Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 11
12Tíminn Hér horfa Kristján Arason og Þorbergur Aðalsteinsson á eftir einum Dana inní teiginn í sigurleiknum gegn Dönum á Baltic-Cup. íslendingar þurftu að horfa á eftir Pólverjum inní teiginn í gær. Frá íþróttasambandi fatlaðra: Amór sæmdur gullmerki - Edda Bergmann fékk silfurmerki Sambandsins. Arnór Pétursson fyrrum formaður ÍFR oggóður keppnismaður í íþrótt- Ardiles lagður inn Osvaldo Ardiles, argentíski miðjumaðurinn frægi sem leikur mcð Tottenham, þarf enn einu sinni að leggjast inná sjúkrahús. Nú þarf Itann að gangast undir uppskurð vegna kviðslits. Hann verður frá í að minnsta kosti mánuð. Þegar hann snýr aftur gæti nýr framkvæmda- stjóri verið tekinn við því frcttir herma að stóll Peter Shreeves fram- kvæmdastjóra sé nú orðinn mjög heitur. um fatlaðra var í fyrradag sæmdur gullmerki íþróttasambands fatlaðra. Gullmerkið er æðsta viðurkenning sem íþróttasamband fatlaðra veitir. Ólafur Jensson, forntaður sam- bandsins sagði við þetta tækifæri að Arnór hefði með dugnaði sínum og áræðni hrifið fjöldann allan af fólki með sér og gcfið því trú á lífið og sjálft sig. Þá var Eddu Bergmann veit silfur- nierki sambandsins fyrir mikil og góð félagsstörf og glæsilegan árangur á íþróttasviðinu. Ivan Lendl besti tennisleikarinn í dag. Lendl sá besti Tékkneski tennisleikarinn lvan Lendl var kosinn tennisleikari ársins af sambandi atvinnutennisleikara. Lendl vann 80 af 87 leikjum sem hann spilaði á síðasta ári. Hann náði að vinna U.S. Open keppnina í fyrsta sinn og vann McEnroe í úr- slitaleik í þeirri keppni. Það dugði Lendl til að verða talinn besti tennis- leikari heims. Á sama tíma og Lendl voru afhent verðlaunin fyrir að vera sá besti fékk Boris Becker verðlaun fyrir að vera sá efnilegasti. Þá vann Jaime Yzaga frá Perú verðlaun sem athyglisverð- asti leikmaður ársins og þeir Ken Flach og Robert Seguso voru valdir sem bestu tvíliðaleikarar ársins. Reykjavíkurmótið í innanhússfótbolta Reykjavíkurmótið í innanhúss- knattspyrnu hefst á mánudaginn kemur með leikjum í 6. fl. og 2. fl. Síðan rekja sig leikir í öllum flokkum og mótið endar á föstudaginn 24. janúar með leikjum í meistaraflokki og 4. flokki. Keppnin í meistara- tlokki hefst reyndar á fimmtudags- kvöldið kl. 19.00. REYKJAVÍK (MYNDLIST sýning á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 1986. Stjórn Kjarvalsstaöa hefur ákveðiö aö efna til mynd- listasýningar aö Kjarvalsstöðum á Listahátíö í vor, sem nefnist Reykjavík í myndlist. Öllum starfandi myndlistarmönnum er hér með boðið aö senda verk á sýninguna, og mun dómnefnd síðan velja úr verkunum. Sýningin veröur í vestursal og vesturforsal Kjarvalsstaða í júní- og júlímánuði samtímis sýn- ingu á verkum Picassos, sem verður í Kjarvalssal. Verkum þarf að skila til Kjarvalsstaða fyrir 20. apríl n.k. með ítarlegum upplýsingum bæði um viðkomandi verk og höfund. Kjarvalsstöðum, 13. janúar 1986. Stjórn Kjarvalsstaða. Laugardagur 18. janúar 1986 Laugardagur 18. janúar 1986 ÍÞRÓTTIR Baltic-Cup í handknattleik, Ísland -Pólland 20-22: Vonbrigði, vonbrigði pólskir