Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 19 Laugardagur 18. janúar 1986 ........ BRIDGE llilllllUiÍII llllllllillllli Bridgehátíð 1986 hófst í gærkvöldi Bridgehátíð 1986 hófst í gærkvöldi með tvímenningskeppni sem 44 pör tóku þátt í, þar af sex erlend pör og eitt hálfíslenskt. Keppendalistinn í ár er e.t.v. ekki eins spennandi og oft áður en fram- kvæmdaaðilar mótsins þurfa ekkert að skammast sín. Meðal þátttakenda eru tveir heimsmeistarar, þeir Eric Rodwell og Georg Mittleman, einn Ameríkumeistari, Marty Bergen, Kanadameistarinn Allan Graves, Asíumeistarinn Zia Mahmood sem er einnig af mörgum talinn einn al- besti spilari heims, tveir Evrópu- meistarar, Svíarnir Flodqvist og Sundelin auk Danmerkurmeistar- anna Knud og Lars Blakset og Steen Schou. Það sem einnig er nokkuð sérstakt við þetta mót er að þar taka þátt sannkallaðir tvímenningssér- fræðingar þar sem eru Marty Bergen og Eric Rodwell. Bergen hefur á undanförnum árum unnið öll stærstu tvímenningsmót í Bandaríkjunum, sem er þó nokkurt afrek ntiðað við fjöldann sem tekur þátt í þeim mótum. Rodwell hefureinniglangan lista af tvímenningstitlum til að státa sig af. Svo ég spái því að þeir Ro- dwell og Bergen vinni auðveldan sig- ur í tvímenningskeppni Bridgehátíð- ar. Hverjir standa uppi sem sigurveg- arar í sveitakeppninni er erfiðara að segja til unt. Þar gætu allar erlendu sveitirnar komið til greina og auðvit- að íslenskar sveitir líka. Keppni hefst í dag kl. 10 fyrir há- degi og áætlað er að tvímenningnum ljúki kl. 18.00. Á sunnudag hefst sveitakeppnin klukkan 13.00 og verður spilað eitthvað frameftir kvöldi, og á mánudag hefst keppnin kl. 15.00. Að Bridgehátíð standa að venju Flugleiðir, Bridgesamband íslands og Bridgefélag Reykjavíkur. Eftirtalin pör munu keppa í tví- menningskeppni Bridgehátíðar 1986: Töfluröð: 1. Per OlafSundelin - Svein Olov Flodquist Svíþjóð. 2. Lars Blaset - Knut Blakset Danmörk. 3. Jón Páll Sigurjónsson - Sigfús Ö. Árnason TBK. 4. Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnson Kópavogi. 5. Allan Graves -George Mittelmann Kanada. 6. Páll H. Jónsson - Þórarinn B. Jónsson Akureyri. 7. Micheal Massimilla - Micheal Polowan USA. 8. Guðni Þorsteinsson -Sigurður B. Þorsteinsson BR. 9. Arnar Geir Hinriksson - Einar Valur Kristjánsson ísafirði. 10. Ólafur Ágústsson - Pétur Guðjónsson Akureyri. 11. Aðalsteinn Jónsson - Kristján Kristjáns. Eskifj./Reyðarfj. 12. Guðmundur Pálsson - Pálmi Kristmannsson Egilsst. 13. Aðalsteinn Jörgensen - Valur Sigurðsson BR. 14. Steinberg Ríkharðsson - Tryggvi Bjarnason Tálknafj./Patreksfj. 15. Jakob R. Möller - Jaquie McGreal BR-USA. 16. Magnús Torfason -Gísli Torfason Keflavík. 17. Esther Jakobsdóttir - Valgerður Kristjónsdóttir BR. 18. Hörður Blöndal - Grettir Frt'mannsson Akureyri. 19. Zia Mahmood - Barry Myers Bretlandi. 20. Þórarinn Sigþórsson - Þorlákur Jónsson BR. 21. Stefán Guðjohnsen - Þórir Sigurðsson BR. 22. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson BR. Sænsku Evrópumeistararnir Pio Sundelin og Sven Olov Flodqvist voru hressilegir þegar þeir skráðu sig inn á Hótel Loftleiðir í fyrrakvöld. Þeir munu spila í sveit með Zia Ma- hmood í Flugleiðamótinu í sveita- keppni. Tímamynd: Árni Bjarna 23. Hannes R. Jónsson - Ragnar Halldórsson BR. 24. Einar Guðjohnsen - Guðmundur Pétursson USA/BR. 25. Kristján Blöndal -Kristján Már Gunnarsson BR/Self. 26. Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson Kópavogi/Akranesi. 27. Sigfús Þórðarson - Vilhjálmur Þ. Pálsson Self. 28. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson BR. 29. Björn Eysteinsson -Guðmundur Sv. Hermanns. BR. 30. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson BR. 31. Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason BR. 32. Hörður Arnþórsson - Jón Hjaltason BR. 33. Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal. 34. Jakob Kristinsson - Júlíus Sigurjónsson BR. 35. Jón Baldursson - Sigurður Sverrisson BR. 36. Jón Þorvarðarson - Þórir Sigursteinsson BR. 37. Hallgrímur Hallgrímsson - Sigmundur Stefánsson BR. 38. Steen Schou -Sævar Þorbjörnsson Danmörk. 39. Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson BR. 40. Jón Ásbjörnsson - Símon Símonarson BR. 41. Karl Logason - Svavar Björnsson BR. 42. Magnús Ólafsson - Páll Valdimarsson BR. 43. Guðmundur Páll Arnarsson - Þorgeir P. Eyjólfsson BR. 44. Eric Rodwell - Marty Bergen USA. Til vara: 1. Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurðsson. 2. Björgvin Þorsteinsson - Jón St. Gunnlaugsson. Tafl- og Bridgeklúbburinn Fimmtudaginn 16. jan. s.l. var haldin sveitakeppni á vegum T.B.K. og sigraði sveit Gunnlaugs Óskars- sonar og hlaut 73 stig. Auk Gunn- laugs voru í sveitinni þeir Sigurður Steingrímsson, Anton R. Gunnars- son og Þorsteinn Erlingsson. Næstkomandi fimmtudagskvöld þann 23. janúar verður haldin tví- menningskeppni að Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30. Spilað verður aðeins þetta eina kvöld vegna mikilla anna hjá bridgeáhuga- mönnum um þessar mundir, vegna Reykjavíkurmóts og stórmóts á veg- um Bridgesambandsins. Fimmtudaginn 30. janúar hefst svo Aðal-tvímenningskeppni T.B.K. og verður spilað að Domus Medica kl. 19.30. Skráning þátttak- enda hefst fimmtudaginn 23/1 n.k. Öllu bridgeáhugafólki er heimil þátttaka. Keppnisstjóri er Anton R. Gunnarsson. Framhaldsskólamótið í sveitakeppni: Ákveðið hefur verið í samráði við Ármúlaskóla í Reykjavík, að fram- haldsskólamótið í sveitakeppni verði spilað helgina 15.-16. febrúarn.k., í Ármúlaskóla. Rétt til þátttöku hafa allir framhaldsskólar á landinu. Það er Bridgesamband íslands sem stendur fyrir þessu móti. Þátttöku skal tilkynna til skrifstofu BSÍ s: 91-18350 fyrir 10. febrúarn.k. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði ogsíðasta ár, þ.e. allir v/alla, og ræðst fjöldi spila í leik af þátttöku. Verði mikil aðsókn má búast við að spilað verði eftir Monrad-fyrirkomu- lagi, með 16-20 spilum í leik. Hver skóli má senda allt að 3 sveitir i mótið, og má hver sveit vera skipuð allt að 6 mönnum (hámark). Þátttökugjaldi verður stillt í hóf og vanur kcppnisstjóri mun annast stjórnun. Svefnpokapláss er fyrir hendi í Ár- múlaskóla og eru þeir sem vilja not- færa sér það beðnir um að hafa sam- band við Skúla Pétursson í Ármúla- skóla, í gegn um nemendaráð (þeir hafa eiginn síma í skólanum). Bridgefélag Hafnarf jarðar Nú er aðeins einni umferð ólokið í sveitakeppni B.H. Staða efstu sveita er nú þessi: Bjarni Jóhannsson 202 Böðvar Magnússon 188 Þröstur Sveinsson 178 Kristófer Magnússon 175 Þórarinn Sófusson 156 Erla Sigurjónsdóttir 153 Sveit Bjarna er næsta örugg með sigur í mótinu með 14 stiga forskot á næstu sveit og eigandi eftir að spila við þá sveit, sem vermir botnsætið. Vegna bridgehátíðar er ekki unnt að Ijúka sveitakeppninni næsta mánudag, þ. 20. janúar, en þcss í stað verður spilaður fjörugur og fjöl- mennur eins kvölds tvímenningur. W Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveöið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess að Suður- landsbraut 30,4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 81 full- gildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnað- armannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðjudaginn 28. janúar nk. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Fóstrur - Kópavogur Fóstra óskast á leikskólann Kópahvol fyrir hádegi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 40120. Um- sóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digra- nesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi nánari upplýs- ingar um starfið í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Ritari óskast Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða ritara í fullt starf. Megin verksvið er fólgið í ritvinnslu og má bú- ast við að starfsmaður hljóti þjálfun á tölvu í því skyni. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. og liggja umsóknar- eyðublöð frammi á félagsmálastofnun Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 41570. Félagsmálastjóri St. Jósefsspítali Landakoti Konur - karlar Óskum eftir starfsfólki við ræstingar. Upplýsingar veitir ræstingarstjóri alla virka daga frá kl. 9.00-15.00 í síma 19600/259 Reykjavík 16.01.1986. Starfsmaður óskast Hafrannsóknarstofnunin óskar eftir að ráða rannsókn- armann til starfa á nytjastofnasviði. Líffræðimenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 24. janúar. Hafrannsóknastofnunin Skúlagötu 4, sími 20240

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.