Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Laugardagur 18. janúar 1986 UTLÖND flll llllllllll illlllllllllllllllllllllll Vestur-Þýskaland: UKNARMORD MJOG ALGENG Hamborg-Rcutcr. Samkvæml nýlegri könnun, sem þýska vikuritið Neue Revue birti nú í vikunni, hafa um 40% lækna í Vest- ur-Þýskalandi framið líknarmorð á sjúklingum sem engin von var um að næðu bata. Samkvæmt könnuninni, sent náði til tvö hundruð lækna, hafa fjörir af liverjum tíu læknunr stytt ólæknandi sjúklingum aldur þótt þeir hafi vitað að slíkt stríðir gegn lögum Vestur- Þýskalands. Neue Revue segir að rúmlega 75% aðspurðra hafi lýst því yfir að þeir myndu frekar leyfa sársjúkum sjúk- lingum, sem þjáðst á banalegunni. að deyja hægt og rólega fremur en að kvelja þá með sársaukafullum að- gerðum sem gætu hugsanlega lengt líf þeirra örlítið. Miklar umræður eru nú um líkn- armorð í Vestur-Þýskalandi eftir að þekktur skurðlæknir. Julius Hacket- al. viðurkenndi að hafa stytt þjáning- Washington-Rcutcr. Nú á mánudaginn verður bandaríska Blessuð gæludýr Madrid-Rcutcr. Mörg þúsund hávaðasöm og hálf- óð gæludýr og húsdýr biðu í gær tímunum saman fyrir utan kirkju heilags Antons í Madrid eftir því að faðir Santos Familiar veitti þeim blessun sína. Faðir Santons, sem er 79 ára gamall, hefur blessað dýr á degi heilags Antons frá því árið 1931. Margir ferðast langar leiðir til að láta hann blessa dýrin og þeir, sem ekki geta komið með dýrin með scr. láta hann blessa myndir af þcim. Hann segist stundum hafa blessað stórar hjarðir af búpeningi. Heljarmikið svín, sem vó rúm- lega hálft tonn, olli miklum glund- roða í miðborg Madrid í gær þegar það slapp frá eiganda sínum sem var að fara með það til föður Santosar til að fá blessun hans. Heilagur Anton Abad var egypsk- ur einsetumaður sem þekktur var fyrir ást sína á dýrum og hafa Spán- verjaröldum saman látið blessa dýr á degi hans. blökkumannaleiðtogans Martins Luthers King, sem var myrtur 1968, minnst í fyrsta skipti í Bandaríkjun- um með almennunr frídegi. Forystumenn blökkumanna hafa lengi barist fyrir því að fæðingardag- ur Martins Luthers King verði al- mennur frídagur í Bandaríkjunum. Nú fyrr í þessum mánuði féllst Bandaríkjaþing loksins á að gera þriðja mánudag í janúar að almenn- um frídegi til að minnast þessa mikla mannréttindaleiðtoga sem átti af- mæli 15. janúar. Bandaríski söngvarinn, Stevie Wonder, sem hefur verið í farar- broddi þeirra sem vildu gera fæð- ingardag Martins Luthers King að .frídegi, verður stjórnandi mikilla hátíðartónleika á mánudag sem vcrða haldnir samtímis í Washing- ton, New York og Atlanta með að- stoð gervihnattar. King var helsti forystumaður rétt- indabaráttu blökkumanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann var í fararbroddi margra kröfugangna blökkumanna á þessum árum og árið 1963 streymdu 250.000 nrenn til Washington til að hlusta á sögulega ræðu sem hann hélt við niinnismerki Lincolns forseta og hófst á orðunum: ,.Ég á mér draum". Martin Luther King hefði orðið 57 ára í ái ef hann hefði ekki verið myrtur af ofstækisfullum kynþátta- hatara í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum. ar gamallar konu, sem þjáðist af krabbameini, með því að gefa henni blásýru aö hcnnar eigin ósk. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð. Martin Luther King með stuðningsmönnum sínum skömmu áður en hann var myrtur. Dagur Martins Luthers King Breskirflug- vellirtil sölu London-Reuter. Breska íhaldsstjórnin opinber- aði á fimmtudag áætlun um að selja einkaaðilum marga af stærstu flug- völlum Bretlands á næsta ári. í stjórnarfrumvarpi, sem lagt var fyrir breska þingið í fyrradag, er gert ráð fyrir að sjö flugvellir verði seldir, þar á meðal Heathrowflug- völlur, sem er fjölfarnasti flugvöll- ur heims. Áætlað söluverð tlugvall- anna er sagt vera um 500 milljón pund (rúm. 30 milljarðar ísl. kr.). Gert er ráð fyrir að hver flugvöll- ur verði rekinn af sérstöku fyrir- tæki. Frumvarp stjórnarinnar, sem er liður í afþjóðnýtingu breskra íhaldsmanna, opnar líka mögu- leika á sölu sextán flugvalla sem eru í eigu svæðisstjórna í Englandi og Wales. Flugvellirnir í Birming- ham, Liverpool og Manchester verða líklega meðal þeirra. Flutningamálaráðuneyti Bret- lands segir líklegt að hægt vcrði að ganga frá sölu flugvallanna strax á næsta ári. FINNSKAR STRÍÐSÆFINGAR Riihimaki-Rcutcr. Finnski herinn hóf í gær stærstu vetraræfingar sínar frá því að heim- styrjöldinni síðari lauk. Talsmaður hersins. Matti Jarvinen kapteinn, segir að um 12.000 her- menn taki þátt í æfingunum sem ganga undir nafninu „Eik 86" og standa í sex daga. Æfingarnar fara fram skammt fyr- ir norðan Helsinki þar er nú um 25 stiga frost. Finnski herinn er takmarkaður við 34.400 hermenn samkvæmt friðar- samningi sem Finnar gerðu við So- vétmenn eftir að hafa tapað tvisvar sinnum fyrir þeim á tímabilinu 1939 til 1944. En varaiið hersins er um 700.000 sem hernaðarsérfræöingar segja að sé mikið fyrir 4,9 milljón manna þjóð. ERU KOMNIR ~r^ Stórkostlegur myndaflokkur á 2 spólum þar sem hörmungar Þýskalands seinni heimsstyijaldarinnar krystallast í áhrifaríkri frásögn af átökum tveggja bræðra, ást þeirra á sömu konunni og baráttu þeirra innan SS morðsveita Hitlers. m MYMD6AMDAL0GA - MYBYIAVEGI26 K0PAV0GI - SIMI45328

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.