Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 8. aprn 1979 Mdilil'il1', r v. Wíwámm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasöiu kr. 150.00. Áskriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuöi. Blaöaprent Erlent yfirlit Nýr forseti Brasilíu á við mikinn vanda að stríða Framleiðslustefna og betra þjóðlff í hinni ýtarlegu stjórnmálaályktun sem aðal- fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins um s.l. helgi gerði er m.a. bent á þá staðreynd að aðeins mikil og vönduð framleiðsla getur orðið grund- völlur góðra lifskjara. Fundurinn lagði sérstaka áherslu á að framfylgt verði framleiðslustefnu sem miðar að raunverulegri velmegun þjóðar- innar. í stjórnmálaályktuninni segir m.a.: „Fundurinn leggur áherslu á að fylgt sé eindreg- inni framleiðslustefnu sem eykur þjóðartekjur. Hann varar við ofnýtingu islenskra auðlinda. Aðkallandi er nú að endurskipuleggja stjórn fiskveiða og vinnslu afla, til tryggingar þvi að þjóðinni nýtist fiskimiðin svo vel sem verða má. Með sama hætti er timabært að gera heildar- áætlun um landnýtingu, byggða á landkostum með tilliti til þarfa fyrir ræktun, umhverfisvernd, útilif og mannvirki. Fagnar fundurinn forystu land- búnaðarráðherra um framtiðarstefnumörkun i landbúnaði og úrlausn timabundinna vandamála hans”. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins benti einnig á þær skorður sem íslendingum eru settar i sókn þeirra til vaxandi framleiðslu og auk- innar hagsældar vegna þess hvernig háttað er um auðlindir þjóðarinnar. Um þetta segir i ályktun miðstjórnarinnar: „Vegna þeirra takmarkana sem náttúrulegum auðlindum eru settar verður nú að leggja höfuð- áherslu á fullnýtingu hráefna, hagræðingu og aukna framleiðni og nýjar iðngreinar. Efling islensks framleiðsluiðnaðar er nú brýn- asta verkefnið á sviði atvinnumála”. í þeim kafla ályktunarinnar sem fjallar um fjár- festingu og vinnumál er að finna merkar og rót- tækar tillögur sem i framkvæmd munu hafa við- tæk umbótaáhrif á islenskt þjóðlif. Þar segir: ,,örugg stjórn fjárfestingarmála er forsenda þess að framleiðslutækin nýtist sem best. Leggur fundurinn áherslu á að arðsemi og þjóðfélagslegt gildi sé látið ráða atvinnuuppbyggingu. Þá telur fundurinn nauðsynlegt að allt vinnu- fyrirkomulag i landinu verði tekið til gagngerðrar endurskoðunar. Markmið hennar sé að draga úr vinnuálagi og gera vinnutima sveigjanlegari i þvi skyni að nýta betur framleiðslutækin og efla heimilin og fjölskyldulifið,sem fundurinn telur að eigi að vera hornsteinar islensks þjóðlifs”. Það er öllum ljóst orðið að vinnufyrirkomulagið, verðbólgukapphlaupið og húsnæðismálin hafa á siðari árum valdið þvi að vinnutimi er orðinn svo óhæfilegur, ekki sist hjá unga fólkinu, að það kemur óhjákvæmilega mjög niður á einkalifi fólks. Reyndar kemur þetta ekki aðeins niður á fjöl- skyldulifi og heimilum, heldur á öllu félagslifi, úti- vist og menningarþátttöku. Framsóknarmenn hafa mótað mjög skýra og róttæka stefnu.sem miðar að þvi að létta þessum fjötri af almenningi, en fyrsta skrefið i þá átt er að unninn verði sigur i baráttunni við verðbólguna. Baráttan við verðbólguna er þannig beinlinis skilyrði raunverulegra og róttækra framfara i is- lensku þjóðlifi. JS — Slökun eða harðstjórn? Þaö san af er þessu ári hafa stööugt borist fréttir af verkföll- um og óróa á vinnumarkaöi i Brasiliu.Og þaö sem ekki vekur minni athygli, aö herstjórnin i landinu hefur enn sem komiö er ekki beitt óverjandi hörku til aö kveöa þessi ólæti niöur. Velta mennfyrir sér í þvi sambandi hvort hinn nýskipaöi forseti landsins, hershöföinginn Joao Batista Figueiredo, hyggist kannski reyna aö koma eitthvaö til móts viö lýöræöiskröfur þjóðar sinnar. Figueiredo þessi var lítt kunnur þangað til honum skaut allt í einu upp sem fimmta for- seta herstjórnarinnar i Brasiliu i slöasta mánuöi. En hann fékk snemma að kynnast vand- ræðunum þvi vaxandi andstaða við herstjórnina ásamt meö verkfaUsaðgerðum uröu einmitt áberandi i upphafi þessa