Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 98
26 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói BlöndulónÓvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið F í t o n / S Í A Enski FA-bikarinn: Man. Utd.-Arsenal 4-0 1-0 Wayne Rooney (16.), 2-0 Darren Fletcher (20.), 3-0 Nani (38.), 4-0 Darren Fletcher (74.). Chelsea-Huddersfield 3-1 1-0 Frank Lampard (18.), 1-1 Michael Collins (45.), 2-1 Frank Lampard (60.), 3-1 Salomon Kalou (70.). Liverpool-Barnsley 1-2 1-0 Dirk Kuyt (32.), 1-1 Stephen Foster (57.), 1-2 Brian Howard (90.). Bristol Rovers-Southampton 1-0 Cardiff-Wolves 2-0 Coventry-WBA 0-5 Skoska úrvalsdeildin: Celtic-Hearts 3-0 1-0 Jan Vennegoor (14.), 2-0 Scott McDonald (51.), 3-0 Andreas Hinkel (76.). Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts. Ítalska Serie A-deildin: Inter-Livorno 2-0 1-0 David Suazo (14.), 2-0 David Suazo (18.). Parma-AC Milan 0-0 Juventus-Roma 1-0 1-0 Alessandro Del Piero (45.). Spænska La Liga-deildin: Real Betis-Real Madrid 2-1 0-1 Royston Drenthe (6.), 1-1 Edú (32.), 2-1 Mark Gonzalez (35.). Espanyol-Sevilla 2-4 0-1 Luis Fabiano (6.), 0-2 Frederic Kanoute (11.), 1-2 Luis Garcia (41.), 1-3 Christian Poulsen (74.), 2-3 Coro (76.), 2-4 Diego Capel (78.). Hollenska úrvalsdeildin: Roda-Twente 3-1 Bjarni Þór Viðarsson kom ekkert við sögu hjá Twente að þessu sinni. Æfingaleikur á La Manga: Valerenga-Lyn 2-2 0-1 Endre Fotland Knudsen (34.), 1-1 Kristofer Hæstad (56.), 1-2 Magnus Powell (74.), 2-2 Jarl André Storbæk (88.). Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Lyn. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI 1. deildarlið Barnsley gerði sér lítið fyrir og sló Liver- pool út úr sextán liða úrslitum FA- bikarsins á Anfield í gær. Chelsea lenti í vandræðum með 2. deildar- lið Huddersfield en hafði á endan- um sigur. Flestir bjuggust við frekar auð- veldum sigri Liverpool á heima- velli sínum Anfield gegn Barns- ley, sem er um miðja 1. deildina, en annað kom á daginn. Liverpool lék án Fernando Torres og fyrir- liðinn Steven Gerrard sat á vara- mannabekknum en að öðru leyti stillti Rafa Benitez upp frekar sterku byrjunarliði. Dirk Kuyt skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúman hálftíma eftir sendingu frá Ryan Babel og aðeins frábær markvarsla frá Luke Steele í marki Barnsley kom í veg fyrir að Liverpool náði ekki að keyra yfir gestina og staðan var 1- 0 í hálfleik. Barnsley-menn náðu hins vegar að svara fyrir sig og öllum að óvörum jöfnuðu þeir leikinn á 57. mínútu. Þar var á ferðinni Stephen Foster með skalla eftir sendingu frá Martin Devaney. Liverpool bætti í sóknina en Steele varði og varði og Harry Kewell átti svo skot sem fór í stöng og allt leit út fyrir að óvænt jafntefli yrði niður- staðan. En alveg í blálokin náði Brian Howard að skora sigurmark Barnsley og tryggja gestunum frækinn sigur gegn Liverpool og farseðilinn í átta liða úrslit keppn- innar. Chelsea lenti einnig í basli með 2. deildarliðið Huddersfield en náði, ólíkt Liverpool, að klára dæmið í seinni hálfleik og vinna 3- 1. Frank Lampard skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Chel- sea og virðist vera að komast í sitt gamla leikform eftir að hafa verið meiddur. - óþ Óvænt úrslit urðu í sextán liða úrslitum FA-bikarsins: Barnsley sló Liver- pool út á Anfield FÖGNUÐUR Leikmenn Barnsley