Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 8
8 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR FRÉTTASKÝRING – BAK VIÐ LÁS OG SLÁ 4. HLUTI Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI „Það er mikill uppbyggingartími fram undan,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns og fyrrverandi þingkona, en til stendur að hefja byggingu móttökuhúsnæðis við fangelsið um leið og undirbúningsvinnu er lokið. „Þau mál eru á lokastigi. Það á eftir að klára samninga milli ríkisins og Árborgar um byggingarland. Þegar þau mál eru komin á hreint verður hafist handa við að koma húsinu upp,“ segir Margrét. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á föstu- daginn reyndust rúmlega sjötíu prósent fanga á Litla-Hrauni hafa neytt fíkniefna þegar könnun á fíkniefnanotkun í fangelsum landsins var gerð síðastliðið haust. Margrét telur nýtt móttökuhús- næði við fangelsið skipta sköpum hvað varðar forvarnastarf inn í fangelsinu. „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað aðstaða eins og sú sem byggja á upp við Litla-Hraun skiptir miklu máli fyrir starfsemina í fangelsum. Með henni verður hægt að taka á tilraunum til fíkniefnasmygls inn í fangelsið með miklu skilvirkari hætti en nú er.“ Sama segir Margrét að gildi um sterasmygl en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að töluvert sé um það á Litla-Hrauni að sterum sé smyglað inn í fangelsið. Mikil vinna hefur verið unnin af hálfu fangelsis- málayfirvalda við að greina starfsemi fangelsa hér á landi, hvaða þætti má efla og hvernig má breyta verklagi til hins betra. Hugmyndafræðin að baki nýjum fangelsisbyggingum snýr meðal annars að því að auka sveigjanleika starfsem- innar, með tilliti til þess að skipta verkefnum milli einstakra deilda. Mikilvægt þykir að eiga þess kost að skilja að deildir í fangelsum þar sem mismunandi öryggisstig gildir, að því er fram kemur í samantekt Fangelsismálastofnunar um framtíðaruppbyggingu fangelsa. Þá er gert ráð fyrir að í nýju fangelsi, sem ekki er endan- lega ljóst hvar mun rísa, verði góð aðstaða til afeitrunar fyrir fíkla og fyrir meðferðir. Margrét segir þessa stefnu geta verið leiðar- ljós við uppbyggingu fangelsisins á Litla-Hrauni sem þó verði áfram litið á sem öryggisfangelsi öðru fremur. „Í framtíð- inni stendur til að byggja við húsnæðið og fjölga klefum. Það er í raun alltaf leitast við að gera öll fangelsi að fyrirmynd- arfangelsum og það er eitthvað sem er hægt að gera á Litla-Hrauni,“ segir Margrét. Fangelsismálastofnun hefur í bréfum til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins bent á að nokkur fjöldi fanga eigi við „geðræn vandamál“ að stríða, eða sex til átta á þeim tíma sem bréfin voru skrifuð, og þurfi á sérhæfðri hjálp að halda. Stefnt er að því að byggja upp aðstöðu í nýju fangelsi fyrir fanga með geðræn vandamál, samtals sex rými með sérútbúinni aðstöðu. Margrét segir starfsfólk Litla-Hrauns og annarra fangelsa sjá fram á bjartari tíma í framtíðinni nái hug- myndir um uppbyggingu í fangelsismálum fram að ganga. „Hér eru allir fullir bjartsýni enda ekki ástæða til annars. Eins og gefur að skilja getur það verið erfitt að vinna í fangelsum. Með gagnkvæmri virð- ingu starfsfólks og fanga næst góður árangur og með það að leiðarljósi á okkur eftir að ganga vel,“ segir Margrét. Uppbyggingin getur skipt sköpum „Fyrirmyndarfangelsi er fangelsi þar sem fyllsta öryggis er gætt bæði gagnvart þjóðfélaginu sjálfu en einnig hvað varðar starfsfólk og fanga,“ segir Páll Winkel, for- stjóri Fangelsismálastofnunar. Páll segir jafnframt mikilvægt að fangar hafi möguleika á að hljóta þjálfun í starfi, námi og almennri lífsleikni. „Þeir eiga að vera færir um að elda mat sinn, þvo þvotta og þrífa. Það á að gefa þeim kost á að ná tökum á þeim vandamálum sem fyrir hendi eru, til dæmis fíkni- efnavandamálum, heilbrigðis- vandamálum og félagslegum örð- ugleikum. Það á að gefa þeim kost á að hafa samskipti við sína nán- ustu þannig að lok afplánunar verði auðveldari. Fyrirmyndar- fangelsi er því fangelsi þar sem varnaðaráhrif refsinga ná fram að ganga og markviss betrun á sér stað,“ segir hann. Ofbeldismenn á Kvíabryggju Gagnrýnt hefur verið að fangar sem gerst hafa sekir um ofbeldis- glæpi séu vistaðir á Kvíabryggju, sem hingað til hefur talist fyrir- myndarfangelsi Fangelsismála- stofnunar. Páll bendir á að stór hluti íslenskra fanga hafi gerst sekur um ofbeldi. Mennirnir séu hins vegar ólíkir innbyrðis og margir þeirra því vel hæfir til að vistast í opnu fangelsi, að minnsta kosti hluta afplánunartímans eins og á Kvíabryggju. „Við reynum eftir megni að meta aðstæður hvers og eins þegar vistunarstaður er valinn. Allir eru væntanlega sammála um það að markmiðið sé að fang- ar komi helst betri menn út. Til þess eru opin fangelsi og áfanga- heimili mikilvæg þar sem menn aðlagast samfélaginu smám saman og hafa ákveðið frelsi en sæta jafnframt mjög ströngum skilyrðum. Mikilvægt er að mögulegt sé að umbuna föngum sem sýnt hafa mjög góða hegðan í fangelsi.