Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 4
Sem Katherine Wenthworth varð IMorgan að brcyta heldur betur um svip, og henni tekst svo vel að leika hina svikulu og undirförulu Katherine að fólk heldur hclst að hún hljóti að vera „vond stúlka" Jack Gill, eiginmaður Morgan, segir að það hljóti allir að sjá að hann hafi það mikið að lifa fyrir.að allar mögulegar ráðstafanir séu gerðar svo ekki gerist slys í „vinnunni hans“, sem er að vera staðgengill leikara í hættulegum atriðum. „Ég er ekki neitt lík Katherine Wentworth í DALLAS, - - en það er spennandi að leika haná!“ - segir leikkonan Morgan Brittany - „Mamma sjáðu, þarna er vonda stúlkan í DALLAS'", sagði 8-10 ára stelpa við mömmu sína og horfði á mig hatursaugum, segir Morgan Brittany í viðtali 1 við blaðamann sl. sumar. Leikkonan segir það vera orðið mikið vandamál fyrir sig að fá fólk til að trúa því að hún sé í rauninni ekki „vond stúlka", því þegar það horfir á sömu persónurnar viku eft- ir viku og það meira að segja ár eft- ir ár - eins og í DALLAS-þáttun- um, fara áhorfendur að líta á leik- persónurnar og leikarana sem eina og sömu manneskjuna. „Það er því kominn tími til fyrir mig að skipta um hlutverk." En það var einmitt það sem Morgan Brittany gerði um sama leyti og viðtalið kom á prent, því að þá var hún búin að „leika sig út úr DALLAS", (en við segjum ekki hvernig) og beið eftir fæðingu fyrsta barns síns og eiginmannsins, Jacks Gill, sem er frægur sem „stuntmaður", en það eru þeir kall- aðir sem taka að sér að leika hættu- leg atriði fyrir leikara í kvikmynd- um. Jack Gills er einn af þeim bestu í þeim hópi. Morgan sagðist hafa verið mjög einmana sem barn. Hún þekkti aldrei föður sinn, en bjó hjá móður sinni og ömmu. Þær voru alltaf úti að vinna og heimilislífið var ömur- legt. Morgan (sem reyndar hét þá halda að það þýddi ekki fyrir smá- vaxna, föla, dökkhærða stúlku í Kaliforníu að fara í þann bransa. Þar þykir sjálfsagt að píurnar séu hávaxnar, ljóshærðai; og sól- brenndar. Þá ákvað hún að reyna fyrir sér í New York, og við það tækifæri skipti hún í alvöru yfir í nafninu Morgan Brittany (sem húrr' tók upp ur skáldsögu). Fáeinar sjón- varpsauglýsingar komu henni á rétta leið á framabrautinni og svo lenti hún í DALLAS-þáttunum og sló þar í gegn. Morgan segir, að þau Jack séu mjög hamingjusöm, en eini skugg- inn sé sá, að hún sé svo hrædd um hann þegar hann er að taka að sér hættuleg sýningaratriði. Sjálfur segist hann gera allar mögulegar varúðarráðstafanir, og þetta verði þá eins og hver önnur vinna. Morgan reykir ekki né drekkur og segist hafa ógeð á deyfi- eða eit- urlyfjum og aldrei myndi hún láta taka af sér nektarmynd. Sem sagt „góð stúlka!“ 4Tíminn Morgan Brittany þegar hún var að byrja í smá- hlutverkum. - Hún þótti hcillandi fögur með skærblá augu og dökka hárið. Suzanne Cupito) var mjög fallegt barn og einhver sagði mömmu hennar að hún ætti að reyna að fá vinnu fyrir hana sem fyrirsætu og við sjónvarpsauglýsingar. Það gekk strax og litla stelpan varð þar með aðalfyrirvinna heimilisins. Þegar hún var orðin 14 ára fékk hún ekki lengur fyrirsætuvinnu sem barn - og gat ekki leikið fullþroska stúlku, og henni var sagt upp. Hún varð mjög hugsjúk, því hún vissi að það valt á hennar framlagi hvort þær mæðgurnar og amman hefðu sæmilegt framfæri. Hún not- aði samt tímann vel og fór í skóla og lærði ýmislegt viðvíkjandi fjöl- miðlun, aðallega einbeitti hún sér að því að læra það sem þurfti til að fá vinnu við útvarpsstöð, hvort heldur sem þulur eða við fréttaöfl- un. I háskólanum var ljósmyndari nokkur, sem tók myndir af Morgan og sagði henni að það hlyti að borga sig fyrir hana að reyna við fyrirsætustörfin aftur. Hún sagðist Laugardagur 18. janúar 1986 III1111 ÚTLÖND ! Illlll III11IIIII! III11111II lllllllllllllll 11 1111 l!lllll!ll 1111 MOSKVA — Sovétmenn eru að skipuleggja brottflutn- ing sovéskra borgara frá Suður-Yemen þar sem bardagar milli stjórnarliða og uppreisnarmanna standa enn yfir. Sam- kvæmt sendiráöi Breta