fagna hér fræknum sigri sínum gegn Liverpool á Anfield í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Englandsmeistarar Manchester United hreinlega slátruðu Arsenal 4-0 í sextán liða úrslitum FA-bikarsins á Old Traff- ord í gær, en þetta var 100. FA- bikar leikurinn hjá Sir Alex Fergu- son með United-liðið. Greinilegt var á byrjunarliðum beggja liða í gær að knattspyrnu- stjórarnir voru með leikina í Meistaradeild Evrópu í byrjun næstu viku í huga þar sem bæði liðin hvíldu lykilmenn. Sir Alex Ferguson ákvað að láta Ryan Giggs og markahrókinn Cristiano Ronaldo sitja uppi í stúku og Ars- ene Wenger byrjaði með Emm- anuel Adebayor og Mathieu Flamini á varamannabekknum. Wayne Rooney var hins vegar kominn aftur í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann og hann átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Rooney opnaði marka- reikninginn fyrir United strax á 16. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir skallasend- ingu frá Ander- son. United-liðið lék á als oddi á meðan Arsenal-liðið virtist hálf skelkað. Hinn skoski Darren Fletcher, sem hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði United í ár, bætti öðru markinu við stuttu síðar, einnig með skalla, eftir góðan undirbúning hjá Nani, en boltinn hafði hugsanlega einhverja viðkomu í Willam Gallas, varnarmanni Arsenal, á leið sinni í markið. Nani var svo sjálfur á ferðinni á 38. mínútu og skoraði þriðja mark United eftir frábæra send- ingu frá Michael Carrick með góðu skoti sem Jens Lehmann í marki Arsenal réð ekkert við. Markið undirstrikaði kannski helst flata vörn Arsenal-liðs- ins sem var opnuð trekk í trekk með góðum stungu- sendingum United-manna. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik þó svo að færin hafi vissu- lega verið til staðar og þá hjá United-mönnum. Gremja Arsenal manna Snemma í seinni hálfleik dró til tíðinda þegar Emmanuel Eboue, leikmaður Arsenal, fékk að líta rauða spjaldið fyrir háskaleik en Eboue stökk þá upp í skallaeinvígi við Patrice Evra og fór með takk- ana í síðu hans. Hvort sem brotið var viljandi eða óviljandi leit það mjög illa út og í raun ekkert annað í stöðunni fyrir dómarann en að dæma rautt spjald. Arsenal var ekki til stórræðanna eftir það enda einum færra en liðið fékk senni- lega sitt besta færi í leiknum þegar Eduardo da Silva átti skalla rétt yfir á 65. mínútu. United- menn voru þó ekki hættir og stuttu síðar leit fjórða markið dagsins ljós. Fyrrnefndur Fletcher skor- aði þá sitt annað mark og minnti rækilega á sig og enn og aftur var það Nani sem var arkitektinn að markinu. Lokatölur urðu 4-0 og erfitt að benda á einhvern einn sem stóð upp úr hjá United. Rooney, Nani, Fletcher og Ander- son áttu allir frábæran dag, en Arsenal-liðið var í heildina séð heillum horfið. omar@frettabladid.is Man. Utd rassskellti Arsenal Manchester United vann 4-0 stórsigur á erkifjendum sínum í Arsenal í sextán liða úrslitum FA-bikarsins á Old Trafford í gær. United lék frábæran bolta en Arsenal var algjörlega heillum horfið og nánast óþekkjanlegt. MINNTI Á SIG Darren Fletcher hefur lítið fengið að spila með United í ár en nýtti tækifæri sitt vel í gær. NORDIC PHOTOS/GETT Y NIÐURLÆGING Leikmenn United fóru á kostum í gær og hreinlega niðurlægðu Arsenal á köflum í leiknum. NORDPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.