Tíminn - 08.04.1979, Side 7

Tíminn - 08.04.1979, Side 7
Sunnudagur 8. apríl 1979 7 Jón Sigurðsson: Þrjátíu ára samstarf Vesturlanda Nú í nýliöinni viku, hinn 4. april sl., varö Atlantshafs- bandalagiö þrjátiu ára, og svo sem eðlilegt var minntust menn þessviöa um lönd. Þaö er óþarft aö rekja það hér meö hvilikum atburðum aðild Islands aö bandalaginu var samþykkt á sinum tima. Um þá atburði eru enn mjög skiptar skoðanir og gagnkvæm tortryggni og sárindi eru enn ótrUlega mikil eftir þessi þrjátiu ár. Um þaö verður ekki lengur deilt að Atlantshafsbandalagiö varstofnaöá sinum tima vegna þess að ráöandi menn á Vestur- löndum höföusannfærst um það aöhætta steðjaði aö Vesturlönd- um úr austriogaöstjórnkerfi og lýöréttindi Vesturlandamanna væru i hættu. Framferöi Ráð- stjórnarrikjanna I Evrópu austanverðri, ekki hvaö sist valdatakan i' Tékkóslóvakiu og tilraun þeirra til aö brjóta Vestur-Berlin undir sig, varð einkum til þess að sú hugmynd vaknaði og fékk mikinn byr að stofnaöyrði sérstakt öryggis- og varnarbandalag til aö bægja þessari hættu frá. Það er alveg gagnslaust nú að fara að deila um þaö hvort þessi ótti, þessi sannfæring um aösteöjandihættu, átti rétt á sér á þessum tfma. Slikt er fyrst og fremst verkefiii þeirra sagn- fræðinga sem helga sig þessu timabili. Ottinnogsannfæringin um hættuna var fyrir hendi, og i samræmi við það hófust menn handa. A sama hátt er alveg gagnslaust að fara að deila um það nú hvort Ráðstjórnarrikin beittu skefjalausu ofbeldi eða skepnuskap á þessum tíma eða voru engilhrein af hverri ákúru, eða eitthvað þar á milli þá og siðan. Meginatriðið er að menn töldu vá fyrir dyrum, höfðu nýlegaog sára reynslu af ófrelsi og árásum og vildu fyrir hvern mun koma i veg fyrir að slikt endurtækisig ieinnieða annarri mynd. Hlutleysi íslands og forræði Breta Dr. Þór Whitehead sagn- fræðingur hefur nýlega gert grein fyrir þvi hvað raunveru- lega fólst i hlutleysisyfirlýsingu Islendinga frá 1918. Hann hefur kannað heimildir málsins og komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að hlutleysi Islands og eigið varnarleysi þess hafi miðast við forræöi breska flot- ans á Norður-Atlantshafi. Islendingar hafi m.ö.o. gert ráð fyrir öryggisstarfi breska flotans á svæðinu umhverfis landið og i skjóli hans hafi þeir talið hlutleysi i alþjóðaátökum nægilega tryggingu. Sé þetta réttur skilningur á hludeysishugtakinu verða menn að horfast i augu við þá staðreynd aö þetta „hlutleysi” var úr sögunni upp úr lokum siðari heimsstyrjaldar og þessi „vernd” — eöa forræði — breska flotans hefur ekki verið fyrir hendi siðan, og reyndar það sem bólað hefur á flota hennar hátignar á Islands- miðum siðan verið beint gegn Ufshagsmunum þjóðarinnar. En þessi skilgreining hlut- leysishugtaksins leiðir hugann að því að engin þjóð, og allra sist vopnlaus smáþjóð sem býr áveðurs i alþjóðamálum, ákveður utanrikisstefnu sina upp á sitt einsdæmi án tillits til annarra þjóða, rikja e.ða áhrifa- aðila. Utanrikisstefna veröur aldrei mótuð, eða henni framfylgt, i tómarúmi, heldur með beinni tilvisan til ástands- ins umhverfis og þeirra aöila sem mest áhrif hafá á það. Hlutleysi eða markleysa Þetta hafa Finnar fengið að læra af sárri reynslu. og Þetta gerahinir „hlutlausu” Svfarsér fyllilega ljóst. Staða Svia mark- ast alveg af þvi að vestan við þá búa aðildarþjóðir Atlantshafs- bandalagsins og hafa þann viðbúnaö að Svium er ekki bráð hætta búin úr austri, en austan Sviþjóðar búa Finnar og hafa mótað sina „hlutleysisstefnu” miðað við nábýlið við Rússa. Það hafði t.d. mikil áhrif á þá ákvörðun Svia að ganga ekki i Atlantshafsbandalagið, að þeir þóttustvita að Ráðstjórnarrikin myndu þá annað hvort her- nema Finnland með öllu eða a.m.k. krefjast góðrar hern- aðarlegrar aðstöðu i vestur- héruðum Finnlands. Sviar mátu sina aðstöðu og komust að þvi að „hlutleysi” miðað við Danmörk og Noreg i Nató annars vegar og Finnland „hlutlaust” og með timanum laust við rússneskar bæki- stöðvar hins vegar, væri þeim sjálfum affarasælast. Annar þáttur i sænska hlut- leysinu, sem ekki er lærdóms- minni fyrir Islendinga, er sá að þeir halda uppi geysilegum hernaðarmannvirkjum og varnarviðbúnaði sjálfir. Sænsk- ir stjórnmálamenn hika ekki við að fullyrða, að án mikils hern- aðarlegs viðbúnaðar sé hlut- leysi Svíþjóðar „nafnið tómt og gersamlega merkingarlaust”. Þeir leggja m.