í Moskvu aðstoða Sovétmenn líka við brottflutning breskra og franskra borgara frá ríkinu. Vestur-Þjóðverjar segjast leggja mikla áherslu á að koma vestur-þýskum ríkisborgurum burt frá Suður-Yemen eftir að sendiráð þeirra þar og íbúðir sendiráðsstarfsmanna urðu fyrir sprengjum. LONDON — Breska lögreglan skýrði frá því að mann- ræningjar hefðu látið lausan bróður sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna í London eftir að þeir fengu þrjár milljónir dollara í lausnargjald. BEIRUT — Kristnar hersveitir og sveitir, sem styðja Sýr- lendinga, börðust við Bickfayabæ, sem er heimaþorp Gem- ayels forseta Líbanons. Kristnir leiðtogar reyndu að bæta samskipti sín við Sýrlendinga sem versnuðu eftir að helsta samstarfsmanni þeirra í hópi kristinna leiðtoga var steypt af stóli. MADRID-Sp ánverjar báðu araba um að sýna skilning á því að þeir hefðu tekið upp stjórnmálasamband við ísra- elsmenn. Þeir ítrekuðu þá skoðun sína að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) yrðu að taka þátt í friðarviðræðum í Miðausturlöndum. LONDON — Hluthafar í hinu skuldum vafna Westland þyrlufyrirtæki hittust til að ræða áskorun formanns fyrir- tækisins, sir Johns Cuckneys um að kauptilboði banda- rískra aðila skyldi tekiö en það hefur valdið miklum stjórn- máladeilum á Bretlandi. DAVAO — Stjómarhermenn á Filipseyjum sýndu stuðn- ing við stjórnarandstæðinginn Corazo Aquino, sem býður sig fram til forseta, á gífurlega fjölmennum fundi á svæði þar sem kommúniskir stuðningsmenn njóta mikils fylgis. Tugir þúsunda dönsuðu á götum úti á fundinum. LAGOS — Stjórnskipuð nefnd mælti með því að Shehu Shagari fyrrverandi forseti Nígeríu og Alex Ekwueme að- stoðarmaður hans verði látnir lausir tveimur árum eftir að þeir voru fangelsaðir. TOKYO — Utanríkisráðherrar Japans og Sovétríkjanna hittust á aukafundi eftir að aðstoðarmönnum þeirra tókst ekki að koma saman sameiginlegri yfirlýsingu sem næði yfir deilur ríkjanna um yfirráð yfir eyjum við Norður-Japan. Reuter FRETTAYFIRLIT 17. JANÚAR NEWS IN BRIEF MOSCOW — The Soviet Union is trying to organise the evacuation of its dependents from South Yemen and is also helping arrange the departure of British and French nation- als because of fighting between rebels and loyalist forces, a British embassy official in Moscow said. In Bonn, the For- eign Ministry said West Germany was seeking the urgent evacuation of its citizens after West German diplomats re- ported its embassy and residence had suffered direct hits from shells. LONDON — The brother of the United Arab Emirates (UAE) Ambassador to London has been released following payment of a three million dollar ransom aftur being kid- napped, British police said. BEIRUT — Fighting flared between pro-Syrian and Christian forces near President Gemayel’s home village of Bickfaya as Christian leaders tried to limit damage to relat- ions with Damascus caused by the overthrow of Syria’s main Christian ally in Lebanon. MADRID — Spain appealed for Arab understanding of its new diplomatic relations with Israel and called for Middle East peace talks to include the Palestine Liberation Organ- ization (PLO) LONDON — Shareholders of Britain’s ailing Westland helicopter company met against a background of a political crisis with a strong appeal by its chairman, Sir John Cu ckney, to back a U.S. - led rescue package. DAVAO Philippines — Government troops sign- alled support for opposition contender Corazon Aquino as she took a stronghold of Communist rebels by storm and had tens of thousands of people dancing in the streets. LAGOS — A special panel recommended that former Nigerian President Shehuy Shagari and his deputy Alex Ekwueme be released after two years in detention. TOKYO — The Foreign Ministers of Japan and the Sovi- et Union met for an unscheduled special session after aides failed in day-long talks to compose an acceptable commun- ique to cover a nagging teritorial dispute.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.