Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 18. janúar 1986 Finnskar veggskápasamstæður Bæsuð eik og mahony Verð kr. 36.900.- Með glerhurðum beggja megin kr. 38.900.- WÍ>^HUSGÖGN OG *■* INNRETTINGAR pp pQ QO ^■^^^•lSUOURLANDSBRAUT 18 OO Oíí Uv á bílnum þínum og allt handunnið. ÞETTA FÆRÐU FYRIR AÐEINS Ikr. Bón- og þvottastöðin Umferðarmiðstöðina, súni 13380 Perkins Viöurkenndir varahlutir ggPerkins POWERPART BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Nokkrir félagar úr unglingaleikhúsinu Veit mamma hvað ég vil? ásamt Sigrúnu Valbcrgsdóttur formanni Bandalags leikfélaga á Galdraloftinu, í nóvember á sl. ári. Tímamynd: Sverrir Unglingaleikhúsið Veit mamma hvað ég vil?: Frumsýnir fyrsta verkið í febrúar Unglingaleikhúsið Veit inainma hvað ég vil? hefur nú hafið æfingar á leikritinu Beðið í myrkri Wait until dark - eftir Frederick Knotl í þýð- ingu Lofts Guðmundssonar. Leikstjóri er Pétur Einarsson en með helstu hlutverk fara Pórunn Helgadóttir, Már W. Mixa, Felix Bergsson, Pórir Bergsson. Héðinn Sveinbjörnsson, Sólveig Svein- björnsdóttir. Árni Eiríkur Berg- steinsson og Guðlaugur Eyjólfsson. Ráðgert er að hefja sýningar á leikritinu í lok febrúar en þær munu fara fram á Galdraloftinu, æfingar- og sýningarhúsnæði leikhópsins. Mrún Flugleiðir fá TF-SIM - leigða yfir sumartímann Flugleiðir munu leigja Fokkervél Landhelgisgæslunnar í sumar. Áætl- aður leigutími er frá júní og fram í scptcmber. Vélin verður notuð, sem samsvarar fimmtíu flugtímum á mánuði. Ástæður samkomulagsins eru þær að mun hagkvæmara er fyrir Flug- leiðir að leigja vél hér innanlands, þar sem notkunartími í hverjum mánuði er svo stuttur. Að sögn Gunnars Bergsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar mun gæslan eftir sem áður hafa aðgang að vélinni allan þann tíma sem hún er ekki í flugi. Smávægilegar breytingar verður að gera á vélinni áður en hún veröur tilbúin til farþegaflugs. Taka verður borð siglingafræðings úr vél- inni og setja sæti í staðinn. Fokker- inn fer í mikla skoðun í vor, og verð- ur því í besta standi þegar Flugleiðir taka hann á leigu. Gunnar benti á að með tilkomu nýju þyrlunnar, sem Tíniinn hefur skýrt frá, verður tryggt að hægt verð- ur að halda upp öflugri gæslu með ströndum landsins. -ES Höfrungur III með helming landaðs afla Vetrarvertíð hefur farið afar ró- lega af stað í Þorlákshöfn. Fyrsta hálfa mánuð ársins bárust þar aðeins á land 131 tonn af botnfiski - þar af 21 tonn af 6 línubátum og um 110 tonn af 6 netabátum sem byrjaðir eru róðra. Af netaaflanum er rúmur helmingur af einum bát, Höfrungi III, sem landaði um 58 tonnuni, þessar tvær vikur. Þess ber að geta að einhverjir af línubátunum hafa fært sig vestur í Faxaflóa, vegna betri afla þar, og landa því ekki í Þorlákshöfn, heldur er aflinn keyrður austur. Fjöldi báta er ekki enn byrjaður róðra, en búist er við að þeir leggi al- mennt af stað upp úr 20. janúar. Lítil sem engin vinnsla hefur verið frá áramótum í Meitlinum - stærsta fiskvinnslufyrirtækinu á staðnum - enda hvorugur togara fyrirtækisins farið á sjó á nýja árinu. Annar er í slipp en hinn hefur tafist vegna bilun- ar. Bátarnir 12sem byrjaðireru róðra leggja nær allir upp hjá Glettingi og Suðurvör, svo þar hefur verið vinna við verkun aflans. -HEI Mannaskipti í stjórn Alusuisse Zurich-Keuter. Samkvæmt frétt í svissneska dag- blaðinu Neuc Zuercher Zcitung er fyrirsjáanlegt að breytingar verði á stjórn fyrirtækisins Alusuisse vegna þess að óvænt tap varð á rekstrinum áriö 1985. Gert er ráð fyrir að stjórn- arformaðurinn, Emmanuel R.Me- yer, og forstjórinn, Bruno Sorato, láti af störfum. Talsmenn Alusuisse hafa ekki enn viljað staðfesta frétt- ina. Árin 1981-1983 voru Alusuisse þung í skauti vegna þess hversu ál- markaðurinn var óhagstæður, en árið 1984 breyttist staðan á bctri veg þannig að fyrirtækið skilaði um 3,5 milljarða króna hagnaði. Sorato hafði spáð svipaðri stöðu á árinu 1985, en síðar kom í ljós að sú bjart- sýni átti ekki við rök að styðjast. Að auki hefur það komið á daginn að eignir Alusuisse hafa verið skráð- ar of hátt og nauðsynlegt mun að af- skrifa um jafnvirði 5 milljarða króna á þessu ári af þeim sökum. Svissneska fjárhagsvikuritið Fin- anz und Wirtschaft áætlar að tap Alusuisse ásíðastliðnu ári verði um 2 milljarðar króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.