ö.o. á það alveg sérstaka áherslu að varnar-, öryggis- og eftirlitsstörf eru al- ger forsenda þessa veigamikla þáttar utanrikisstefnunnar. Ekki svo litill árangur Um störf Atlantshafsbanda- lagsins má að sjálfsögðu lengi deila.og veröa menn seint á eitt sáttir. Það er þó augljós stað- reynd að þeirri hættu, sem þótti fyrir hendi 1949 og siðan, hefur veriö bægt frá löndum banda- lagsins. Um frekari útþenslu R á ðst jó r na rr ik j an na i Vestur-Evrópu hefur ekki verið að ræða. 1 öðru lagi hefúr bandalaginu tekist að tengja þjóðir bandalagsins nánum vináttu- og samstarfsböndum. Menn skulu hafa það I huga að þetta er ekki litill árangur út af fyrir sig. Helstu þjóöir Atlants- hafsbandalagsins f Vestur-Evrópu voru erföa- fjendur. Átök og úlfúö Þjóð- verja, Frakka, Itala, Breta... höfðu verið fastur og littbreyt- anlegur liður Evrópusögunnar frá því á þjóðflutningatimanum. Fyrir tilverknað bandalagsins fyrst og fremst hefur tekist vinátta og náið samstarf meö þessum þjóðum, og slöan hefur það smám saman orðið nánara og færst inn á æ ný svið. Hvað tslendinga varðar má ef til vill segja að litlu skipti hvað fer i millum þessara megin- landsþjóða, og þó myndu fáir aðrir en Bjartur i Sumarhúsum fá'st til að halda sliku fram. En innan bandalagsins eigum við þá náið og gott samstarf við þjóöir, sem við teljum ekki aðeins nágranna og vini, heldur og frændur okkar. Frá okkar sjónarmiði varöar væntanlega mestu um Norðmenn, Dani, Kanadamenn, Lúxembúrgara og fleiri. Hver á að hafa forræðið? Þegar deilt er um aðildina að Atlantshafsbandalaginu er oftast bent á hættuna sem land- inu stafar af stórstriði milli kjarnorkuveldanna. Hafa menn velt þvi fyrir sér hvað I Islands biði ef það væri utan bandalaga og varnarlaust i slik- um ófriði? Hiklaust má fullyrða að þegar I byrjun yrði skotið á landið, þó ekki væri til annars en að „hreinsa þar út” alla möguleika sem andstæðingur gæti notfærtséri landinu. Hætt- an sem steðjar að landinu i heimsátökum og kjarnorku- striði er vafalaus, en hún minnkar ekki hætishót við úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu. En málið snýst ekki aðeins um kjarnorkustrið, þótt aldrei verði gert of mikiö úr hættunni af þvi. Málið snýst, eins og forð- um, um forræðið á Norður-Atlantshafi. Hvaða riki og rikjabandalög eiga að hafa bestu aðstöðuna til áhrifa og þrýstings á þessu svæði? Er það Islendingum æskilegt að á þessu svæði leiki allt á reiðisjálfi i keppni og átökum, jafnvel þótt ekki komi til beinna blóðsúthell- inga? Er það Islendingum til hagsbóta að Rauöi floti Ráð- stjómarrikjanna fái færi á þvi að ná undirtökunum á þessu svæði? Er ekki ástæða til þess að Islendingar spyrji hvað Ráð- stjórnarrikjunum gengur til að auka stöðugt, ár frá ári, umsvif sin umhverfis landið? Menn verða að hafa þaö i huga að málið snýst einnig og ekki sist um þaö hvert á að vera öryggi þeirra þjóða sem við Norður-Atlantshaf búa, i sam- skiptum sinum, i viðskiptum yfir hafið sem ekki skipta Islendinga svo litlu, og i almennum samgöngum. Það fer ekki á milli mála að á þessu svæði verður að halda uppi eftirlits- og öryggisstarfi. 