Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 90

Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 90
Þ að var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds- íþróttina mína þar. Nefnilega snjó- bretti. En um leið og ég lenti eld- snemma morguns í Teheran blöstu við mér tignarleg fjöll með snævi þökktum toppum og ég fékk smá spenning í magann. Og jú, viti menn. Í kringum Teheran, í Alborz- fjöllunum, eru fjögur fyrsta flokks skíðasvæði. Ég var ekki lengi að spurjast fyrir og kom þá í ljós að bróðir vinar míns er mikill skíðagarpur og mér var skipað að hringja í hann. Tveimur dögum síðar klukk- an sjö um morguninn sóttu Arash og vinur hans mig til að fara upp í fjall. Ég var búin að segja honum að ég hefði ekki tekið með mér neitt skíðadót en hann sagðist redda því. Það næsta sem ég vissi var að við komum við í snjóbrettabúð sem frændi hans á og þar var val- inn á mig snjóbrettagalli og ég dressuð frá toppi til táar. Allt í láni. Þegar við nálguðumst fjallið stoppaði Arash í litlu þorpi þar sem leigt var bretti fyrir mig og ekki nóg með það, það var leigður brettakennari með, stelpa til að hanga með mér meðan strákarnir brunuðu á skíðunum sínum. Og að sjálfsögðu mátti ég ekki borga neitt. Þegar maður er gestur í Íran þá er maður gestur. Ég þurfti svo sem ekki á kenn- ara að halda eftir áralanga snjó- brettaiðkun en komst svo að því að það var nauðsynlegt að hafa hana með í för, því þegar kom að því að fara í lyfturnar er sér röð fyrir stráka og sér röð fyrir stelp- ur. Kynin geta ekki farið saman í lyftu. Ég hefði því endað ein ef Vida hefði ekki leitt mig um svæðið. Þetta var ennþá Íran. Það var samt fyndið að sjá að allt í einu máttu allar stelp- ur vera í venjulegum skíðagöllum og flestar voru þær í mittisúlpum. Skyndilega voru allar slæðurnar og treflarnir horfnir og stelpurnar komnar með húfur á hausinn í staðinn en þannig er það jú alltaf á skíðum. Þetta var eins og að koma inn á eitthvert frísvæði þar sem íslömsku fatareglurnar áttu ekki lengur við þó það stæði skýrum stöfum á dagspassanum mínum: „Please respect the Islamic code of conduct.“ Dizin International Skiing Area er stærsta og besta svæðið í Alborz- fjöllunum og skemmtilegt hvernig „International“ er tekið fram í nafninu. Þetta hefði getað verið hvaða skíðasvæði sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum og fólkið eins. Nema hvað að þarna var unga kyn- slóðin búin að taka völdin. Lang- flestir voru undir þrítugu og ör- fáir yfir fertugu. Í dag eru Íranar mjög ung þjóð. Fólksfjölgun á seinni hluta tuttug- ustu aldar sló öll met og fólks- fjöldi í Íran tvöfaldaðist eftir íslömsku byltinguna 1979 þegar getnaðarvarnir voru bannaðar. 70% af Írönum eru því undir þrí- tugu í dag. Og það er greinilegt þegar maður gengur um götur Teheran að þar er ungt fólk í mikl- um meirihluta. Þetta unga fólk er menntað eða í háskóla og styður ekki íslam. Það er því ekki skrítið að þetta unga fólk sæki í staði eins og Dizin-skíðasvæðið sem er eins og einhvers konar vestrænt frí- svæði þar sem hægt er að skemmta sér á eðlilegan hátt. Það var líka nokkuð ljóst að þarna var ríka og fallega fólkið. „Jet set Teheran“ liðið var mætt á svæðið. Þó að dagspassinn sé hræ- ódýr (700 kr.) þá er það bara efn- aða fólkið sem getur stundað skíðaíþróttina. Þarna voru allir með merkin á hreinu og flestir með Burton-bretti og klæddir í Burton frá toppi til táar. Þetta unga Teheran-lið var með „outfitt- ið“ alveg á hreinu og útlitið skipti ennþá mestu máli. Stelpurnar voru til dæmis ekkert að spara „meiköppið“ þó þær væru komnar upp í fjall. Fegurðin skiptir öllu máli. Í Teheran er ekki hægt að labba út á götu án þess að mæta 3 til 4 stelpum með umbúðir eftir nefaðgerð. Hér er jafn eðlilegt að fara í lýtaaðgerð eins og að fara til tannlæknis á Íslandi. Eftir að hafa unnið á skíða- svæði í austurrísku Ölpunum átti ég ekki von á svona geggjuðum brekkum hér. En Dizin hafði upp á allt það besta að bjóða. Brattar brekkur, frábær snjór, nóg af púðursnjó fyrir „off-piste“ en helsti kosturinn var samt sá að þó að Alborz-fjöllin séu sambærileg við Alpafjöllin þá eru þau laus við túrismann. Raðir í lyftur voru nánast engar og brekkurnar ekki troðnar. Sólin skein og snjórinn var eins og hann gerist bestur. Fyrir þá sem vilja smá ævin- týri í skíðafríið sitt mæli ég með Íran þar sem hægt er að heim- sækja Teheran og upplifa pers- neska menningu í leiðinni. Hér er hægt að sjá skemmti- lega heimildarmynd um skíðaiðk- un í Íran: http://www.youtube.com/ watch?v=waMBt6EnsT8 hannabjork@gmail.com Á snjóbretti í Íran Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Opið um helgina Laugardag kl. 11.00 - 16.00 Sunnudag kl. 12.00 - 16.00 STÓRSÝNING UM HELGINA Líttu við og kynntu þér úrvalið! 2007 árgerðir af hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum komin se gl -7 03 A Landsins mesta úrval af ferðavögnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.