Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 6
6 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR NÝJAR H4 og H7 bílaperur frá X-treme Power allt að 80% meira ljós NR. NS880SB 20% afsláttur í febrúar M er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yfi S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . Eldri borgarar 60+ Byrjendur 30 kennslustunda byrjenda- námskei›. Engin undirsta›a nau›synleg, hæg yfirfer› me› reglulegum endurtekningum í umsjá flolinmó›ra kennara. A›almarkmi› námskei›sins er a› gera flátttakendur færa a› nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til a› skrifa texta og prenta, nota Interneti› sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 21. febrúar. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16. Ver› kr. 20.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustundir. Hentar fleim sem loki› hafa byrjendanámskei›inu e›a hafa sambærilega undirstö›u. Byrja› er á upprifjun á›ur en haldi› er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri me›fer› tölvupósts. Kennsla hefst 20. febrúar. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16. Ver› kr. 20.500,- Vegleg kennslubók innifalin. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið hlaut tvær tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands, sem voru gerðar kunnar í gær. Óli Kristján Ármannsson á Fréttablaðinu, Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 og Pétur Blöndal á Morgunblaðinu eru tilnefndir til Blaðamanna- verðlauna ársins 2007; Óli Kristján fyrir aðgengi- leg og upplýsandi skrif um efnahagsmál og viðskipti, Kristján Már fyrir upplýsandi fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni og Pétur fyrir umfjöllun um REI-málið. Fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins eru tilnefnd Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir víðtæk skrif um sjóöryggi á siglingaleiðum, ritstjórn DV fyrir umfjöllun um Breiðavík og önnur vistheimili, og Þóra Tómasdóttir og Sigmar Guðmundsson, Sjónvarpinu, fyrir umfjöllun um drengi sem voru vistaðir í Breiðavík. Í flokki bestu umfjallana ársins eru Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson, Stöð 2, tilnefndir fyrir umfjöllun Kompáss um byssur á svörtum markaði á Íslandi, ástandið í Írak og heilablóðföll. Baldur Arnarson, Morgunblaðinu, er tilnefndur fyrir umfjöllun um svifryksmengun, og Kristín Sigurðardóttir, Fréttastofu Útvarps, er tilnefnd fyrir röð frétta um gjaldtöku vegna fit- kostnaðar. Verðlaunin verða veitt næsta laugardag. - þeb Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna tilkynntar í gær: Fréttablaðið með tvær tilnefningar VERÐLAUNAHAFARNIR Í FYRRA Auðunn Arnórsson, blaða- maður á Fréttablaðinu, Árni Torfason ljósmyndari, Lára Ómars- dóttir og Ingi R. Ingason, Kompási, og Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu, hlutu verðlaun á síðasta ári. Líst þér vel á vinningstillöguna um byggð í Vatnsmýrinni? Já 48,3% Nei 51,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttastu handrukkara? Segðu þína skoðun á visir.is SPILAMÓT Sindri Lúðvíksson póker- mótshaldari gerir athugasemdir við að Bridgehátíð Icelandair Open 2008 sé ekki stöðvuð. Hann staðhæfir að sama fyrirkomulag sé á hátíðinni og pókermóti sem hann hélt. Pókermótið var stöðvað af lögreglu. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins er sama fyr- irkomulag á vinningum á Bridge- hátíð og á pókermótinu. Keppendur á Bridgehátíðinni greiða keppnisgjald en hluti þess rennur svo í vinningssjóð fyrir vinningshafa. Að sögn Ólafar Þor- steinsdóttur, framkvæmdastjóra Bridgesambands Íslands, er vinn- ingsfjárins þó einnig aflað með öðrum leiðum. „Þetta er alveg sama fyrirkomu- lag og við höfðum á pókermótinu,“ segir Sindri. „Þar greiddu menn keppnis- gjald sem síðan fór allt í vinn- ingssjóð þannig að einu fjár- munirnir sem menn gátu í raun og veru tapað voru sú upphæð sem þeir greiddu fyrir mótsgjaldið. Það var ekki hægt að leggja neitt aukalega undir eins og mér heyrist sumir vera að halda fram sem hafa tjáð sig um þetta. Þetta er sama fyrir- komulag og haft er á golfmótum og bridgemótum nema hvað ég tók ekkert fyrir þetta.