unnu landann a s 4JEBS Slakur kafli í upphafi seinni hálfleiks stuðlaði að tveggja marka tapi - Mikið verk óunnið Ekki tókst íslenska landsliðinu í hand- knattleik að sigra hið pólska í landsleik í Baltic-keppninni sem fram fer í Danmörku um þessar mundir. Pólverjar, sem ekki höfðu unnið leik í keppninni fram að því, sigruðu í leiknum 22-20 eftir harða baráttu. Þar með er nokkuð Ijóst að ísland verður ekki á meðal þriggja efstu á mótinu. Liðið á aðeins eftir að leika gegn B-liði Dana. Guð hjálpi okkur öllum ef ekki vinnst sigur á því liði. Það voru fyrst og fremst upphafsmínútur seinni hálfleiks í leiknum í gær sem gerðu útslagið. Staðan í leikhléi var 9-9 en Pólverj- ar gerðu fjögur fyrstu mörkin í seinni hálf- leik og þrátt fyrir að íslendingar hafi náð að jafna rétt fyrir leikslok 20-20 þá tók það full mikinn toll af strákunum og Pólverjar gerðu tvö síðustu mörkin. I heild verður að segja að leikurinn hafi verið jafn og spennandi. Pólverjar byrjuðu á að gera tvö mörk en Atli og Kristján jöfnuðu 2-2. Síðan var jafnt út fyrri hálfleikogstaðan 9-9 í hléi. Kristján Sigmundsson í íslenska markinu varði m.a. tvö vítaskot í fyrri hálf- leik. Hann varði síðan eitt til viðbótar í þeim seinni og stóð fyrir sínu. Pólverjar skoruðu eins og fyrr segir fjögur fyrstu mörkin í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Páll Ólafsson skoraði þrjú mörk í röð þá náðu Pólverjar aftur fjögurra marka forskoti 16-12. Eftir það ná íslendingar að saxa á forskotið og hápunkturinn á því var cr Geir Sveinsson náði frákasti frá markverðinum og sópaði boltanum í netið 20-20. Pólverjar skoruðu í næstu sókn en Atli lét síðan verja frá sér í lokin og Pólverjar bættu við marki á síðustu sekúndum leiksins. Það eru nokkur vonbrigði að tapa þessum leik fyrir Pólverjum. Þeir höfðu ekki unnið leik á mótinu fram að því og lið þeirra erekk- ert til að hrópa húrra fyrir. Hvað áhrærir ís- lenska liðið er Ijóst að enn á cftir að vinna mikið starf til að árangur náist á HM. Þó svo að vel gangi hér í Höllinni í nokkrum leikj- um með hléi á milli þá er allt annað að spila.á hverjum degi í slíku stórmóti. Enn er mán- uður til stefnu og hann verður að nýta vel. Tapið í gær er eflaust svekkjandi fyrir Pól- verjann Bogdan landsliðsþjálfara. Kristján og Steinar gerðu fimm mörk hvor í gær og Steinar skoraði úr þröngum stöðum í horninu sem er eftilviil ekki hans sterkasta hlið. Páll og Atli gerðu þrjú mörk hvor. Þorgils Óttar meiddist t' leiknum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Wirnsberger vann brunið Peter Wirnsberger frá Austurríki sigraði í brunkeppni á heimsbikar- mótinu í gær. Keppnin fór fram í Kitzbúhcl í Austurríki. Wirnsberger kom í mark á tímanum 2:03,00 og var á undan landa sínum Erwin Resch. Resch fékk tímann 2:03.12 og má því segja að ekki hafi verið mikill rnunur á þeim löndum. Þriðji í bruninu í gær varð Pirmin Zúrbriggen frá Sviss og fjórði varð óþekktur Kanadamaður Belczyk að nafni. Á eftir honum kom annar N- Ameríkumaður Doug Lewis frá Bandaríkjunum. Hann fékk tímann 2:03,59 og má af því sjá að keppnin varjöfn. Tíminn 13 