanda sem við er aö eiga i þessum efn- um. Nágranna okkar á Noröurlönd- um, svo og i Bandarikjunum, og viðar kvað hann bregðast ööru visi viðvandanum. Þeir stuðluðu að þvi með samþættum aðgerð- um, I lánamálum, skipuiagsmál- um og eftir fleiri leiðum aö snúa Framhald á bls. 3'1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.