Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 91
SUNNUDAGUR 17. febrúar 2008 19 Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói Blöndulón F í t o n / S Í A Hátíð á hálendinu Gríptu augnablikið og lifðu núna Nokkrum ferðamönnum var brugðið þegar þeir náðu óvænt GSM sambandi þar sem þeir voru staddir skammt aasuður af Hofsjökli, en þar hefur ekki náð t slíkt samband frá landnámi. Eina tiltæka skýringin er sú að hópurinn hafði meðferðis farsíma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið 27. febrúar 28. febrúar 2.mars Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Lítið stykki á stóru sviði. Að tromma upp á stóra svið Þjóðleik- hússins með gamlan gamanleik sem sló í gegn fyrir þremur ára- tugum er vogað. Reyndar er það nú þannig að góðir gamanleikir geta lifað gegnum aldir en það er ekki sjálfgefið. Í þessari nýju upp- færslu af Sólarferð Guðmundar Steinssonar er verið að endur- skapa ímyndaðar týpur áttunda áratugarins. Það er eins og leikar- arnir hafi staðið til hliðar við per- sónurnar og ákveðið að gera gys að því fólki sem var virkilega skondið á þeim tíma. Þetta er erfið aðferð og getur vel gengið upp, en hér var handritið ekki að vinna með aðferðinni né heldur tíma- setningar eða það sem kallað er „tæming“upp á „nýslensku“. Tvö pör fara saman í þessa hefð- bundnu sólarlandaferð þar sem bæklingar hafa lofað sól og aftur sól. Hjónin Stefán og Nína koma sér fyrir í hótelherbergi þar sem leikurinn allur gerist að undan- skildum svalaatriðum þar sem legið er í sólbaði og spjallað við aðra gesti á öðrum svölum. Þetta er hreyfimynd af innihaldslausu sumarfríi þar sem hamingjan felst í því að panta sér Cuba Libre á herbergið og brenna hverja skinn tjutlu á kroppnum í dýr- mætri sólinni frá morgni til kvölds. Líklega er ástæða þess að leiksýningin naut svona mikilla vinsælda 1976 sú, að þá var enn svolítið nýjabrum á hópferðum landans til Costa del Sol, eða hvað þær nú hétu þessar strendur sem menn timbraðir þekktu varla eftir að búið var að framkalla myndirn- ar úr instamatikvélunum. Það sem var skondið í þessari nýju upp- færslu nú var sveitamennskan í afstöðunni til útlandsins fyrir utan fágaðan gamanleik góðra leikara. Engu að síður einkenndist sýning- in öll af einhverri tregðu. Framvindan var engin í fyrri hlutanum og hefði mátt þétta leik- inn þó virðing sé borin fyrir texta höfundar. Eftir hlé dynur á með ógnarfylleríi þeirra Íslendinga sem búa á hótelinu og þá fer allt úr böndum og eymingja karlfauskur- inn hann Stefán er dreginn á tálar af ungri drukkinni konu. Eins fer hluti af Íslendingunum í skoðana- ferð þar sem þau skeiða gegnum leikhúsið og er það nokkuð gott atriði. Ragnar Kjartansson sér hér um leikmyndina sem er lítið annað en rúmið fyrir utan stólana sem hrukku í sundur og persónurnar settust aftur og aftur í, duttu á rassinn og allir hlógu. Þjónninn Manolo sem Juan Camilo Ronán Estrada túlkaði átti flotta innkomu þegar hann mætir í fyrsta sinn upp á herbergi til þeirra hjóna með Cuba Libre-glösin tvö á bakka sínum. Þau hafa ekki hugmynd um af hverju maðurinn glennir sig og stillir sér upp í alls kyns stellingar þar sem greiðsla á þjórfé er ekki til í þeirra orðaforða, hvað þá meira. Annað atriði þar sem Man- olo er að blanda drykki handa vin- unum fjórum með miklum tilfær- ingum aleinn á sviðinu hefði getað orðið að dansatriði eða einhverju, því allir biðu eftir einhverju en þetta varð í staðinn eins og langt myndskeið frá barþjónasam- keppni. Ingvar E. Sigurðsson leikur Stefán sem pínist í gegnum þessa frídaga með herfilega kviðverki og pípandi skitu, reynir að þókn- ast sinni ströngu og dyntóttu frú og gerir það sem er í hans valdi til þess að lifa sig inn í þetta tilgangs- leysi. Ingvar fór á kostum og sam- spil hans og Ólafíu Hrannar Jóns- dóttur sem fer með hlutverk Nínu var mjög gott. Ólafía Hrönn túlk- aði skemmtilega Nínu sem er ströng og siðprúð og lendir í augnabliks bólförum með þjónin- um Manolo en einmitt það atriði kannski lýsir best hvernig tíðar- andinn hefur breyst frá 1976. Þóra Friðriksdóttir í sama hlutverki undir rúmi með spænskum þjóni er alveg ógleymanleg sena. Hér var eins og einhver nútíma- afgreiðsla væri á þessu óundir- búna hliðarspori. Halldóra Björnsdóttir er vand- virk og hnyttin í túlkun sinni á hinum reynda sólarlandafara Stellu og túlkun Kjartans Guð- jónssonar á manni hennar Jóni sem er varkár, friðelskandi og fékk sólsting á öðrum degi með lummulegt þunnt bítlahár niður á herðar, er eftirminnileg. Edda Arnljótsdóttir bókstaflega eignaði sér salinn þar sem hún leggjalöng og súkkulaðibrún í hömlulausu dansatriði spriklaði eins og engi- spretta þá er Íslendingahópurinn lenti á ofurfylleríi. Esther Talía Casey fer með hlut- verk ungu drukknu konunnar sem forfærir Stefán en það er eins og allir vita vandasamt að leika ölv- aða manneskju þannig að það hefði kannski farið betur á að láta hana vera glettnari. Þröstur Leó Gunn- arsson lék töffaralegan stuðbolta og fararstjóra af miklum styrk. Í örhlutverki túrista gaggandi af hliðarlínu mátti sjá Helgu Steffen- sen í fyndnu gervi sem kitlaði hláturtaugar áhorfenda. Aðalmarkmið leikstjórans virð- ist einmitt hafa verið að kitla hlátur taugar en spurningin er hvort þær taugar hafi ekki verið orðnar svolítið þandar undir lokin? Elísabet Brekkan ¡Viva España! LEIKLIST Sólarferð eftir Guðmund Steinsson Búningar: Margrét Sigurðardóttir og Ragnar Kjartansson Tónlist: Kristinn Árnason Lýsing: Lárus Björnsson Leikmynd: Ragnar Kjartansson Leikstjóri: Benedikt Erlingsson ★★★ Of lítil sýning á of stóru sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.