ÍÞRÓTTIR .Hllllllllllllll íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Allt á fullt í dag - keppt 13. og 2. deild um helgina lslandsmótið í knattspyrnu innan- húss hefst uni helginga, nánar tiltek- ið kl. 11.00 í dag. Þá er keppt í 3. deild en á morgun verður byrjað kl. 11.00 í 2. deild. Við birtum hér tíma- töflu mótsins þannig að þeir sem áhuga hafa geta fylgst með. ÍSLANDSMÓT í INNANHÖSS- KNATTSPYRNU 1986 2. deild: A-riðilI B-riðill C-riðill D-riðill Austri Bolungarv.Reynir.S Ármann H.V. Leiftur Grindavík Í.B.Í Léttir H.S.Þ.b Víðir Þróttur.N. Víking.,R Neisti Í.R. Í.K. 3. deild: A-riðill B-riðill C-riðill D-riðiIl Hafnir Víkverji Stokkseyri Aftureld. Víking.,01 Árroðinn Reynir.Á. Einherji Njarðvík Stjarnan Leiknir.F. Leiknir.R. Árvakur Valur.Rf. Í.B.V. Vorboðinn Laugardaqur 18. ianúar_____3. deild: Kl. 11.00 B Kl. 11.22 B Kl. 11.44 D Kl. 12.06 D Kl. 12.28 B Kl. 12.50 B Kl. 13.12 D Kl. 13.34 D Kl. 13.56 B Kl. 14.18 B Kl. 14.40 D Kl. 15.02 D Kl. 15.24 A Víkverji - Valur, Rf. Arroðinn - Stjarnan Afturelding - Vorboðinn Einherji - Leiknir, R. Valur, Rf. - Stjarnan Vikverji - Árroðinn Vorboöinn - Leiknir.R. Afturelding - Einherji Árroðinn - Valur, Rf. Stjarnan - Víkverji Einherji - Vorboðinn Leiknir, R. - Afturelding Hafnir - Árvakur Kl. 15.46 A Kl. 16.08 C Kl. 16.30 C Kl. 16.52 A Kl. 17.14 A Kl. 17.36 C Kl. 17.58 C Kl. 18.20 A Kl. 18.42 A Kl. 19.04 C Kl. 19.26 C Víkingur.Ól. - Njarðvik Stokkseyri - Í.B.V. Reynir.Á - Leiknir, F. Árvakur - Njarðvík Hafnir - Víkingur, Ól. Í.B.V. - Leiknir, F. Stokkseyri - Reynir, Á. Víkingur, Ól. - Árvakur Njarðvík - Hafnir Reynir, A. - Í.B.V. Leiknir, F. - Stokkseyri Sunnudaour 19. ianúar____2. deild: Kl. 11.00 B Bolungarvík - Neisti Kl. 11.22 B Leiftur - H.S.Þ.b Kl. 11.44 D Ármann - Í.K. Kl. 12.06 D Í.B.Í. - Þróttur, N. Kl. 12.28 B Neisti - H.S.Þ.b Kl. 12.50 B Bolungarvík - Leiftur Kl. 13.12 D Í.K. - Þróttur, N. Kl. 13.34 D Ármann - Í.B.Í. Kl. 13.56 B Leiftur - Neisti Kl. 14.18 B H.S.Þ.b - Bolungarvík Kl. 14.40 D Í.B.t. - Í.K. Kl. 15.02 D Þróttur.N - Ármann Kl. 15.24 Dómarar - Form. Kn. deilda Kl. 15.46 A Austri - Vikingur, R. Kl. 16.08 A H.V. - Léttir Kl. 16.30 C Reynir.S. - Í.R. Kl. 16.52 C Grindavík - Vidir Kl. 17.14 Dómarar • Stjórn K.S.Í. Kl. 17.36 A Víkingur, R. - Léttir Kl. 17.58 A Austri - H.V. Kl. 18.20 C l.R. - Vídir Kl. 18.42 C Reynir, S. - Grindavík Kl. 19.04 Stjórn K.S.Í - Form. kn. deilda Kl. 19.26 A H.V. - Víkingur, R. Kl. 19.48 A Léttir - Austri Kl. 20.10 C Grindavik - Í.R. KÍ. 20.32 C Vídir - Reynir, S. ísland vann Norrænu trimmkeppnina Síðastliðið sumar fór fram Norræn trimmkeppni fatlaðra. Keppnin var á milli Norðurlandanna og hafði hvert land tvær vikur til að halda keppnina. Gefin voru stig í keppninni og var að sjáUsögúu mið- að við höfðatölu. íslendingar sigruðu afar glæsilega í þessari keppni og hlutu 235.986 stig. Finnar komu næstir með 61.742 stig. Þetta er í þriðja sinn sem íslendingar vinna þessa keppni. Um leið var keppni á milli héraðssambanda hér á iandi og sigraði UMFB með miklum yfirburðum í þeirri keppni. Arsenal - og Tottenham - aðdáendurtilLondon