Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 86
MENNING 50 Ljúf bók, einfaldur skáldskapur á tungumáli hversdagsins, auðlesin og heiðskír ljóð sem hvísla örlátu erindi sínu beint að lesandanum en hafa þeim mun minni áhuga á sjálfum sér og eigin leikfimi. Ljóð sem forðast flókið myndmál og afneita öllu skrúði, beita lík- ingum af varkárni og hafna því einkenni geimaldarljóðsins að etja saman hlut og hug í órökréttu samhengi. Skáldskapur sem virð- ir orð og tilfinningu í nöktum ein- faldleik og höfðar til skynhrifa fremur en lærdóms, virðir þögn- ina umfram skarkala og krefst því vissrar sjálfsafneitunar sem ljóðið bregst við með hrekklausu undanhaldi. Einsog vitur öldung- ur sem vitjar að nýju barnsins innra með sér og auðgar rödd þess visku reynslunnar en leyfir henni þó að hjala. Stundum alveg á mörkum þess að standast ljóð- ræna áskorun. Skáldið mælir í fyrstu persónu eintölu og fer hvergi leynt með skyldleika höfundar við ljóðmæl- anda sinn – þeir eru tvíeinn, virðu- legur karl á efri árum sem víða hefur ratað og leyst sína þraut með sæmd en heyrir nú feigðina kalla og vekja upp áleitar vofur úr fortíð sem skáldinu ber að kveða niður á ný og hvíla fyrr en ljárinn hvín. Skáldið kýs að horfa fremur fram á veg en líta um öxl, en áköf ásókn minn- inganna sem jaðrar við ofríki varnar skáldinu friðar og ögrun bókar- innar felst í því að ótti sálarinnar og beygur óvissunnar beinist óskiptur að fortíð eigin jarðvistar en ekki því sem bíður. Jarðbundin samviska minninganna dæmir yfirsjónir og mælir heilræði og kveikir eftirþanka og efa um innri orðstír og vegferð, jafnvel eftirsjá eftir „því sem aldrei gerð- ist“, dómur framtíðar er því fólg- inn í frjálsu vali hversdagsins og eigin innra mannorði á jörðu fremur en yfirskilvitlegu forboði. Fortíðin þrengir sér uppá núið og „lætur oss lúta vorri þraut“ og treinir því mæðunni langan líf- dag, fremur en geigur við ókann- að land (Helgi/Hamlet 3,1). Þeim reimleikum mætir skáld- ið í kveðskapnum, vísvitandi vopnlaust, með „orðum sem forð- ast að mæla“, yfirlýstri trú á ósögð orð og orðlausa tjáningu, vanmætti gagnvart dýrum orðum, og sjálfshöfnun ljóðrænunnar sem í fyrstu virðist uppgjöf, svo- lítið einsog latigeir á lækjar- bakka, en vinnur á með vaxandi áherslu á umbreytingarafl orðs- ins sem að endingu sannar að það er meiri list að mæla sem barn en orga öpuðum hástöfum, meiri list að þreyta bráð en eta – og jafnvel þótt ætið hafi þá síðasta orðið og sleppi óséð. Ljóð getur átt eintal við skáld sitt svo allir hlýði og kveðið niður draug þess svo allir hvílist með því að skrúfa niður í sjálfu sér og leysa eða eyða þannig innri vanda (þótt ærinn sé) með þeim sömu fyrirmælum sem vægðarlaust berhátta allt hið ytra. En ofurhversdagsleikinn í ein- staka ljóðum og málfar sem stíg- ur yfir mörk tals og ritmáls gerir það að verkum að skáldskapurinn tapar alvörunni einstaka sinnum og fær þá blæ af ömmu- og afa- sögum sem gleymdu að skrifa það niður að börnin uxu upp. Hugljúf bók sem virðir hóg- værð ljóðsins – næstum að hættu- mörkum. Þá hefur skáldið þýtt og gefið út 22 ljóð eftir spænska nóbels- verðlaunahöfundinn Juan Ramón Jiménez. Gullfalleg ljóð, full af tónlist og trega. Fengur í þýðing- um Hallbergs að vanda. Sigurður Hróarsson Feigð í greipum fortíðar VOFUR HVERSDAGSINS Hallberg Hallmundsson „Ég sá það fyrst á visir.is“ Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku. ...ég sá það á visir.is Visir.is er öflug frétta- og upplýsingaveita í stöðugri sókn, sem leggur metnað sinn í að flytja fréttir líðandi stundar fljótt og örugglega til notenda. Fréttir, dægurmál, umræða, blogg og VefTV – allt er þetta aðgengilegt á einum stað í einfaldri umgjörð og með skýrri framsetningu. Notendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir heimsækja vísi. Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.