Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 33

Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 33
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Þegar Davíð Garðarsson fékk Range Rover jeppa árgerð 1983 átti hann þá ósk heitasta að bíllinn yrði appelsínu- gulur. Hrafnhildur Jónsdóttir, kona Davíðs, harðneitaði í fyrstu, en í dag er hún hæstánægð og keyrir stolt um á þeim appelsínugula. „Þegar ég eignaðist bílinn dauðlangaði mig í þennan appelsínugula lit en Hrafnhildur Jónsdóttir, konan mín, harðneitaði,“ segir Davíð Garðarsson bifvélavirki hjá B & L. Vinnufélagar Davíðs brugðu þá á það ráð að bjóða Hrafnhildi að mála bílinn í sjálf- boðavinnu ef hún samþykkti appelsínugula litinn og það varð úr. „Þeir náðu henni á ein- tal án minnar vitundar og hún samþykkti þetta bara í einhverju bríeríi og bjóst aldrei við því að þetta yrði að veruleika,“ segir Davíð hlæjandi. Þeir félagarnir tættu allt innan úr honum, teppalögðu, settu ný inni- ljós og máluðu að lokum skær-appelsínugul- an, alveg eins og Hrafnhildi hafði verið lofað. „Þeir unnu að þessu í fleiri daga með mér, allt í sjálfboðavinnu og þegar hann var tilbú- inn slógu þeir saman í númeraplötuna G4 sem bíllinn er nú nefndur í daglegu tali,“ segir Davíð. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi verið helsti andstæðingur litarins í byrjun er það einmitt hún sem notar bílinn mest í dag. Fjöl- skyldan fer gjarnan á fjöll og í jeppaferðir með félagi Land Rover eigenda, Íslandrover þar sem Davíð er sjálfur stjórnarmeðlimur. „Við förum gjarnan upp að Hólaskógi fyrir ofan Búrfell þar sem bróðir minn heldur til og þá keyrum gjarnan áfram til Landmanna- lauga og Hveravalla,“ segir Davíð sem sér svo sannarlega ekki eftir að hafa látið app- elsínugula drauminn rætast. Konan tekin á eintal út af litum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.