Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 4
4 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR ALÞINGI Aðstoðarmenn lands- byggðarþingmanna verða í hlutastarfi og hafa aðstöðu í kjördæmunum. Þingmenn geta því ákveðið að deila aðstoðar- manni, segir í tillögum forsætis- nefndar Alþingis. Allir 29 þingmenn úr Norð- vestur-, Norðaustur- og Suður- kjördæmum fá aðstoðarmann í hlutastarfi. Formenn stjórnarand- stöðuflokka fá einnig hver sinn aðstoðarmann í fullu starfi. Laun aðstoðarmannanna verða hlutfall af þingfararkaupi. Þeir verða ekki opinberir starfsmenn en farið verður eftir sömu hæfisskilyrðum. Einnig verða settar skorður við ráðningu skyldmenna. - sgj Tillögur um aðstoðarmenn: Geta sameinast um hjálparkokk NÝJA SJÁLAND „Ég er himinlifandi að vera hér,“ segir hinn 102 ára Breti Eric King-Turner, sem fluttist búferlum til Nýja- Sjálands. Ástæða flutninganna er sú að kona Erics, sem er aðeins 89 ára, er frá Nýja-Sjálandi og höfðu þau búið í þrettán ár í Bretlandi. King-Turner ákvað að taka af skarið því hann vildi ekki hugsa til baka þegar hann væri orðinn 105 ára og sjá eftir því að hafa ekki flutt. Hann hlakkar til að veiða á flugu og lifa rólegu lífi á Nýja-Sjálandi. - áf Elsti innflytjandinn: 102 ára flytur til Nýja-Sjálands Rafmagn af miðbænum Rafmagnslaust varð í miðbæ Reykjavíkur frá rúmlega ellefu til tuttugu mínútur í eitt á föstudags- kvöld. Laugavegur og Hverfisgata frá Snorrabraut að Lækjartorgi voru án rafmagns í um einn og hálfan tíma. Ástæða rafmagnsleysisins var bilun í háspennustreng á Hallveigarstíg. REYKJAVÍK MENNTAMÁL Kópavogsbær hyggst taka við rekstri tveggja af fimm einkareknum leikskólum í Kópa- vogi. Öðrum rekstraraðilanum hefur verið sagt upp en hinn bað bæjaryfirvöld um að kaupa leik- skólann af sér. Í Kópavogi eru fimm einka- reknir leikskólar: Kjarrið í Dal- smára, Undraland við Hábraut, Ylur við Suðurlandsveg, Hvarf við Álfkonuhvarf og Kór við Baugakór. Tvo þeirra, Hvarf og Kór, á Kópavogsbær en felur öðrum reksturinn með þjónustu- samningi. Hinir þrír eru í einka- eigu og -rekstri. Um áramótin var þjónustu- samningi bæjarins við rekstrar- aðila Hvarfs, ÓB Ráðgjöf, sagt upp vegna samstarfsörðugleika. Um tíma ríkti óvissa um það hver tæki við rekstri leikskólans þegar uppsagnarfresturinn rennur út 1. maí, en á bæjarráðsfundi síðast- liðinn fimmtudag var ákveðið að bærinn tæki við honum. Hvarf verður þá ekki lengur einkarekið. Að sögn Eddu Guðrúnar Guðna- dóttur, trúnaðarmanns starfs- manna á Hvarfi, er starfsfólki mikill léttir að ákvörðun bæjar- yfirvalda. „Við vitum þá allavega hvert framhaldið verður. Eins og stendur er málið leyst, við erum búin að fá þau svör sem við vild- um og erum nokkuð sátt.“ Boðað hefur verið til fundar með foreldrum og starfsmönnum næsta miðvikudag þar sem farið verður yfir stöðu mála í leikskól- anum. Einnig lítur út fyrir að leikskól- inn Kjarrið, sem er í einkaeigu, verði það ekki lengur innan skamms. Eigandi hans hefur óskað eftir því að bærinn kaupi húseign- ina og reksturinn. Á bæjarráðs- fundinum á fimmtudag var Gunn- ari I. Birgissyni bæjarstjóra falið að gera kauptilboð í leikskólann. Rekstur hinna þriggja einka- reknu leikskóla bæjarins gengur vel eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Þjónustusamningur bæjarins við Kór er í fullu gildi og verður það til 1. júní 2009. Ekkert hefur verið rætt um yfirtöku Kópavogsbæjar á rekstri Yls eða Undralands í bæjarráði. salvar@frettabladid.is Einkareknir leikskól- ar leggja upp laupana Kópavogsbær ætlar að taka við rekstri tveggja einkarekinna leikskóla í bænum. Þjónustusamningi við leikskólann Hvarf hefur verið sagt upp vegna samstarfs- örðugleika, og bærinn hyggst kaupa leikskólann Kjarrið að beiðni eigandans. KJARRIÐ Leikskólinn Kjarrið í Kópavogi tók til starfa árið 2001, og hefur rými fyrir 56 börn. Hann er í einkaeigu, en nú lítur út fyrir að bærinn muni taka yfir reksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLGUÁSTAND Stjórnarandstæðingar mótmæltu komandi kosningum á götum úti í Lahore í gær. NORDICPHOTOS/AFP ORKA