“ Ungir afbrotamenn og afplánun Spurningum um hvort ekki sé þörf á að útbúa sérvistunar- úrræði fyrir menn sem nýlega hafa náð sakhæfisaldri svarar Páll því til að oft gæti mis- skilnings þegar fullyrt sé að eldri fangar séu ávallt forhert- ari en þeir sem yngri eru. „Margir eldri fangar hafa lítt eða ekki afplán- að dóma áður, eru að vinna vel í sínum málum og af þeirri ástæðu þarf alls ekki að vera slæmt að vista yngri og erfiðari fanga með þeim. Margir hinna eldri eiga börn sjálfir og eru að reyna hafa sem best sam- skipti við þau,“ segir Páll. Hann segir einnig stóran hluta ástæð- unnar fyrir því að sérfangelsi fyrir yngri afbrotamenn séu ekki heppileg sé hve íslenskt sam félag er lítið. Það geri það að verkum að oft þekki ungir fangar hver annan til margra ára og hafi oft stundað afbrot saman. Þeir geti því myndað sterkan hóp og því sé skynsamlegra að reyna að aðskilja þá en að hafa þá í sama fangelsi eða sömu deild. „Hins vegar er í gildi sam- komulag Fangelsismálastofnun- ar og Barnaverndarstofu um vistun fanga yngri en 18 ára,“ segir Páll og útskýrir að mat Fangelsismálastofnunar sé að grundvallaratriði sé að afbrota- menn á aldursbilinu 15 til 18 ára afpláni á meðferðarheimilum þar sem fram fari sérhæfð með- ferð. Það sé gert nema þegar Barnaverndarstofa sjái sér ekki fært að taka viðkomandi menn í sína umsjá. Sem stendur sé þó enginn fangi yngri en 19 ára í afplánun í fangelsi. MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Forstöðu- maður Litla-Hrauns. PÁLL WINKEL Refsing og betrun vinni saman Í framtíðaráformum fangelsismálayfirvalda er gert ráð fyrir miklum betrumbótum á fangelsum landsins. Nýtt móttökuhúsnæði við Litla-Hraun mun gjörbreyta aðstæðum til leitar til hins betra, segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni. Karen D. Kjartansdóttir og Magnús Halldórsson skoðuðu hvernig refsing og betrun geta unnið saman í fyrirmyndarfangelsum. BÆTT VINNU OG ÍÞRÓTTA- AÐSTAÐA Áhersla hefur verið lögð á að hafa sem mest framboð af störfum svo fangar geti stundað vinnu eða nám. Nú þegar geta þeir fangar sem kjósa að vinna unnið á trésmíðaverkstæði, bílabónstöð, hellusteypu, þvottahúsi, pappaöskju- gerð, járnsmíðaverkstæði, númeragerð og skóla. Yfir sumartímann starfar einnig fjöldi fanga við viðhald og önnur störf utandyra og á þeim tíma er vinnuframboð viðunandi. Nauðsynlegt þykir þó að fjölga störfum í fangelsinu og finna léttari verkefni svo allir geti átt þess kost að vinna. Skortur er á léttari störfum sem allir geta unnið við. Byggja á nýtt hús við núverandi vinnu- aðstöðu og í risinu mætti útbúa svæði sem nýttist til tómstundastarfs fanga. NÝ STJÓRNSTÖÐ Gamli turn- inn sem flestir þekkja eftir að hafa ekið framhjá Litla-Hrauni hefur lítið sem ekkert verið notaður síðustu ár. Mikil þörf er á nýrri stjórnstöð. BETRI VARNIR Unnið er að útfærslu bættra varnargirðinga í kringum fangelsið, meðal annars með því markmiði að draga úr smygli inn í fangelsið. HEIMSÓKNARAÐSTAÐA Í fyrirhugaðri heimsóknarbygg- ingu verður sérstaklega litið til þarfa fjölskyldna. Meðal annars er gert ráð fyrir að 65 fermetra íbúð í heimskóknarbyggingunni þar sem fjölskyldur geta dvalið í nokkra daga í senn ásamt ástvini sínum í fangelsinu. Æskilegt þykir að fjölskylduheimsóknir fari ekki fram í öðrum fangelsisbyggingum og séu í útjaðri svæðisins með nýju húsnæði á tveimur hæðum fyrir gestamóttöku. Á efri hæð yrði heimsóknarálma, móttaka og aðstaða til að gera leit á gest- um og föngum. Gestir kæmu inn í húsið að norðanverðu en fangar að sunnanverðu. Með þessu yrði öll aðkoma gesta og önnur utanaðkomandi umferð alfarið utan dvalarsvæðis fanga. FYRIRMYNDARFANGAR Mikil- vægt þykir að geta umbunað föngum fyrir fyrirmyndarhegðun og er stefnt á að útbúa sérstaka nýbyggingu fyrir þá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Á VAKTINNI Hluti af betrumbótum fangelsisyfir- valda á fangelsum landsins felst í bættu öryggi, meðal annars því er lýtur að fíkniefnasmygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.