Arsenal og Tottcnham aðdáendur ættu að taka gleði sína á þessari stundu. Þannig er að aðdá- endaklúbbar þessara félaga hafa ákveðið að standa fyrir ferð til London um páskana. Þessi hóp- ferð verður þann 28. mars og er áætluð heimkoma þann 2. apríl. Klúbbarnir munu fara saman á ieik Tottenham og Arsenal á White Hart Lane þann 29. mars en síðan skilja leiðir um tíma og Arsenal aðdá- endur fara á leik Arsenal og Watford á Highbury en Tottenham-aðdáendur fylgjast með sínum mönn- um á Upton Park gegn West Ham. Dvalið verður á íþróttahóteli YMCA þar sem er góð aðstaða m.a. sundlaug. Þeir sem vilja bóka sig og/eða fá nánari upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Arsenal-klúbbinn, sími 99-2499 eða Tottenham-klúbbinn sími 99-1537. Verðið á ferð- inni er í lágmarki eða um 17 þúsund. Hafa skal sam- band við klúbbana þann 21. janúar að kveldi. Eiríkur til Tindastóls Frá Erni Þórarínssyni fréttaritara Tímans í Skagafírdi: Fyrir skömmu var gengið frá ráðningu Eiríks Þor- steinssonar sem þjálfara Tindastóls á Sauðárkróki fyrir næsta keppnistímabil í knattspyrnunni. Eirík- ur er væntanlegar til Sauðárkróks í febrúarlok en hann hefur leikið í Svíþjóð undanfarin átta ár. Hér heima lék hann með Víkingi og hefur auk þess leik- ið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Að sögn Pálma Sighvatssonar formanns knatt- spyrnuráðs Tindastóls munu æfingar knattspyrnu- manna hefjast strax og Eiríkur kemur á staðinn. Hann þjálfar einnig sjötta flokk félagsins og mun að líkindum leika eitthvað hjá félaginu út keppn- istímabilið. Þá mun Gísli Sigurðsson markvörður leika með Tindastól næsta sumar, en hann lék með Siglfirðing- um á síðasta tímabili. Van Basten skorar og skorar Nú hefur verid hló ad nokkru leyti í keppninni um „Gullskó Adidas" og er þad vegna þess ad hlé hefur verið á deildar- keppnum í nokkrum Evrópulöndum. Nú er allt að fara af stad aftur og er staðan hjá markahæstu mönnum þessi: Van Bast- en frá Ajax í Hollandi hefur gert 28 mörk í 19 leikjum, Colak frá Samsunspor hefur gert 19 mörk í 18 leikjum og McAvennie hefur líka gert 19 mörk en þurft 26 leiki. í keppni liða eru Ju- ventus og Paris St. Germain efst og jöfn med 13 stig en PSV er með 12. BARNADEILD Barnabuxurst. 110-170 Fóðraðar snjóbuxur st. 110-170 . . Drengjaúipurst. 116-176 Smekkbuxur, flauel og bómull . . DÖMUDEILD 299.- 599.- 1.459.- 250.- PeysurS-M-L 799.- Stretch buxur st. 36-40 JL+9ST- 799.- Skyrtur st. 36-46 449.- Sokkabuxur3Ipk 79.- Kvensett J845T- 200.- HERRADEILD Canvas buxur st. 79-97 cm 695.- Skyrtur 390.- Skyrtur 2 stk 590.- Úlpur frá 1.295.- SKÓPEILD______________________________________ Kvenklossar, hvítir st. 36-41.... J295:- 249.- Herra inniskór, svartir, brúnir st. 40-46 . . 249.- Kvenskór, lítil númer............ J395T 300.- - Mikið úrval af barna- og kvenskóm á stórlækkuðu verði. ÝMISLEOT______________________________________ Hörpu Spred LATEX lakk 11........ ,398^- 298.- Kodak videospólur 180 mín........ 590.- - og miklu, miklu fleiri dœmi /mikligjrðub 3 MIKIÐ FYRIR UTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.