Utanaðkomandi ráðgjafar verða fengnir til að koma að framtíðarstefnumótun Orkuveit- unnar, eftir að tillaga þess efnis, borin upp af minnihlutaeigendum í fyrirtækinu, var samþykkt á eigendafundi fyrirtækisins á föstudaginn. „Þetta er sameignarfyrirtæki og eðlilegt að óháður aðili komi að mótun stefnunnar frekar en að innra eftirlit Reykjavíkurborgar standi eitt að þessu. Þetta var ákveðið hér í sveitarstjórn og á Akranesi voru sömu áherslur,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgar- byggðar. - kóþ Framtíð Orkuveitunnar: Ráðgjöf um stefnu að utan PAKISTAN, AP Tæplega fjörutíu manns létu lífið og yfir níutíu særðust í sjálfsmorðsárás í Pakistan í gær. Bíl var ekið inn á kosningaskrifstofu í Parachinar í norðvesturhluta landsins. Talið er að flestir hinna látnu hafi verið stuðningsmenn PPP, stjórnarand- stöðuflokks Benazir Bhutto. Kosningar fara fram í landinu á morgun en með þeim lýkur átta ára herstjórn Pervez Musharraf, forseta landsins. Samkvæmt skoðanakönnunum í Pakistan segist 51 prósent landsmanna halda að svindlað verði í kosningunum. - þeb Kosningar í Pakistan: 37 látnir í sjálfs- morðsárás ORKUMÁL „Umræða um málefni orku- og veitufyrirtækja snúast oft óþarflega mikið um eignarhald á auðlindum og veitukerfum,“ segir í ályktun aðalfundar Sam orku sem haldinn var í gær. Segir þar að hægt sé að stýra starfsemi allra orku- og veitu- fyrirtækja í krafti laga og reglna án tillits til eignarhaldsins. Telur fundurinn líklega að ekkert fyrir- tæki sé að hagnast á dreifingu raf- orku hvort sem fyrirtækið er í opinberri eða einkaeign. „Ætla verður að ríki og sveitarfélög geri af sjálfsdáðum nauðsynlegar ráð- stafanir í orku- og veitumálum án þess að sett séu lög sem beinlínis banna einkaaðilum að starfa á þessum sviðum.“ „Við teljum að enginn þurfi að óttast þó að eignarhaldið taki ein- hverjum breytingum,“ segir Gúst- af Adolf Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku. „Í dag er mikið af þessum auðlindum, jarð- hita og vatnsafli í einkaeign,“ segir hann en tekur fram að þeir séu ekki að biðja um að auðlindir verði færðar í einkaeign. Gústaf Adolf segir fjögurra pró- senta hámarksarðsemi lögbundna sem geri ekki mikið meira en að dekka fjárfestingarkostnað. „Þó svo að einkaaðilar myndu kaupa öll dreifikerfi raforku á Íslandi í dag þá myndi það ekki hafa nokk- ur áhrif á verðlag eða rekstur. Lík- urnar á því að einkaaðilar munu falast eftir því að kaupa þessi fyrir tæki eru afar litlar enda hagnaðarvonin engin.“ - ovd Samorka segir of mikla áherslu á eignarhald í orku- og veitufyrirtækjum á Íslandi: Of mikið rætt um eignarhald AF AÐALFUNDI SAMORKU Ályktaði að hægt sé að stýra starfseminni í krafti laga án tillits til eignarhalds. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sækir um pólitískt hæli Paul Ramses Oduor, einn kosninga- stjóra stjórnarandstöðunnar í Kenía, hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður hér á landi. Vegabréfsárit- un Oduor gildir fram á miðvikudag. STJÓRNSÝSLA Sjálfstraustið lítið Bandarískir neytendur óttast upp- sagnir á vinnumarkaði og niðurskurð. Sjálfstraust bandarískra neytenda hefur samkvæmt nýrri rannsókn ekki mælst minna í sextán ár. BANDARÍKIN VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 6° 5° 4° 8° 8° 9° 6° 8° 4° 16° 14° 8° 8° 21° 6° 28° 16° ÞRIÐJUDAGURÁ MORGUN 8-13 m/s vestan til, annars hægari. 8 3-8 m/s. Ört kólnandi vestan til síðdegis. 7 6 7 6 7 7 6 8 8 8 3 6 3 5 5 6 4 14 6 10 18 6 6 7 68 0 6 6 6 2 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HVENÆR KÓLNAR? Það er svo skrítið að á meðan frost er á landinu fæ ég alltaf dágóðan skammt af spurn- ingum um hvenær hlýni. Svo loksins þá hlýnar spyr þetta sama fólk hvenær kólni aftur. Það eru horfur á að kólni nokkuð síðla þriðjudags, einkum vestan til. GENGIÐ 15.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 128,9687 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,58 66,90 130,61 131,25 97,71 98,25 13,107 13,183 12,330 12,402 10,479 10,541 0,6164 0,6200 105,24 105,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.