Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 22
MENNING 6 rtu þá næstum búinn með skáldsöguna?“ spurði konuefni JG Ballards hann þegar þau voru að kynnast og hann sagði henni að hann væri að skrifa skáld- sögu. „Nei, en ég er næstum byrjaður,“ var svarið. Ballard rifjar þetta upp í nýrri sjálfsævisögu sinni, „Miracles of Life“, þar sem hann fjallar um hvernig hann fór að skrifa sem ungur maður á 6. áratugnum: hann byrjaði á smásögum og seldi í bandarísk tímarit sem birtu vísindasögur – á þeim tíma voru gefin út yfir tuttugu slík tímarit í Bandaríkjunum. Ballard (f. 1930) á óvenju- legan feril að baki. Hann lagði grunninn að nýjum tóni í vís- indaskáldsögum, fetaði sig yfir í annars konar skáldsögur og hefur síðar skrifað metsölu- bækur af ýmsu tagi sem sumar þykja auk þess með bestu bókum undanfarinna áratuga. „Ballardar“ nútímans fara oft- ast öðru vísi að, leggja gjarnan stund á bókmenntir í háskóla – og kannski allra líklegast að þeir taki próf í skapandi skrif- um. Þegar kennsla í skapandi skrifum fór að ryðja sér til rúms varð það viðloðandi deiluefni í bókaheiminum hver áhrifin yrðu á bókmenntirnar. Þar er ekkert einhlítt svar en áhrif á nemendurna eru að án efa skerpir kennslan skilning þeirra á sjálfu handverkinu, gefur þeim tækifæri til að spreyta sig undir leiðsögn, eflir sjálfstraustið ef vel geng- ur og aflar þeim sambanda. En þarna spretta kannski síður höfundar sem ryðja nýjar brautir. Bandaríski rithöfund- urinn Mary Flannery O’Conn- or (1925-1964) sagðist oft spurð „hvort háskólar hefti rithöf- unda. Mín skoðun er að þeir hefti ekki nógu marga þeirra“. Þekktir„skriftakennarar“ Sextíu milljónir króna í árs- laun eru ekkert undrunarefni lengur í fjármálageiranum en margir göptu þegar það frétt- ist í vetur að rithöfundurinn Martin Amis (f. 1949) hefði verið ráðinn upp á þau býti sem prófessor í skapandi skrif- um við Háskólann í Manchest- er. Fjölmiðlar fóru auðvitað strax að reikna út hvað hver kennslustund yrði þá dýr, ljóst að kennsluskyldan átti ekki að íþyngja honum. Hvort sem talan stenst eða ekki er ljóst að háskólar bjóða vel í menn eins og Amis, sem er líka kunnur fyrir að álíta sig eiga skilið góðar greiðslur ekki síður en bankamenn. Deilurn- ar um tilgang eða tilgangsleysi slíkrar kennslu hófust í Eng- landi þegar rithöfundurinn Malcolm Bradbury (1932-2000) kom á MA-námi í skapandi skrifum við Háskólann í East Anglia á sjöunda áratugnum. Bradbury gat sér góðan orð- stír fyrir eigin skriftir en þó einkum fyrir kennsluna. Ian McEwan (f. 1948) var fyrsti nemandi Bradburys og hefur gengið vel æ síðan. Árið 1983 valdi tímaritið Granta í fyrsta skipti tíu bestu bresku ungu höfundana og í þeim hópi var McEwan. Hann vann Booker-verðlaunin 1988 fyrir skáldsöguna „Amsterdam“ og kvikmyndin „Atonement“, byggð á bók hans sem kallast Friðþæging í íslenskri þýð- ingu, eflir nú enn frægð hans. Kazuo Ishiguro (f. 1954) er annar Booker-verðlaunaður nemandi Bradburys. Þeir sem tortryggja kennslu í skapandi skrifum benda gjarnan á bækur McEwans sem dæmi um „kennslustíl“: bækur hans séu áferðarfalleg- ar og bragðlausar. Aðdáendur hans segja velgengni hans skapa öfund. Andrew Motion (f. 1952), nú einnig lárviðarskáld Breta, tók við af Bradbury þegar hann hætti 1995. Motion er áberandi í opinberri umræðu og East Anglia-háskólinn enn eftirsótt- ur í faginu. Birkbeck College í London er nokkurs konar öld- ungadeild á háskólastigi, þykir veita góða menntun á mörgum sviðum og þá einnig í skapandi skrifum. Amis hefur alla burði til að gera það gott fyrir nem- endur sína í Manchester. East Anglia-mafían Það er mikill misskilningur að meta áhrif kennslunnar í skap- andi skrifum eingöngu í fræg- um höfundum sem þar ungast út. Þeir sem hrekjast af ritvell- inum verða oft áhrifamenn í bókaútgáfu og fjölmiðlum og þannig hefur farið um marga nemendur frá East Anglia. Í breskum bókaheimi er því oft talað um East Anglia-bóka- mafíuna sem hampi sínu fólki hikstalaust. Hinn umdeildi McEwan er enn og aftur nefnd- ur sem dæmi um höfund sem hafi á þennan hátt notið góðs af náminu á sínum tíma – og aftur svara aðdáendur hans að þetta sé bara öfund. Þau sambönd sem námið fæðir af sér gilda að sjálfsögðu um aðra skóla en East Anglia. Þekktir höfundar skapa orð- stír deildanna en nemendur sem dreifast í áhrifastöður tengdar bókaheiminum ýta undir svo námið og kynnin sem þau veita halda áfram að nýt- ast um ókomin ár. Helstu persónur og