Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 12
12 17. febrúar 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Íslensk ættleiðing hefur verið starf- andi frá byrjun árs 1978. Það byrj- aði sem foreldrafélag nokkurra fjöl- skyldna sem ættleitt höfðu börn frá Kóreu með aðstoð norskrar ættleið- ingarskrifstofu. Tilgangurinn var að fá meira form á samskipti við stjórnvöld og árið 1987 fékk félagið meðmælabréf frá íslenskum stjórnvöldum til að leita eftir samstarfi erlendis og var skrif- stofan opnuð ári síðar. Í dag telur fé- lagið um 300 fjölskyldur og börn þeirra frá um 20 löndum. Ingibjörg Jónsdóttir, formað- ur Íslenskrar ættleiðingar, og Guð- rún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segja hópinn fara stækkandi. „Fjölskyldurnar koma alls stað- ar að af landinu,“ segir Ingibjörg. „Stærstu löndin sem við ættleið- um börn frá eru Indland og Kína. Svo erum við einnig með sambönd við Kólumbíu og Tékkland og mörg fleiri þannig að hópurinn er stór og fer stækkandi.“ Ingibjörg segir ýmislegt á döfinni á árinu til að halda upp á tímamót- in og nefnir málþing í maí þar sem erlendir fyrirlesarar koma fram og veglegan aðalfund félagsins 13. mars þar sem sálfræðingur mun fjalla um ættleiðingu frá sjónarhóli barnsins en Ingibjörg segir félagið leggja áherslu á að vinna með hags- muni barnsins í fyrirrúmi. Margir áfangar hafa náðst á þess- um þrjátíu árum og nefnir Guðrún atriði eins og jafnan rétt kjörfjöl- skyldna til fæðingarorlofs og einnig að fá ættleiðingu á erlendu barni inn í íslensk lög. „Lengi var hvergi minnst á ættleiðingar að utan í ís- lenskum lögum,“ segir Guðrún. „Þau tóku ekki gildi fyrr en árið 2000 og þurfti að berjast dálítið fyrir því. Í framhaldi af því fékk Íslensk ætt- leiðing löggildingu frá dómsmála- ráðuneyti til starfa sem skipti tölu- verðu máli.“ Með löggildingunni varð Ísland aðili að alþjóðlegum hagsamningi um ættleiðingarmál. „Þessi samn- ingur tryggir það í rauninni að ætt- leiðingin sé á forsendum barnsins en ekki á forsendum foreldranna og að það sé í öllu ferlinu verið að fjalla um ákveðið barn til ættleið- ingar en ekki bara ættleiðingu á óskilgreindu barni,“ útskýrir Ingi- björg. Þær nefna fleiri mikilvæg at- riði sem félagið hefur áorkað en árið 2007 fékkst það í gegn að fjölskyld- ur fá styrk til ættleiðingar. „Það skiptir miklu máli og jafnar fjárhagsstöðu fólks því þegar þarf að borga svona mikla peninga þá segir það sig sjálft að fólk er fljótt að detta út,“ segir Ingibjörg og Guð- rún bætir við að það setji líka strik í reikninginn að fólk þurfi sjálft að borga hluta af tæknifrjóvgunum hér á landi. „Víða á Norðurlöndunum borgar ríkið allt að þrjár meðferðir að fullu en hér borgar fólk hluta sjálft og hefur ekki tækifæri til að safna fyrir ættleiðingu á meðan.“ Þær eru sammála um að starfið sé mjög gefandi en það geti tekið á fólk að bíða eftir barninu sínu og biðtím- inn getur dregist á langinn. „Biðtíminn er að lengjast og er stressandi og erfiður fyrir marga, við finnum það og erum í því með fólkinu,“ segir Guðrún. „Bæði er verið að herða reglur úti og umsókn- um hefur fjölgað. Börn sem eru laus til ættleiðingar eru færri núna en oft áður. En svo er alveg yndislegt að sjá barn koma heim og vaxa og dafna hjá fjölskyldu sinni.“ Ferlið sem þarf að ganga í gegn- um þegar ættleiða á barn er flókið. Fyrst þarf að sækja um og standast þær kröfur sem íslensk stjórnvöld gera til kjörforeldra áður en um- sóknin er send út og svo hefst bið- tími sem er oft 2-3 ár meðan málið er í vinnslu í því landi sem ættleiða á frá. „Allt ferlið þarf að vera hundrað prósent því þetta er mjög viðkvæmt og vandmeðfarið,“ segir Ingibjörg. „Börnin geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og eru algjörlega varnar- laus. Ég segi að hver ættleiðing sé algjört kraftaverk. Í ljósi allra þeirra hluta sem þarf að hafa í huga þá er það að koma einu barni hingað heim kraftaverk og þannig held ég að við eigum að horfa á það.