“ Hann telur að hér sé um mikla mismunun að ræða sem fyrst og fremst stafi af vanþekkingu yfir- valdsins á eðli pókermóta. „Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að þeir þekki þetta vel en mér heyrist á þeim viðtölum sem ég hef heyrt af embættismönnum sem hafa tjáð sig um málið að þeir haldi að verið sé að leggja undir peninga í hverju spili en svo er alls ekki. Reyndar tel ég að við séum svolítið að gjalda fyrir nafnið á þessu, hefði ég kallað þetta mót í ólsen ólsen hefðu við- brögðin sennilega orðið allt öðru- vísi.“ Karl Ingi Vilbergsson aðstoðar- saksóknari vildi ekki tjá sig um málið en taldi afar ólíklegt að ein- hver afskipti yrðu höfð af Bridge- hátíðinni. Ekki náðist í Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Ólöf segir að mikil hefð sé fyrir bridgehátíðinni enda hafi hún verið haldin í 28 ár. „Ég held að það sé nú hluti af málinu, það er mikil hefð á bak við bridgemót og margir þjóðþekktir menn búnir að taka þátt í þeim. Það er hugsanlegt að það haldi aftur af yfirvöldum.“ Keppnisgjald á Bridgehátíðinni er frá 15 til 40 þúsund krónur á parið og vinningar eru á bilinu frá rúmum 20 þúsund til 201 þúsund króna. jse@frettabladid.is Segir bridgehátíð svipa til pókermóts Pókermótshaldari telur það mikla mismunun að ekkert sé aðhafst í málum Bridgehátíðar sem er með sama fyrirkomulagi og pókermót sem hann hélt en það var stöðvað af lögreglu. Aðstoðarsaksóknari vill engu svara. BRIDGEHÁTÍÐ 2008 Sindri Lúðvíksson segir að sama fyrirkomulag sé á Bridgehátíð- inni og pókermóti sem hann hélt í sumar. Þó hefur hátíðin farið fram án afskipta yfirvalds en pókermótið var hins vegar stöðvað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Alvarleg umræða um Evrópusambandsaðild getur ekki farið fram fyrr en búið er að ná tökum á efnahagslífinu. Þetta er mat Bjarna Benediktssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks og for- maður utanríkismálanefndar. „Verkefni dagsins í dag er að ná tökum á efnahagslífinu, lækka vexti en á sama tíma halda verð- bólgunni í skefjum. Þegar við höfum náð tökum á þessu og stöndum styrkum fótum getum við velt fyrir okkur framtíðar- samskiptunum við Evrópusam- bandið,“ segir hann. „Sjálfstæðis- menn hafa aldrei útilokað neitt í þeim málum, þetta er stöðugt hagsmunamat sem þarf að halda áfram.“ Hann segir að í millitíðinni eigi tvímælalaust að halda áfram vinnu við að endurskoða stjórnar- skrána, meðal annars með hlið- sjón af umsókn um aðild í Evr- ópusambandið. „Það er fjölmargt sem við getum gert nú þegar til að halda þessum málum í deigl- unni en það liggur fyrir að það verður ekki sett fram nein aðildar- umsókn á þessu kjörtímabili.“ Bjarni segist einnig telja að tími sé kominn til að menn slái hugmyndir um einhliða upptöku evrunnar út af borðinu. „Það þýðir að við ræðum ekkert um evruna án þess að henni fylgi aðild að evrópusambandinu.“ - sþs Bjarni Benediktsson, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar: Tiltekt fyrst, svo ESB-umræða Á ÞINGI Bjarni Benediktsson segir að nota eigi kjörtímabilið í að halda áfram vinnu við endurskoðun stjórnarskrár- innar, meðal annars með hliðsjón af umsókn um aðild að Evrópusamband- inu. SINDRI LÚÐVÍKSSON Það er mikil hefð á bak við bridgemót og margir þjóðþekktir menn búnir að taka þátt í þeim. Það er hugsanlegt að það haldi aftur af yfirvöldum. ÓLÖF ÞORSTEINSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI BRIDGESAMBANDSINS LÖGREGLUMÁL Kona í Reykjanes- bæ kom upp um eigið heima- brugg í gær. Hún óskaði eftir aðstoð lögreglu þegar hún taldi einhvern hafa reynt að brjótast inn hjá sér, en gleymdi að fela bruggtæki og heimagert áfengi áður en lögregluþjónarnir komu í heimsókn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum fundust engin ummerki um innbrot í íbúð konunnar, en bruggtækin voru gerð upptæk ásamt áfenginu. Konan á von á kæru fyrir að brugga ólöglega á heimili sínu. - sþs Kona kom upp um sjálfa sig: Gleymdi að fela heimabruggið KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.