leikend- ur í tískuheiminum og lista- heiminum sækja útskriftar- sýningar þekktustu hönnunar- og listaskólanna til að finna nýja hæfileikafólkið. Skapandi skrif veita ekki færi á sýningum en umboðsmenn og útgefendur rækta sambönd- in við deildirnar í leit að næsta McEwan og sækja þangað ábendingar sem kræfir kenn- arar eru auðvitað meira en fúsir að veita. Sjálfsþurftarbúskapur úr bókum Samhliða æ fleiri kennslustöð- um í skapandi skrifum hefur orðið til kennslubókaútgerð í sama efni, margar auðvitað skrifaðar af kennurum í fag- inu eða þeim sem hafa sótt þangað kennslu. Þó hugtakið skapandi skrif vísi oftast til listrænna skrifa veita stærri deildir, ekki síst við banda- ríska háskóla, líka kennslu í því að koma frá sér bókum sem stefna ekki á viðurkennd verðlaun heldur bara sölu – og sama er með „skriftabækurn- ar“. En til að ná sölu þarf bókin að fást útgefin. Til að hún fáist útgefin þarf að lokka umboðs- mann til að taka hana að sér og til að það gerist þarf að kunna tökin á að ná athygli þeirra. Um þetta eru líka til bækur. „Your Writing Coach: From Concept to Character, from Pitch to Publication“ eftir Jurgen Wolff nær yfir allt ferl- ið, alveg frá því að þróa bókar- hugmynd og persónur yfir í að egna fyrir umbana og fá bók- ina útgefna. Wolff er Bandaríkjamaður með langt ritskott bóka, leik- rita og skrifa fyrir útvarp og sjónvarp. Hann er raunsær og rifjar upp þrautagöngu JK Rowling (f. 1965) til að fá Harry Potter útgefinn en Wolff er heldur ekki að skrifa fyrir ritspírur sem dreymir um að verða næsti Laxness eða Joyce heldur fyrir þá sem vilja lifa þokkalegu lífi af skriftum. Enska skáldið David Morley stefnir hærra í „The Cam- bridge Introduction to Creative Writing“. Hann kennir fagið við háskólann í Warwick, notar O’Connor-tilvitnunina hér að ofan, er á því að lestur góðra bóka sé forsenda góðra skrifa – engin hraðleið til í þeim efnum – og að þeir frumlegu finni nýjar leiðir í stað þess að feta þær troðnu. Netið: viskubrunnur og samfélag Eins og í öðrum efnum er netið óþrjótandi uppspretta þegar kemur að skapandi skrifum. Leitin getur til dæmis byrjað á því að slá inn „skapandi skrif“ á vef Háskóla Íslands og þaðan má sigla hraðbyr á íslenskar og erlendar netslóðir. Og auð- vitað ausa bæði Wolff og Mor- ley af visku sinni og vísindum á netinu. „Writers’ Yearbook“ var í áratugi biblía þeirra sem voru að leita fyrir sér um útgáfu í Bretlandi. Bókin birti bæði leiðbeiningar um hvernig væri best að snúa sér hvort sem menn væru með handrit að ljóðabók, leikrit, skáldsögu eða annað í handraðanum. Netið hefur löngu tekið yfir þetta hlutverk. Makalaus vefsíða af þessu tagi er www.everyonewhos- anyone.com þar sem höfundur að nafni Gerard Jones hefur í mörg ár rakið baráttu sína fyrir að finna útgefanda að skáldsögu sinni, „Ginny Good“. Í leiðinni hefur hann safnað saman nöfnum 1.300 umboðsmanna og útgefenda, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, og þeim miðlar hann á síðunni, oft með athuga- semdum um viðskipti sín við viðkomandi. Nám í skapandi skrifum gefur skrifandi fólki tækifæri til að bera saman bækur sínar. Víða á netinu eru vefsíður sem veita færi á að tengjast öðrum í sömu hugleiðingum. Skrifta- hópar af öllu tagi eru víða til, bæði nettengir eða að menn hittast í alvörunni og ræða verk hver annars. „Poetry Café“ í Covent Garden í hjarta London er samastaður „The Poetry Society“ en líka opið hverjum sem er. Handbragð og innblástur Stef Penney (f. 1969) vann Costa-bókmenntaverðlaunin 2006 fyrir fyrstu skáldsögu sína „The Tenderness of Wolves“. Bókin er spennusaga sem gerist í óbyggðum Kan- ada á 19. öld og náttúrulýsing- ar hennar og upplifun öræfanna þótti sterk. Það vakti því undrun þegar hún rakti í viðtölum að bókin væri skrifuð í bresku þjóðarbókhlöðunni og að hún hefði aldrei komið til Kanada. Aðrir bentu á að kjarninn í að skrifa vel væri auðvitað hæfileikinn til að fá lesandann til að trú textanum. „A Novel in a Year: A Novelist’s Guide to Being a Novelist“ eftir rithöfundinn Louise Doughty (f. 1963) er samsafn greina sem Doughty Kristín Ómarsdóttir skáldkona að vinnu í vinnustofu sinni. MYND/ANTON Ian McEwan Kennsla í skapandi skrifum er gamalt deiluefni í bókaheim- inum og sjálfshjálp- arbækur og netið bæta þar enn við. BÓKMENNTIR SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR ER INNBLÁSTUR HANDAN KENNSLU Í HANDV Skapandi skrif:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.