“ Félagið býður til hefðbundinnar afmælisveislu í dag í tilefni tíma- mótanna, með kökum og blöðrum og skemmtiatriðum fyrir börnin og svo verður endað á diskóteki fyrir ungl- ingana. heida@frettabladid.is FÉLAGIÐ ÍSLENSK ÆTTLEIÐING: FAGNAR ÞRJÁTÍU ÁRA STARFSEMI 300 fjölskyldur alls staðar að INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR FORMAÐUR ÍSLENSKRAR ÆTTLEIÐINGAR Segir starfið erfitt en mjög gefandi. JANICE DICKINSON FYRIRSÆTA ER 55 ÁRA Í DAG „Ég flýg til Dallas í botox á hálfs árs fresti. Ég ætla mér að verða fallegasta lík í heimi.“ Janice Dickinsson var einn af aðal- dómurunum í þættinum America´s Next Top Model. MERKISATBURÐIR 1737 Tólf manns látast í storm- viðri og fjúkhríð sem gerði fyrir norðan land. 1866 Kristján Jónsson fjalla- skáld yrkir kvæðið Þorra- þræl. 1933 Fyrsta tölublað fréttatíma- ritsins Newsweek kemur út. 1943 31 maður lætur lífið þegar vélskipið Þormóður frá Bíldudal ferst á leið frá Vestfjörðum til Reykjavík- ur. 1962 265 manns farast í stormi í Hamborg. 1968 Kolakraninn við Reykja- víkurhöfn rifinn. Hann var um 25 m hár. 1982 Vatnsmagn í Elliðaánum tvöhundruðfaldast í mikl- um vatnavöxtum. Golda Meir varð fjórði forsætisráð- herra Ísraels og fyrst kvenna. Hún fæddist í Rússlandi 1898 og flutt- ist ung með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. Þar lauk hún skóla- göngu gegn vilja foreldra sinna sem vildu að hún hætti námi og giftist. Golda giftist Morris Meyer- son nítján ára gömul og saman fluttu þau til Palestínu þar sem hún vann á samyrkjubúi. Þau settust svo að í Jerúsalem með tveimur börnum sínum og Golda varð ritari ráðs verkakvenna. Hún tók virkan þátt í stjórnmálum og 1946 var hún foringi Gyðingaráðsins og var ein af þeim tuttugu og fjórum sem skrifuðu undir sjálf- stæðis yfirlýsingu Ísraels. Hún starfaði sem ut- anríkisráðherra uns hún varð forsætisráðherra árið 1969. Golda þótti hörð í horn að taka og fékk viður- nefnið Járnfrúin. Eftir morðin á liði Ísraela á Ólypíuleikunum í München 1972 leyfði Golda Meir aðgerðir til að elta uppi og drepa meðlimi „Svarta sept- ember“ sem stóðu fyrir morð- unum á íþróttaliðinu. Kvikmynd- in Münich eftir Steven Spielberg er byggð á þessum aðgerðum. Golda biðlaði til Bandaríkjana um hernaðarlega aðstoð árið 1973 þegar nokkur arabaríki réðust inn í Ísrael en ríkisstjórn hennar var gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning fyrir stríðið. Golda lét af störfum sem forsætis- ráðherra árið 1974 og lést úr krabbameini fjórum árum síðar, áttræð að aldri. ÞETTA GERÐIST: 17. FEBRÚAR 1969 Golda Meir forsætisráðherra Ísraels Systir okkar, Elín Eiríksdóttir (Stella) Vitastíg 5, Hafnarfirði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 31. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðbjartur Eiríksson Guðbjörg Eiríksdóttir Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svövu Sigurrósar Hannesdóttur frá Hannesarbæ, Keflavík, síðar til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu Hafnarfirði fyrir sérlega góða umönnun og óeigingjarnt starf. Guð blessi ykkur öll. Gestur Guðjónsson Guðný Svava Gestsdóttir Ægir Jónsson Guðjón Gestsson Marta Kristjánsdóttir Sonja Gestsdóttir Haraldur Björgvinsson Arn ar H. Gestsson Anna Ólafsdóttir Gestur Kr. Gestsson Berglind F. Steingrímsd. ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Snorri Þór Rögnvaldsson húsgagnasmíðameistari, Goðabyggð 12, Akureyri, andaðist á FSA miðvikudaginn 13. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Margrét Hrefna Ögmundsdóttir Ögmundur Snorrason Deslijati Zjarif Oddný Stella Snorradóttir Níels Einarsson Rögnvaldur Örn Snorrason Kristjana Jóhannsdóttir Ingibjörg Halla Snorradóttir Hreinn F. Arndal Kolfinna Hrönn Snorradóttir Raymond Sweeney Hanna Margrét Snorradóttir Thomas Tue Jensen og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Margrétar G. Albertsdóttur Krosshömrum 1a, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala við Hringbraut, deild 11E, fyrir frábæra umönnun og hlý- hug. Birgir Þór Ólafsson Helga Sólveig Jóhannesdóttir Guðmundur P. Jónsson Þuríður Guðjónsdóttir Þórhallur Vigfússon og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, Richard Svendsen (Rikki) Suðurhólum 24, Reykjavík. Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir Ingvar Hinrik Svendsen Iðunn Vaka Reynisdóttir Hermann Markús Svendsen Elísabet Alma Svendsen og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.