011 óvissa á sjálfu Norður-Atlantshafi yrði talin óþolandi, ekki aðeins af risa- veldunum báðum, heldur ekki siðuraföllum þeim þjóðum sem við þetta haf búa. Spurningin er aðeins sú hver á að hafa for- ræðið á þessu svæði, og hver á aö annast þetta eftirlits- og öryggisstarf. Eiga þjóðirnar sem við þetta haf búa að annast það sjálfar sameiginlega, og hafa sjálfar forræðið, — eða æskja menn þess að einhverjir aðrir aðilar, mismunandi langt að komnir, taki það að sér? í sjálfri kvikunni I þessu sambandi þýðir ekkert að fara að tala um „nýlendu- veldi”, „heimsvaldasinna” eöa „auðvaldsriki”. Þaö er stað- reynd að þessar nafngiftir geta m.a. átt við Vesturlandamenn, en það er ekki siður staðreynd að Vesturlandamenn búa viö þetta haf og þurfa á þvi að halda. Og það er ekki siður staðreynd, þótt stundum virðist svo sem tslendingar gleymi þvi, að Islendingar eru sjálfir Ve stu rlan damenn. Islendingar eru ekki aðeins Vesturlandamenn, heldur búa þeir i viðkvæmri kviku lifheims Vesturlanda. Aðgerðir tslend- inga upp á sitt eindæmi i öryggismálum myndu þannig fela i sér að tómarúm mynd- aðist á Norður-Atlantshafi. Af sliku tómarúmi leiddi umsvifa- laust kapphlaup um forræðið á þessu svæði, ogviö vitum fullvel að þeir sem þar munueigast við eru þegar fyrir fram and- stæðingar i keppninni um alþjóðleg áhrif. Hér yrði m.ö.o. um að ræða stórkostlega hættu- legt ástand i alþjóðamálum, ástand við heimadyr okkar sjálfra sem við þó gætum ekki haft nokkur minnstu áhrif á,þar sem viö höfum hvorki land- fræðilega stöðu né efnahagslega og hernaðarlega getu Svia. Það má kvarta undan ýmsu i sambúð Islendinga við aðrar þjóðir Atlantshafsbandalagsins, en innan þess höfum við þó samningsbundna aðstöðu til að fá upplýsingar um þessi mál, samningsbundna aðstöðu til að vera með i ákvörðunum og til aö hafa áhrif á niðurstöðu. Það hefur t.d. ekki farið fram hjá mönnum að innan Atlantshafs- bandalagsins geta Islendingar beitt miklu meiri þrýstingi á ákvarðanir en nemur mannfjölda eða mætti rikisins. Það sannaðist i átökum okkar við Breta i landhelgisdeilunni. Við úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu og slit allrar varnarsamvinnu viö aðfidarríki þess væri komið gersamlega i veg fyrir að Islendingar gætu fylgst með nokkru þvi sem þá sjálfa varðar i öryggismálum, eftirlitsstörfum og hernaðarleg- um málefnum á svæðinu yfir og umhverfis landið. Við yrðum ekki teknir með i umræöum eða samráðum af neinu tagi, og menn geta rétt velt þvi fyrir sér hvort Rauði flotinn færi að spyrja okkur til vegar! Samstarf og áfangar eina leiðin Það er, af þvi sem hér hefur komið fram, fyllilega ljóst að á Norður-Atlantshafi, — i, yfir og umhverfis Island verður haldið uppi eftirlits- og öryggisstarfi um fyrirsjáanlega framtið. Spurter aðeins um þaðhver eða hverjir eiga að standa fyrir þessu starfi og bera kostnaðinn af þvi. Það er vitanlega ótvirætt að slikt starf skiptir allar þjóðirnar við Noröur-Atlantshaf miklu og reyndar fleiri sem telja sig eiga hagsmuna aðgæta á þessu svæði, en hvaö blend- inga sjálfa snertir hafa þeir fyrir löngu lýst þvi yfir — og itrekað það — að þeir hafa ekki her og hafa ekki i hyggju að taka aö sér hernaðarleg störf eða þau störf sem tengjast hern- aðarlegum málefnum. Það er vægast sagt hæpið að blendingar muni hafa mann- afla, sérþjálfaö fólk eða fjár- hagsstöðu tilþess að takaaðsér eftirlits- og öryggisstörfin hér á landinema átfitölulega löngum tima. Meöan þvi vindur fram er eðlilegt að þau séu unnin i samlögum við þær þjóðir sem við viljum eiga samleið með. Þaðer vissulega óhagstæðað- staða fyrir Islendinga að landið og lega þess skuli vera svo mikilvæg öðrum sem raun ber vitni, og ekki höfum við óskað eftir þvi — né verið spurðir. Hitt er jafnvist, að staða okkar breytistekki nema þá á löngum tima og i áföngum, og i nánu samstarfi við þær þjóðir sem vilja standa með okkur i þvi að breyta ástandi millirikjamála á Norður-Atlantshafi. Þær þjóðir, sem við eigum samleið með i þessum efnum, eru vitanlega nágrannar okkar og frænd- þjóðir, enda eru þær þjóðir þær einu sem öllu varðar hverju fram vindur á þessu svæði- menn og málefni Aðild íslands skiptir verulegu máli við lausn landhelgisdeilunnar. Myndin sýnir ásiglingu herskips breska flotans á islenskt varðskip — Týr i april 1976.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.