árs. Og önnur vandamál mun Figueiredo þurfa aö kljást viö. einkum efnahagsvanda þjóðar- innar. Brasilia er sennilega skuldugasta land veraldarinnar og veröbólga þar er yfir 42%. Brasiliumenn þurfa að flytja inn nær alla sína oU'u og þaö þýöa vandræöi og eins og þaö væri ekki nóg, hefur kornuppskera brugöist aö hluta hjá þeim og Brasilfa þvi orðinn næst stærsti innflytjandi kornvara næst á eftir Bandarikjunum. Þó er Brasilia langauöugasta S-Amerfkurikiö og fólksfjöldi þar, 115 mUljónir manna er meiri en i samanlagöri S-Ame- riku þar fyrir utan. Þá er Brasi- lia oröin með stærstu iönaöar- veldum heims og þjóöar- tekjurnar um 187,4 billjónir doDara. Þjóðartekjur á mann eruþóumþrisvar sinnum minni en til dæmis á Islandi. Hins vegar hefur uppbygging- in veriö mjög ör á allra siðustu árum eöa siöan herstjórnin tók við völdum meö byltingu árið 1964. Nýtur stjórnin enda fuU- komins stuönings flestra kaupsýslumanna, ihalds- og hægrimanna, en aftur á móti nýtur hún aöeins stuönings minnihluta launþega i landinu og meira aö segja hin róm- versk-kaþólska klerkastétt hefur tekiö sér ótviræða stööu með launþegum, einkum þeim 32milljónum, sem hún segir lifa á mörkum þess aö komast af. Þegar Figueiredo kom til valda voru aöstæöurnar þessar. Toppurinn á Sao Paulo. 1 Sao Paulo stærstu borg Brasi- liu voru 130 þúsund iönverka- menn i verkfalli og heimtuöu 78% launahækkanir. í Sao Bernardo do Campo var beitt verkbanni á aöra 60 þúsund verkamenn. t Rio de Janeiro fóru 82 þúsundkennarar i verk- fall og höföu aö engu dómsúr- skurð þess efnis aö verkfallið væri ólöglegt. Þá hótuöu læknar, hjúkrunarkonur og aðrir sjúkrahússstarfsmenn fyrr i þessari viku að leggja niöur störf fengju þau dtki umbeöna 150% kauphækkun. Sennilega er það ekki fjarri lagi sem talsmenn stjómarinn- ar i Brasiliu hafa látið hafa eftir sér, það er aö uppbyggingin i landinu á síöustu árum hafi fært sérþjálfuðum verkamönnum og launþegum yfirleitt aukinn mátt og meðvitund um rétt sinn megin. Figueiredo forseti horf- ist þvi í augu við tvo valkosti, annaöhvort að láta undan kröf- um um aukiö lýöræði og itök ver ka lýösfé la ga ellega r a ö beita jafnvel meiri hörku en nokkm sinnifyrr til að yfirbuga samtök fólksins og kveða niöur kröfur þess. Hvort tveggja kynni aö reynast herstjórninni hættulegt ogsiðari leiðingæti snúiö andúö milljóna Brasiliumanna upp i fullkominn fjandskap. Enn sem komiö er bendir ekk- ert til þess að Figueiredo hygg- ist hverfa frá „slökunarstefnu” þeirri, sem forveri hans á for- setastóli tók upp 1977, ýmislegt kynni hins vegar að benda tU þess aö hann hraði henni ef þá ekki allt fer i bál og brand áður. Hámarki náöi „slökunar- stefna” Ernesto Geisel fyrrver- andi Brasiliuforseta I janúar siöastliðinn, er hann afnam stjórnarskrárákvæöi er fól i sér rétt til handa forseta til þess meðal annars aö rjúfa þjóö- þingiö.reka þjóðkjörna fuUtrúa og afnema mannréttindi og póli- tiskréttindi borgaranna i allt að 10 árum. Svo mikið er þó vist að Figueiredo þarf nú að halda vel á spöðunum. Hann þarf að finna leiö til aö friöa launþegana og samtimis að bregöast viö óöa- veröbólgu sem oliuhækkanir og uppskerubrestur gerir ekki auðveldari viðfangs. Opinber stefnaherstjórnarinnar er að ná verðbólgunni niður i 20 til 25% innan tveggja ára, en hún er nú eins og áður segir meira en 42%. Nýskipaöur fjármála- ráðherra Brasiliu hefur þó látið hafa eftir sér aö óánægja laun- þeganna sé stærsta vandamál stjórnarinnar. Segir hann að stjórnin hafi fórnað kjarabótum fyrir uppbyggingu fram til þessa. Þetta hafi boriö árangur og þjóöartekjurnar vaxiö stór- um skrefum enverðbólgan jafn- framtfarið öll úr böndum. Nú er bráðnauðsynlegt, segir hann, að friða launþegana og stjórnin verður aöfinna einhverja leiötil að auka áhrif þeirra á stjórn landsins. Valið stendur greinilega á milli aukins lýöræðis eöa auk- innar haröstjórnar. KEJ Móimælafundur launþega. Innfellda mvndin er af nýja forsetanum, Figueiredo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.